Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 25 UNGIR, afganskir flóttamenn í búðum við Peshawar Pakistan leita í hrúgu af laukafgöngum í von um að finna eitthvað ætilegt. Alls eru um 3,7 milljónir afg- anskra flóttamanan í Pakistan og Íran og tugþúsundir annars stað- ar í heiminum. Að auki eru millj- ónir manna á vergangi víða í Afganistan sjálfu en þar hafa herjað miklir þurrkar undanfarin þrjú ár eins og í fleiri löndum Mið-Asíu og því lítið um mat. Frjósamir dalir eru í landinu en aðeins um 5% af Afganistan eru ræktað land. Aðrir hlutar þess eru heiðar og gróðurlaus fjöll. Breska tímaritið The Eco- nomist hefur eftir fulltrúum Sam- einuðu þjóðanna að ein af orsök- um matarskortsins núna sé að talibanar hafi í upphafi valda- skeiðs síns 1996 ýtt undir ópíum- rækt til að fá peninga fyrir vopn- um. Talibanar bönnuðu skyndilega ópíumrækt í fyrra en munu nú hafa leyft hana á ný. Reuters Leitað að mat í rusli við Peshawar MEÐ hryðjuverkunum í Banda- ríkjunum 11. september urðu mikil tímamót í alþjóðamálum. Gömul bandalög stokkuðust upp og gaml- ir fjandmenn féllust í faðma í stríði sem hugsanlega mun skipta fylk- ingunum með jafn afgerandi hætti og kalda stríðið á sínum tíma. „Upp er runninn nýr tími í her- málum,“ sagði John Chipman, for- stöðumaður Herfræðistofnunar- innar (IISS) í London í fyrradag. Bandaríkin hafa eignast nýjan óvin, sem er hvorki Rússland né Kína, heldur alþjóðleg hryðju- verkastarfsemi. Ný tengsl, ný bandalög eru að fæðast og þau munu hugsanlega standa lengi.“ „Að því mun koma að þessi bar- átta verður eins og daglegt brauð, ein af grundvallarreglunum í al- þjóðlegum samskiptum. Eins og í kalda stríðinu mun á ýmsu ganga en hún mun einkennast af því ófrá- víkjanlega markmiði að vinna full- an sigur,“ sagði Chipman og bætti við að þetta nýja stríð yrði að því leyti erfiðara en kalda stríðið að óvinurinn er ekki jafn sýnilegur. Tækifæri fyrir Rússa Segja má að samskipti Banda- ríkjanna við Rússland og Kína hafi tekið gagngerum breytingum að- eins á rúmum mánuði og það sama má segja um viðhorf Bandaríkja- stjórnar til deilna Ísraela og Pal- estínumanna. Oksana Antonenko, sem starfar við Herfræðistofn- unina, segir að í fyrsta sinn frá lok- um kalda stríðsins hafi Rússar „eitthvað að bjóða“ Vesturlöndum og með því gefist þeim tækifæri til að standa með Bandaríkjunum og Evrópu á jafnréttisgrundvelli. Chipman telur að ein af afleið- ingum hryðjuverkanna verði sú að stefna margra ríkja verði íhalds- samari en áður, einkum hvað varð- ar innflytjendamál og borgararétt- indi. „Þeir tímar eru liðnir þegar efnahagslegir hagsmunir höfðu all- an forgang í samskiptum ríkja.“ Chipman segir hins vegar að þrátt fyrir tilraunir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til að koma á alþjóðlegri breiðfylkingu gegn hryðjuverkum þá hafi einsýni hans á umheiminn ekki breyst. „Bush-stjórnin hefur ekki tekið samráðsstefnuna upp á sína arma og hún er engu hlynntari alþjóð- legum samningum en áður,“ segir Chipman. Að hans mati verða Evr- ópuríkin að vanda vel til þeirra mála, sem þau vilja hafa áhrif á, og hann nefnir sérstaklega sem for- gangsmál að fá Bandaríkin til að halda áfram afskiptum af þeim svæðum þar sem baráttan gegn hryðjuverkum er mikilvægust. Áfram einhliða stefna Philip Gordon, sem starfar við Brookings-stofnunina í Wash- ington, er sammála Chipman í því að líkja megi baráttunni gegn hryðjuverkum við kalda stríðið en hann telur að of snemmt sé að full- yrða að hún verði jafn víðtæk. Og hann er sammála um einstreng- ingshátt Bandaríkjastjórnar í sam- skiptunum við umheiminn. „Það er ekki við því að búast að hún undirriti neina þá samninga sem hún hafði hafnað fyrir 11. september,“ segir Gordon. Hryðjuverkin hafa valdið þáttaskilum í alþjóðasamskiptum Fjandmenn fallast í faðma í nýju bandalagi London. AP. Reuters Bush Bandaríkjaforseti ræðir við Jiang Zemin Kínaforseta. Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evr- ópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 28. október á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 28. okt., 4 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Quality Hotel kr. 3.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október - 4 nætur 2 fyrir 1 til Prag 28. október frá kr. 16.850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.