Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 27

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 27 GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, gaf í gær í skyn að hann vildi að jafnaðarmenn (SPD) í Berlín mynduðu meirihluta með öðrum en arftökum kommúnista, PDS. Jafnað- armenn unnu mikinn sigur í kosning- um á sunnudag og fengu 29,7% at- kvæða en PDS kom mest á óvart og hlaut 22,6%. Árið 1999 var SPD með 22,4% atkvæða. Kristilegir demókrat- ar, CDU, sem misstu embætti borgarstjóra í júní vegna fjármála- hneykslis og óhóflegr- ar skuldasöfnunar borgarinnar hröpuðu að þessu sinni og fengu aðeins 23,7% stuðning sem er versta niðurstaða þeirra frá 1948. Fyrir tveim árum fengu þeir nær 41% at- kvæða. Jafnaðarmaðurinn Klaus Wowereit á úr vöndu að ráða þrátt fyrir góðan sigur. Hann getur myndað meirihluta með PDS sem hefur lagst eindregið gegn stuðningi ríkisstjórnar jafnaðar- manna og græningja við Bandaríkja- menn í baráttunni gegn talibana- stjórninni í Afganistan og Osama bin Laden. En framkvæmdastjóri flokks jafnaðarmanna, Franz Münterfering, sagði á hinn bóginn í gær að einstök sambandsríki eins og Berlín tækju ekki ákvarðanir um utanríkisstefn- una og þess vegna væri flokkurinn ekki í grundvallaratriðum á móti sam- komulagi við arftaka kommúnista. Hinir síðarnefndu fengu nær helming atkvæða í austurhluta borgarinnar sem fyrir rúmum tíu árum var hand- an járntjaldsins gamla. Wowereit hélt öllum tækifærum opnum en ákvað að ræða fyrst við full- trúa græningja. Ef hann fær stuðning þeirra og Frjálslyndra demókrata getur hann myndað meirihluta. Schröder kanslari vitnaði til könnun- ar meðal flokksmanna SPD sem sýndi að þorri þeirra kýs fremur slíkt samstarf en meirihluta með kommún- istum. Wowereit mun á hinn bóginn ekki velta fyrir sér samstarf við CDU. Staða leiðtoga CDU, Angelu Merk- el, þykir enn hafa veikst við niður- stöðuna í Berlín að sögn blaðsins Handelsblatt og auknar líkur á að hún verði ekki kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Aðrir benda á að flokksdeildin í Berlín hafi ákveðið að Frank Steffel yrði borgarstjóraefni þrátt fyrir andmæli hennar. Süd- deutsche Zeitung sagði fáránlegt að kenna Merkel um ósigurinn og söku- dólgurinn væri Helmut Kohl, fyrrver- andi kanslari sem lét á sínum tíma CDU taka við ólöglegum greiðslum í flokkssjóði. Hefur CDU átt erfitt með að ávinna sér traust eftir hneykslið. SPD sigraði í Berlín Berlín. AFP, AP. Schröder andvígur samstarfi við kommúnista Klaus Wowereit HEIMASTJÓRN Palestínumanna hefur lýst vopnaðan arm samtakanna Frelsisfylking Palestínu (PLFP) út- lægan, en samtökin hafa sagst ábyrg fyrir morðinu á ísraelskum ráðherra, Rehavam Zeevi, í síðustu viku. Æðstaráð Palestínumanna kom saman til fundar í Gazaborg á sunnu- dagskvöldið, og stjórnaði Yasser Ara- fat fundinum. Að fundinum loknum gaf ráðið út tilkynningu þar sem lýst- ur var útlægur „sá hópur sem stóð að aðgerðum … sem hafa skaðað hags- muni þjóðar okkar og gefið Ísrael til- efni til að herða kúgun sína á þjóð okkar“. Vopnaður armur PLFP lýsti sig ábyrgan fyrir tilræðinu og sagði það hafa verið hefnd fyrir það þegar Ísr- aelar felldu leiðtoga hópsins í ágúst. Talsmaður PLFP sagði að liðsmenn vopnaðs arms fylkingarinnar berðust fyrir því að binda enda á hersetu Ísr- aela og væru að „verja palestínsku þjóðina fyrir hryðjuverkum Síonista“. Frá því að Zeevi var felldur hafa Ísraelar sent skriðdreka inn í 6 bæi á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og fellt að minnsta kosti 24 menn. Arafat bannar herská samtök Gazaborg, Damaskus. AFP. ♦ ♦ ♦ LAGERSALA - RÝMINGARSALA Verðdæmi: Buxur áður 4.980 nú 2.490 Sportlegar skyrtur áður 6.990 nú 3.990 Úlpur áður 8.900 nú 4.900 Laugavegi 55, sími 561 8414 Laugavegi 55, sími 561 3377 Veitum 20-50% afslátt í nokkra daga í viðbót Glæsilegar danskar og hollenskar vörur í stærðum 36 til 46 (10 til 20) Komið og gerið frábær kaup!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.