Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLDSAGA Kristínar Marju Baldursdóttur, Mávahlátur, hefur notið mikillar hylli meðal íslenskra lesenda og mætti líklegast segja að sögunni hafi vaxið fiskur um hrygg frá því að hún kom fyrst út árið 1995, en hún hefur verið endur- prentuð og gefin út í kilju, unnin í leikgerð, þýdd og kynnt á evrópsk- um markaði við góðar undirtektir. Þá hefur sagan orðið Ágústi Guð- mundssyni innblástur að tilkomu- mikilli kvikmynd, sem frumsýnd var í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. Sögusviðið sem um ræðir er ís- lenskt sjávarþorp á 6. áratug ald- arinnar, sem einkennist af íslensk- um heimóttarskap og borgaralegri skyldurækni, sem heldur vandlega skipaðri hegðunar- og valdaform- gerð samfélagsins í sínum skorðum. Sagan beinir sjónum að heimili hinnar ellefu ára gömlu Öggu (Ugla Egilsdóttir), sem býr hjá ömmu sinni og afa (sem er alltaf á sjónum til að draga björg í bú) ásamt nokkr- um einstæðum og óútgengnum frænkum og vinkonum. Í þessu húsi ríkja konurnar, styrkja og treysta hver aðra í samfélagi sem gefur eig- inmannslausum alþýðukonum að öðru leyti engin grið. Þegar Freyja (Margrét Vilhjálmsdóttir), frænka Öggu, kemur heim frá Ameríku, fer hið fastmótaða bæjarsamfélag hins vegar allt úr skorðum, því þar er kominn kvenmaður sem er fyrir- fram ákveðinn í að gera allt annað en að aðlagast. Í kvikmyndinni Mávahlátri hefur Ágúst Guðmundssyni tekist einkar vel til í þeirri tíðarandasköpun sem efnið kallar á. Í gegnum nákvæmni í búninga- og sviðsmyndahönnun og faglegum lausnum í sviðsetningu og myndatöku hefur tekist að skapa heilsteyptan og lifandi söguheim, sem áhorfandinn fær sterka tilfinn- ingu fyrir. Jafnframt nær leikstjór- inn að skapa sjónrænt flæði og þjála sjónræna hrynjandi sem oft skortir mjög á í íslenskum kvikmyndum. Reynsla Ágústs Guðmundssonar sem leikstjóra kemur því líklega hvergi betur fram en í þessari nýj- ustu kvikmynd hans, þar sem hann hefur náð traustum tökum á kvik- myndalegum frásagnarmáta. Þar hefur hann jafnframt gætt þess að leggja upp með rúmlega kostnaðar- áætlun á íslenskan mælikvarða og leitað samstarfs við reynda aðila úr evrópskum kvikmyndaheimi. Handritið er hins vegar sá þáttur myndarinnar sem sýna hefði mátt meira aðhald, enda um að ræða ann- an kunnáttuþátt í íslenskri kvik- myndagerð, sem veik hefð er á bak við. Söguheimur Kristínar Marju sem hér er endurskapaður í kvik- mynd er margþættur og felur í sér túlkunarlega óræðni sem er mikil- vægur þáttur í sögunni. Sýnin á hina dulmögnuðu persónu, Freyju, sem með fegurð sinni vefur karl- mönnum um fingur sér, um leið og hún stendur á brík fullkomins valda- leysis sem eiginmannslaus alþýðu- kona, er lituð barnslegu ímyndunar- afli Öggu sem fylgist náið með málavöxtum. En í sýnina á Freyju blandast jafnframt samfélagsleg viðhorf og fordómar í garð hinnar sterku konu, sem birtast t.d. sterkt í túlkunum þjóðsagna í formi tröll- skessa, galdrakvenna og háskalegra álfadrottninga. Leikið er mjög með- vitað með þessa tvíræðu sýn í fram- setningu kvikmyndarinnar. Vísað er í söguna um Ólaf Liljurós, sem sett er á svið af kvenfélagi þorpsins, auk þess sem sjónarhorn barnsins er stöðugt ítrekað. Agga eltir Freyju og njósnar um hana, og hið sama gerir reyndar lögegluþjónn bæjar- ins, sem leikinn er af Hilmi Snæ Guðnasyni. En þar sem kvikmyndin miðlar okkur sögunni á myndrænni og beinni hátt en texti, er erfiðara að draga fram þetta frásagnarlega sjónarhorn. Fyrirvararnir sem gefa óræðni Freyju merkingu (sem virð- ist aðra stundina varnarlaus en hina útreiknuð, raunsæ og yfirnáttúru- leg, ástfangin og tilfinningalaus) eru því ekki alltaf nægilega skýrir. Sam- skipti margra persóna virðast því ef til vill mótsagnakennd eða ómótuð, og er stundum eins og einhverja hlekki úr samhengi skáldsögunnar vanti. Þroskasaga Öggu þykir mér skýrasta dæmið um þetta, og eru umskipti hennar yfir í kynþroska konu í lokin full skyndileg. En þótt óræðnin kunni að verða nokkuð mikil á stundum, vinnur leikstjórinn í heildina meðvitað með þetta opna túlkunarrými, sem er sérstaklega mikilvægt þegar litið er til þess að sagan hverfist um háska- kvendið Freyju, sem er nokkurs konar „femme fatale“. Hvorki leik- stjórinn né höfundur skáldsögunnar falla í þá gryfju að setja fram þessa aldagömlu ímynd hinnar „svikulu konu“ án fyrirvara. Freyja er nokk- urs konar ofur-tálkvendi, sett fram með írónískum formerkjum. Hún verður hvorki skilgreind sem góð eða ill, sek né saklaus. Hinn sposki tónn í sjónrænni hrynjandi sögunnar er skemmtileg aðferð leikstjórans við að viðhalda þessari írónísku fjarlægð á viðburði sögunnar. Leikarar fanga þessi fínu blæbrigði jafnframt af miklu öryggi, Margrét Vilhjálmsdóttir magnar upp persónu Freyju með sterkri nærveru og létt ýktri yfirvegun í bland við kraumandi bræði og hörku. Ugla Egilsdóttir er hreint út sagt frábær sem hinn forvitni áhorfandi Agga, og þroskaðasta frammistaða leikkonu á hennar aldri sem ég hef séð í íslenskri kvikmynd og Hilmir Snær Guðna- son er skemmtilega óræður sem lögregluþjónninn sem fylgist með atburðunum úr hæfilegri fjarlægð, og bíður rólegur eftir að röðin komi að honum. Frammistaða annarra leikara er jafnframt til fyrirmyndar, þó svo að íslensk talsetning við þýska leikarann Heino Ferch sé dá- lítið ankannaleg í augum íslensks áhorfanda sem ekki á slíkri talsetn- ingu að venjast. Mávahlátur er á heildina litið ánægjulegt innlegg í íslenska kvikmyndaflóru, metnaðar- fullt, einlægt og vandað. KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri og handritshöfundur: Ágúst Guðmundsson. Byggt á sam- nefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Kvikmyndatöku- stjóri: Peter Joachim Krause. Leik- mynd: Tonie Jan Zetterström. Bún- ingar: Þórunn María Jónsdóttir. Hljóðhönnun: Nalle Hansen. Klipp- ing: Henrik Møll. Aðstoðarleik- stjóri: Kolbrún Jarlsdóttir. Fram- leiðandi: Kristín Atladóttir. Aðalhlutverk: Margrét Vilhjálms- dóttir, Ugla Egilsdóttir, Heino Ferch, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Edda Björg Eyj- ólfsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir, Bára Lyngdal, Sigurveig Jónsdóttir og Eyvindur Erlendsson. Ísfilm, 2001. Mávahlátur  Kíkt undir sauðar- gæruna Freyja, aðalpersóna Mávahláturs, virðist aðra stundina varnarlaus en hina útreiknuð, raunsæ og yfirnáttúruleg, ástfangin og tilfinningalaus. Heiða Jóhannsdótt ir ar. Uppfærslan á tæplega þrítug- um farsa Kjartans Ragnarssonar, Blessað barnalán, ber því miður fá merki þess að um sé að ræða at- vinnuleikhús með listræna stefnu sem mark er takandi á. Leikritið er kannski ekki slæmt í sjálfu sér, fléttan er haganlega samin og býð- ur upp á ágæt tækifæri til skop- legra tilþrifa. En þau tækifæri fóru að flestu leyti forgörðum, með örfáum undantekningum. Þá virð- ist mér verkið hafa elst fremur illa og ekkert er gert til þess að færa það nær samtímanum. Flétta gamanleiksins snýst í stuttu máli um örþrifaráð sem Inga (Saga Jónsdóttir) grípur til þegar systkini hennar Addý (Hildigunnur Þráinsdóttir), María (María Pálsdóttir), Erla Dögg (Laufey Brá Jónsdóttir) og Þórður VARLA verður sagt að listrænn metnaður ráði ferðinni hjá Leik- félagi Akureyrar ef marka má fyrstu frumsýningu þessa leikvetr- (Þorsteinn Bachmann) afboða komu sína til fjölskyldumóts sem Þorgerður móðir systkinanna (Sunna Borg) hafði boðað til og hlakkað til í mörg ár. Inga sendir systkinum sínum skeyti þess efnis að móðir þeirra sé látin og þau drífa sig öll á staðinn til að fylgja henni til grafar og skipta arfinum. Þetta leiðir til ýmiss konar mis- skilnings og óvæntra uppákoma, eins og vera ber í farsa, og inn í atburðarásina dragast presturinn (Skúli Gautason), eiginkona hans (Aino Freyja Järvelä), læknirinn (Sigurður Hallmarsson), húshjálp- in Bína á löppinni (Hjördís Pálma- dóttir), óvæntur gestur í húsinu (Aðalsteinn Bergdal) og sjálfur biskupinn (Aðalsteinn Bergdal). En það var eins og leikararnir fyndu ekki taktinn í verkinu, leik- urinn í heild einkenndist af vand- ræðagangi og ofleik, innkomur og tilsvör voru ómarkviss og það vantaði alla stígandi í atburða- rásina. Þetta er því furðulegra þegar litið er til þess að LA hefur yfir mörgum ágætum atvinnuleik- urum að ráða, en það var eins og jafnvel þeir sviðsvönustu væru í vandræðum með hvaða áherslur þeir ættu að leggja í persónusköp- un sinni. Skemmtilegasta undan- tekningin frá þessu var Aðalsteinn Bergdal sem fór virkilega á kost- um í hlutverki gestsins, Tryggva Ólafs, og biskupsgervi hans vakti mikinn og verðskuldaðan hlátur. Þá fór Sigurður Hallmarsson vel með hlutverk Tryggva læknis og Hjördís Pálmadóttir var skörugleg sem Bína á löppinni. Þessi þrjú virtust hafa tök á listinni að ýkja og skerpa karaktera sína án þess að um ofleik væri að ræða, en slíkt hlýtur að vera grundvallarfor- senda góðs gamanleiks. Þorsteinn Bachmann, María Pálsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir áttu ágæta spretti í sínum hlutverkum, en þau Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Laufey Brá Jónsdóttir, Skúli Gautason og Aino Freyja Järvelä náðu litlu flugi. Sú umgjörð sem sýningunni var búin hjálpaði ekki upp á sakirnar. Leikmyndin var óspennandi, bún- ingar klisjukenndir og lýsingin til- þrifalaus. Ef til vill hefði hjálpað upp á sakirnar að færa tíma leik- ritsins fram til samtímans til að skapa skemmtilegri sviðsmynd og forðast helstu klisjur í búningum, svo sem hippalegan búning skáld- konunnar Erlu Daggar. En helstu vankantar sýningarinnar hljóta þó að skrifast á kostnað leikstjórans sem hefur ekki náð að virkja leik- hópinn til áhrifaríks samleiks. LEIKLIST L e i k f é l a g A k u r e y r a r Höfundur: Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Leik- arar: Aðalsteinn Bergdal, Aino Freyja Järvelä, Hildigunnur Þrá- insdóttir, Hjördís Pálmadóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Páls- dóttir, Saga Jónsdóttir, Sigurður Hallmarsson, Skúli Gautason, Sunna Borg og Þorsteinn Bach- mann. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Hljóð: Gunnar Sig- urbjörnsson. Förðun og hár: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Samkomuhúsið á Akureyri, 20. október. BLESSAÐ BARNALÁN Slök byrjun hjá LA Soff ía Auður Birgisdótt ir ÞAÐ má segja að einleikstón- leikar Guðnýjar Guðmundsdótt- ur í Salnum sl. sunnudagskvöld hafi að vissu leyti verið „come- back“-tónleikar eftir langvarandi fjarvist- ir og veikindi, þótt hún hafi nýlega tekið sæti sitt sem kons- ertmeistari í Sinfón- íuhljómsveit Íslands og átt þátt í kamm- ertónleikum, bæði á sumartónleikum í Hveragerði og tón- leikum Tríós Reykja- víkur í Hafnarborg nú í haust. Tónleikarnir hóf- ust á fiðlusónötu í B- dúr K. 454, sem Moz- art samdi fyrir ungfrú Reginu Strin- asacchi og lék með henni á tónleikum en hafði að- eins ritað fiðluröddina en ekki pí- anóröddina og lék því verkið eft- ir minni með autt nótnablað á nótnastandinum. Það er ljóst að píanóhlutverkið er í raun samið eftir tónleikana og er þetta margslungna verk ótrúlega skemmtilegt og var verkið í heild sérlega vel flutt af Guðnýju og Peter. Samspil þeirra í kvikum fyrsta þættinum, ljóðrænum Andante-þættinum og hinum langa og viðamikla lokakafla var sérlega fallega mótað og leikið með miklum „brilljans“. Annað verkið á tónleikunum, Frates fyrir fiðlu og píanó eftir Arvo Pärt, er til í þremur gerð- um en fiðlugerðin hefst á pre- lúdíu byggðri á sérlega erfiðu „arpeggio“. Lýkur þessari pre- lúdíu á eins konar kadensu, örstuttu pizzicato í fiðlunni og fallandi fimmund á lágsviði pí- anósins. Þetta sérkennilega nið- urlag kemur svo aftur fyrir nokkrum sinnum. Verkið var að mörgu leyti vel leikið og náðu Guðný og Peter á köflum að magna upp áhrifamikla dulúð. Þriðja viðfangsefnið var ein- leikssónata eftir Hallgrím Helgason. Það mátti heyra að Hallgrímur kunni eitt og annað á fiðlu, því verkið í heild var fullt upp með alls konar sniðugum fiðlutiltektum, sem því miður var þjappað saman í eina bendu, þ.e. farið úr einu í annað, svo varla var gerlegt að fylgjast með fram- vindu hugmyndanna. Það var að- allega í hæga þættinum að dvalið væri við og tónefnið hugleitt. Það sem gerði þessu sérkennilega verki gott var afburða góður leikur Guðnýjar, því þrátt fyrir ofhlæði verksins náði Guðný að móta tónhendingar þess á ein- staklega skýran máta. Eftir hlé átti fiðluleikarinn „senuna“, fyrst með Adagio í E- dúr K. 261 eftir Mozart, samið fyrir fiðluleikara að nafni Brunetti sem miðþáttur í A-dúr- fiðlukonsertinum K. 219, en fiðlaranum fannst Adagio-þátt- ur verksins vera of lærður. Þess vegna er þessi þáttur einn og sér, enda saminn nokkru seinna en sjálfur konsertinn. Þennan fallega „ein- stæðing“ lék Guðný sérlega vel, þar sem fallegur og syngj- andi tónninn naut sín einkar vel. Í verkunum Hav- anaise eftir Saint- Saëns, fallegum ástarsöng eftir Suk og „virtúósa“-verkinu Pol- onaise de Concert eftir Wien- iawskí fór Guðný á kostum í snilldarleik og til að tiltaka eitt- hvað sérstaklega lék hún með fallegu tóntaki í ástarsöngnum eftir Suk og með ótrúlega glæsi- legum tilþrifum Pólonesuna eftir Wieniawskí. Með þessum tónleikum hefur Guðný Guðmundsdóttir form- lega tekið aftur sæti sitt sem ein- leikari og náð sínu fyrra rikti. Í Frates eftir Pärt, hægu þáttun- um eftir Mozart og ástarsöng- num eftir Suk var leikið með tón- inn og innilega túlkun. Í jaðarköflum Mozart-sónötunnar var fjörlegt tónmálið einstaklega fallega mótað af báðum flytjend- um og í verkunum eftir Saint- Saëns og Wieniawski var glæsi- tæknin alls ráðandi. Þá var flutn- ingur Guðnýjar á verki Hall- gríms athyglisverður. Peter Máté átti sinn hlut að máli í són- ötunni og Adagio-þættinum eftir Mozart og ekki síst í því að skapa sérstæða dulúð í Frates eftir Arvo Pärt. Þegar allt er tiltekið var þetta glæsilegt „comeback“ á tónleikapallinn og var Guðnýju sérstaklega fagnað innilega fyrir frábæran leik. TÓNLIST S a l u r i n n Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté fluttu verk eftir Mozart, Arvo Pärt, Hallgrím Helgason, Saint-Saëns, Josef Suk og Henri Wieniawskí. Sunnudaginn 21. október. FIÐLUTÓNLEIKAR Glæsileg endurkoma Jón Ásgeirsson Guðný Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.