Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ M amma, hvar eru naglarnir í mér?“ spurði sonur minn fjögurra ára einn góðan veðurdag þar sem við vorum á heimleið í eftirmiðdagsumferð- inni. „Naglarnir?“ hváði ég í for- undran og fyrir hugskotssjónum hvörfluðu myndir af mannssyn- inum á krossinum með nagla í lóf- unum. Mig hryllti við og ég varð hálf áhyggjufull yfir því hvaða hugsanir væru að bærast í kolli þess stutta. „Hvaða naglar?“ af- réð ég þó að spyrja varlega. „Naglarnir sem komu þegar þið pabbi smíðuðuð mig,“ útskýrði ungi maðurinn afturí og beið eftir svari. Mér létti töluvert við að ekki væri blóð- ugum písl- arsögum að kenna um hugrenningar drengsins og mundi eftir að ný- lega hafði hann verið að horfa á teiknimyndina Gosa heima hjá frænda sínum. Líklega hefði hann haldið að svoleiðis yrðu börnin til – foreldrarnir smíðuðu þau og svo gæfu heilladísir þeim líf. Þó þessi heimsmynd væri óneitanlega barnslega falleg fannst mér eiginlega réttara að skýra það út fyrir stráknum að hamar og spýtur hefðu ekki kom- ið við sögu í framleiðslu hans, enda hef ég einhverstaðar lesið að það væri uppeldislega rétt að vera heiðarlegur við börnin sín. Ef ég hefði vitað í hvaða bobba ég væri að koma mér hefði ég örugglega leyft Gosa að njóta vafans. „Hva! Leiruðuð þið mig þá eða hvað?“ gall í stráksa sem vildi greinilega komast til botns í mál- inu. Ég brosti með sjálfri mér og sá fyrir mér alla litlu leirkallana sem pjakkur og félagar hans höfðu sjálfir útbúið með sínum eigin höndum í leikskólanum en fannst enn rétt að halda mig við sannleikann í málinu. Og þrátt fyrir að magatilfinningin segði mér að með því væri ég hugs- anlega að sigla út á hálan ís þráað- ist ég við. „Nei,“ sagði ég og reyndi að hljóma eins og málið væri útrætt. „Mamma og pabbi leiruðu þig ekki.“ Svo hækkaði ég í útvarpinu. Auðvitað var heimspekingurinn í aftursætinu ekki par ánægður með þetta svar og varð enn bein- skeyttari í spurningum sínum. „Hvernig bjugguð þið mig þá til?“ spurði hann óþolinmóður og vildi nú fá niðurstöðu í málið. Ég á hinn bóginn svitnaði í lófunum og fann að ég var engan veginn tilbú- in til að útlista fyrir kornungum krakkanum hvernig æxlun mann- fólksins ætti sér stað enda man ég eigin viðbrögð við þeirri vitneskju eins og gerst hefði í gær. Ég var næstum helmingi eldri eða fullra sjö ára þegar ein vin- konan tók það upp hjá sér að gera mér grein fyrir gangi lífsins. Ég fussaði og sveiaði og ætlaði varla að trúa því að fullorðna fólkið gæti verið svona skelfilega subbu- legt. Eftir að hafa jafnað mig á fyrsta áfallinu dundi það næsta yfir þegar ég mundi eftir því að ég ætti fimm systkini. Napur raun- veruleikinn var næstum óbærileg- ur – foreldrar mínir höfðu gert ÞETTA sex sinnum. Og það sem var enn verra – allir, sem vissu hvernig börnin verða til og þekktu okkur, vissu þá líka hvað pabbi og mamma voru hræðilega dónaleg. Skömm mín var meiri en orð fá lýst og lengi á eftir langaði mig að ganga með hauspoka í hvert sinn sem ég fór út úr húsi. Ég sáröf- undaði vinkonu mína sem átti bara einn bróður og ég skildi bara ekki hvernig óléttar konur gætu blygðunarlaust verið á almanna- færi. Allt þetta rann í gegn um huga minn þar sem fróðleiksfús erfing- inn beið eftir svari og í fáti byrjaði ég að leita að útgönguleið í hug- anum. „Eeeee … mamma átti egg og pabbi átti fræ …“ sagði ég hik- andi og strandaði svo. Mér var gersamlega orða vant og fann hvernig ég var skyndilega að missa tökin á uppeldishlutverk- inu. „Já en hvað gerðuð þið við það?“ hélt harðstjórinn í aft- ursætinu áfram og var nú orðinn ansi pirraður á þessari upplýs- ingatregðu, óvitandi um hversu ískyggilega viðkvæmt málið var í eðli sínu. Þá gafst ég upp, lét allar upp- eldiskenningar lönd og leið og greip til orðalags, sem ég hélt að ég myndi aldrei nota: „Þú veist það þegar þú verður stór!“ Svo hækkaði ég í útvarpinu aftur. Það var löng þögn í aftursætinu og í baksýnisspeglinum sá ég hvernig sá fjögurra ára hrukkaði ennið þungbúinn. Það var greini- legt að því fór fjarri að hann væri sáttur við svarið enda þekktur fyrir allt annað en uppgjöf í svona málum. Fyrir einhverja Guðs mildi ákvað hann þó að láta þar við sitja. Sjálfsagt hefur hann fundið að þetta væri ekki rétti tíminn fyrir slíkar grundvall- arsamræður eða kannski hefur hann einfaldlega séð í hendi sér að það væri óvinnandi vegur að yf- irgnæfa útvarpið eins hátt og það var nú stillt. Langur tími leið áður en sá stutti hrærði við málinu á ný. Sem betur fer var hann ekki fullur af spurningum þegar hann kom til mín að þessu sinni heldur var hann búinn að komast til botns í málinu upp á eigin spýtur. „Auð- vitað mamma,“ sagði hann sigri hrósandi. „Nú skil ég – þið BÖK- UÐUÐ mig!“ Ráðvillt horfði ég á eftir drengnum inn í herbergið sitt og velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum hann hefði komist að þessari niðurstöðu. Svo fór ég að leggja saman tvo og tvo. Hann vissi svo sem að egg voru notuð til þess að baka og litla gula hænan hafði jú gert hveiti úr fræjum. Þannig hélt ég áfram að brjóta heilann og loksins rann upp fyrir mér ljós. Að þessu sinni lét ég skynsemina ráða og í staðinn fyrir að fara jafn illa að ráði mínu og með Gosa forðum hélt ég mér saman og þakkaði forsjóninni innilega fyrir ævintýrið um pipar- kökudrenginn. Af blómum og býflugum „Eftir að hafa jafnað mig á fyrsta áfall- inu dundi það næsta yfir þegar ég mundi eftir því að ég ætti fimm systkini. Napur raunveruleikinn var næstum óbærilegur – foreldrar mínir höfðu gert ÞETTA sex sinnum.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn íhuga skattahækkanir á hús- eigendur í Hafnarfirði. Það koma í ljós á bæj- arstjórnarfundi á dög- unum, þegar meirihluti þessara flokka í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar treysti sér ekki til að samþykkja tillögu fimm bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að tryggt verði með endurskoðun álagning- arprósentu fasteigna- gjalds, að ný 16% hækkun á fasteigna- mati leiddi ekki til hækkaðra gjalda á húseigendur í Hafnarfirði. Hækkun fasteignamatsins er fyrst og síðast kerfisbreyting og enginn lét sér til hugar koma að hún leiddi sjálfkrafa til hækkandi skatta á hús- eigendur. Enda hafa forsvarsmenn flestra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu tekið af öll tvímæli í þeim efnum og lýst yfir því að hún hefði engin áhrif á greiðslubyrði fólks, þegar kæmi að álagningu fasteigna- skattsins. Sveitarfélögin einfaldlega lækkuðu álagningarprósentuna til að halda greiðslubyrðinni óbreyttri hjá almenningi. Samfylkingin neitar skattahækkun En ekki í Hafnarfirði, ekki hjá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins. Þeir hafa nú þegar gert ráð fyrir viðbót upp á 100 milljónir króna í tekjuáætlun sinni fyrir næsta ár, sem koma á úr vösum húseigenda í Hafnar- firði. Samfylkingin í minnihluta bæjar- stjórnar vildi á hinn bóginn koma í veg fyrir þessar viðbótarálögur á fólk og lagði því fram tillögu, sem gerði ráð fyrir lækkun álagning- arprósentu. En meiri- hlutinn var ekki til. Lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs og málið skoðað. Spyrjum að leikslokum Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sem jafnframt er oddviti sjálfstæðis- manna í bænum, hefur síðan sagt í Morgunblaðinu, að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að verja bæj- arbúa gagnvart þessari skattahækk- un. Slær þar úr og í og vill engar yf- irlýsingar gefa. Það gerði borgarstjórinn í Reykjavík hins veg- ar fyrir mörgum mánuðum, þegar nefndar breytingar á fasteignamati lágu fyrir. Borgarstjórinn sló því strax föstu að engar hækkanir yrðu á fasteignagjöldum borgarbúa vegna þessara breytinga. Ólíkt hafast þeir að framkvæmdastjórar þessara tveggja sveitarfélaga. Í öðru þeirra er íhaldsstjórn við völdin. Þar gæla menn við skattahækkanir. Í hinu er meirihluta jafnaðar- og fé- lagshyggjumanna. Þar eru skatt- greiðendur varðir fyrir oftöku. Þessi mál eru ekki endanlega til lykta leidd í Hafnarfirði. Við bæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar munum berjast af fullum krafti fyrir því að útgjöld Hafnfirðinga vegna fast- eignagjalda verði ekki stórhækkuð og ganga fast eftir því að tillaga okk- ar verði samþykkt. Vera má að sú málafylgja okkar verði til þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sjái að sér og dragi til baka fyrri áform um þessa skattahækkun. Við spyrjum að leiks- lokum. En hver sem niðurstaða verður þá er ljóst hvar hugur þess- ara hægri flokka liggur – óráðsía og óheft útgjöld hafa leitt til þess að þeir telja sig þurfa að auka á skatt- píningu fólks. Þess minnast kjósend- ur í Hafnarfirði vafalaust í kosning- unum að vori komanda. Gælt við skatta- hækkun í Hafnarfirði Jóna Dóra Karlsdóttir Skattar Þessi mál, segir Jóna Dóra Karlsdóttir, eru ekki endanlega til lykta leidd í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar Hafnarfirði. VÍSINDAMENN hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að því meiri áhyggjur sem konur hafa af útlitinu því minni andlega orku hafa þær fyrir aðra hluti, t.d. erfið reikn- ingsdæmi. Hvort sem þú til- heyrir hópi þeirra sem finnst þær hræðilega ómögulegar eða þeirra sem finnast þær falla fullkomlega inn í hinn „ákjósanlega“ útlits- ramma þá er nú ljóst, skv. niðurstöðum um- ræddrar könnunar, að aðeins sú staðreynd að vera upp- tekin af því að vera fín og flott tekur orku frá öðrum þáttum lífsins. Reikningspróf á sundfötum Það hefur lengi verið ljóst að út- lits- og æskudýrkun kvenna getur leitt til lágrar sjálfsmyndar, átrösk- unarsjúkdóma og annarra vanda- mála. Til að fá dýpri sýn á þetta mál voru fengnar 50 konur og 50 karlar til að taka þátt í prófi. Þáttakendur voru hver um sig beðnir um að máta í einrúmi ýmist peysu eða sundbol inni í mátunarklefa með stórum spegli. Þeim var sagt að hugmyndin með prófinu væri að mæla hvort þeim líkaði flíkin eða ekki eftir að hafa verið í henni í 15 mín. Í stað þess að eyða þessum 15 mínútum eingöngu í bið voru þau beðin um að reikna 20 frekar erfið dæmi sem þeim var sagt að væri þáttur í ann- ari könnun. Lakari einkunn á sundbol Þegar niðurstöður lágu fyrir var ljóst að karlarnir náðu svipuðum niðurstöðum á reikningsprófinu hvort sem þeir voru í sundfötum eða fullklæddir og reyndar komu þeir örlítið betur út á próf- inu þegar þeir voru á sundskýlunni einni saman. Konurnar á hinn bóginn fengu um- talsvert lakari einkunn á stærðfræðiprófinu þegar þær voru á sundbolnum. Þrátt fyrir að kon- urnar væru einar í klefanum (spegillinn stóri var þó nærstadd- ur) sáu þær sjálfa sig eins og þeim fannst að aðrir myndu sjá þær og urðu fyrir truflun vegna þess. Með því að vera svo upptekin af því hvað öðrum finnst um útlitið dreifist athyglin og getur valdið óöryggi, feimni og lakari ein- beitingu. Koma þessar niðurstöður á óvart? Hvernig líður flestum konum þegar þær máta sundbol í miskunnarlausri birtunni fyrir framan stóran spegil í mátunarklefanum? Í þessari könn- un voru konurnar þó í sundbol, hve mikið lakari hefðu niðurstöðurnar verið ef þær hefðu mátað bikiní? Langsveltar poppstjörnur afleitar fyrirmyndir Er þetta e.t.v. ástæðan fyrir því að oft og tíðum fer frammistaða unglingsstúlkna í námi hrakandi um það leyti sem þær verða meðvitaðri um líkama sinn og þær óraunhæfu útlitskröfur sem eru svo ríkjandi í hinum vestræna heimi? Eiga ung- lingsstúlkur margar hverjar í erf- iðleikum með að einbeita sér að krefjandi námsbókum og öðrum mikilvægum þáttum í lífi sínu vegna þess að áhyggjur af eigin rassstærð, lærabreidd og brjóstastærð á hug þeirra allan? Erum við ekki sammála um að þessar niðurstöður eru með öllu af- leitar fyrir kvenþjóðina og alvarlegt umhugsunarefni fyrir foreldra? Mig langar að hvetja foreldra og for- ráðamenn að gefa sér góðan tíma til að ræða við dætur sínar oft og mikið um þessi mál. Upprætum þennan mannskemmandi hugsunarhátt að allir eigi að vera steyptir í sama mót. Kennum dætrum okkar að fólk er skapað af öllum stærðum og gerðum. Það skiptir auðvitað máli að hugsa vel um líkamann, stunda íþróttir, hreyfa sig reglulega, venja sig á að neyta hollrar fæðu og borða sætindi og feitmeti í hófi. En grind- horaðar, langsveltar poppstjörnur sem leggja líf sitt í hættu til að skafa af sér hverja fitufrumu eru vægast sagt óæskilegar fyrirmyndir. Það er ekkert eðlilegt og heilbrigt við það að lifa mánuðum og jafvel árum saman á færri en 1.200 hitaeiningum á dag og gleypa vatnslosandi töflur í tíma og ótíma. Kennum dætrum okkar að hugsa meira um góða frammistöðu í skólanum, ljúfa fram- komu við samferðafólk sitt og heil- brigt líferni heldur en að hugsa stöðugt um hvernig hægt sé að verða eins mjó og Geri Haliwell eða hvert sé aldurstakmark og kostn- aður við brjóstastækkunaraðgerð. Eru konur heimsk- ari í sundbol? Ágústa Johnson Útlit Mig langar að hvetja foreldra og forráða- menn, segir Ágústa Johnson, að gefa sér góðan tíma til að ræða við dætur sínar oft og mikið um þessi mál. Höfundur er framkvæmdastj. Hreyfingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.