Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 35

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 35 ÉG hef oftsinnis verið borinn röngum sökum og dæmdur bæði af dómstóli göt- unnar og í fjölmiðlum án þess að bera hönd fyrir höfuð mér. Smám saman myndast skrápur gagnvart inni- haldslausu slúðri og manni finnst það ekki fyrirhafnarinnar virði að eltast við að leið- rétta það. Ég get hins vegar ekki setið að- gerðalaus þegar ein af virtari fréttastofum landsins, fréttastofa Ríkissjónvarps, veitist að Norðurljósum, sem standa m.a. fyrir rekstri Stöðvar 2, Sýnar, Bíó- rásarinnar Bylgjunnar og nokkurra annarra útvarpsstöðva, með frétta- flutningi sem augljóslega hefur allt annað að leiðarljósi en sannleikann. Sem betur fer hafa íslenskir blaða- menn öfluga siðanefnd sem veitir stöðugt aðhald og nú síðast með úr- skurði sínum um ámælisverð vinnu- brögð fréttastofu Sjónvarps í fréttaflutningi af málefnum Norð- urljósa. Fréttir Sjónvarpsins um Norður- ljós í júlí og ágúst sl. höfðu allt annan tilgang en að miðla eðlileg- um fréttum af rekstri Norðurljósa, enda vart sérstaklega fréttnæmt þegar íslensk fyrirtæki verða að bregðast við breyttum og erfiðum rekstrarskilyrðum. Fréttastofan færði inn á hvert heimili landsins (þökk sé nauðungaráskriftinni!) staðlausa stafi og neitaði að auki að leiðrétta, hvað þá að biðjast afsök- unar, þegar staðreyndir málsins lágu fyrir, m.a. með skriflegri yf- irlýsingu frá Landsbanka Íslands. Fréttum Sjónvarpsins er e.t.v. fyrst og fremst ætlað að skemmta frétta- mönnum Sjónvarpsins í samkeppni þeirra við Stöð 2 en hliðarverkanir þannig sandkassaleiks geta hins vegar verið mikill fjárhagslegur skaði fyrir Norðurljós. Um leið get- ur slík skemmtun verið aðför að at- vinnuöryggi yfir 400 starfsmanna og fjölskyldna þeirra, hagsmunum eigenda og viðsemjenda Norður- ljósa. Nú þegar Siðanefnd Blaða- mannafélags Íslands hefur úr- skurðað um vinnubrögð fréttastofu Ríkissjónvarps þykir mér rétt að rekja málið stuttlega. Í frétt Ríkissjónvarps hinn 31. júlí sl. um fjárhagsstöðu Norður- ljósa voru staðreyndir virtar að vettugi og hvergi hirt um að kanna sannleiksgildi staðhæfinga ónafn- greinds heimildar- manns. Þriðja grein siðareglna blaðamanna kveður á um vandaða upplýsingaöflun, úr- vinnslu og framsetn- ingu frétta. Sú krafa er aldrei ríkari en ein- mitt þegar stuðst er við ónafngreinda heimildarmenn. Þess- ar grundvallarreglur brutu Bjarni Eiríks- son fréttamaður og yf- irmenn hans á frétta- stofu Sjónvarps augljóslega enda úr- skurðaði siðanefnd Blaðamannafélags Ís- lands sl. mánudag að fréttastofa Sjónvarps hefði með fyrrnefndum fréttaflutningi brotið af sér með ámælisverðum hætti. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins fullyrti í frétt sinni að á meðal lán- ardrottna félagsins hefði komið til tals uppstokkun á eignarhaldi Norðurljósa. Þetta var rangt. Daginn eftir að umrædd frétt birtist, sendi ég sem stjórnarfor- maður Norðurljósa frá mér yfir- lýsingu þar sem ég bar til baka rangfærslur Ríkissjónvarpsins. Fréttastofa Sjónvarps afgreiddi yf- irlýsinguna með eftirgreindum hætti í fréttatíma sínum hinn 1. ágúst: „Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa hf., hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í Sjón- varpinu í gærkvöldi um stöðu fyr- irtækisins þar sem hann segir með- al annars að í viðræðum við erlenda viðskiptabanka félagsins hafi aldrei komið til tals að sú sameining sem átt hefur sér stað innan Norður- ljósa hf. gangi til baka í einu eða öðru formi. Fullyrðingar í þessari frétt Ríkissjónvarpsins séu rangar. Þessar yfirlýsingar stangast hins vegar á við heimildir fréttastofu Sjónvarpsins sem hún telur traust- ar.“ Fréttastofu Sjónvarps er e.t.v. stætt á því að telja nafnlausar heimildir sínar traustari en yfirlýs- ingu mína sem stjórnarformanns Norðurljósa, en fréttastofan reyndi aldrei að ná í mig vegna þessa máls. Skrifleg yfirlýsing frá Lands- banka Íslands, sem er einn þeirra banka sem standa að sambankaláni til Norðurljósa, gerði fréttastofunni hins vegar ókleift að halda „kross- ferðinni“ áfram. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: „Bankarnir hafa í þeim viðræðum, sem átt hafa sér stað milli aðila undanfarið, ekki farið fram á að sú sameining, sem átt hefur sér stað innan félagsins und- anfarin ár, gangi til baka í einu eða öðru formi eins og fram kom í fréttatilkynningu frá stjórnarfor- manni Norðurljósa í gær. Bank- arnir gera heldur ekki athugasemd- ir við önnur atriði er varða frásögn stjórnarformannsins varðandi sam- skipti félagsins við bankana.“ Stundum er raunveruleikinn ein- faldlega ekki meira spennandi en þetta. Vandaðar fréttastofur fara þá eitthvað annað í leit að skemmti- legum fréttum. Aðrir kjósa að fara á svig við staðreyndirnar, hnoða saman vangaveltum og matreiða þær sem hæfilega blöndu af slúðri og staðreyndum. Fyrir þá sem sitja í fílabeinsturni ríkiseinokunar og nauðungaráskriftar var e.t.v. skemmtilegt að líta yfir sviðið og sjá þar m.a. að margir af helstu fjölmiðum landsins voru um þessar mundir neyddir til að grípa til að- haldsaðgerða vegna gengisþróunar, verðbólgu, minnkandi auglýsinga- tekna o.s.frv. Norðurljós voru þar engin undantekning. Stærsta und- antekningin var á þessum tíma Ríkisútvarpið, þó nú kunni að vera komið annað hljóð í strokkinn þar. Stjórn Norðurljósa hefur ekki komið saman til þess að taka ákvörðun hvað gert verður í kjölfar úrskurðar Siðanefndar Blaða- mannafélags Íslands en forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig Útvarpsráð og fréttastofa Ríkisút- varpsins-Sjónvarps bregst við áminningu þessari og hvernig frétt- ir verða fluttar af henni. Alvarlegur áfellisdómur Jón Ólafsson Ríkissjónvarpið Ég get ekki setið að- gerðalaus, segir Jón Ólafsson, þegar ein af virtari fréttastofum landsins veitist að Norð- urljósum með frétta- flutningi sem aug- ljóslega hefur allt annað að leiðarljósi en sann- leikann. Höfundur er stjórnarformaður Norðurljósa. Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og skráningu nýrra blóðgjafa í Borgarnesi, þriðjudaginn 23. október kl. 10-18 í húsi Björgunarsveitarinnar Brákar. Blóðgjöf er lífgjöf. lei› í Borgarnes Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Haust- og vetrardragtir frá kr. 8.000 Dragt i r Passar á svalirnar, á veröndina, í garðinn, við sumarbústaðinn og allstaðar þar sem notalegs hita er þörf þegar kólnar í veðri. Afköst 4.0 - 9.0 kW Notkun 0.35 - 0.70 kg/klst. Þyngd 32 kg/ án gaskúts REDDY LP2 hitalampi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.