Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gerðu lífið léttara og skemmtilegra með tímaritunum Osta-hv að? Láttu þ rýsta á þig og u pplifðu himnes ka sælu HEILS A • SA MLÍF • SÁLFR ÆÐI • HOLLU R MAT UR • L EIKFIM I • SNY RTIVÖ RUR Skemm tilegar nýjar æ fingaað ferðir Lönguni na aftur eftir að þú hefur e ignast barn 1. TBL. 1. ÁRG . VERÐ Í LAUSA SÖLU 8 90 KR. FREMS T: Nýjunga r sem a uðga líf þitt s trax Finnd u þá s em up pfyllir óskir þínar Serum fyrir hú ðina Þetta g eta drop arnir dý ru Þessi fallegi vandaði bakpoki fylgir með ef þú gerist áskrifandi núna. & BO BEDRE 881-4060 & 881-4062 Áskriftarsími AÐEINS KR. 790 Tvö tímarit á verði eins ÝMSIR stjórnendur fyrirtækja og forystu- menn í viðskiptalífinu hafa lýst þeirri skoð- un sinni að í stað ís- lensku krónunnar eigi Íslendingar að taka upp evruna í viðskipt- um sín á milli. Helstu rök fyrir slíkri breyt- ingu eru að stöð- ugleiki muni vaxa að mun og því auð- veldara fyrir fyrirtæki og einstaklinga að átta sig á framtíð sinni og afkomumögu- leikum. Undanfarið hefur krónan hrapað og sér ekki fyrir endann á því. Íslendingar búa nú við hæstu vaxtakjör í heiminum. Taprekstur fyrirtækja er í al- gleymingi. Flökt krónunnar í hlut- verki mælikvarða á verðmæti hef- ur neytt fólk og fyrirtæki til að fálma sig áfram í fjármálum með tilheyrandi afleiðingum. Lög- bundnir nauðarsamningar sem skila eigendum fjármagns betri ár- angri en almennt gerist í umhverf- inu geta ekki leitt til annars en greiðsluþrots fyrirtækja og ein- staklinga og því afskrifta og tapa hjá fjármagnseigendum. Undirrót þessa umhverfis er að sjálfsögðu óheppilegar ákvarðanir stjórn- valda. Íslenska krónan rúin trausti Að mínu mati hafa háir vextir Seðlabanka fyrir löngu haft tilætl- uð áhrif á framtak fyrirtækja og einstaklinga. Fjölmargir eru að þrotum komnir. Það er því líklega eitthvað annað en ofurbjartsýni þessara aðila sem viðheldur verð- bólguþrýstingi. Stýrivextir Seðla- banka eru nú margfalt hærri en í stöðugum hagkerfum í kringum okkur. Almennt séð eru engar forsend- ur fyrir því að vextir á opnum markaði séu hærri en hagnaður fyrirtækja á sama markaði. Þetta hefur hins vegar gerst á Íslandi að stórum hluta vegna þess að menn hafa misst trúna á hag- stjórnina og íslensku krónuna. Slík er ótrúin að það þarf þrefalda vexti í samanburði við nágranna- löndin til að menn haldi í krónuna og bindi fjármuni sína í íslenska hagkerfinu. Sú skýring seðla- bankastjóra á háum vöxtum að þeir séu nauðsynlegir til að slá á þenslu er hæpin. Þessir háu jafn- vægisvextir lýsa því einfaldlega að markaðurinn telur gengisskrán- inguna ranga, hann er ekki tilbú- inn að viðurkenna núverandi gengisskráningu nema fá sérstaka umbun í formi ofurvaxta. Seðlabankinn segir gengisstefnu sína nú um stundir vera þá að gengið fljóti. Þessi fullyrðing stæð- ist auðvitað ef vaxtastigið væri sambærilegt og í viðskiptalöndun- um í kringum okkur. En nú um stundir er genginu haldið uppi með gríðarlegum vöxtum á kostnað fólks og fyr- irtækja. Samanburður fullyrðinga Seðla- bankans og raunveru- leikans minnir á sög- una um nýju fötin keisarans. Verst er að margir sem tjá sig um gengisstefnu Seðla- bankans virðast ekki átta sig á því að með vaxtaaðgerðum sínum er bankinn að koma í veg fyrir að gengið fljóti og hið sanna komi í ljós um veik- leika krónunnar. Krónan og vísitölubinding lánaskuldbindinga Á Íslandi er reglulega potað í mælieiningu verðmæta. Það má ekki verða uppskerubrestur á grænmetisökrum, þá hækka skuld- ir heimila og fyrirtækja í krónum talið. Tjónið er ekki bara græn- metisbændanna heldur er búið til tjón hjá flestöllum samhengislaust. Almenn vísitölubinding lána hvet- ur til verðbólgu og ofþenslu. Ef grænmetið okkar hækkar í verði vegna áhrifa veðurfars eða árstíða- sveiflna þá hækkar vísitalan. Við þessa vísitöluhækkun hækka skuldbindingar fyrirtækja. Þessu bregðast fyrirtækin við með því að hækka sitt vöruverð til að halda sömu stöðu milli kostnaðar og tekna, allavega er tilhneigingin í þessa átt. Hafi slík verðbreyting átt sér stað hjá fyrirtækjum er af- ar erfitt að snúa henni við þegar grænmetisverðið lækkar aftur. Ef markaðurinn hefði ráðið en ekki vísitalan hefði þetta að öllum lík- indum ekki gerst. Það hefði ekki haft neina þýðingu fyrir megin- þorra fyrirtækja að verð á græn- meti hækkaði tímabundið og því hefðu þau ekki fundið þörf hjá sér til að hækka sitt vöruverð. Af þessu sést að vísitalan „mælir“ ekki bara verðlag heldur hefur hún áhrif á verðlagið með lögbundinni tengingu skulda við hana. Verð- lagsmælingin hættir að vera óháð þegar niðurstaða hennar er notuð með þessum hætti. Í eðli sínu er vísitölukerfinu ætl- að það hlutverk að tryggja það að verðmæti lánaskuldbindinga hald- ist óbreytt á meðan lánið er ógreitt. Í þessu kerfi er ekki gert ráð fyrir því að krónan sé réttlátur mælikvarði á verðmæti og að það þurfi því í hverjum mánuði að leið- rétta upphæðir skuldbindinga í krónum talið. Gert er ráð fyrir því að stjórnvaldsskipuð nefnd geti gegnumlýst hagkerfið og tekið slíkar ákvarðanir fyrir markaðinn. Þetta er gert með vísitölu sem samanstendur af ýmsum vörum sem fólk kaupir í mismunandi hlut- föllum. Stjórnvöld hafa vandað sig töluvert við að búa þessa vísitölu til og gert nákvæmar kannanir á því hvað meðalfjölskyldan eyðir launum sínum í. Annað slagið eru slíkar kannanir gerðar og vísitalan löguð að breyttu neyslumynstri meðalfjölskyldunnar. Það er grátlegt að þessi lýsing er ekki úr skrýtlubók hagfræðinga heldur nokkuð raunsönn lýsing á afgerandi þætti í hagstjórn ís- lenskra stjórnvalda. Kerfið sjálft lýsir uppgjöf stjórnvalda. Þau treysta sér hvorki til að treysta á íslensku krónuna, né treysta hana. Þau telja léttara að taka „réttar“ ákvarðanir til leiðréttingar fyrir markaðinn. Vísitölubinding er í eðli sínu handstýring en ekki markaðsstýring. Mun eðlilegra væri að markaðurinn spái sjálfur í umhverfið og horfur og meti áhættuna inn í vextina, þetta er hægt ef mælieining verðmæta nýt- ur trausts. Alvarleg hliðarverkun vísitölubindingar lána er stórfelld eignatilfærsla í hagkerfinu, ósamn- ingsbundin milli aðila á markaðn- um og varðar því að líkindum ákvæði Stjórnarskrár um eignar- rétt. Verða færð rök fyrir því í annarri grein. Nýr mælikvarði verðmæta Það er mín skoðun og margra annarra að of dýrt sé að lappa upp á krónuna, auk þess sem íslensk stjórnvöld sýnast ekki hafa stað- festu til að byggja upp traustan gjaldmiðil. Stjórnvöld virðast í raun búin að gefast upp. Lög um vísitölubindingu lána benda í þá átt. Stýrivextir Seðlabanka sem jafngilda tvöfaldri þeirri arðsemi sem menn geta vænst á fyrir- tækjamarkaði benda í sömu átt. Vandamálið er djúpstætt og liggur að hluta í tilbúnu góðæri stjórn- valda á undanförnum árum. Vandamálið liggur líka í því hversu efnahagskerfið er lítið og því ákjósanlegt skotmark fyrir spá- kaupmenn. Til að leysa okkur undan þessum vandamálum er það ráð vænst að taka upp í viðskiptum mælikvarða sem nýtur trausts. Hér er lagt til að sá mælikvarði verði evran með aukaaðild Íslands að Myntbanda- lagi Evrópu eins og þeir Guð- mundur Magnússon og Stefán Már Stefánsson leggja til í grein sinni í Morgunblaðinu 7. október sl. Valdamenn, fyrirtæki og ein- staklingar munu finna verulega breytingu, því að í framtíð trausts gjaldmiðils verða einungis raun- veruleg verðmæti til ráðstöfunar. Gjaldþrot hagstjórnar Örn Karlsson Evra Í viðskiptum er vænleg- ast að taka upp mæli- kvarða sem nýtur trausts. Örn Karlsson leggur til að sá mæli- kvarði verði evran. Höfundur er verkfræðingur. Tónlistarkennarar berjast nú fyrir lífi sínu eftir að hafa ver- ið sniðgengnir á und- anförnum áratugum með þeim afleiðingum að þeir hafa dregist verulega aftur úr í launum samanborið við aðra kennara með sambærilega mennt- un. Fyrir u.þ.b. ald- arfjórðungi voru laun tónlistarkennara jöfn launum framhalds- skólakennara, lækk- uðu síðan niður í laun grunnskólakennara og nú þegar þetta er skrifað eru þau 20% undir launum þeirra síðarnefndu. Þrátt fyrir lág laun er menntunarstig tónlistar- kennara mjög hátt samanborið við aðrar stéttir og eiga margir tón- listarkennarar allt að 20 ára nám að baki, þar af 5–10 ára sérnám. Flestir tónlistarkennarar hafa lært á hljóðfæri frá unga aldri og lokið námi með lokaprófi frá íslenskum tónlistarskólum. Ennfremur hafa margir tónlistarkennarar haldið erlendis til sérnáms eða til þess að fullnema sig á alla mögulega vegu. Flestir þessara hljómlistarmanna hafa síðan komið heim og sett mik- inn svip á tónlistarlífið um leið og þeir hafa miðlað þekkingu sinni í tónlistarskólum landsins. Síðastliðið ár hafa átt sér stað viðræður um kaup og kjör tón- listarkennara og á haustmisseri var deilunni vísað til Sáttasemjara ríkisins. Þrátt fyrir mikil og þrálát fundarhöld hefur ekkert miðað í deilunni og hinn 22. október nk. skellur að öllu óbreyttu á verkfall tónlistarkennara. Verkfall tón- listarkennara var samþykkt í at- kvæðagreiðslu þeirra tveggja fé- laga sem verja hagsmuni tónlistarkennara, þ.e. Félags tón- listarskólakennara og Félags ís- lenskra hljómlistarmanna. Samtals tóku um 85% fé- lagsmanna í báðum félögunum þátt í að samþykkja verkfall með u.þ.b. 93% af greiddum atkvæðum. Launanefnd sveit- arfélaganna gerði tónlistarmönnum til- boð í maí síðastliðn- um sem var langt frá væntingum samn- inganefndar FT og FÍH sem þ.a.l. hafn- aði tilboðinu og í ágúst síðastliðnum gerði launanefnd sveitarfélaganna tón- listarkennurum annað tilboð, sem fól í sér litla sem enga hækkun frá maítilboðinu og var því sömuleiðis snarlega hafnað. Eins og góður maður orðaði það svo vel: „að nú hefði verið hrært í pottinum án þess að krydda rétt- inn frekar“. Tilboð launanefndar sveitarfé- laganna ná ekki að fylgja þeim hækkunum sem hafa orðið á al- mennum kjarasamningum undan- farin misseri og leiðrétta ekki þá kjaraskerðingu sem tónlistarkenn- arar hafa orðið fyrir á undanförn- um árum. Það er kominn tími til að sveitarfélögin og launanefnd þeirra átti sig á því að þessi deila verður aðeins leyst með því að koma til móts við kröfur tónlistar- kennara. Sú stífni og það skiln- ingsleysi sem launanefnd sveitar- félaga hefur sýnt kröfum tónlistarkennara undanfarið hefur orðið til þess að tónlistarkennarar hafa nú þjappað sér saman á bak við samninganefnd sína sem mun bera sigur út býtum áður en yfir lýkur. Það gerir það enginn að gamni sínu að fara í verkfall, allra síst tónlistarkennarar sem varla lifa á þeim lúsarlaunum sem þeir fá út- borguð í dag. Verkfall er yfirlýsing atvinnustéttar þess efnis að hún sé tilbúin til þess að fórna miklu til þess að öðlast sjálfsvirðingu sína á nýjan leik og um leið að auka möguleika sína á að sjá sér og sínum farborða. Sú staðreynd að yfir 93% tónlistarkennara álíta að verkfall sé eina vopnið til þess að ná fram réttmætum kröfum um sanngjörn laun fyrir vinnuframlag sitt er samninganefnd sveitarfé- laga og yfirmönnum hennar hvatn- ing til þess að gera betur og á að skerpa skilning hennar á því að þarna er atvinnustétt sem hefur farið halloka á undanförnum árum og að kjör hennar eigi að bæta. Hefur góðærið skilað sér til tón- listarkennara? Sigurgeir Sigmundsson Höfundur er hljómlistarmaður, við- skiptafræðingur og gjaldkeri Félags íslenskra hljómlistarmanna. Kjarabarátta Það er kominn tími til að sveitarfélögin og launa- nefnd þeirra átti sig á því, segir Sigurgeir Sig- mundsson, að þessi deila verður aðeins leyst með því að koma til móts við kröfur tónlist- arkennara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.