Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 37

Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 37 ÞEGAR í upphafi Viðhorfsgreinar Háv- ars Sigurjónssonar sl. fimmtudag er ljóst að honum er mikið niðri fyrir og ætlar enn eina ferðina að koma höggi á Leikfélag Íslands. Það sést vel á stílbrögðun- um. Leikfélag Íslands er að „stilla málum þannig upp“ að það þurfi stuðning frá Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneyt- inu til leikhúsreksturs. Hávari finnst það greinilega óeðlilegt að eitt af þremur stærstu leikhúsum á landinu, sem fær árlega 12–25% af allri leikhúsaðsókn, fari fram á um 2% af þeim styrkjum sem veittir eru til leikhússtarfsemi. Ef bakgrunnurinn er svartur verða allir litir svartir. Hávar nefnir að skuldir Leikfélags Íslands séu 140 milljónir og leyfir sér að tala um „ör- væntingu“ hluthafa. Það kemur ekki fram að núverandi hluthafar hafi heitið því að leggja fram 40 milljónir í hlutafé náist samningar við ríki og borg. Hvað þá að eignir félagsins séu umtalsverðar, sem skiptir verulegu máli eins og kom í ljós nú í lok vik- unnar, þegar Hljóðsetning var seld fyrir tugi milljóna. Eru þá ónefnd önnur hlutafjárloforð. Ef áætlanir Leikfélagsins ganga eftir verður unnt að ná skuldunum niður í 35 til 40 milljónir. Það getur ekki talist há fjárhæð ef miðað er við þá hefð og þekkingu sem skapast hefur hjá Leikfélaginu á sjö ára tímabili. Þríhliða samstarf við ríki og borg kemur svo sem viðbót við það, enda lýtur það eingöngu að því að halda uppi áframhaldandi öflugri leikhússtarfsemi. Hávar talar um að menntamálaráðherra og borgarstjóri vilji ekki styðja Leikfélag Íslands meira en orðið er út af pólitískum hráskinnaleik fyrir kosningar. Það eru auðvitað alvarlegar ásakanir. Hann lætur ekki þar við sitja heldur ræður í hugsanir þeirra, getspakur mað- urinn, og slær því fram að líklegt sé að þau telji að nóg sé að gert, nú verði Leikfélag Íslands að sjá um sig sjálft. Hávar sér ekki að þar stendur hnífurinn í kúnni. Leikfélag Íslands hefur þurft að sjá um sig sjálft til þessa. Á sama tíma og Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið hafa fengið um 4,5 milljarða í beina styrki hafa styrkir til Leikfélags Íslands numið um 35 milljónum. Þessi ójafna sam- keppnisstaða hefur m.a. verið harð- lega gagnrýnd af Samkeppnisráði. Hafnarfjarðarleikhúsið, sem sýnir um þessar mundir leikrit eftir Hávar Sigurjónsson, hefur á þessu tímabili fengið yfir 60 milljónir í styrki. Það setur upp 1–2 leiksýningar á ári á meðan Leikfélag Íslands hefur kom- ið á fjalirnar að meðaltali 5–7 nýjum leikverkum á ári. Oft hefur Hávar mært Hafnarfjarðaleikhúsið fyrir að setja upp íslensk leikrit og ekki að ástæðulausu. En ekki eyðir hann mörgum hrósyrðum í Leikfélag Ís- lands, sem þó hefur frumsýnt svip- aðan fjölda íslenskra leikrita og hafa þau oftast nær fallið í góðan jarðveg hjá gagnrýnendum. Þó tekur steininn úr þegar Hávar kvartar undan því að Leikfélag Ís- lands hafi alla tíð verið „kröfuhart á athygli og farið fram með miklum krafti í fjölmiðlum“ þegar eitthvað hefur staðið til á þess vegum. Enn leynir sér ekki neikvæði undirtónn- inn í greininni. Þetta er stíllinn. Eins og oft áður gerir hann lítið úr fram- lagi Leikfélags Íslands til íslenskrar leiklistar á undanförnum árum. Sá aukni þróttur sem færst hefur í ís- lenskt leikhúslíf hefur sjálfsagt farið í taugarnar á honum. Fyrir vikið varð enginn vinnufriður fyrir fólki sem „er kröfuhart á athygli“ og „fer fram af krafti í fjölmiðlum“. Það er alvarlegt mál að Hávar leyfir sér án nokkurs rökstuðnings að ýja að því að Leikfélag Íslands sé illa rekið. Menn spyrji sig að því hvernig hægt sé að koma sér í þessa stöðu með 35 milljónir í styrki á sjö ára tímabili. Þetta lætur Hávar út úr sér og þekkir þó vel rekstrarum- hverfi þeirra leikhúsa sem Leikfélag Íslands keppir við. Nýlega birtist frétt um að rúmlega 90 milljóna taprekstur hefði orðið hjá Þjóðleikhúsinu í fyrra – á þessu eina ári, þrátt fyrir um 400 milljónir í ár- lega styrki, aukafjárveitingu ríkisins upp á 66 milljónir í fyrra og þar fram eftir götunum. Leikfélag Reykjavík- ur þiggur um 180 milljónir í styrki á ári, en þurfti engu að síður 200 millj- ónir frá borginni um áramótin til að greiða niður skuldir. Þetta eru þau leikhús sem Leikfélag Íslands keppir við í aðsókn. Er það Leikfélag Íslands sem er illa rekið!? Aftur til fortíðar Að lokum gagnrýnir Hávar Sigur- jónsson Leikfélag Íslands fyrir að sníða sér ekki stakk eftir vexti. Það er hlægilegt. Svo hlægilegt að það er hreint ekki fyndið. Leikfélag Íslands er ekki í áskrift að styrkjum og hefur aldrei verið. Þær 35 milljónir sem Leikfélagið hefur fengið á 7 árum skiptast niður á yfir 40 leikrit og eru bundnar við einstök verkefni. Það er ekki mikið veganesti. Það er því ljóst að aldrei hefði verið lagt af stað í upphafi ef stofnanahugsunarháttur manna eins og Hávars hefði ráðið ferðinni. Ef leitað hefði verið til Háv- ars eftir ráðum hefði ekkert af þeim yfir 40 leikritum, sem Leikfélag Ís- lands hefur sett upp, komist á fjal- irnar. Á meðal nýlegra dæma um það sem þjóðin hefði misst af eru Snigla- veislan, Stjörnur á morgunhimni, Á sama tíma að ári og Sjeikspír eins og hann leggur sig. Leiða má líkur að því að þá hefði drjúgur hluti íslensku þjóðarinnar setið heima í stað þess að sækja leik- hús. Ekki hefði verið farið fram af eins miklum krafti í fjölmiðlum. Leikfélag Íslands hefði aldrei orðið til. Enn ræðst Hávar á Leikfélag Íslands Pétur Blöndal Leikhúsin Þjóðleikhúsið og Borg- arleikhúsið hafa fengið um 4,5 milljarða í beina styrki, en Leikfélags Ís- lands hefur fengið um 35 milljónir, segir Pétur Blöndal í athugasemd- um við Viðhorfspistil Hávars Sigurjónssonar. Höfundur er blaðamaður og einn af stofnendum Leikfélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.