Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðbrandur Vig-fússon fæddist á
Kálfárvöllum í Stað-
arsveit á Snæfells-
nesi 27. desember
1906. Hann varð
bráðkvaddur á
Hrafnistu í Reykja-
vík sunnudaginn 14.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Vigfús Jón Vigfús-
son, bóndi í Landa-
koti og á Kálfárvöll-
um, f. 6. mars 1860, d.
22. september 1923,
og kona hans Solveig
Bjarnadóttir ljósmóðir, f. 5. júní
1858, d. 23. september 1912. Guð-
brandur var yngstur 11 barna
þeirra hjóna, sem nú eru öll látin.
Þau voru: 1) Evfemía Elín Guð-
björg, f. 13. ágúst 1885, d. 29. mars
1958, húsmóðir í Ólafsvík, Hafnar-
firði og í Reykjavík. Eiginmaður
hennar var Einar Jónsson sjómað-
ur. 2) Guðrún María, f. 28. nóv.
1886, d. 8. maí 1923, húsmóðir í
Ólafsvík. Eiginmaður hennar var
Snæbjörn Þorláksson húsasmiður.
3) Bjarnveig Kristólína, f. 3. okt.
1889, d. 18. júlí 1957, húsmóðir í
Böðvarsholti í Staðarsveit. Eigin-
maður hennar var Bjarni Nikulás-
son bóndi. 4) Ólína Svanhvít, f. 14.
des. 1890, d. 9. mars 1891. 5) Elín
Svanhvít, f. 13. maí 1892, d. 5. júní
1965, húsmóðir í Reykjavík. Eigin-
maður hennar var Þorsteinn Egil-
son ritstjóri og skrifstofustjóri. 6)
anum – háskólasjúkrahúsi, f. 15.
febrúar 1934 í Ólafsvík. Fyrri mað-
ur Guðrúnar var Jóhann Kristinn
Ólason rafvirki, f. 17. febrúar 1931,
d. 30. maí 1969. Sambýlismaður
hennar er Guttormur Þormar verk-
fræðingur. Uppeldissonur Elínar
og Guðbrands frá átta ára aldri er
Óskar Vigfússon, fyrrverandi for-
maður Sjómannasambands Íslands,
f. 8. desember 1931. Kona hans er
Nicolina Kjærbech Vigfússon.
Guðbrandur stundaði sjó-
mennsku og bústörf í Ólafsvík og
var síðan lengst af vélsmiður í Vél-
smiðjunni Sindra. Hann var í
hreppsnefnd Ólafsvíkur 1950-1958
og aftur 1962-1966, og oddviti
hreppsins 1954-1958 og 1962-1966.
Sýslunefndarmaður var hann 1958-
1966. Auk sveitarstjórnarmála
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf-
um, var m.a. annars í stjórn Verka-
lýðsfélags Ólafsvíkur og í stjórn
Sparisjóðs Ólafsvíkur í mörg ár.
Guðbrandur og Elín fluttust til
Reykjavíkur í nóvember 1965 og
bjuggu lengst af á Bústaðavegi 105.
Eftir að hann missti konu sína bjó
Guðbrandur þar einn, þangað til
hann fluttist á Hrafnistu í janúar
2000. Fyrstu árin sín í Reykjavík
starfaði hann á bifreiðaverkstæði
Egils Vilhjálmssonar, en síðan sem
umsjónar- og viðgerðarmaður á
Borgarspítalanum í 12 ár. Vann
hann þar m.a. að viðgerðum og
smíði á ýmsum áhöldum og lækn-
ingatækjum fyrir spítalann. Á
seinni árum smíðaði hann í tóm-
stundum sínum ýmsa muni úr silfri,
kopar og tré, m.a. fjölmörg bátalík-
ön.
Útför Guðbrands fer fram frá
Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Pálína Margrét, f. 3.
apríl 1895, d. 25. jan.
1973, húsmóðir í
Reykjavík. Eiginmað-
ur hennar var Þor-
steinn Loftsson vél-
fræðingur. 7) Sigurður
Vigfús Guðlaugur, f. 1.
des. 1897, d. 4. febr.
1986, forstöðumaður í
Reykjavík. Eftirlifandi
eiginkona hans er Ás-
laug Stefánsdóttir. 8)
Vigfús Jón, f. 7. sept.
1898, d. 21. okt. 1965,
sjómaður í Hafnar-
firði. Eiginkona hans
var Epephanía Ásbjörnsdóttir. 9)
Guðbjörg Jenný, f. 11. okt. 1902, d.
10. ágúst 1982, húsmóðir á Mosfelli
í Ólafsvík. Eiginmaður hennar var
Sigtryggur Sigtryggsson sjómað-
ur. 10) Þorbjörg Gíslína, f. 11. júlí
1905, d. 28. des. 1991, húsmóðir í
Reykjavík. Eiginmaður hennar var
Júlíus Evert kaupmaður. Hálfbróð-
ir Guðbrands, sonur Solveigar fyrir
hjónaband, var Ólafur Magnússon,
f. 21. júlí 1881, en hann dó barn að
aldri.
Guðbrandur kvæntist 8. október
1932 Elínu Snæbjörnsdóttur, sem
fædd var í Ólafsvík 30. nóvember
1913, dáin 25. apríl 1993. Foreldrar
hennar voru Snæbjörn Eyjólfsson,
sjómaður í Ólafsvík og kona hans
Guðmunda Jónatansdóttir. Dóttir
Guðbrands og Elínar er Guðrún
Guðbrandsdóttir, rannsóknarmað-
ur á Hjartarannsókn, Landspítal-
Ég kveð í dag með sárum söknuði
og eftirsjá hjartkæran tengdaföður
minn og vin, hagleiksmanninn og
þúsundþjalasmiðinn Guðbrand Vig-
fússon. Andlát hans bar skjótt að,
en kom samt ekki alveg á óvart.
Maður er þó aldrei viðbúinn þegar
kallið kemur, en það ber að þakka,
að hann þurfti ekki að liggja sjúkur
og bíða dauðans. Hann fékk í raun
þann besta dauðdaga sem hægt er
að óska sér á gamalsaldri.
Guðbrandur var yngstur alls 12
systkina. Hann missti móður sína
aðeins tæplega sex ára gamall og
næstu árin var hann með föður sín-
um, en þá voru öll systkinin farin að
heiman. Fyrstu tvö árin voru þeir á
Kálfárvöllum hjá Halldóri Jónssyni
og Ingiríði konu hans, foreldrum
Helgu og Þórðar á Dagverðará, sem
leigðu jörðina af Vigfúsi. Síðan voru
þeir feðgar eitt ár í Jónshúsi á Búð-
um og gekk Guðbrandur þar í
barnaskóla. Árið 1916 fluttust þeir
til Ólafsvíkur og bjuggu þá á
Dvergasteini og á Klifi. Guðbrand-
ur gekk í skóla í Ólafsvík næstu þrjá
veturna, en var á sumrin í Staðar-
sveit, lengst af á Kirkjuhóli, þar
sem hann var alls í átta sumur og
fjóra vetur.
Einn var sá atburður í lífi Guð-
brands, sem var honum sérlega
hugleikinn. Skömmu fyrir jólin 1924
var hann sendur fótgangandi frá
Kirkjuhóli út að Arnarstapa til að
sækja jólavarning. Á leiðinni heim
gekk hann með þungar byrðar á
bakinu og ætlaði að ná gistingu hjá
systur sinni í Böðvarsholti. Þá skall
á vonskuveður að norðan og hrakt-
ist hann undan veðrinu niður hraun-
ið að Búðum og baðst þar gistingar.
Var það auðsótt mál og var honum
borinn matur í spisekamesinu inn af
eldhúsinu. Þá bjó á Búðum merk-
ismaðurinn Finnbogi G. Lárusson,
útvegsbóndi og kaupmaður og
Laufey seinni kona hans. Finnbogi
kom til Guðbrands á meðan hann
var að borða og ræddi við hann góða
stund. Síðan segir hann við Guð-
brand: „Heldurðu ekki að þú viljir
koma til mín í vor. Ég skal borga
þér dálítið kaup, en þú verður að
segja upp fyrir jól.“ Á þeim tíma
varð að segja upp vistinni þremur
dögum fyrir jól til að losna á fardög-
um, þó um launalaust starf væri að
ræða. Guðbrandur gat ekki svarað
honum á stundinni, en fór að ráðum
hans og sagði upp vistinni á Kirkju-
hóli. Byrjaði hann að vinna hjá
Finnboga vorið 1925. Guðbrandur
fór nú í fyrsta skipti á ævinni að
vinna fyrir kaupi 18 ára gamall.
Fékk hann 600 krónur í kaup á ári,
sem þótti gott fyrir ungan mann á
þeim tíma. Finnbogi bauð honum að
kaupa af sér nokkrar kindur, því á
þann hátt gæti hann ávaxtað kaupið
sitt best. Guðbrandur var síðan á
Búðum hjá Finnboga í tvö ár og
fylgdi honum þá til Ólafsvíkur og
var hjá honum til ársins 1931. Árin
hans hjá Finnboga voru honum
mjög minnisstæð til hinstu stundar
og vitnaði hann oft í orð og ráðlegg-
ingar Finnboga. Sagði hann að hjá
honum hefði hann lært það sem
gert hefði sig að manni og honum
ætti hann mikið að þakka. Búðir á
Snæfellsnesi hafa alla tíð verið hon-
um mjög kær staður.
Eftir að Guðbrandur kvæntist
stundaði hann sjómennsku og land-
vinnu í Ólafsvík, gerði m.a. út í eitt
sumar með mági sínum, tengdaföð-
ur og fleirum. Hann stundaði sjó-
mennsku í alls sjö vertíðir, en þoldi
illa sjómennskuna sökum sjóveiki.
Auk þess hafði hann mikinn áhuga á
alls konar vélsmíði. Fór hann þá að
vinna í Vélsmiðjunni Sindra í Ólafs-
vík, þar sem hann vann síðan allt til
þess að oddvitastörfin urðu það um-
fangsmikil að þau þörfnuðust allra
starfskrafta hans. Í Ólafsvík gegndi
hann margvíslegum trúnaðarstörf-
um. Hann var mikill sáttamaður, og
á meðan hann var oddviti tókst hon-
um að fá menn úr öllum flokkum til
að vinna saman í sátt og samlyndi
að hagsmunamálum byggðarlagsins
og leggja pólítískar flokkserjur á
hilluna.
Elín og Guðbrandur fluttust til
Reykjavíkur í nóvember 1965. Árið
1968 keyptu þau íbúð á Bústaðavegi
105 þar sem þau bjuggu þangað til
Elín lést á árinu 1993. Heimili
þeirra á Bústaðavegi var samastað-
ur ættingja og vina af Snæfellsnesi,
sem komu til Reykjavíkur, og einn-
ig þeirra sem fluttir voru suður. Þá
eignuðust þau marga góða vini hér í
Reykjavík og var oft gestkvæmt á
heimili þeirra. Þau voru mjög sam-
hent og hjónaband þeirra var mjög
ástúðlegt. Á 60 ára hjúskaparaf-
mæli þeirra gerði Guðbrandur vísu
sem byrjaði á þessa leið: „Sambúðin
í sextíu ár, sól gekk ei til viðar.“
Lýsa þessi fáu orð betur en nokkuð
annað löngu og hamingjusömu
hjónabandi. Í langvinnum veikind-
um Elínar ók hann á hverjum degi á
Hunternum sínum til hennar að Víf-
ilsstöðum og stundum tvisvar á dag.
Það var honum mikill missir þegar
hún dó, en æðrulaust bjó hann einn
á Bústaðaveginum í átta ár og hugs-
aði að mestu um sig sjálfur.
Margt mætti skrifa um mann-
kosta- og merkismanninn Guð-
brand Vigfússon, en aðeins fáu
verður komið fyrir í minningar-
grein. Hann var einstakur hagleiks-
maður og mjög skapandi og hug-
myndaríkur. Ef hann vantaði
verkfæri bjó hann þau bara til. Á
Borgarspítalanum hannaði hann
ýmiss konar áhöld fyrir læknana og
var oft kallaður til, ef eitthvað vant-
aði í skyndi. Heima á Bústaðavegi
undi hann sér best í kompunni sinni
með rennibekknum og öllum verk-
færunum sínum. Þarna bjó hann til
skartgripi úr silfri, smíðaði kerta-
stjaka úr eir, sem hann gaf unga
fólkinu í fjölskyldunni, laufa-
brauðsjárn og ýmislegt fleira. Á
árinu 1988 byrjaði hann að smíða
líkön af áttæringum með breið-
firska laginu og alls bjó hann til 28
slíka báta, þann síðasta í árslok
1999. Þá gerði hann líkan af vél-
bátnum Óskari, sem nú er á Rifi, og
af vélbátnum Baldri, sem hann gaf
hótelinu á Búðum til minningar um
Baldur, fyrsta vélbátinn sem gerð-
ur var út frá Búðum.
Guðbrandur var mjög ljóðelskur
og kunni ógrynnin öll af vísum og
ljóðum. Hann var einnig góður hag-
yrðingur og setti saman vísur, þótt
lítið sem ekkert hafi hann skrifað
niður á blað af því sem hann orti.
Kvæði hans fjölluðu einkum um það
fagra í náttúrunni og um þau hug-
hrif sem hann varð fyrir, þegar
hann sá eitthvað fallegt. Mundi
hann þessi kvæði vel og fór oft með
þau, þegar hann minntist þeirra
augnablika sem þau tengdust.
Guðbrandur var einstakt ljúf-
menni og öllum sem honum kynnt-
ust þótti vænt um hann. Hann talaði
aldrei illa um nokkurn mann og sá
aðeins góðu hliðarnar á samferða-
fólkinu á lífsleiðinni. Hann bjó á
Hrafnistu í Reykjavík frá ársbyrjun
2000 til æviloka, þar sem hann
hneig niður fyrir utan aðaldyr húss-
ins skömmu eftir hádegi 14. októ-
ber. Á Hrafnistu leið honum vel og
þar naut hann sérstakrar umhyggju
og hlýju alls starfsfólks heimilisins.
Heilsu hans var farið að hraka síð-
asta árið, en hann bar sig vel til
hinstu stundar. Í júlímánuði síðast-
liðnum fór hann með okkur Guð-
rúnu í sumarbústað á Eiðum og ók-
um við þá allan hringveginn.
Síðustu ferð sína vestur á Snæfells-
nes fór hann hálfum mánuði áður en
hann dó með okkur Guðrúnu, Ósk-
ari og Nicolinu. Í bæði skiptin hafði
hann orð á því, að gott væri að koma
heim, þegar við komum á bílastæðið
við Hrafnistu. Hann var mjög þakk-
látur fyrir þá góðu umönnun sem
hann fékk á Hrafnistu og talaði um
það við dóttur sína daginn áður en
hann dó, hve gott væri þar að
búa.Við aðstandendur Guðbrands
færum öllu starfsfólki á Hrafnistu
alúðarþakkir fyrir þá hjálpsemi og
hlýju sem hann naut þar.
Blessuð sé minningin um góðan
dreng.
Guttormur Þormar.
Í dag er til moldar borinn fóstri
minn og föðurbróðir, Guðbrandur
Vigfússon, og er þar með genginn á
vit feðra sinna sá síðasti úr hópi
systkina er kenndur var við Kálf-
árvelli í Staðarsveit. Vorið 1939
kom ungur drengur til þeirra hjóna
Guðbrands og Elínar Snæbjörns-
dóttur. Þrátt fyrir tárvot augu og
umkomuleysi vegna viðskilnaðar
við foreldra og systkini tókst þeim
að þerra tárin og síðar að opna rúm
í hjarta hans sem endast mun um
ókomin ár. Ekki verður með einni
minningargrein lýst lífshlaupi Guð-
brands heldur stiklað á stóru. Upp-
vaxtarárin hafa eflaust verið erfið
þar sem hann missti móður sína sex
ára gamall og föður sinn 17 ára.
Eins og margra annarra á þessum
tíma lá leiðin til starfa við sjóinn á
veturna en til sveita á sumrin. Í
byrjun seinni heimsstyrjaldar hóf
Guðbrandur störf í vélsmiðjunni
Sindra í Ólafsvík. Kom þá fljótlega í
ljós að Guðbrandur var gæddur ein-
stökum smíðahæfileikum sem áttu
eftir að nýtast honum til æviloka.
Marga góða gripi bæði úr málmi og
tré lætur Guðbrandur eftir sig sem
eru í eigu vina og vandamanna.
Snemma opnuðust augu manna
fyrir mannkostum Guðbrands og
voru honum falin ýmis trúnaðar-
störf, meðal annarra starfa var
Guðbrandur oddviti Ólafsvíkur-
hrepps um árabil.
Nú er frændi minn og fóstri kom-
inn yfir móðuna miklu. Eftir skilur
hann minningar sem ég mun geyma
meðan aldur endist.
Kæra frænka og Guttormur,
seint mun gleymast umhyggja og
ástúð ykkar við frænda. Með þakk-
læti sendum við hjónin ykkur sam-
úðarkveðjur.
Óskar.
Aldinn heiðursmaður hefur kvatt
þetta jarðlíf. Hann Guðbrandur var
bróðir hennar Bjarnveigar móður-
ömmu minnar, yngsta barn foreldra
sinna, þeirra Sólveigar Bjarnadótt-
ur og Vigfúsar Vigfússonar er
bjuggu á Kálfárvöllum í Staðar-
sveit. Þar fæddist Guðbrandur
27.12. 1906, ellefta barnið í systk-
inahópnum. Amma mín Bjarnveig
var þriðja elst systkinanna, gift
kona átján ára gömul og bjó með
manni sínum Bjarna Nikulássyni í
Böðvarsholti, næsta bæ við Kálfár-
velli, og hefur það verið léttir í
raunum að geta leitað til stóru syst-
ur í Böðvarsholti þegar Sólveig
móðir þeirra dó, en þá voru yngstu
systkinin Guðbrandur og Guðbjörg
um sex og tíu ára aldur.
Þegar ég var að alast upp í skjóli
móðurforeldra minna, vegna frá-
falls föður míns og veikinda móður
minnar Sólveigar, var Guðbrandur
löngu búinn að stofna sitt heimili í
Ólafsvík, með sinni góðu konu Elínu
Snæbjörnsdóttur og einkadóttur
þeirra Guðrúnu. Þessi litla fjöl-
skylda var Böðvarsholtsfólkinu afar
kær og gegnum langan lífsins veg
fléttuðust mikil og sterk tryggða-
bönd. Ekki slaknaði á samheldninni
og tryggðinni við að Guðbrandur og
Karl Bjarnason, elsti sonurinn í
Böðvarsholti, sameinuðu brúðkaup
sín, er þeir gengu að eiga heitkonur
sínar, þær Elínu Snæbjörnsdóttur
og Kristrúnu Þórarinsdóttur er
báðar eru látnar fyrir all löngu, sem
og Karl. Það var ýmislegt líkt með
þeim frændum, þó annar hefði bú-
setu í Ólafsvík en hinn settist að í
Sandgerði. Þeir eignuðust sína
einkadótturina hvor, Guðrúnu Guð-
brandsdóttur og Bjarnveigu Karls-
dóttur, báðar giftar og búsettar í
Reykjavík. Báðar voru dæturnar
lífsins ljós feðra sinna og launuðu
þeim ást og umhyggju í hinu sama
atlæti, er þeir voru orðnir aldraðir
ekkjumenn. Þess má líka geta að
hús þeirra hétu svipuðum nöfnum,
Sæberg og Skeljaberg. Mér eru í
barns minni margar gleðistundir
með þessu fólki. Þá var ekki eins og
nú algengt að eiga bíl, en eftir að
frændi minn var búinn að eignast
sitt farartæki, var nú ósjaldan ekið
yfir Fróðárheiði, með konu og dótt-
ur, eða komið í heimsókn með Böðv-
ari og Guðjóni móðurbræðrum mín-
um, sem báðir settust að í Ólafsvík
með sínum fjölskyldum. Það er svo
margs góðs að minnast frá þessum
tíma, t.d. sumardaganna þegar
manni fannst vera endalaus sól og
blíða. Amma, afi og annað heima-
fólk í hlaðinu fagnandi skyldfólki,
sem kom í heimsóknir, stundum
langt að, til að dvelja nokkra daga.
Systkini ömmu og afa komu á
hverju sumri að sunnan og það var
árviss viðburður að „systurnar úr
Reykjavík“ kæmumeð sína eigin-
menn og stunduðu börn eða barna-
börn. Daginn sem von var á þeim
var ég viðþolslaus af spenningi og
fór að horfa suður á veginn upp úr
hádeginu. Það var svo venjulega
rétt um kvöldmatarleytið sem loks
sást til spegilgljáandi lestar af
„drossíum“, sem beygðu heim að
Böðvarsholti af Hjallholtinu og
GUÐBRANDUR
VIGFÚSSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur