Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 43

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 43 köku sem hægt var að fá og pönnu- kökur. Á meðan pabbi og afi fóru í bíltúr sat ég heima hjá þér og spjöll- uðum við um allt milli himins og jarð- ar. Einu sinni á ári höfðum við þvottadag þar sem þú þvoðir og lag- aðir allar dúkkurnar mínar og ég stóð á stól við vaskinn og þvoði dúkkufötin. Þegar ég fékk að gista bjuggu þið til prinsessurúm handa mér og það var svo gaman að hlusta á þig segja mér sögur. Þú sagðir mér líka frá því þegar þú varst lítil og þá fannst mér eins og þú hefðir verið persóna í ævintýri. Elsku amma, þú varst svo lagin í höndunum. Þú varst alltaf að föndra eitthvað og búa til gjafir handa okkur barnabörnunum til að gleðja okkur með og á ég marga fallega muni eftir þig sem prýða heimili mitt og minna mig á þig. Eftir að ég flutti norður til að fara í skóla gat ég sjaldnar komið til ykkar, en þegar ég kom var alltaf tekið svo vel á móti mér. Þegar námi lauk flutti ég til Vestmannaeyja, þar sem þú fæddist og bjóst þegar þú varst lítil stelpa. Magnúsi manninum mínum fannst oft gott að hafa einhvern á sínu bandi þegar verið var að ræða um eyjarnar. Ég er svo þakklát fyrir að Sigurð- ur Arnar fékk að kynnast þér og þú honum og að þú gast verið með okkur á brúðkaupsdaginn fyrir rúmu ári. Amma mín, nú ertu frjáls og getur alltaf komið í heimsókn til okkar í Vestmannaeyjum og ég veit að við eigum eftir að finna fyrir nærveru þinni. Elsku amma, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér og það verður hugsað vel um þig og við skulum gæta afa vel fyrir þig. Mig langar að kveðja þig með fyrstu bæninni sem þú kenndir mér: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, Guð veri alltaf með þér. Þín Ester Sigríður. Elsku amma, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig en það hjálpar mér að vita að nú hefur þú fengið hvíld. Það koma margar góðar minning- ar upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Það var svo gott að koma á Heið- argerði, fá heimsins bestu brúnsu og perusafa með. Oft varstu líka með nýbakaðar pönnsur. Afi bauð svo harðfisk í eftirrétt, það var alltaf sá síðasti sem hann átti og við hlógum mikið þegar hann fór niður að sækja hann. Alltaf var svo hreint og fínt í kringum þig og það var svogaman þegar við krakkarnir fengum að leika með búðardótið sem þú safnaðir fyrir okkur. Þú varst alltaf svo dugleg, tókst dúkkurnar og allt sem þeim fylgdi einu sinni á ári og gerðir við það sem þurfti, þvoðir allt og voru fötin sem þú saumaðir á dúkkurnar og prjónaðir alltaf svo falleg. Þau mun ég geyma vel. Það voru ófáir laugardagsmorgn- arnir sem við sátum við eldhúsborðið og töluðum saman um það sem var að gerast í nýjustu framhaldsþáttun- um, blómin í garðinum, tísku og bara allt sem ég vildi tala um. Allt sem þú gerðir var svo vel gert og vandað, hvort sem það var föndur, húsverk eða bakstur. Þegar ég fór að eldast fór ég með þér í föndurbúðir því þú vissir að það þætti afa leiðinlegt. Það var yndislegt að kynnast þér og þú varst alltaf jafn glöð að sjá mig hvort sem ég var að koma heim til ykkar afa eða á spítalann þegar þú varst þar. Þið afi voruð samstiga um flesta hluti og sýnduð mér að hægt er að eyða ævinni með öðrum og vera jafn hamingjusamur eftir 60 ár eins og eitt ár. Takk fyrir allt, elsku amma, þú kenndir mér margt sem ég á eftir að búa að alla ævi. Ég kveð þig nú með þessari bæn sem þú kenndir mér þegar ég var lítil: Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri syndi ég hafni. (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig. Ragnheiður. Emma mín; þá er þinni jarðvist lokið. Okkur langar að þakka þér fyr- ir alla þína tryggð og vináttu í gegn- um árin og kveðja þig með ljóði Ása í Bæ. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýjasundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt, ástin mín, góða nótt. – – – Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigurður, Margrét og fjölskylda. tún. Þá vann hún við hlið Árna og pabba í síldinni og kepptist við svo fjölskyldan réði við húsakaupin. Af mömmu lærði hún að unna nátt- úrunni og sannfærðist um gildi holl- ustunnar í mataræði. Eftir að Fjóla fluttist til Reykjavík- ur, leið ekki á löngu þar til hún kynnt- ist Halldóri. Eftir að þau giftu sig, bjuggu þau fyrst í kjallaranum á Sól- vallagötunni. Þrátt fyrir lítið rými sló hjartað á réttum stað; þarna var gest- kvæmt og alltaf voru allir velkomnir inn á yndislega heimilið þeirra. Á því varð engin breyting, hvort heldur þau bjuggu á Eiríksgötunni, Hjarðarhag- anum eða eftir að þau fluttu í Melbæ- inn, þar sem ávallt skein sól. Kæra fjölskylda. Um leið og við sameinumst í sorginni þá skulum við minnast með gleði allra þeirra góðu stunda sem við fengum að upplifa með foreldrum ykkar, ömmu og afa. Megi góður Guð geyma með okkur minningu þeirra. Margs er að minnast, margt er að hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Árni, Ásta, Gréta og Trausti. Fáein fátækleg orð munu aldrei fyllilega koma til skila hvaða áhrifa- valdur þú hefur verið í lífi mínu, amma mín. Það var ekki síður mín mesta lukka í lífinu en móður minnar að hafa átt ykkur ávallt að. Þegar ég lít yfir farinn veg geri ég mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef notið að fá að alast upp og dafna undir verndarvæng ykkar afa. Hvernig er hægt að gera því sómasamleg skil í nokkrum línum hvað þú áttir ávallt mikið að gefa af sjálfri þér og hversu mikill styrkur leyndist í þínum fínlega kroppi. Hvernig hverri lífsins þraut var mætt af æðruleysi og erfiðleikar yfirunnir með jákvæðu hugarfari, hvað svo sem á gekk. Ætli það sé ekki sá mesti lærdómur sem ég get tileink- að mér úr þínu fari. Brunnur minninganna er ótæm- andi og á þessari stundu þegar horft er um öxl er þorstinn óslökkvandi. Vitanlega koma fyrst upp í hugann matarminningar af margvíslegu tagi hjá sveininum unga, nýbakað vínar- brauð í nestisboxinu, grjónagrautur í hádegismatinn, soðinn fiskur, lamba- læri með brúnuðum kartöflum eða brún lagkaka á jólunum. Þegar þú svo sagðir mér mörgum árum seinna að þú hefðir aldrei haft gaman af að elda runnu á mig tvær grímur. Hvernig var hægt að leggja svona mikla natni og alúð í eitthvert það verk sem litla ánægju veitti. Ástúð þína og væntum- hyggju var aldrei hægt að véfengja og fann hún sér stöðugt nýjan og oft á tíðum óhefðbundinn farveg. Ef hefð- bundnar lækningar dugðu ekki til að hressa upp á ömmustrákinn þótti sjálfsagt að leita á náðir læknamiðils, allt til að pjakkurinn ég fengi meina sinna bót. Eftir því sem árin liðu og lífið ljóstraði upp fleiri leyndarmálum fyrir hálffullorðnum manninum jókst ástúðin og umhyggjan fyrir konunni sem sameinaði allt það besta og já- kvæðasta sem felst í orðinu „amma“ í einni og sömu manneskjunni. Þegar komið er fram á fullorðinsárin og ég myndast við að bindast þeim böndum stúlku einni sem þið afi bundust hvort öðru snemma á ævinni, og héldust allt til loka, dáist ég að því hvað ykkur farnaðist vel að hlúa að ástinni alla tíð. Minningin um þig, amma mín, mun ávallt lifa sterk í hjarta mínu og það er svo gott að vita að þið afi eru sam- einuð á ný og vakið yfir velferð okkar allra með sömu ástúð og umhyggju og áður. Þinn ástkæri dóttursonur, Halldór Guðjón. við Nýbýlaveg, Kópavogi LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.           $2    = 3'33 : 3: 3+   2##.   %     1  2/  / + !          '(  4    #/ &0   ,& & 1. 1 1. ( )             $2           -3 -3  ?2#  ; 2 2 %1  2/ ! 3     '  &6 &  (:#-  0   ) " && & ) 5 " && -   -:#  & 8&:#  & & (&  8& D 2& & )&  D8&& &- & & ' 2 - -  /$.A &  -   21. ( 3                   - - 9 8 > - $   0  9 %  &  - & 1.  1.  1 1. ( )        -3>9 = 3'D+ 4 ''3     %1  2/ + !  %   ''  4     #/ +"      9 '  G / #0  /$./ & & =$  2%-/ & -     + 0/  /+$.?0&( )      /     "  9  9  ''3    /9 2 ;   <&= -  :  4       )  1.   +%'B#  =%  & 2$.#" ( )    /           = 3'D3 9 > ''3 2 H 22   '  /$.  0 % :$   /$. &   /$.  (  Fleiri minningargreinar um Unni Fjólu Finnbogadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.