Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 46
FRÉTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TAFLFÉLAG Reykjavíkur er
efst í Jórvíkurflugsdeildinni á Ís-
landsmóti skákfélaga þegar fyrri
hluta keppninnar er lokið. Staðan í
keppninni er þó ekki alveg ljós þar
sem nokkrum skákum þurfti að
fresta vegna þess að sumir kepp-
endur komust ekki til Eyja í tæka
tíð. Staðan í Jórvíkurdeildinni þeg-
ar fjórum umferðum af sjö er lokið
er þessi:
1. TR-A 24½ v. af 32
2. Hrókurinn-A 23½ v. + 3 fr.
3. Hellir-A 21 v. + 1 fr.
4. TR-B 18 v.
5. Sf. Akureyrar-A 12½ v. + 3 fr.
6. Tf. Bolungarvíkur 11½ v.
7. Tf. Kópavogs 7 v.
8. Hellir-B 5½ v. + 1 fr.
Eftirfarandi skákum var frestað:
Milli Hellis-A og Hellis-B var skák
Davíðs Ólafssonar og Guðfríðar
Lilju Grétarsdóttur frestað. Í við-
ureign Hróksins og SA var þremur
skákum frestað, þ.e. skákunum
Luke McShane – Arnar Þorsteins-
son, Rúnar Sigurpálsson – Stefán
Kristjánsson og Gylfi Þórhallsson –
Róbert Harðarson. Ljúka þarf
frestuðum skákum innan mánaðar.
Það er ljóst, að þótt TR hafi for-
ystuna þá á Hrókurinn (áður Tafl-
félag Grand-Rokk) góða möguleika
á að skjótast upp í efsta sætið eftir
frestuðu skákirnar. Það er reyndar
það sem flestir áttu von á áður en
Íslandsmótið hófst, enda flutti
Hrókurinn inn sex erlenda stór-
meistara fyrir keppnina og einungis
tveir Íslendingar keppa í liðinu á
neðstu borðum. Það má segja að
þessi þróun hafi verið fyrirséð eftir
að Taflfélag Reykjavíkur hóf reglu-
bundið að nota erlenda keppendur
fyrir nokkrum árum. Menn skiptast
í tvö horn varðandi þetta fyrirkomu-
lag, en þeir sem styðja það benda á
að keppnin verði meira spennandi
og veki meiri athygli. Það er erfitt
að bera á móti því að þessu sinni,
þar sem umfjöllun um mótið var
m.a. í fréttum sjónvarpsstöðvanna,
en afar sjaldgæft er að þar falli eitt
einasta orð um skák. Spennuna
vantar svo sannarlega ekki heldur.
Það er varla hægt að segja að
frammistaða Hróksins komi á óvart,
en TR-ingar voru hins vegar í miklu
stuði um helgina og halda vel í við
Hrókinn. Þessi árangur náðist þrátt
fyrir að sterkasta mann TR vantaði
í liðið, Margeir Pétursson. TR-ingar
eru „einungis“ með tvo erlenda
meistara í sínu liði og bæði A-lið og
B-lið þeirra eiga eftir að mæta
Hróknum. Þeir eiga því möguleika á
að stela sigrinum af Hróknum í
seinni hlutanum. Hrókurinn stefnir
hins vegar að því að verða fyrsta lið-
ið í sögu keppninnar til að vinna sig
beinustu leið frá fjórðu deild, upp í
gegnum allar deildirnar á fjórum
árum og ná Íslandsmeistaratitlinum
í fyrstu tilraun. Hafi mönnum þótt
fyrri hluti keppninnar spennandi er
því greinilegt að hann mun ekki
komast í hálfkvisti við síðari hlutann
sem háður verður í vor.
Staðan í 2. deild þegar fjórum
umferðum af sjö er lokið:
1. Hellir-C 15½ af 24 v.
2. Tf. Garðabæjar 14 v.
2. Tf. Reykjanesb. 13½ v.
3. Tf. Akraness 13 v. + 3 fr.
5. SA-B 12 v. + 3 fr.
7. Tf. Vestmannaeyja 11 v.
6. TR-C 9 v.
8. TR-D 5 v.
Það vekur athygli, að B-sveit
Hellis er í neðsta sæti í Jórvíkur-
flugsdeildinni, en C-sveit félagsins
er í efsta sæti í annarri deild. Það
gæti því svo farið, að B-liðið falli og
C-liðið vinni sér sæti í efstu deild-
inni.
Staðan í þriðju deild eftir fyrri
hluta keppninnar:
1. Tf. Seltjarnarness 17 v. af 24
2. Tf. Dalvíkur 15½ v.
3. Hrókurinn-B 14½ v.
4. TR-G 12 v.
5.–6. Sf. Akureyrar-D og Sf. Sel-
foss og nágr. 10 v.
7. Sf. Akureyrar-C 9½ v.
8. Hrókurinn-C 7½ v.
Staðan í fjórðu deild eftir þrjár
umferðir af sex:
1. Sf. Sauðárkróks 13 v. af 18
2. Tf. Garðabæjar-B 12 v.
3.–4. Ss. Austurlands og Skák-
deild Hauka 11½ v.
5. Hellir-D 10½ v.
6. Tf. Hreyfils 8½ v.
7. UMF. Laugdæla 7½ v.
8. Hellir-E 6½ v.
9. TR-H 5½ v.
10. Hellir-F 3½ v.
Fyrirkomulagi fjórðu deildar var
breytt eftir að tvö lið mættu ekki til
leiks og þar tefla allir við alla sex
umferðir eftir Monrad-kerfi.
Fyrsta og önnur deild fóru fram í
Vestmannaeyjum, en þriðja og
fjórða fóru fram í Reykjavík. Þeir
sem sáu um skákstjórn í Reykjavík
voru: Kristján Örn Elíasson, Har-
aldur Blöndal, Bragi Kristjánsson
og Jón Rögnvaldsson. Það er Flug-
félagið Jórvík sem styrkir keppn-
ina.
Minningarmót um Jóhann Þóri
Jónsson hefst í dag
Jóhanns Þóris Jónssonar verður
TR efst á
Íslandsmóti
skákfélaga
SKÁK
V e s t m a n n a e y j a r
19.–21.10. 2001
ÍSLANDSMÓT
SKÁKFÉLAGA
Jóhann Þórir Jónsson
Morgunblaðið/Sigurgeir
Mikið var hugsað og stíft setið við skákborðin á Íslandsmóti skákfélaga í Vestmannaeyjum um helgina.
HAFRANNSÓKNASTOFNUN hélt
kynningarfund um starfsemi sína á
Eskifirði á föstudagskvöld. Harla fá-
mennt var á fundinum, sem varð fyrir
vikið vettvangur fremur náinna, en
átakalítilla, umræðna um lífríki hafs-
ins og ástand fiskistofna.
Eftir framsöguerindi Jóhanns Sig-
urjónssonar, forstjóra Hafrann-
sóknastofnunar, og Björns Æ. Stein-
arssonar fiskifræðings, en það fjallaði
um nákvæmni stofnmats, veltu menn
fyrir sér áreiðanleika spár um stærð
fiskistofna og forsendum útreikninga
þar að lútandi. Vörðust fiskifræðingar
fimlega gagnrýni og færðu rök fyrir
mæliaðferðum stofnunarinnar.
Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri
á Hólmaborginni, taldi það undrum
sæta að Hafró væri oftar en ekki með
80 til 90% ofmat og vildu fræðingar
meina að um sjálffylgni í skekkju væri
þar að ræða.
Emil Thorarensen, útgerðarstjóri
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, spurði
hvort það gæfi raunhæft mat úr vor-
rallinu að vera alltaf að taka stikk-
prufur af sömu svæðunum og leggja
svo út af því hver stofnstærðin er og
hvað megi veiða.
Björn benti á að búið væri að sann-
reyna áreiðanleika aðferðarinnar með
því til dæmis að taka aðeins til greina
helming af mælistöðum togararalls-
ins, eða eitthvert hlutfall þeirra. Nið-
urstöður bentu ótvírætt til sömu út-
komu.
Rannsóknir fiskistofna á grunnslóð
voru einnig til umræðu. Hugsanlega
mætti vera með árlegt grunnslóðar-
rall en ekki ljóst hvaða veiðarfærum
skyldi beita.
Spurt var hvort getgátur væru
uppi um hvenær veiða mætti 250–300
þúsund tonn af þorski á ári, en Jó-
hann sagði erfitt að spá þar um og
minnti á breytingu Grænlandsgöng-
unnar vegna breyttra lífskilyrða sjáv-
ar við landið, en það hefur haft veru-
leg áhrif á afrakstur þorskstofnsins.
Hnúfubakurinn að verða plága
Rækjuveiðar komu að sjálfsögðu
við sögu og þótti mannskapnum skítt
að þegar allt væri vaðandi í rækju
mætti sáralítið veiða af henni. „Mér
finnst eins og Hafró hafi verið á röngu
róli síðustu ár með ráðgjöf varðandi
veiðar á rækjunni,“ sagði Emil út-
gerðarstjóri. „Það eru fjögur ár síðan
stofnunin mælti með því að veidd
væru 70 þúsund tonn á ári, sem tæp-
um tveimur árum síðar var svo skorið
verulega niður, í 20 þúsund tonn.
Núna var byrjunarúthlutunin bara 17
þúsund tonn, eða 2⁄3 af 25 þúsund tonn-
um. Það ber öllum rækjuveiðiskip-
stjórum saman um það að það sé
veruleg aukning á rækju hér við land
og hún er að veiðast tveggja og
þriggja ára gömul. Einhvers staðar
hefur hún verið þegar mælingarnar
voru framkvæmdar!
Það er afskaplega bagalegt að út-
hlutunin skuli ekki vera meiri þegar
svona vel fiskast, því þetta leiðir af sér
mun hærra verð á leigukvóta og gerir
þeim útgerðum og fiskvinnslum sem
fást við rækjuveiðar erfiðara fyrir.
Það má ekki dragast lengi að aukið
verði við úthlutunina,“ sagði Emil.
Í svari Jóhanns kom fram að erfitt
er að meta rækjuna þegar stofnstærð
breytist jafn hratt og raun hefur borið
vitni. Sjá mætti þó merki þess að
stofninn væri að rétta úr kútnum.
Forsendur aukningar væru þó að vel
tækist til með vernd uppvaxtarár-
ganga.
Menn Hafrannsóknastofnunar
sögðust leggja eyrun við og myndu
skoða rækjuúthlutun í framhaldinu.
Fjöldi hvala þótti orðinn til mestu
óþurftar og lýstu menn áhyggjum af
því hvað hvalir gætu hugsanlega verið
að taka mikið úr þorskstofninum.
Karlarnir sögðu hnúfubakinn nánast
elta skipin inn til hafnar og væri hann
alger plága að verða. Fram kom hjá
Jóhanni að veruleg aukning hefur
orðið í hnúfubaksstofninum á síðustu
árum og að sú aukning virðist viðvar-
andi.
Þá voru friðunarmál í brennidepli á
fundinum og undir lokin fjallaði
Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðing-
ur um kolmunnastofninn og ráku
vangaveltur um þær veiðar lestina.
Aðferðafræðin að baki fiskirannsóknum reifuð á Eskifirði
Er rækjan í felum fyrir Hafró?
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Þeir fiska sem róa. Frá fundi Hafrannsóknastofnunar á Eskifirði á föstudagskvöld.
Eskifirði, Morgunblaðið.
RAGNA Freyja Karlsdóttir mun
ræða um nýja bók sína, Ofvirkni-
bókina, á fyrsta félagsfundi For-
eldrafélags misþroska barna nú í
haust.
Fundurinn verður haldinn í safn-
aðarheimili Háteigskirkju á morg-
un, miðvikudag, og hefst klukkan 20.
Gengið er inn frá bílastæðinu. Auk
fyrirlestrarins fara fram almennar
umræður. Aðgangur að fundinum er
ókeypis og eru foreldrar hvattir til
að mæta, segir í fréttatilkynningu.
Ræðir um Of-
virknibókina
Hagaskóli 1973–1977
Röng dagsetning var gefin upp
varðandi mætingu í sal Múrara-
félagsins í frétt í sunnudagsblaðinu.
Rétt dagsetning er 27. október.
Heimasíða http://hagaskoli.is-
mennt.is
Rangt heiti
Nafn Suzukitónlistarskólans í
Reykjavík var rangt skrifað í frétt í
sunnudagsblaðinu og er beðist vel-
virðingar á því.
Þorskafjarðarbréf
Maðurinn í aftari röð frá vinstri á
myndinni af fimleikaflokki Ármanns
nr., 7, sem birtist í Þorskafjarðar-
bréfi Leifs Sveinssonar í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag, heitir Karl
Emilsson, fæddur 1. janúar 1926 og
á heima á Búlandi 10,765, Djúpavogi.
Fullt nafn hans kemur ekki fram í
myndatexta með greininni en grein-
arhöfundur óskaði eftir frekari upp-
lýsingum og þær bárust í þessu til-
viki.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦