Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 54

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 54
NÆSTA smáskífa Bjarkar af Vespertine mun verða lagið „Pagan Poetry“, og kemur platan í búðir fimmta nóvember. Lagið er þegar farið að vekja mikla athygli, og er það sérstaklega tilkomið vegna myndbandsins, sem þykir ganga ansi langt hvað velsæmismörk varð- ar. Leikstjóri þess, ljósmyndarinn umtalaði Nick Knight, segir að þar geri hann tilraun til að sýna „hráar, kvenlegar og kynæsandi hliðar“ á Björk. Í myndbandinu er talsvert um nekt svo og líkamsgötun og kem- ur Björk fram ber að ofan m.a. Myndbandið má aðeins sýna eftir kl. 21.00 á kvöldin. „Ætlan mín var að sýna öðruvísi hlið á Björk,“ segir Knight í samtali við breska blaðið NME. „Fyrsti þriðjungurinn af mynd- bandinu er mjög óhlutbundinn en síðan tekur við öflugt atriði með Björk, beint framan við myndavél- arnar. Mig langaði til að berstrípa hana enda er hún mjög „hrá“, kven- leg og kynæsandi. Hún á sér hliðar sem koma vanalega ekki fram í myndböndunum hennar. Ég bað hana um að gera þetta og hún varð við því. Kjóllinn hennar nær rétt upp að brjóstum og hún er búin að sauma perlur í skinn sitt.“ Knight segir að Björk hafi komið til hans með þessar hugmyndir. „Upprunalega ætlaði hún að sauma perlur í geirvörturnar. Hana langaði til að sýna sig sem kynveru. Það eru tvö mjög greinileg götunaratriði í endann. Ég ráðlegg viðkvæmum því að sleppa síðustu tuttugu sekúndun- um. Götunin er í bakið en þetta er ekki „sadó-masó“ eða „ættbálka- tengt“. Þetta hefur að gera með ást konu til karlmanns“. Björk hefur í gegnum tíðina verið óspör á að leyfa ýmsum hnossgæt- um að fylgja með á smáskífunum. Þannig verður þar að finna tvö ný lög, „Domestica“ og „Batabid“ auk endurhljóðblandanna af lögunum „Pagan Poetry“ og „Aurora“. Þess má geta að titill stóru plöt- unnar var lengi vel Domestica, en var svo breytt í Vespertine. Björk kom svo fram í spjallþætti Jay Leno á dögunum hvar hún söng lagið „Cocoon“. Um daginn kom hún fram í spjallþætti David Letterman en þar söng hún einmitt „Pagan Poetry“, smáskífulagið nýja. Leno tók söngkonuna stuttlega tali eftir að hún hafði lokið sér af. Þau ræddu lít- ið eitt um svanskjólinn en síðan bað Leno hana um að árita vélhjól sem stendur ekki langt frá borði hans. Og það gerði hún fúslega. Stingandi Björk Nýtt myndband Bjarkar veldur hneykslan Atriði úr mynd- bandinu umdeilda. 54 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Merinó ullarpeysur Persónuleg þjónusta Laugavegi 63, sími 551 4422 MÁVAHLÁTUR – ný kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson – var frumsýnd með viðhöfn í Há- skólabíói á laugardaginn. Ágúst leikstýrði myndinni og skrifaði handrit hennar eftir skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Saga Kristínar Marju er sögð með augum ungrar, ákveðinnar stúlku, Öglu, sem býr hjá ömmu sinni í Hafnarfirði snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Hún hefur frásögn sína þegar frænka hennar hún Freyja snýr aftur heim frá Ameríku og veldur usla í Firðinum vegna sláandi glæsi- leika en ekki síst staðfastra og oft á tíðum ögrandi skoðana og gjörða. Fyrir sýningu mynd- arinnar þakkaði Ágúst Kristínu Marju sérstaklega vel fyrir að hafa veitt sér þann heiður að fá að færa þessa sterku sögu upp á hvíta tjaldið. Ennfremur talaði hann um að sér þættu góðir leik- arar vera merkilegt fólk og að blessunarlega innihéldi myndin mikið af merkilegu fólki. Það eru þær Margrét Vilhjálms- dóttir og Ugla Egilsdóttir sem fara með stjörnuhlutverk í mynd- inni. Margrét er þegar orðin landsþekkt á íslensku leiksviði en Ugla stígur hér fram í sviðsljósið í fyrsta sinn og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Ugla Egilsdótt- ir var stór- glæsileg. Aðalstjörnur myndarinnar, Margrét Vilhjálmsdótt- ir og Ugla Egilsdóttir, ásamt skapara persóna sinna, Kristínu Marju Baldursdóttur. Morgunblaðið/Jim Smart Ágúst Guðmundsson leikstjóri fær hlýjar kveðjur frá starfsbróður sínum, Þráni Bertelssyni. Íslenska kvikmyndin Mávahlátur var frumsýnd á laugardaginn Hafnfirskir kvenskörungar Morgunblaðið/Jim Smart Starfsbræður Ágústar fjöl- menntu á frumsýninguna. Hér eru þeir Egill Eðvarðsson og Hrafn Gunnlaugsson ásamt mökum sínum, Sigríði Guðlaugs- dóttur og Eddu Kristjánsdóttur. Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali Sýnd kl. 8 og 10.30. Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  SV Mbl  DV  Rás 2 Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir MOULIN ROUGE!                                             !"#$%&'%#()$$*+()"$*, BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Lau 27. okt kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 28. okt. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 3. nóv kl. 14 - UPPSELT Su 4. nóv kl. 14 - NOKKUR SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Lau 27. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 28. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 2. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 10. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 3. nov kl. 20 - UPPSELT Su. 11. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK Frumsýning fi 25. okt. kl. 20 - UPPSELT 2. sýn fö 26. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett 4. sýn lau 27. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 5. sýn su 28. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Su 4. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fi 25. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. okt. á Sauðárkróki kl. 21 Su 28. okt. á Blönduósi kl. 17 Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 2. nóv kl. 20 - UPPSELT DRAUMALEIKHÚSIÐ þri 23. okt kl. 20 Umræðukvöld um list leikarans. Frummælendur: Benedikt Erlingsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Pétur Einarsson. DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Frumsýning lau 27. okt kl. 20 - UPPSELT 2. sýn fi 1. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI 3. sýn lau 3. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is   Í HLAÐVARPANUM Veröldin er vasaklútur ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE Leikstjóri: Neil Haigh, Leikmynd og búninga- hönnun Katrín Þorvaldsdóttir. 3. sýn. í kvöld þri. 23. okt. kl. 21 Tveir fyrir einn 4. sýn. fös. 26. okt. kl. 21 5. sýn. þri. 30. okt.kl. 21 6. sýn. fim. 1. nóv. kl. 21 7. sýn. lau. 3. nóv. kl. 21 Tónleikar mið. 31. okt. kl. 21 Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Greg Hopkins                    #'  '( !! " # '#'7  B !! " # ,#'! '(  $# :# ,! 0%&'( $# *#0! '(  $# #! B%&'( $# #)*+,-,, E2 /    *-0         #  #-    &/   (-0!   ./       #'  '(01 # 'B  '(2 1 0,3 45 64 , F   1    %'*G   !/  3 7,84 4 9: 3-,,0-,5 , .;/. 4 Leikfélag Mosfellssveitar Brúðkaup Tony og Tinu í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Leikstjóri Guðný María Jónsdótir 3. sýn. fim. 25. okt. kl. 20.00. 4. sýn. sun. 28. okt. kl. 20.00. 5. sýn. fös. 2. nóv. kl. 20.00. 6. sýn. lau. 3. nóv. kl. 20.00. 7. sýn. lau. 10. nóv. kl. 20.00. Villt ítölsk veisla Upplýsingar og miðapantanir í síma 566 7788 kíktu á www.leiklist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.