Morgunblaðið - 09.11.2001, Side 6
MÁLVERK, sem merkt er Jóhann-
esi Kjarval og augljóslega er fölsun,
að mati Ólafs Inga Jónssonar for-
varðar, barst í hendur hans í gær
en myndin var seld í Galleríi Borg í
desember 1994. Ólafur segir mynd-
ina eftirgerð eftir lítilli vatnslita-
mynd Kjarvals sem áður hafði verið
seld á uppboði hjá sama fyrirtæki.
Fyrirmyndin, sem er vatnslita-
mynd, 20 x 15 sentímetrar að
stærð, var seld á uppboði hjá Gall-
eríi Borg í lok nóvember 1993 fyrir
75 þúsund krónur og má sjá hana á
forsíðu bæklings sem gefin var út
fyrir uppboðið.
Ólafur Ingi Jónsson rannsakar meint falsað Kjarvalsverk sem selt var hjá Galleríi Borg
Frummyndin seld hjá
galleríinu ári áður
Ólafur segir fölsunina ákaflega lé-
lega. Ofan í formin sé teiknað með
bronstússpenna sem sé algert nú-
tímafyrirbrigði og bakpappírinn
skín í gegnum myndina hér og þar.
Í maí 1994 var stærri myndin,
sem í uppboðsskrá er kölluð Abstr-
aksjón á pappa og er 58 x 48 að
stærð, boðin upp í fyrsta sinn hjá
Galleríi Borg og sýna gögn Ólafs að
svo virðist sem myndin hafi farið á
250 þúsund krónur. Abstraksjón
kemur aftur fyrir á uppboði hjá
Galleríi Borg nokkrum mánuðum
síðar og virðist nú fara á 260 þús-
und krónur. Ólafur segir þetta
dæmigert fyrir vinnubrögð fyrir-
tækisins. „Einhver maður þeirra
situr út í sal og býður í myndina en
síðan kemur í ljós að hún er alls
ekki keypt þarna því það er alltaf
Á bæklingi sem gefinn var út
fyrir uppboð í nóvember 1993
má sjá að frummyndin fór í
gegnum sama fyrirtæki og seldi
fölsunina, þ.e. Gallerí Borg.
Frummyndin, sem er merkt
númer 62 í uppboðsskránni er
vatnslitamynd sem er einungis
20 x 15 sentímetrar að stærð.
boðið í hana af fyrirtækinu. Sama
myndin fer þrisvar sinnum í sölu og
er seld að lokum fyrir 280 þúsund í
galleríinu sjálfu en ekki á uppboði.“
Þetta var 20. desember árið 1994.
„Mjög hroðvirknislega unnið“
Ólafur segir að eftirmyndin sé
sögð olía á pappa. „Fagmenn vita
að þetta er ekki olía heldur ein-
hvers konar plastmálning en það
skiptir kannski ekki öllu máli. Hún
er máluð upp á bakpappa, það er
pappa sem settur er í bak mynda
með gleri, og það gefur þessu svo-
lítið brúnan lit sem lætur þetta líta
út eins og öldrun,“ segir hann og
bendir á hvernig pappírinn kemur
ómálaður í gegnum myndina.
Hann segir augljóst að Abstrak-
sjón sé byggð á minni myndinni og
að um mjög lélega eftirgerð sé að
ræða. „Þeir búa til formin og setja
svo í þau einhverja bronsmálningu
sem er teiknuð á með einhvers kon-
ar tússpenna, en það er algert nú-
tímafyrirbæri. Maður sér alveg
hvernig gullið er dregið út og þetta
virkar allt saman splunkunýtt.
Þetta er mjög augljós fölsun og það
er enginn sem breytir því, þetta er
mjög hroðvirknislega unnið og það
hefur mjög litlum tíma verið varið í
þetta.“
Að sögn Ólafs vissi kaupandinn af
minni myndinni og spurðist fyrir
um það hvernig stæði á því að um
tvær svo líkar myndir væri að
ræða. Hann hefði fengið þær skýr-
ingar að þarna væri sería á ferð-
inni. Ólafur segir það fráleitt. „Ég
get alveg lofað því að Kjarval hefur
aldrei búið til þessa mynd í öðru
formi heldur en nákvæmlega
svona,“ segir hann og bendir á
minni myndina. „Þetta er bara æf-
ing með form og búið.“
Ólafur segist halda því fram að
falsanirnar hjá Galleríi Borg séu
tvenns konar. Annars vegar sé um
að ræða verk eftir ókunnuga höf-
unda sem merkt séu upp á nýtt
með nöfnum þekktra listamanna og
hins vegar sé um að ræða eftirgerð-
ir af öðrum myndum. „Í þessu
dæmi er svo glöggt að fyrirmyndin
hefur farið í gegnum hendurnar á
fyrirtækinu eins og sést á forsíðu
bæklingsins fyrir uppboðið í nóv-
ember 1993.“ Hann segir þetta
óræka vísbendingu um að Gallerí
Borg sé ábyrgt fyrir fölsuninni.
Það, og sú staðreynd hversu aug-
ljós fölsunin sé, geri málið nokkuð
einstakt því þarna sé hægt að rekja
fyrirmyndina til uppboðshússins.
Bað um eiganda-
sögu en fékk ekki
KAUPANDI verksins, sem ekki vill
láta nafns síns getið, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið ekki vera mik-
ill listaverkasafnari en umrædd
mynd er ein af þremur sem hann
hefur keypt um ævina. „Þetta voru
einhverjar grillur, mig langaði bara
í mynd með þessari merkingu,“ seg-
ir hann og bætir því við að segja
megi að þetta hafi verið jólagjöfin til
sjálfs sín þegar myndin var keypt
laust fyrir jól 1994.
Hann segist hafa spurst fyrir hjá
Galleríi Borg um fyrri eiganda
myndarinnar en ekki fengið þær
upplýsingar. „Ég spurði að því hver
hefði átt myndina áður og þá var
mér sagt að viðkomandi eigandi
vildi hafa það fyrir sig eða eitthvað
slíkt.“
Með myndinni fékk kaupandinn
skrá yfir listmunauppboðið sem var
rúmu ári áður en kaupin áttu sér
stað en þá var frummyndin boðin
upp. Hann segir að myndin á forsíðu
bæklingsins hafi vakið athygli sína
fyrir það hversu lík hún væri mynd-
inni sem hann keypti. „Ég fór að tala
um að þetta væri ekki myndin en þá
fékk ég þær upplýsingar að þetta
væri í seríu. Ég tók það gott og gilt
þó að mér hafi þótt það skrýtið að
vera að kaupa þarna mynd og það
væri önnur mynd í gangi sem væri
mjög svipuð þó þær væru ekki eins.“
Hafði lengi grun um fölsun
Inntur eftir því hvers vegna hann
ákvað að fara með myndina til Ólafs
Jónssonar, forvarðar, segir hann að
umræðan um listaverkafalsanirnar
hafi ýtt við honum. „Ég er búinn að
spá mikið í þessa mynd af því að hún
er mikið fyrir framan mig heima.
Smám saman þegar þessi umræða
var að byrja fór ég að fá einhverja
tilfinningu fyrir því að hún gæti ver-
ið fölsuð og hef meira að segja orðað
það við gesti hjá mér. Sérstaklega í
seinni tíð fannst mér að merkingin
eða undirskriftin væri ekki nógu
Kjarvalsleg miðað við það sem ég
hef séð á myndum af verkum hans,“
og segir hann niðurstöðu Ólafs ekki
hafa komið á óvart þótt hann hafi
vonað að þetta væri frummynd.
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ því um miðjan síðasta mánuð
hafa verið tilkynnt hérlendis sjö til-
vik torkennilegra póstsendinga,
sem grunur hefur leikið á að væru
sýklaárás. Allar tilkynningarnar
hafa komið af höfuðborgarsvæðinu,
þar af fjórar frá opinberum stofn-
unum en þrjár frá einstaklingum.
Mikill viðbúnaður hefur verið hafð-
ur vegna tilkynninganna, sending-
arnar, sem hafa innihaldið ein-
kennilegt duft, sendar í rannsókn
og á þriðja tug manna fengið lyfja-
og/eða læknismeðferð vegna gruns
um mögulega miltisbrandssýkingu.
Rannsóknir á sýklafræðideild
Landspítalans á dufti í póstsend-
ingunum hafa leitt í ljós að ekki
fannst miltisbrandsgró í neinu til-
vikanna. Ekki er gerð frekari
greining á efni sem rannsakað er,
þegar miltisbrandur hefur verið úti-
lokaður.
Þrjú tilvik í október
Fyrsta hrinan hófst 15. október
þegar Ríkisútvarpið fékk tor-
kennilegt bréf en síðan kom til-
kynning frá Borgarendurskoðun
um torkennilegt efni viku síðar, eða
22. október. Þar hafði erlent tímarit
verið rifið upp úr umbúðum og
þurrkefni umbúðanna komið í ljós.
Það var hins vegar vegna prakk-
araskaps tveggja pilta að duftbréf
barst Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra 25. október. Piltarnir við-
urkenndu athæfið og sögðust ekki
hafa gert sér grein fyrir alvarleika
málsins. Ekkert varð vart við tor-
kennilegar póstsendingar næstu
vikurnar á eftir, en í þessari viku
hófst önnur hrina, enn kröftugri en
sú fyrri.
Tilvikin orðin fjögur
í þessum mánuði
Sjötta nóvember var viðbúnaður
við Landsbankann í Austurstræti
vegna dufts í bréfi og 10 starfs-
menn voru settir í fyrirbyggjandi
lyfjameðferð. Daginn eftir komu
þrjár tilkynningar um duft í póst-
sendingum. Póstmiðstöð Íslands-
pósts var lokað 7. nóvember vegna
dufts í bréfi frá Íran. 13 starfsmenn
voru sendir í læknisrannsókn og í
lyfjameðferð gegn hugsanlegu milt-
isbrandssmiti. Sama dag bárust
tvær tilkynningar frá einstakling-
um, annars vegar frá manni í blokk
í Reykjavík og hins vegar frá hjón-
um í blokk í Hafnarfirði. Allt fólkið
var sent í læknisrannsókn.
Tilkynnt um sjö
duftsendingar á
þremur vikum
landspósts bjóst þó við töfum á
póstburði í gær vegna málsins.
Hann sagði að ekki hefði verið
metið hvort fyrirtækið hefði orðið
fyrir fjárhagslegu tjóni vegna
málsins, en heilsa og hagur starfs-
fólks hefðu verið höfð í fyrirrúmi.
Duft úr ábyrgðarsendingu
Málið kom upp með þeim hætti
að þegar starfsmenn póstflokkun-
arstöðvarinnar voru að meðhöndla
PÓSTMIÐSTÖÐ Íslandspósts við
Stórhöfða, sem lokað var á mið-
vikudag vegna torkennilegs dufts,
sem fannst í ábyrgðarpóstsend-
ingu frá Íran, var opnuð á ný í
gærmorgun og voru starfsmenn og
bréfberar kallaðir til vinnu á ný.
Ekki reyndist um miltisbrandsgró
að ræða í sendingunni samkvæmt
rannsókn á sýklafræðideild Land-
spítalans.
Einar Þorsteinsson forstjóri Ís-
póst sáldraðist hvítt duft út úr
ábyrgðarsendingu. Við það var
viðvörunaráætlun Íslandspósts
sett í gang, lögreglu og slökkviliði
gert viðvart og í kjölfarið var póst-
flokkunarstöðinni lokað.
Þá benti rannsókn á dufti sem
tilkynnt var um frá einstaklingum,
annars vegar úr íbúðablokk í
Hafnarfirði og hins vegar í
Reykjavík, að ekki hefði verið um
smitefni að ræða.
Hvíta duftið hjá Íslandspósti ekki miltisbrandur
Starfsmenn og bréfberar
kallaðir til vinnu á ný
GUÐRÚN Sigmundsóttir settur
sóttvarnarlæknir hjá landlækni telur
að tími sé kominn til að róa almenn-
ing vegna þeirrar hræðslu sem grip-
ið hefur um sig vegna möguleika á
sýklaárás með miltisbrandsgróum.
Landlæknisembættið og lögregluyf-
irvöld eru um þessar mundir að hefja
kerfisbundnar aðgerðir til að minnka
ótta almennings við miltisbrand.
„Þrátt fyrir mikla leit í bréfum víðs-
vegar í heiminum hefur ekki fundist
miltisbrandur utan Bandaríkjanna,“
segir Guðrún.
Illa merkt bréf frá
útlöndum helst varasöm
Hún segir að fólk eigi almennt
ekki að þurfa að óttast önnur bréf en
illa merkt bréf sem koma frá útlönd-
um þar sem sendanda sé í engu get-
ið. Hún segir fulla ástæðu til að
benda almenningi á hve litlar líkur
séu á raunverulegum hryðjuverka-
bréfum í ljósi þess að miltis-
brandsgró hafi ekki fundist í neinum
grunsamlegum bréfum utan Banda-
ríkjanna.
Það duft sem tekið hefur verið til
rannsóknar á Íslandi undanfarnar
vikur hefur ekki reynst vera miltis-
brandsgró. Ekki hefur verið greint
hverskonar duft var þá um að ræða
enda ekki gerð frekari greining þeg-
ar miltisbrandur hefur verið útilok-
aður.
Landlæknisembættið og lögregla gegn miltisbrandsótta
Mál til að róa almenning
Morgunblaðið/Ásdís