Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði Bæklingurinn talar til kvenna NÝVERIÐ kom útbæklingurinn„Lykillinn að vel- gengni á vinnumarkaði“. Rósa Erlingsdóttir bar hitan og þungann af útgáf- unni. Hún er í forsvari fyr- ir bæklinginn og Morgun- blaðið sló á þráðinn í vikunni. Hvernig er ritið upp- byggt, hverjir rita í það og hver er tilurð þess? „Bæklingurinn „Lykill- inn að velgengni á vinnu- markaði“ er gefinn út af jafnréttisátaki Háskóla Ís- lands, Jafnréttisstofu og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur í samvinnu við Eimskipafélag Íslands, Þekkingarsmiðju IMG og ráðstefnuna Konur og lýð- ræði við árþúsundamót. Fulltrúar þessara fyrirtækja og stofnana voru skipaðir í ritstjórn sem síðan sá um að taka saman efni og semja texta bæklingsins. Höfund- ar efnis eru, auk mín, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingrid Kuhlman og Margrét S. Björnsdóttir. Í fyrsta kafla bæklingsins eru dregnar saman niðurstöður kjarakannana síðustu ára og fjallað er um tölulegar upplýs- ingar um kynjahlutföll og kyn- bundinn launamun á vinnumark- aði. Þekkingarsmiðja IMG hefur veg og vanda af öðrum kafla bæklingsins. Hann fjallar um fyrstu skrefin á vinnumarkaði og í honum eru leiðbeiningar um at- vinnuleit, starfsviðtöl, gerð at- vinnuumsókna og starfsferilsskrá svo einhver dæmi séu nefnd. Þá er fjallað um laun, mat á launa- tilboðum og samsetningu kjara. Lokakafli bæklingsins fjallar um velgengni í starfi, mikilvægi sí- menntunar og gerð persónulegra starfsframa- og starfsþróunar- áætlana. Við þetta efni bætast við heilræði nokkurra kvenna sem eru í ábyrgðarstöðum á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Bæklingur- inn er þannig hvatning til kvenna að búa sig vel undir framtíðar- störf sín og starfsframa. Markmið jafnréttisátaks Há- skóla Íslands og Jafnréttisstofu er meðal annars að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum á íslenskum vinnumarkaði. Jafn- réttisátakið heldur námskeið fyr- ir kvennemendur HÍ, stjórnunar- og starfsframanámskeið í sam- vinnu við Þekkingarsmiðju IMG og námskeið um gerð viðskipta- áætlana og stofnun fyrirtækja í samvinnu við Impru. Útgáfa bæklingsins tengist þessum nám- skeiðum og verður hann í framtíð- inni nýttur sem kennsluefni þar. Hugmyndin að útgáfunni vakn- aði hjá aðstandendum jafnréttis- átaks Háskóla Íslands og Jafn- réttisstofu. Fyrirmyndin var í byrjun sótt til háskólastofnana vestanhafs en þar tíðkast að gefa út sambærilega bæklinga. Verk- efnið þróaðist síðan sjálfstætt og segja má að útkoman sé alveg einstök, að hún eigi sér enga fyr- irmynd.“ Hvernig verður bæklingnum komið á framfæri... og höfðar hann til einhverra hópa kvenna öðrum fremur? „Bæklingurinn hefur þegar verið sendur til kvennemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag en hann verður einnig nýttur sem kennsluefni á námskeiðum Jafn- réttisátaksins, Verslunarmanna- félags Reykjavíkur og Þekking- arsmiðju IMG. Þá mun Jafn- réttisstofa dreifa bæklingnum og er það liður í jafnréttisfræðslu stofunnar.“ Hvers vegna höfðar bæklingur- inn einungis til kvenna... er endi- lega meiri þörf á svona fræðsluriti fyrir konur en karla? „Til grundvallar útgáfunni ligg- ur sú staðreynd að þrátt fyrir aukna menntun kvenna og fjöl- breyttara námsval þeirra er náms- og starfsval enn mjög kyn- bundið og kynbundinn launamun- ur mikill. Kynskiptur vinnumark- aður endurspeglar kynbundið námsval en það er afar mikilvægt að kynin verði jafningjar í starfi og þjóðfélagið nýti mannauð kvenna betur en gert er í dag. Á þeim námsbrautum þar sem kon- ur eru fjölmennar vantar oft fræðslu um atvinnulífið sem er sjálfsagður þáttur náms þar sem karlmenn eru í meirihluta. Konur eru fáar í stjórnunarstöðum og hvers kyns ábyrgðarstörfum á öllum sviðum atvinnulífsins. Sem dæmi má nefna að aðeins ein kona gegnir starfi forstjóra 100 stærstu fyrirtækja landsins og konur eru aðeins 10% stjórnar- manna sömu fyrirtækja. Með út- gáfu ritsins viljum við bregðast við þessum staðreyndum. Bækl- ingurinn talar til kvenna og er skrifaður í kvenkyni en karl- mönnum er að sjálfsögðu velkom- ið að nálgast hann, t.d. á skrif- stofu jafnréttisnefndar Háskóla Íslands eða vefútgáfu hans sem verður birt innan skamms á heimasíðum samstarfs- aðila verkefnisins.“ Hvernig verður því átaki sem felst í útgáfu ritsins fylgt eftir? „Fimmtudaginn 15. nóvember verður hald- inn kynningarfundur um bæklinginn í hátíðarsal Há- skóla Íslands klukkan 15–18. Á fundinum verður bæklingurinn kynntur auk þess sem sérfræð- ingar Þekkingarsmiðju IMG munu fara yfir þau hagnýtu atriði sem nefnd voru hér að framan. Fundurinn verður auglýstur nán- ar síðar.“ Rósa Erlingsdóttir  Rósa Erlingsdóttir fæddist 28. júní 1970 á Egilsstöðum. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1991 og MA-gráðu í stjórn- málafræði frá Freie Universitat í Berlín árið 1998. Rósa er verk- efnisstjóri jafnréttisátaks Há- skóla Íslands og Jafnréttisstofu. Hún starfaði áður sem blaðamað- ur. Rósa á eina dóttur, Rebekku Rún Rósudóttur, en sambýlis- maður hennar er Otti Hólm Elínarson verkfræðingur. Fyrirmyndin sótt til háskóla- stofnana vestanhafs Mottó tuttugustu og fyrstu aldarinnar „að drepa eða vera drepinn“?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.