Morgunblaðið - 09.11.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 9
Glæsilegur
samkvæmisfatnaður
allar stærðir
Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu
Efnalaug og fataleiga
Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19,
laugardaga frá kl. 10-14.Garðatorgi 3, s. 565 6688
Þýskar og ítalskar
sparidragtir,
stuttir og síðir jakkar
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Útigallar
B A R N A V Ö R U V E R S L U N
www.oo.is
Úrvalið er
hjá okkur
0-4ra ára
Opið laugardag
frá 11 - 16
Ertu slæm í húðinni?
Micro Peeling húðhreinsi-
klúturinn er lausnin
Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar
húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina.
Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr
fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út-
lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar.
Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við-
kvæma húð. Klúturinn er margnota og þol-
ir þvott í 100 skipti.
Micro Peeling fæst í Lyfju, Lyf & heilsu,
Apótekinu, apótekunum og Hagkaup.
Frábær sléttujárn
Slétta mjög krullað
hár á augabragði
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Hárhús Kötlu
Stillholti 14,
300 Akranesi,
s. 431 3320 og 431 3420.
FYRIR
EFTIR
Opið mánud.–föstud. frá kl. 10.00–18.00, lau. frá kl. 10.30–16.00.
Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880.
10% opnunarafsláttur
til 17. nóvember
Höfum flutt verslunina
á Skólavörðustíg 2
Glæsilegt úrval af minkapelsum
Jólafötin sem
krakkarnir vilja
Laugavegi 95
Kringlunni
VIÐ fornleifarannsóknir að Stóru-
borg undir Eyjafjöllum hafa komið
fram vel varðveittar viðarleifar, en
uppgröftur þar fór fram á árunum
1978 til 1990. Gerðar hafa verið ýms-
ar rannsóknir á þessum leifum á síð-
ustu misserum að tilstuðlan Forn-
leifastofnunar Íslands í samvinnu við
Rannsóknastöð skógræktar að Mó-
gilsá, skv. upplýsingum Ólafs Egg-
ertssonar en hann sá um viðar- og
árhringagreiningar við þessar rann-
sóknir.
Á Mógilsá hefur m.a. farið fram
rannsókn á því hvaða viðartegundir
hér er um að ræða. Komið hefur í
ljós að lerki er sú viðartegund sem
varðveitist best þeirra viðartegunda
sem finnast við rannsóknir hér á
landi.
Einnig kom í ljós við viðargrein-
ingarnar að mikið var um vel varð-
veittar leifar af eik og ákveðið var að
kanna á Mógilsá hvort hægt væri að
fá fram svonefndan árhringaaldur á
þessum viðarleifum. Voru sneiðar
sagaðar úr nokkrum viðarsýnum frá
Stóruborg og árhringir þeirra mæld-
ir með mikilli nákvæmni og breiddir
þeirra bornar saman við árhringa-
tímatalsgögn frá Evrópu.
Niðurstöður þessarar rannsóknar
sýndu, skv. upplýsingum Ólafs, að
eitt viðarsýnið, af tunnuloki, var upp-
runnið frá Norður-Póllandi og eik-
artréð sem notað var í tunnuna var
fellt í skóginum nálægt Gdansk á
tímabilinu 1421 til 1431, eða á tíma
Hansakaupmanna við Eystrasalt.
„Niðurstöður sýna að þessar nýju
rannsóknaraðferðir hafa mikið nota-
gildi hér á landi. Erlendis hafa þær
verið stundaðar af krafti síðustu 20
árin, m.a. má nefna að fleiri víkinga-
skip hafa verið aldursgreind með ár-
hringaaldursfræðum sem og timbur-
hús, t.d. er elsta timburhús á
Norðurlöndum byggt úr trjám felld-
um veturinn 1287-88,“ segir Ólafur.
Nýjum greiningaraðferðum beitt við fornleifarannsóknir
Viðarsýni frá Stóruborg
upprunnið í Póllandi
STJÓRN Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar kemur saman til
fundar á mánudag þar sem sala Perl-
unnar í Öskjuhlíð verður m.a. á dag-
skrá. Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu á miðvikudag hefur stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur samþykkt að
selja Perluna. Aðeins sá hluti húss-
ins sem notaður hefur verið undir
veitinga- og fundaraðstöðu er til
sölu, þ.e. miðjan og kúpullinn milli
tankanna, en ekki tankarnir sjálfir
og búnaður vegna þeirra. Orkuveit-
an ætlar sér að eiga þá áfram.
Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar,
stjórnarformanns Orkuveitunnar,
þarf Innkaupastofnun að velja á milli
tveggja söluaðferða, annaðhvort að
óska eftir tilboðum í eignina eða fela
ákveðnum fasteignasölum að annast
söluna.
„Það er mikill áhugi á Perlunni,
bæði hjá innlendum og erlendum að-
ilum sem hafa verið í sambandi við
mig. Ég get á þessu stigi ekki gefið
upp hverjir þetta eru. Fasteignasal-
ar hafa einnig verið í sambandi til að
óska eftir upplýsingum um söluskil-
mála og þess háttar,“ segir Alfreð.
Finnbogi Kristjánsson, fasteigna-
sali hjá Fróni, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að lítill hópur inn-
lendra og erlendra fjárfesta hefði
beðið sig að afla upplýsinga um Perl-
una með hugsanleg kaup í huga.
Hann vildi ekki gefa frekari upplýs-
ingar um þennan hóp, að öðru leyti
en að fjárfestarnir sýndu málinu
mikinn áhuga.
Fyrirhuguð sala
á Perlunni
Áhugi meðal
innlendra
og erlendra
fjárfesta