Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 9 Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14.Garðatorgi 3, s. 565 6688 Þýskar og ítalskar sparidragtir, stuttir og síðir jakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Útigallar B A R N A V Ö R U V E R S L U N www.oo.is Úrvalið er hjá okkur 0-4ra ára Opið laugardag frá 11 - 16   Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þol- ir þvott í 100 skipti. Micro Peeling fæst í Lyfju, Lyf & heilsu, Apótekinu, apótekunum og Hagkaup. Frábær sléttujárn Slétta mjög krullað hár á augabragði SENDUM Í PÓSTKRÖFU Hárhús Kötlu Stillholti 14, 300 Akranesi, s. 431 3320 og 431 3420. FYRIR EFTIR Opið mánud.–föstud. frá kl. 10.00–18.00, lau. frá kl. 10.30–16.00. Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. 10% opnunarafsláttur til 17. nóvember Höfum flutt verslunina á Skólavörðustíg 2 Glæsilegt úrval af minkapelsum Jólafötin sem krakkarnir vilja Laugavegi 95  Kringlunni VIÐ fornleifarannsóknir að Stóru- borg undir Eyjafjöllum hafa komið fram vel varðveittar viðarleifar, en uppgröftur þar fór fram á árunum 1978 til 1990. Gerðar hafa verið ýms- ar rannsóknir á þessum leifum á síð- ustu misserum að tilstuðlan Forn- leifastofnunar Íslands í samvinnu við Rannsóknastöð skógræktar að Mó- gilsá, skv. upplýsingum Ólafs Egg- ertssonar en hann sá um viðar- og árhringagreiningar við þessar rann- sóknir. Á Mógilsá hefur m.a. farið fram rannsókn á því hvaða viðartegundir hér er um að ræða. Komið hefur í ljós að lerki er sú viðartegund sem varðveitist best þeirra viðartegunda sem finnast við rannsóknir hér á landi. Einnig kom í ljós við viðargrein- ingarnar að mikið var um vel varð- veittar leifar af eik og ákveðið var að kanna á Mógilsá hvort hægt væri að fá fram svonefndan árhringaaldur á þessum viðarleifum. Voru sneiðar sagaðar úr nokkrum viðarsýnum frá Stóruborg og árhringir þeirra mæld- ir með mikilli nákvæmni og breiddir þeirra bornar saman við árhringa- tímatalsgögn frá Evrópu. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu, skv. upplýsingum Ólafs, að eitt viðarsýnið, af tunnuloki, var upp- runnið frá Norður-Póllandi og eik- artréð sem notað var í tunnuna var fellt í skóginum nálægt Gdansk á tímabilinu 1421 til 1431, eða á tíma Hansakaupmanna við Eystrasalt. „Niðurstöður sýna að þessar nýju rannsóknaraðferðir hafa mikið nota- gildi hér á landi. Erlendis hafa þær verið stundaðar af krafti síðustu 20 árin, m.a. má nefna að fleiri víkinga- skip hafa verið aldursgreind með ár- hringaaldursfræðum sem og timbur- hús, t.d. er elsta timburhús á Norðurlöndum byggt úr trjám felld- um veturinn 1287-88,“ segir Ólafur. Nýjum greiningaraðferðum beitt við fornleifarannsóknir Viðarsýni frá Stóruborg upprunnið í Póllandi STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar kemur saman til fundar á mánudag þar sem sala Perl- unnar í Öskjuhlíð verður m.a. á dag- skrá. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á miðvikudag hefur stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkt að selja Perluna. Aðeins sá hluti húss- ins sem notaður hefur verið undir veitinga- og fundaraðstöðu er til sölu, þ.e. miðjan og kúpullinn milli tankanna, en ekki tankarnir sjálfir og búnaður vegna þeirra. Orkuveit- an ætlar sér að eiga þá áfram. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, þarf Innkaupastofnun að velja á milli tveggja söluaðferða, annaðhvort að óska eftir tilboðum í eignina eða fela ákveðnum fasteignasölum að annast söluna. „Það er mikill áhugi á Perlunni, bæði hjá innlendum og erlendum að- ilum sem hafa verið í sambandi við mig. Ég get á þessu stigi ekki gefið upp hverjir þetta eru. Fasteignasal- ar hafa einnig verið í sambandi til að óska eftir upplýsingum um söluskil- mála og þess háttar,“ segir Alfreð. Finnbogi Kristjánsson, fasteigna- sali hjá Fróni, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að lítill hópur inn- lendra og erlendra fjárfesta hefði beðið sig að afla upplýsinga um Perl- una með hugsanleg kaup í huga. Hann vildi ekki gefa frekari upplýs- ingar um þennan hóp, að öðru leyti en að fjárfestarnir sýndu málinu mikinn áhuga. Fyrirhuguð sala á Perlunni Áhugi meðal innlendra og erlendra fjárfesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.