Morgunblaðið - 09.11.2001, Side 36

Morgunblaðið - 09.11.2001, Side 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERT hefur verið rætt og ritað um afkomu og framtíð Rík- isútvarpsins. Þar ber hæst skoðanaskipti um rekstrarform; ríkis- eða einkarekstur. Fjár- skortur hefur háð stofnuninni og veruleg- ur niðurskurður fyrir- hugaður á næstunni á ýmsum útgjaldaliðum. Umræðan um eignar- hald og aðferðir í rekstri verður því meiri en ella. Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta stofnun þjóðarinnar. Hlutverk þess er fjöl- þætt. Nefna má almenna fræðslu, flutning frétta og veigamikið menningar- hlutverk. Ríkisútvarp- inu er einnig ætlað um- talsvert verkefni í almannavörnum. Stofnunin á að vera óháð stjórnmálaflokk- um og stefnum í pólitík. Hún á að vera óhlut- dræg. Hún er og á að vera styrk stoð lýðræð- is og frelsis í skoðana- skiptum. Hún er einn traustasti þáttur þjóð- skipulagsins, sem við kjósum að búa við og megum vel við una. Þessi staðreynd ætti að vera stjórn- málamönnum hugleikin og hafa mót- andi áhrif á afstöðu þeirra til Rík- isútvarpsins. Á undanförnum árum hefur þróun á sviði ljósvakamiðla verið ör. Nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafa vaxið úr grasi. Á sama tíma hafa gömlu flokksblöðin týnt tölunni. Það hefur vakið athygli og undrun hvern- ig nýju fjölmiðlarnir hafa tórt í litlu samfélagi þar sem tiltölulega þröng- ur auglýsingamarkaður er ein helsta tekjulindin. Þegar þrengir að á þess- um markaði vex vandi nýju ljósvaka- miðlanna og um leið gagnrýni á skylduáskrift og auglýsingaflutning Ríkisútvarpsins. Á undanförnum áratugum hafa verið skipaðar fjölmargar nefndir til að fjalla um Ríkisútvarpið og stefnu- mótun til framtíðar. Sjálfur hefi ég setið í tveimur slíkum nefndum. Ekki verður sagt að niðurstaðan hafi verið verulega bitastæð, a.m.k. ekki hvað snertir tekjur og fjármál. Stofnunin hefur mátt una öryggisleysi um framtíðarrekstur. Afleiðingin hlýtur að verða sú að starfsandi og starfs- umhverfi verður lakara og viðkvæm- ara fyrir hverskonar áreiti. Mikil- vægu verkefni stofnunarinnar er þar með stefnt í hættu. Þær breytingar, sem nú þarf að gera til að tryggja rekstur Ríkisút- varpsins til frambúðar, eru þessar helstar: 1. Hlutverki útvarpsráðs þarf að breyta. Fjármála- og rekstrarleg ábyrgð ráðsins á að vera mun meiri en hún er nú. Ráðið á hins vegar að hafa sem minnst afskipti af dag- skrárgerð. Til þess verks eru ráðnir sérhæfir starfsmenn, sem eiga að bera ábyrgð gagnvart lögum og reglum um Ríkisútvarpið. Fulltrúa í útvarpsráð ætti að velja í samræmi við þekkingu þeirra á fjármálum og fyrirtækjarekstri. 2. Ríkisútvarpið (útvarp og sjón- varp) á að hætta að flytja almennar auglýsingar. Það á eingöngu að flytja tilkynningar, sem varða almanna- heill og um almennar samkomur og fundi. 3. Áskriftargjöld á að fella inn í al- menna skattheimtu, eins og önnur gjöld, sem ríkið innheimtir. Á þessu sviði getum við margt lært af Bretum og hvernig þeir reka besta fjölmiðil í heimi, BBC. 4. Menntamálaráðuneytið á að gera þjónustusamning við Ríkisút- varpið, eins og nú er farið að gera við ýmsar stofnanir, sem fá rekstrarfjár- muni á fjárlögum. Þar með yrði aflétt þeirri óvissu, sem um áratuga skeið hefur ríkt um framtíð stofnunarinn- ar. Stjórnendur geta mótað rekstur- inn í samræmi við samning, sem tryggir tiltekna fjárhæð á ári og tek- ur mið af vísitölum. 5. Mikilvægast af öllu er að tryggja frelsi Ríkisútvarpsins innan þeirra laga og reglna, sem því hafa verið og verða settar. Þær stofnanir, sem eiga að tryggja vernd og framgang lýð- ræðisskipulagsins og menningar- samfélags íslensku þjóðarinnar, eiga fáa betri félaga en Ríkisútvarpið. Að tryggja gömlu gufunni bærilegt líf er sjálfsagt og eðlilegt hlutverk allra stjórnmálaflokka. Hvað á að gera við gömlu gufuna? Árni Gunnarsson Útvarp Þegar þrengir að á þess- um markaði vex vandi nýju ljósvakamiðlanna, segir Árni Gunnarsson, og um leið gagnrýni á skylduáskrift og auglýsingaflutning Ríkisútvarpsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. SAMKVÆMT upp- lýsingum sem fram koma í svari viðskipta- ráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi, og rak- ið er í frétt Morgun- blaðsins 6. nóvember sl., er bein fjármuna- eign erlendra aðila á Ís- landi um 40 milljarðar. Þar af eru 12,4 millj- arðar fjárfesting síð- asta árs. Það ár eru beinar fjárfestingar Ís- lendinga erlendis 22 milljarðar og nam heildarfjármunaeign Íslendinga í atvinnu- rekstri erlendis í lok ársins 2000 um 55 milljörðum króna. Þar af er hlutdeild eignarhaldsfélaga í eigu einstaklinga og fyrirtækja um 28%. Flestum er það fagnaðarefni að fjárfestingar erlendra aðila virðast vera að aukast hér á landi og að þeirra gæti á fleiri sviðum en í stór- iðju. Hins vegar vakna ýmsar spurn- ingar þegar svar ráðherra sem bygg- ist á upplýsingum frá Seðlabanka, er borið saman við eldri upplýsingar um erlenda fjárfestingu. Þá vekur það einnig athygli að engar upplýs- ingar liggja fyrir um óbeina fjárfest- ingu í sjávarútvegi sem aftur vekur upp spurningu um löggjöf sem ekki virðist hægt að fylgja eftir. Fjárfest í hverju? Í fyrirspurn minni er m.a. spurt um hve hátt hlutfall erlendra fjár- festinga hérlendis séu fjárfestingar erlendra eignarhaldsfélaga sem eru í eigu Íslendinga. Að sögn á Seðla- bankinn ekkert svar við því. Það kemur hins vegar fram í grein sem Pétur Örn Sigurðsson rekstrarhag- fræðingur birtir í 29. tölublaði tíma- ritsins Vísbendingar að sum þau eignarhalds- félög sem Íslendingar eiga erlendis og orðið hafa til á síðustu árum hafi verið stofnuð utan um eignarhluti í ís- lenskum almennings- hlutafélögum. Það hafi haft þau áhrif að bein fjármunaeign Íslend- inga hafi aukist mikið enda bókist þessi eignayfirfærsla, sem hann segir hafa numið um 7 milljörðum króna, sem hlutafjárkaup er- lendu eignarhalds- félaganna. Þannig virð- ist sú aðgerð að stofna erlend eignarhaldsfélög utan um hlutabréf í íslenskum hlutafélögum koma út á pappírnum sem viðbótar erlend fjár- festing upp á 7 milljarða. Það sem styður þetta er m.a. það að ef nýj- ustu upplýsingar um fjárfestingar erlendra aðila eru skoðaðar og born- ar saman við upplýsingar frá fyrri árum má til dæmis sjá að Belgía/ Lúxemborg, en fjárfestingar þaðan eru teknar saman í svari ráðherra, eru nú með tæplega 4 milljarða fjár- festingu hér en voru árið 1996 ekki með neina. Í Lúxemborg hafa ein- mitt mörg eignarhaldsfélög í eigu Ís- lendinga verið stofnuð eftir 1996 til að njóta skattalegs hagræðis, en það ár voru þær breytingar gerðar á lög- unum um tekju og eignaskatt að fresta mætti skattlagninu söluhagn- aðar af sölu hlutabréfa ef fjárfest væri í öðrum hlutabréfum, innlend- um eða erlendum. Og til hvers? Ég hef verið talsmaður þess að lögin um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri væru endurskoðuð til að gera hana aðgengilegri. Nú liggur einmitt eitt slíkt mál fyrir Alþingi þar sem lagt er til að um fiskiðnað gildi almennt sömu reglur í þessum efnum og um annan iðnað. Auk þess að slíkt væri jafnréttismál fyrir mat- vælaiðnaðinn hef ég haldið því fram að í fjárfestingu erlendra aðila gætu falist mörg tækifæri. Mér hefur t.d. þótt það jákvætt að íslenskt atvinnu- líf gæti þannig sótt sér erlent áhættufé í stað lánsfjár; að með slíkri þátttöku gætu skapast ný markaðstækifæri erlendis og að ný þekking gæti með þeim hætti komið inn í landið. Það eru fá sóknarfæri í fjárfestingu erlendra aðila sem ganga út á það eitt að erlend eign- arhaldsfélög í eigu Íslendinga eign- ist hlutabréf þeirra í íslenskum fé- lögum. Þar gengur fátt eftir af því sem eftirsóknarvert gæti verið. Og því miður sýnist mér, hvað sem töl- unum líður, að enn sé það svo að megin ,,alvöru“fjárfesting erlendra aðila sé nú sem fyrr í stóriðjunni. Erlend og ,,erlend“ fjárfesting Svanfríður Jónasdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viðskipti Það eru fá sóknarfæri í fjárfestingu erlendra aðila sem ganga út á það eitt, segir Svanfríður Jónasdóttir, að erlend eignarhaldsfélög í eigu Íslendinga eignist hlutabréf þeirra í íslenskum félögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.