Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 41 ✝ Ketill Jónssonfæddist í Hvammi í Höfnum 27. ágúst 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 5. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, barnakennari, sím- stöðvarstjóri og odd- viti í Höfnum, f. 5.5. 1883, d. 12.12. 1956, og kona hans Sigríð- ur Magnúsdóttir hús- freyja, f. 1.1. 1891, d. 15.7. 1946. Systkini Ketils eru tvö, Magnús, f. 17.9. 1913, d. 28.2. 1994, og Ingibjörg, f. 6.7. 1930. Á Jónsmessu árið 1950 kvæntist Ketill Heiðrúnu Guð- laugsdóttur frá Þverá í Norðurár- dal í A-Hún, f. 5. nóvember 1922. Dætur þeirra eru: Rakel, f. 27.12. 1949, gift Guðmundi Björnssyni, f. 20.6. 1949, börn þeirra eru Ketill Heiðar, kvæntur Sæunni Marinós- dóttur, Jón Elvar og Birna; og Bergþóra Karen, f. 20.6. 1954, gift Þorsteini I. Sig- fússyni, f. 4.6. 1954, börn þeirra eru Dav- íð Þór, Dagrún Inga og Þorkell Viktor. Ketill bjó í Höfn- um og stundaði sjó- sókn frá unga aldri og fékk skipstjórnar- réttindi 1945. Þau Heiðrún hófu búskap sinn í Keflavík og hafa búið þar alla tíð síðan. Ketill vann lengstum við bifreiðaakstur og síðan verslunarstörf hjá Aðalstöð- inni í Keflavík og sat um árabil í stjórn félagsins. Hann var formað- ur stjórnar bifreiðastjórafélagsins Fylkis og sat þrisvar þing Alþýðu- sambands Íslands. Útför Ketils fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hefur Ketill Jónsson lokið lífs- hlaupi sínu á áttugasta og fyrsta ald- ursári. Þar hefur góður maður gengið götuna til enda og kvatt þennan heim. Margs er að minnast frá því ég kynntist honum. Það er mér ofarlega í minni þegar ég fyrst kom á heimili þeirra Ketils og Heiðu að Sóltúni 3, um haustkvöld 1969. Ungur maður og kannski heldur óöruggur með sig því að erindið var að spyrja um dótt- urina Rakel sem ég hafði verið í sam- bandi við um nokkurt skeið. Ég man ekki glögglega hvort þeirra hjóna kom til dyra, en ég bar upp erindið og fékk þau svör að dóttirin hefði skroppið út en kæmi fljótlega heim aftur. Mér var boðið inn og spurt hvort ég vildi ekki bara bíða eftir henni. Ég þáði boðið og dvaldi dágóða stund í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum áður en „ungfrúnni minni“ þóknaðist að koma heim. Þetta hlýja viðmót við fyrstu kynni mín af Katli hafa verið einkennandi fyrir samskiptin við þann sómamann á lífsleiðinni. Við nutum velvildar hans og hjálp- semi á fyrstu búskaparárum okkar þegar við fengum að dvelja á neðri hæðinni á Sóltúninu meðan við byggðum húsið okkar á Baldurs- garði. Við þá framkvæmd gaf hann bæði góð ráð og hjálparhönd svo um munaði. Það var gott að ígrunda ýmis málefni við Ketil og þótt hann hefði ákveðnar skoðanir á mörgum hlutum var hann ávallt tilbúinn að skoða mál- in í víðu samhengi og taka fullt tillit til skoðana annarra. Ketill var athafnamaður, vinnu- samur og ötull við það sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar árin liðu og fjölskyldan okkar stækkaði áttum við fjölmargar góðar og uppbyggilegar stundir með honum, ekki síst börnin sem öll hændust mjög að afa sínum og sóttu til hans bæði visku og þroska. Hann var glaðlyndur og átti auðvelt með samskipti við fólk, hvort sem var á vinnudegi eða í góðra vina hópi. Svo vel bar til að við Ketill áttum sameiginlegt áhugamál sem var lax- veiði. Við fórum marga ógleymanlega laxveiðitúra saman og upplifðum saman mörg ævintýri við fallegar veiðiár í dásamlegri náttúru landsins okkar, sem hann hafði svo miklar mætur á. Þessar ferðir þróuðust svo uppí fjölskylduferðir með börnunum og góðum vinum og voru árviss við- burður meðan hann treysti sér til að taka þátt í þeim. Þótt minnið hans rúmaði ekki mikið undir það síðasta rifjaði hann oft upp atburði úr þess- um ferðum og yljaði sér og okkur öll- um við þær endurminningar á erf- iðum tímum. Ketill var lífsglaður maður og gerði oft að gamni sínu við ýmis tæki- færi. Líklega voru það þau persónu- einkenni sem entust honum lengst og léttu honum erfitt líf undir lokin. Nú er komið að leiðarlokum, Ketill minn. Við biðjum þér Guðs blessunar og þökkum þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við munum búa að því ævilangt. Ég tel mig ríkari og mjög svo lánsaman mann að hafa fengið að eiga þig fyrir tengdaföður og vin. Guð geymi þig, Guðmundur Björnsson. Undir brúnni þar sem breiðan kvarnast tekur laxinn best í öldufald- inum. Leikinn veiðimaður fer eins og í anda í áttina og lætur agnið renna ofan faldinn beint í hvítfyssandi brúnina. Einu sinni horfði ég á hvar þú settir í einn þarna í kvörninni og hann tók á rás niður ána; niður í gilið og langt niður eftir. Svo langt að lín- an beygði á bjargbrún. Þú stóðst þarna í veiðivestinu með spenntan fingur á línunni, hver taug þanin, og þér tókst að landa laxinum eftir hundruð metra á rás niður og upp ána næstum tveimur tímum síðar. Ég stóð álengdar og naut þess að fylgjast með þér í þinni einstöku paradísar- heimt. Ég var ungur þegar ég kynntist þér fyrst í Sóltúninu í Keflavík. Við Bergþóra fórum til Kaupmannahafn- ar strax eftir stúdentsprófið og áttum þar okkar fyrsta heimili. Vikulega bárust bréfin frá þér, vandlega skrif- uð með fjaðurpenna, nákvæm krón- íka þess sem gerðist heima á Fróni. Þessi bréf eigum við nú í stóru safni sem eflaust verður merkileg heimild síðar. Ég skynjaði hversu mjög annt þér var um dætur þínar. Bergþóra sagði mér síðar að þið feðginin hefðuð róið á litlum árabát og lagt og dregið hrognkelsanet úti í Ósabotnum í Höfnum sem hefur verið dásamlegt samband föður og dóttur. Ég upplifði með börnunum okkar hve mikill afi þú varst. Við faðmlag þitt fundu þau styrk og umhyggju sem voru aðals- merki þín. Gaman var að fara með þér í gönguferðir um fjörurnar við Hafnir eða út á Krísuvíkurbjarg og hlusta á frásagnir af liðnum tímum, atvinnu- háttum og landshögum. Þú varst með eindæmum talnaglöggur og heilmik- ill meistari í hugarreikningi og hafðir yndi af að spá í veðrið. Allan veturinn varstu að búa þig undir veiðiferðirnar. Veiðisögurnar mögnuðust og það passaði að þegar vorið var á enda voru þær orðnar svo ótrúlegar að nauðsynlegt var að fara að sanna þær í raun. Þú eignaðist frá- bæra veiðifélaga í Mumma tengda- syni þínum og Rakel dóttur þinni og saman skiluðuð þið sumar eftir sum- ar landburði af fiski úr Flókadalsá. Eiginlega var allt sem þú gerðir svona vel gert. Hvort sem það var veiði eða hvers kyns lífsins kúnst. Ekkert raus, ekkert mas. Æðrulaus þegar á reyndi og æðrulaus þegar hugurinn dapraðist. Kjarkmikið karl- menni. Þá tókstu jafnvel lífinu sem húm- oresku, komst auga á skondnar hlið- ar þess. Og þannig varstu þangað til hugurinn fór sjálfur og einn inn á nýj- ar veiðilendur þegar heilkenni ellinn- ar næstum buguðu þig. Sterkasti minningarþátturinn í lífi þínu undir lokin var tengdur útsænum. Þú kvaddir þennan heim á afmæl- isdegi Heiðu, konu þinnar, og víst er að þú hefur verið henni hin besta gjöf sem hugsast getur. Hún endurgalt þér gjöfina með einstakri umönnun hin síðari ár og hélt ykkur fallegt heimili til hinstu stundar. Gæfan birtist okkur með ýmsum myndum. Það er gæfa hvers manns að hafa átt tengdaföður sem þig og gæfa barnanna okkar að eiga minn- ingar um þig sem verða þeim var- anlegt veganesti í lífinu. Og nú þegar kvarnir ánna taka að hljóðna, kveð ég þig nú á fyrstu nótt- um vetrar. Um leið bið ég góðan Guð að blessa minningu þína um alla ei- lífð. Þorsteinn Ingi Sigfússon. Jæja, elsku besti afi minn, þá er komið að kveðjustund og þú búinn að fá hvíldina. Þó að alltaf sé erfitt að horfa á eftir einhverjum sem maður elskar er ég á vissan hátt þakklát fyr- ir að þessu sé lokið. Þar sem það var ólýsanlega sárt að þurfa að horfa á þig hverfa smá saman frá okkur. Þegar ég fór aftur út í haust vissi ég innra með mér að ég væri að kveðja þig í seinasta sinn. Ég man þegar ég tók utan um þig að ég hugs- aði með mér að þetta væri örugglega seinasta faðmlagið sem ég mundi nokkurn tíma fá frá þér. Ég beit á jaxlinn til að gráta ekki og kvaddi þig eins og ég myndi sjá þig daginn eftir og ákvað að það væri bara best að vera ekkert að reyna að útskýra fyrir þér að ég væri að fara aftur í skólann. Það gekk, ég grét ekki meðan ég kvaddi þig en þegar ég horfði á eftir þér labba út um dyrnar runnu tárin. Eins mikið og það tók á að hafa ekki getað verið heima og haldið í höndina á þér seinustu dagana þína hérna á jörðinni er ég fegin að hafa fengið að kyssa þig og knúsa bless og fengið koss tilbaka. Ég gleymi því samt aldrei þegar ég kom heim og Erla sagði mér að mamma hefði hringt. Ég vissi alveg hverjar fréttirnar væru og tárin byrj- uðu strax að streyma, ég vildi ekki að þetta væri satt. Samt vissi ég alveg að það væri þér fyrir bestu og fá að losna og verða frjáls. Elsku gullið mitt, ég er svo þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman og lít á það sem forréttindi að hafa fengið að alast upp með ykk- ur ömmu eins mikið og ég gerði. Von- andi hefurðu það sem allra best núna og getur litið tilbaka og hlegið að öll- um sögunum þínum, sem ég ætla að varðveita alltaf. Elsku hjartans afi minn, ég elska þig rosalega mikið og skal gera allt til að halda áfram að gera þig stoltan af mér. Sama hversu áttavilltur þú áttir til að vera skein alltaf í gegn þegar þú talaðir við mig hversu mikið þú elsk- aðir ömmu og hversu þakklátur þú varst fyrir að eiga svona góða konu. Ég skal lofa þér því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að vera henni til halds og trausts. Hvíldu í friði. Þín Birna. Það tók að snjóa eftir að afi minn dó. Líkt og heimurinn hefði kólnað þegar svo hlýtt hjarta hætti að slá. Nú er hann frjáls úr viðjum sjúk- dómsins sem hrjáði hann. Hann var svo friðsæll daginn áður en hann lést. Hann lá með hálfopin augun og horfði á kerti sem kveikt hafði verið á fyrir hann og myndirnar af okkur barna- börnunum sem stillt hafði verið upp í seilingarfjarlægð. Þannig lá hann tímunum saman meðan stóra hjartað hans neitaði að gefast upp. Mér fannst stundum eins og hann horfði í gegnum myndirnar og grænu vegg- ina á hjúkrunarheimilinu. Á eitthvað sem í fjarskanum augu mín fengu ekki séð, svo mikil var einbeiting augna hans. Stöku sinni þóttist ég finna fyrir hreyfingu þegar amma kom til hans. Þá greiddi hún hvítt hárið með svörtu greiðunni hans afa, beygði sig yfir hann og kyssti á kinn- ina. Þá bærðust varir afa og hann í máttleysi sínu fann kraft til að loka munninum og endurgjalda kossinn. Þegar ég hugsa um þig koma mér fyrst í hug sterku hendurnar sem tóku um mig og föðmuðu að sér. Stundum náði ég ekki andanum, svo kröftugt var faðmlag þitt. Og brosið. Alltaf brostir þú og hlóst þegar ein- hver kom í heimsókn. Jafnvel þegar þú varst ekki alveg viss um hvað ég héti eða hver ég væri þá kreistirðu mig að þér, eins og þú vissir það þrátt fyrir allt. Þegar ég heimsótti þig á hjúkrunarheimilið kynnti amma okk- ur. „Þetta er hann Davíð sonur henn- ar Bergþóru,“ sagði hún. „Nú já“ hló í þér og með blíðlegu brosi tókstu í hönd mína og slepptir ekki fyrr en ég þurfti að fara. Þetta var í síðasta sinn sem ég fann fyrir sterkum höndum þínum og heyrði glaðværan róminn þegar gest bar að garði. Það er svo margt sem mig langar að segja þér afi minn. Manstu þegar þú varst að mála húsið og ég hjálpaði þér með því að mála gangstéttarhell- urnar gular? Yfir kakói og kleinunum hennar ömmu hrósaðir þú mér fyrir hversu laginn ég væri með málning- arburstann. Manstu þegar við sátum saman og þú sagðir mér frá því þegar þú varst á sjónum? Eða fjöruferðirn- ar niður á Hafnir þar sem við fundum sannar gersemar sem rekið hafði á land? Eða þegar ég reyndi að stökkva upp í ljósakrónuna en náði aldrei fyrr en þú lyftir mér að ljósinu? Þegar við komum til ykkar í heimsókn komst þú oft út þegar bíllinn rann í hlaðið og ég hljóp á undan hinum til að verða fyrstur að faðma þig. Ég finn enn fyr- ir þessari tilfinningu þegar ég sé hús- ið ykkar ömmu. Nú ætla ég að faðma ömmu tvöfalt lengur fyrir þig afi næst þegar ég kem. Og þegar við för- um aftur til Reykjavíkur mun ég sjá þig fyrir mér. Amma stendur í dyra- gættinni og veifar. Þú gengur nokkur skref á eftir okkur og stöðvar ferðina ofan á gangstéttarhellunum sem ég málaði forðum gular. Pabbi spilar metsölulagið „saltkjöt og baunir, tú- kall“ með bílflautunni. Þannig kvaddir þú líka í þetta sinn. Gekkst með okkur áleiðis og veifaðir okkur, umvafinn ást og hlýju, uns hjarta þitt hægði ferðina og stöðv- aðist. Og það snjóaði úti. Þangað til við hittumst aftur elsku afi minn, ég sakna þín, Davíð Þór Þorsteinsson. KETILL JÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Ketil Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 2   &-.              0G   & "& 6?#+ % '&A(       %  $  $ &     $& #  % $ %* ))  $     0 6 $ &   '    + & "&>6 7 5##  '&  5" "4@? " !" ! &@? " 5##   "& "4@? " 5##  C&# $ /!-&   & "/' 5/&"" 5##  >&'6& 9 ""& !" 4& "&4? "!64& "&4& "&4? ". ! "            CF03   9 #B 8@&A(      * $  $ &   7 $ &  % $ % )) 9-" 9-" !" 7'&6"& 9-" !" 6 (9 7 #& 5##  "& 3 9-" !" 5 ""5" 5##  9-"  & "9-" !" 9  ?""9-" 5##  4 /& "6-&"" 4& "&4? "!64& "&4& "&4? ".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.