Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 53

Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 53 Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew- an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg af- þreying sem er allt í senn: Söng- og dansa- mynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur, nefndu það. Baz Luhrman er einn athyglis- verðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús stiga. Smárabíó, Regnboginn. The Others Spænsk/frönsk/bandarísk 2001. Leikstjórn og handrit: Alejandro Amenábar. Nicole Kid- man, Fionula Flanagan, Christopher Ecclest- on, Alakina Mann, Eric Sykes. Meistaralega gerð hrollvekja sem þarf á engum milljóndala- brellum að halda, en styðst við einfalt, magn- að handrit, styrkan leik, kvikmyndatöku og leikstjórn. Umgerðin afskekktur herragarður, persónurnar dularfullar, efnið pottþétt, gam- aldags draugasaga með nýju, snjöllu ívafi. Háskólabíó, Sambíóin. Italiensk for begyndere / Ítalska fyrir byrjendur Dönsk. 2001. Leikstjórn og handrit: Lone Scherfig. Aðalleikendur: Anders W. Berthelsen, Anette Stövebæk, Ann Eleonora Jörgensen. Ný kvikmynd unnin eftir Dogme 95-forskriftinni, frá dönsku leikstýrunni Scherfig. Frábær saga, rómantísk og alvöruþrungin í senn, sem fram- reidd er af dönskum úrvalsleikurum. Regnboginn. Mávahlátur Ísl. 2001. Leikstjórn og handrit: Ágúst Guð- mundsson. Aðalpersónur: Ugla Egilsdóttir. Margrét Viljhjálmsdóttir. Tilkomumikil kvik- mynd Ágústs Guðmundssonar byggð á sam- nefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdótt- ur. Þar skapar leikstjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi og hefur náð sterkum tök- um á kvikmyndalegum frásagnarmáta. Frammistaða Margrétar Vilhjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær.  Háskólabíó, Sambíóin. Sexy Beast Bresk/spönsk. 2000. Leikstjóri: Jonathan Glazier. Handrit: Aðalleikendur: Ben Kingsley, Ray Winstone. Fersk mynd og frumleg frá nýj- um leikstjóra, um sálarkreppu fyrrverandi krimma sem reynt er að draga aftur til fortíðar. Stórkostlegur leikur hjá Ben Kingsley og Ray Winstone.  Háskólabíó, Sambíóin. AI Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: Spielberg o.fl. Aðalleikendur: Haley Joel Osment, Jude Law, Frances O’Connor, William Hurt. Mjög spennandi og áhrifarík kvikmynd með sterkri ádeilu. Endinum er þó algerlega ofaukið.  Sambíóin. America’s Sweethearts Ástsælu turtildúfurnar. Bandarísk. 2001. Leik- stjóri: Joe Roth. Handrit: Billy Crystal. Aðalleik- endur: Julie Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones. Bráðskemmtileg ádeila á ímynda- mótun og fjölmiðlasýki í Hollywood-bransan- um, skrifuð og leikstýrt af mönnum sem vita hvað þeir eru að tala um. Frábærum leikurum er raðað af kostgæfni allt niður í smæstu hlut- verk.  Laugarásbíó, Stjörnubíó. American Pie 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri J.B. Rodgers. Handrit: Adam Herz. Aðalleikendur: Jason Biggs, Shannon Elizabeth, Chris Klein. Bein framhaldslýsing á kynórum menntaskólanema er fyrri myndinni sleppir. Græskulaus aula- og neðanmittisfyndni flutt af sama góða ungleik- aragenginu.  Sambíóin. Bridget Jones’s Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broad- bent. Sagan um ástamál Bridget verður að hæfilega fyndinni, rómantískri gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlutverkinu.  Háskólabíó. Captain Corelli’s Mandolin Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Madden. Handrit: Shawn Slovo. Aðalleikendur: Nicolas Cage, Penelope Cruz, John Hurt. Falleg og gamaldags mynd með sérstaka sýn á seinni heimsstyrjöldina, auk ástarsögunnar. Frábærir leikarar sem standa sig vel, en það má deila um Nicolas Cage. Sambíóin. Small Times Crooks Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalleikendur: Allen, Tracey Ull- man, Elaine May. Þetta er bráðfyndin mynd meistara Allens. Grínið ræður ríkjum, en sagan hefði mátt vera skemmtilegri og kannski að- eins dýpri. Frábærir leikarar.  Sambíóin. Joy Ride Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Dahl. Hand- rit: Clay Tarver. Aðalleikendur: Steve Zahn, Paul Walker, Leele Sobieski. Spennumynd um þrjá félaga á ferðalagi. Ágætir leikarar, frekar metn- aðarlaus, en virkar þó sem spennumynd.  Smárabíó, Regnboginn. Pétur og kötturinn Brandur Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam- insky. Handrit: Torbjörn Janson. Teiknimynd. Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Waage. Ekkert stórvirki en ágætis skemmtun fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru viðkunn- anlegir og uppátektarsamir.  Smárabíó, Laugarásbíó. Final Fantasy Japönsk. 2001. Leikstjórn: Hironobu Sakag- uchi. Handrit: Al Reinert. Aðalraddir: Alec Baldwin, Ming Na, Donald Sutherland, James Woods. Frábærlega unnin tölvugrafíkmynd um framtíðarátök á Móður Jörð. Skortir meira líf og lit og þó ekki væri nema örlítinn húmor. Smárabíó. Rugrats in Paris Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Bergquist, Paul Demyer. Handrit: J. David Stem o.fl. Ísl. leikraddir: Edda Heiðrún Backmann, Inga María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Dofri Hermannsson o.fl. Skemmtileg en fullfyr- irsjáanleg mynd um káta krakkaorma í leit að mömmu handa vini sínum.  Sambíóin, Háskólabíó. Cats & Dogs Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gut- erman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarandon. Ein- föld saga og spennandi fyrir krakka. Annars ósköp klisjukennd og illa leikstýrð. Sambíóin. Osmosis Jones Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Farr- ellybræður o.fl. Aðalleikendur og raddir: Chris Rock, Bill Murray. Frumleg blanda teikni- og leikinnar myndar, gerist á framandi slóðum mannslíkamans. Hér stendur baráttan á milli vondra síkla og góðra lyfja og hvítra blóðkorna. Kemst ekki í fluggír. Sambíóin. Lucky Numbers Bresk. 2001. Leikstjórn: Nora Ephron. Hand- rit: Adam Resnick. Aðalleikendur: John Trav- olta, Lisa Kudrow. Svört grínmynd sem gengur ekki upp; lélegir brandarar, morð og græðgi. Travolta og Kudrow skiljanlega ekki nógu skemmtileg. Háskólabíó. 3000 Miles to Graceland Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Demian Lichten- stein. Handrit: Bruno Corsica. Aðalleikendur: Kurt Russell, Kevin Costner, Courtney Cox. Af- káraleg, yfirmáta blóðidrifin vegamynd um rán í Las Vegas og undankomuna. Lengdin drepur spennuna. Sambíóin. Evil Woman Bandarísk. 2001. Leikstjóri: . Handrit: Aðal- leikarar: Amanda Peet, Steve Zahn, Jason Biggs, Jack Black. Lapþunn aulamynd um þrjá bjálfa og kvenskratta. Af myndinni að dæma stefna aulabrandarabankar í gjaldþrot.  Smárabíó. The Musketeer Bandarísk. Leikstjórn: Peter Hyams. Aðalleik- endur: Justin Chambers, Tim, Roth, Stephen Rea, Catherine Deneuve. Þessi enn ein útgáfa af sögunni um Skytturnar þrjár eftir Dumas er flöt, fyrirsjánleg og hreinlega leiðinleg. Ágætis leikarar fá engu áorkað.  Laugarásbíó. The Others: „... pottþétt gamaldags draugasaga með nýju, snjöllu ívafi“. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn       3 %  5   G $   )456 78% %:  5  %% $  %/9:', 78% %/  5   %: $   )456 78% %H  5  %/ $  %G456 78% ;<686 =/%/)5: 58+ >?    D.    % #%G        5  5    +   %)#%G$  @ "## af öllum yfirhöfnum í dag og á morgun Velkomin um borð! 15% afsláttur Laugavegi 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.