Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Söluaðilar: Grallarar Selfossi • Óskar Reykjanesbæ • Sentrum Egilsstöðum • Fríhöfnin Flugstöð Leifs Eiríkssonar Fínt Fólk Borgarnesi • Bláskel Ísafirði • Rollingar Akureyri Blómsturvellir Hellissandi • Príl Hvolsvelli • Ozone Akranesi • Rollingar Reykjavík • Ólivía og Óliver Reykjavík Barnaheimur Reykjavík • Verslunin Embla Hafnarfirði Fallegur franskur barnafatnaður E IN N , T V E IR O G Þ R ÍR 2 67 .0 0 1 AÐ undanförnu hef- ur það komið ítrekað fram frá forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar að stofnunin telji líklegt að þorskurinn við Ísland skiptist í ættkvíslir eða að- greinda stofna sem eigi mismunandi hrygningarstöðvar. Vafalaust verður að telja að þeir HAFRÓ- menn láti ekki hug- mynd af þessu tagi frá sér nema að þeir telji nokkuð víst að hún hafi við rök að styðj- ast. Fyrir liggur nú að hrygning fer fram á mörgum svæðum allt í kring um landið. Þessi hrygning á sér sínar forsendur í náttúrunni og þróun hennar máske mjög langt aftur í tímann. Sókn í fiskistofna hlýtur að verða að byggjast á því að hver stofn þoli hana án þess að hætta myndist á viðkomubresti vegna of- nýtingar stofns eða röskunar af öðru tagi vegna nýtingarinnar, hvaða aðferð sem menn svo aðhyll- ast til að ná þeim markmiðum. Ofveiðikenningin Þegar þær kenningar sem hafa ráðið því hvernig fiskveiðum er stjórnað hér eru skoðaðar í því ljósi að hér séu jafnvel margir fisk- stofnar hljóta menn að staðnæmast við ofveiðikenninguna. Það er að segja þá skoðun fiskifræðinga að þorskstofninn sé og hafi verið í áratug á mörkum þess að geta lent í afkomubresti vegna þess að hann gæti ekki tryggt örugga hrygn- ingu. Þessar kenningar hafa verið settar fram undir þeim formerkj- um að hér sé um einn stofn að ræða. Séu stofnarnir hins vegar fleiri hljóta menn að spyrja. Úr því gengið var að ystu mörkum með veiði úr stofninum miðað við það mat að hann væri einn hefur þá ekki verið hætta á ofveiði og jafn- vel afkomubresti í hinum einstöku þorskstofnum í fjörðum og flóum? Og úr því að það gerðist ekki er þá ekki kenningin um ofveiði vafa- söm? Þetta er sagt með það í huga að á þessu tímabili hafa upplýsingar HAFRÓ um hrygn- ingu breyst frá því að sýna að mestur hluti, máske 80%, hrygning- arinnar fari fram fyrir sunnan og suðvestan land yfir í það að sýna að þar hrygni máske 30 til 40% stofnsins. Í stað þess séu 60% þorskanna að hrygna á hinum ýmsu stöðum allt í kring um landið. Séu upplýsingarnar réttar hafa litlu stofn- arnir allt í kring um landið verið að auka hlut sinn í hrygningu en stóri stofninn fyrir sunnan og suðvestan land að minnka hlutfall sitt í hrygningu. Hefði samkvæmt kenningunum ekki átt að vera verulega meiri hætta á afkomu- bresti í litlu stofnunum sem hafa verið nýttir án sérstakrar sókn- arstýringar heldur en úr þeim stofni sem bar uppi langstærstan hluta hrygningarinnar? Það þarf trúverðug svör við spurningum af þessu tagi. Fyrningarleiðin og leiga veiði- heimilda gæti leyst vandann Gangi menn útfrá því sem stað- reynd að fleiri en einn og jafnvel nokkrir þorskstofnar séu hér við land þarf að svara mörgum spurn- ingum um hverskonar fiskveiði- stjórn sé möguleg. Ætli menn að notast við svipaðar forsendur og sérfræðingar hafa haft að leiðarljósi að öðru leyti á undanförnum árum þarf að svæða- binda fiskveiðistjórnina. 25% afla- regluna (að það sé óhætt að veiða 25% af veiðistofninum árlega) þyrfti þá að hafa í heiðri gagnvart einstökum stofnum. Hafi fiskifræð- ingar rétt fyrir sér með því mati að ekki sé óhætt að veiða meira úr hverjum stofni en þessu nemur er augljóst að við höfum á undanförn- um árum verið að ofveiða hina ein- stöku stofna á víxl á undanförnum árum. Aflareglan er augljóslega ónothæf ef stofnarnir eru fleiri en einn nema hægt sé að stjórna álag- inu í þá hvern fyrir sig. Ef það er ekki gert þarf að gera ráð fyrir feikilega háum öryggismörkum. Því hljóta menn að skoða vandlega möguleika á svæðabundinni stjórn fiskveiða. Verði aflamarkskerfi not- að við stjórn veiðanna er vandi á höndum vegna þess að ef notast á við aflakvóta þarf að svæðabinda þá. Slík stjórnun yrði nánast óhugsandi með, núgildandi kerfi eignarkvóta. Einfalt væri hinsveg- ar að bjóða út leigukvóta á einstök svæði. Fyrningarleiðin með inn- köllun veiðiheimilda og afmörkun svæða þar sem einungis þeir sem leigt hefðu til sín veiðiheimildir fengju að veiða gæti leyst þann vanda. HAFRÓ skili skýrslu strax Fram á þennan dag hefur við all- ar ákvarðanir um fiskveiðistjórn hér við land verið gengið útfrá því sem staðreynd að einn þorskstofn sé á miðunum við Ísland. Sé sú for- senda fallin þurfa vísindamenn og stjórnmálamenn að endurskoða all- an grunninn undir ákvörðunum um fiskveiðistjórnina. Þó auðvitað þurfi að rannsaka þessi mál öll bet- ur verður þó að taka afstöðu til mála nú vegna þess hve mikið er í húfi og þess vegna verður Haf- rannsóknastofnun að setja fram álit sitt á þessu máli á grundvelli þeirrar vitneskju sem fyrir hendi er. Stjórnvöld verða að geta metið hvort ástæða sé til endurskoðunar á stjórn fiskveiða í ljósi þess að fleiri en einn þorskstofn eigi heim- kynni við landið. Allur grunnur undir ákvörðunum um stjórn fisk- veiða á undanförnum árum hefur byggst á því að hér sé einungis einn þorskstofn. Hann er þar af leiðandi alrangur séu þeir fleiri og þess vegna verður að krefjast þess að nú þegar verði kallað eftir skýrslu HAFRÓ um þetta mál. Eru margir þorsk- stofnar við Ísland? Jóhann Ársælsson Fiskrannsóknir Fram á þennan dag hef- ur við allar ákvarðanir um fiskveiðistjórn hér við land, segir Jóhann Ársælsson, verið gengið útfrá því sem staðreynd að einn þorskstofn sé á miðunum við Ísland. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.