Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI kúabænda hafnaði tilraunainnflutningi fósturvísa úr norskum kúm. Atkvæði greiddu 1.334 bændur sem stunda mjólk- urframleiðslu innan greiðslumarks og voru 995 þeirra, eða 74,6%, and- vígir innflutningum. Hlynntir hon- um voru 334 bændur eða 25% og auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 5 eða 0,4%. „Þessi niðurstaða er alveg klár, andstaðan er afgerandi og nú blasir ekkert annað við en að loka til- raunastöðinni í Hrísey og selja fóst- urvísana sem við eigum úti í Nor- egi,“ sagði Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, um niðurstöðuna. „Úrslitin eru alveg afgerandi og niðurstaðan segir okkur alveg hvað gera skuli. Þátttakan er og mjög góð, til baka komu seðlar frá 80,5% þeirra sem fengu þá senda. Við höfðum grun um að baklandið vegna þessara fyrirhuguðu tilrauna væri ekki alveg eins og menn héldu. Því ákváðum við í samstarfi við Bændasamtökin að fara út í þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Snorri. Til álita var hvort Bændasamtök- in og Landssamband kúabænda ættu að standa fyrir tilraunainn- flutningi fósturvísa úr norskum kúm en leyfi stjórnvalda fyrir inn- flutningnum lá fyrir. Honum var frestað fyrr á árinu vegna kúariðu- fársins í Evrópu. Töku fósturvís- anna lauk síðastliðið vor og hafa þeir verið geymdir í frysti í Noregi. Ásthildur Skjaldardóttir, kúa- bóndi á Bakka á Kjalarnesi, sem sæti á í stjórn Búkollu, samtaka áhugafólks um íslensku mjólkurk- úna, sagðist vera mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Raunar hefði þessi niðurstaða ekki átt að koma á óvart vegna þess að svipuð niður- staða hefði komið fram í skoðana- könnun sem gerð var meðal bænda árið 1997. „Það er margt sem veldur þessari niðurstöðu. Stór þáttur í þessu er að menn hafa enn trú á íslenska kúakyninu. Meirihluti bænda var ekki sannfærður um að hann væri að fá neitt miklu betra með þessu norska kúakyni. Síðan blandast kannski inn í að margir töldu að Landsamband kúabænda hefði ekki hlustað á skoðanir bænda,“ sagði Ásthildur. Verða að hætta við tilraunina „Nú verða menn að una glaðir við sína íslensku kú og hugsa um það eitt að rækta hana,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þegar hann var spurður um nið- urstöður atkvæðagreiðslunnar. „Félagsleg niðurstaða er fengin og hún er skýr. Atvinnugreinin hef- ur gefið afdráttarlaust svar til sinna forystumanna um að afskrifa þessa samanburðartilraun. Mér sýnist að forystumennirnir eigi fáa kosti aðra en að hætta við tilraunina.“ Guðni var spurður hvort hann útilokaði að taka jákvætt í umsókn Nautgriparæktarfélagsins um að fá að flytja inn fósturvísa frá Noregi til kynbóta. „Nú, þetta er nú búið að vera erf- itt verkefni og mikil andstaða við það meðal almennings. En þegar bændurnir sjálfir, þrír fjórðu þeirra, hafna tilraun, þá eru þeir auðvitað að hafna málinu sýnist mér. Ég vona því að menn átti sig á þessari niðurstöðu og lúti henni,“ sagði Guðni Ágústsson. „Ég met þessa niðurstöðu þann veg að hún auki okkar möguleika,“ sagði Jón Gíslason, bóndi á Lundi í Lundarreykjardal í Borgarfirði en hann er formaður Nautgriparækt- arfélags Íslands, sem sótt hefur um leyfi til landbúnaðarráðherra fyrir innflutningi á fósturvísum úr norsk- um kúm til að kynbæta íslenska kúastofninn. „Við afhentum ráðherranum um- sóknina í síðustu viku og hún fer í lögbundið ferli þar sem leitað er umsagnar ýmissa aðila, svo sem dýralæknaráðs Íslands og Náttúru- verndarráðs. Miðað við að það tók Bændasamtökin og Landssamband- ið tvö ár að fá leyfi þá býst ég ekki við að fá leyfið á morgun,“ sagði Jón. „Við munum falast eftir stöðinni í Hrísey hyggist Landssambandið loka henni, innflutningurinn mun ekki eiga sér stað nema um slíka stöð og hún er sú eina í landinu,“ sagði Jón. Hann sagðist vita til þess að margir félagsmenn í Nautgripa- ræktarfélaginu hafi greitt atkvæði gegn innflutningnum af þeirri ástæðu að þeir hafi talið það þróun- arferli sem kynbæturnar áttu að fara í óskynsamlegt. „Þeir hafa sett út á þann langa tíma sem þetta átti allt að taka, vildu fá ávinninginn strax til sín frá einangrunarstöðinni í Hrísey. Kyn- bæturnar áttu hins vegar að vera bundnar við einungis tvö bú í land- inu fyrstu 10 árin eftir að þætti ein- angrunarstöðvarinnar lyki. Það er alltof langur tími, við viljum fá þetta miklu fyrr,“ sagði Jón. 75% bænda höfnuðu inn- flutningi á nýju kúakyni Morgunblaðið/Sverrir Góð þátttaka var í kosningunni, en um 80% kúabænda greiddu atkvæði. Atvinnugreinin hefur gefið af- dráttarlaust svar, segir landbún- aðarráðherra BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra telur að með viðræðum þeim sem nú standa yfir á vegum ráðu- neytisins um samruna Margmiðlun- arskólans og Tækniskóla Íslands sé verið að gera lokatilraun um það hvort atvinnulífið sé tilbúið til að standa að baki Tækniskóla Íslands. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu eru viðræður um samruna Margmiðlunarskólans annars vegar, sem er í eigu Prenttæknistofnunar og Rafiðnaðarskólans, og Tækni- skóla Íslands hins vegar, nú að hefj- ast en markmiðið með því er að byggja upp öflugan tækniháskóla. Þegar Björn Bjarnason var spurður álits á þessum viðræðum sagði hann: „Það hefur oftar en einu sinni komið fram mikill áhugi hjá at- vinnulífinu á því að taka að sér rekstur Tækniskóla Íslands. Taldi ég að það væri fullreynt og hef látið vinna að breytingum á lögum um skólann sem ríkisskóla. Margmiðl- unarskólinn sneri sér hins vegar í haust til ráðuneytisins og óskaði eft- ir tvennu; annars vegar óskaði hann eftir því að hann fengi viðurkenn- ingu sem skóli á háskólastigi og hins vegar óskaði hann eftir viðræðum um málefni Tækniskóla Íslands og lét í ljós áhuga á því að koma að þeim rekstri ef mál þróuðust á þann veg.“ Menntamálaráðherra segir að hann hafi ekki séð ástæðu til annars en að fallast á ósk um slíkar við- ræður. „Ég tel að með þeim við- ræðum sé gerð lokatilraun til að átta sig á því hvort atvinnulífið komi að rekstri skólans en bakvið Margmiðl- unarskólann standa mjög öflugir að- ilar í atvinnulífinu, s.s. Prenttækni- stofnun og Rafiðnaðarsambandið sem hafa reynslu af rekstri skóla.“ Bætir ráðherra því við að sér finnist að það eigi að fást niðurstöður í þessum samningaviðræðum á „mjög skömmum tíma.“ Mikilvægt skref Ráðherra segir að gangi það eftir að Margmiðlunarskólinn komi inn í rekstur Tækniskólans verði það mikilvægt skref og í samræmi við það sem margir hafa viljað, þ.e. að atvinnulífið komi að skólanum. „Gangi það á hinn bóginn ekki eft- ir mun ég strax í upphafi þings eftir áramót búa mig undir að leggja fram frumvarp um að Tækniskólinn verði ríkisskóli á háskólastigi en mér þykir það lakari kostur miðað við þau markmið, sem forráðamenn Margmiðlunarskólans hafa kynnt.“ Björn Bjarnason menntamálaráðherra Lokatilraun um þátt- töku atvinnulífsins í rekstri Tækniskólans  Tækniháskóli eða.../12 ENGAR ákvarðanir voru teknar í gær um sölu á eignum úr þrotabúi Samvinnuferða-Landsýnar. Ragn- ar H. Hall skiptastjóri sagði að það hefði ekki unnist tími til að ljúka neinum samningum í gær. Þetta væru flókin mál og það tæki tíma að ná utan um þau. Hann útilokaði hins vegar ekki að eitthvað yrði að frétta af málinu um helgina. Ragnar sagði að fleiri fyrir- spurnir hefðu borist í gær en vildi ekki greina frá hverjum eða um hve marga aðila væri að ræða. Þingvallaferðir endurnýjuðu til- boð í eignir Samvinnuferða í gær. Ragnar sagðist ekki hafa svarað því. Hann staðfesti hins vegar að fyrra tilboð fyrirtækisins í eign- irnar, sem hann hafnaði, hefði hljóðað upp á ríflega 15 milljónir króna. Hann sagði aðslíkt tilboð fæli ekki í sér umræðugrundvöll. Ragnar sagðist ekki telja líkur á því að starfsemi undir merkjum Samvinnuferða hæfist að nýju í húsnæðinu í Sætúni. Búið væri að selja það hús og segja upp leigu- samningi. Þingvallaleið dregur tilboð til baka Tryggvi Agnarsson, lögmaður Þingvallaleiðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrra tilboðið hefði hljóðað upp á 35 milljónir og ber því honum og Ragnari ekki saman. Undir hádegi í gær gerði Þingvallaleið annað tilboð, sem að sögn Tryggva hljóðaði upp á 45 milljónir. Tryggvi segir að þar sem ekkert hafi heyrst frá skiptastjór- anum síðdegis í gær hafi Þingvalla- leið dregið tilboð sitt til baka. Tryggvi segir að Þingvallaleið hafi boðist til að taka yfir starfs- samninga allra starfsmanna Sam- vinnuferða. Að auki vildu þeir fá þann búnað sem þyrfti til að reka ferðaskrifstofu. Miklar skuldbind- ingar fælust í þessu tilboði þar sem fyrirsjáanlegt væri að ekki fengj- ust tekjur af starfseminni fyrr en í vor. Engar ákvarðan- ir teknar um sölu Skiptastjóri Samvinnuferða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.