Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar, alls sautján þingmenn, lagði á fimmtudag fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir því á al- þjóðavettvangi að Ísraelsmenn dragi heri sína frá hernumdu svæðunum í Palestínu, í samræmi við friðarsam- komulagið sem gert var í Ósló árið 1993, og geri þannig Palestínumönn- um kleift að lifa sem frjáls þjóð í eigin landi. Alþingi lýsi yfir að þjóðum heims beri að stuðla að því að Palest- ínumenn og Ísraelsmenn leysi úr ágreiningsmálum sínum á grundvelli alþjóðaréttar, samþykkta Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamninga. Alþingi styðji einnig hugmyndir um að alþjóðlegt gæslu- og eftirlitslið verði sent á vettvang til að koma í veg fyrir vopnahlésbrot. Tillagan var lögð fram í tilefni af alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna til stuðnings Palestínumönnum og í greinargerð segir að ástandið sem Palestínumenn búa við sé með öllu óviðunandi. Sífellt magnist ófriðarbálið og með því hörmungar hins almenna borgara, ekki síst barna og ungmenna. „Ekki er ofmælt að staðan versnar ár frá ári. Heilar kynslóðir Palestínu- manna alast upp í flóttamannabúðum og sjá ekki annan tilgang með lífinu en að ganga ofbeldi og hryðjuverkum á hönd. Eina leiðin út úr ógöngunum og til að stöðva mannréttindabrotin, ofbeldið og hryðjuverkin er að gera palestínsku þjóðinni kleift að lifa sem frjáls þjóð í eigin landi,“ segir í grein- argerð með tillögunni. Þar kemur einnig fram að friður með sæmd fyrir botni Miðjarðarhafs væri táknrænt dæmi þess að alþjóða- samfélagið hefði snúið blaðinu við og ætlaði í upphafi nýrrar aldar að standa þannig að málum að hvergi líð- ist mannréttindabrot eða yfirgangur í krafti valds gagnvart þjóðum og þjóð- arbrotum heimsins. „Ísland hefur alltaf sýnt frumkvæði að því að viðurkenna ný sjálfstæð ríki, svo sem Eystrasaltsríkin og fyrrum lýðveldi Júgóslavíu. Það væri því í takt við fyrri framgöngu á alþjóða vettvangi tækju Íslendingar upp mál- stað Palestínumanna. Vissulega mun það ekki leysa deiluna fyrir botni Mið- jarðarhafs þótt Palestínumönnum verði gert kleift að stofna sjálfstætt ríki. Forsenda þess að raunverulegur friður komist á fyrir botni Miðjarð- arhafs er að Palestínumenn fái aðstoð til að byggja upp innviði samfélags síns og leggja góðan grunn að farsælu efnahagslífi. Þess vegna er þessi til- laga lóð á vogarskál friðar,“ segir í greinargerð með tillögunni. Nokkrar umræður urðu um ástandið í Palestínu og fyrir botni Miðjarðarhafs í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í fimmtudag, en tillögunni var dreift meðan á umræðunni stóð. Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, lýsti þá þeirri skoðun sinni að hann styddi stofnun sjálfstæðs rík- is Palestínu en kvaðst telja að betra hefði verið að leita stuðnings út fyrir þingflokk Samfylkingarinnar fyrir slíkri tillögu. Árni R. Árnason (D) tók einnig undir kröfur um sjálfstæði Palestínu og gat þeirrar skoðunar sinnar, að að- skilnaðarstefna Ísraelsstjórnar gagn- vart Palestínumönnum gengi sum- part lengra en í Suður-Afríku á árum áður hjá hvíta minnihlutanum í garð blökkumanna. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lét þess getið að lausn deilunnar fyrir botni Miðjarð- arhafs þurfi að fela í sér stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna. „Að mínu mati er mikilvægt að lausn finnist á svæðisbundnum ágreiningsmálum sem oft virðast vera rót þess haturs sem öfgamenn byggja tilveru sína á,“ sagði hann. „Langar mig í því samhengi að ítreka nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið beiti aukn- um kröftum í að leysa deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs en slík lausn þarf m.a. að fela í sér stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu og að Ísrael verði tryggt öryggi innan alþjóðlega viður- kenndra landamæra.“ Þingsályktunartillaga Samfylkingar Stuðningur við sjálfstæða Palestínu Utanríkisráðherra segir slíka lausn nauðsynlega GERÐ fjárlaga hefur sett svip sinn á haustþingið og af og til sjást von- góðir sendimenn hagsmunahópa sitja fyrir þeim fulltrúum löggjaf- arsamkundunnar sem valist hafa í fjárlaganefnd, í því skyni að eiga með þeim orð eða tvö um þann bráð- nauðsynlega málstað sem þeir standa fyrir og hversu lífs- nauðsynlegt það er fyrir áframhald- andi rekstur að hljóta nú ofurlitla náð fyrir augum fjárveitingavalds- ins. Það er á slíkum stundum sem rifjað er upp hið eldra nafn nefnd- arinnar; fjárveitinganefnd. Í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir aukn- um útgjöldum frá frumvarpinu sjálfu upp á litla 2,2 milljarða króna, en á sama tíma hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar látið þau boð út ganga að stefnt sé að niðurskurði fyrir lokaafgreiðslu upp á 3–4 millj- arða kr. Ekki er því ljóst hverjar af tillögunum um aukin útgjöld munu lifa niðurskurðinn af og komast til lokaafgreiðslu og setti það nokkurn svip á langa og ýtarlega umræðu á þriðjudeginum sem stóð langt fram á nótt og var í reynd almenn efna- hagsumræða. Þeim mun fróðlegra var að kynna sér margbreytilegar breytingatillögur meirihlutans. Fjárlaganefnd gerir í viðamiklu nefndaráliti sínu tillögur um aukin útgjöld til starfsemi á sviði menn- ingar, ferðaþjónustu, íþrótta og fjöl- margra annarra þátta og raunar virðist sem fátt mannlegt sé henni óviðkomandi. Meginþema nefnd- arinnar á undanförum árum hefur falist í því að rétta hlut landsbyggð- arinnar, m.a. með uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Svo er að sjá að það starf haldi áfram, þegar rýnt er í tillögurnar nú, og örugglega eru það ekki ómak- legustu útgjöld hins opinbera. Samt er eins og læðist að manni sá grun- ur, þegar tillögur nefndarinnar eiga í hlut, að ekki séu allir rekstrarað- ilar, t.d. á sviði ferðaþjónustu, jafn duglegir að koma sér á framfæri, og fyrir vikið hljóti sumir og ekki aðrir náð fyrir augum fjárveitingavalds- ins. Jón Kristjánsson, heilbrigð- isráðherra og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, gerði hinn mikla fjölda umsókna og beiðna einmitt að umtalsefni í fyrravetur við af- greiðslu fjárlaga og sagði að í sum- um tilvikum mætti líta svo á að með styrkveitingunni væri Alþingi að lýsa velþóknun sinni á mikilvægum störfum einstaklinga og samtaka. Jón benti á, og því hefur nýr for- maður nefndarinnar, Ólafur Örn Haraldsson, fylgt vel eftir, að skort hefði nokkuð á upplýsingar til nefndarinnar um afdrif þeirra verk- efna sem hlytu fjármagn og því yrði hér eftir við úthlutun farið fram á skýrslu þar sem fram kæmi hvort markmið umsækjanda hefðu náðst. Formanns fjárlaganefndar og fleiri nefndarmanna bíður nú vinna um helgina við að móta niðurskurð- artillögur sínar fyrir þriðju og síð- ustu umræðu um fjárlögin í lok næstu viku. Margra augu munu þá beinast að nefndinni og þingflokkum stjórnarflokkanna og eflaust verða ekki allir jafn ánægðir með nið- urstöður hennar, eins og gengur. Pétur H. Blöndal er einn þeirra þingmanna sem gagnrýnt hafa þess- ar fjárveitingar Alþingis á und- anförnum árum og segir fara alþing- ismönnum betur að semja lög í stað þess að standa sjálfir í fram- kvæmdum; grafa skurði, byggja hús, lækna hunda og hross og ala þorsk. Sat hann því hjá við breyting- artillögur til útgjaldaauka þegar greidd voru um þær atkvæði. Örugglega eru margir sammála þessu sjónarmiði þingmannsins, en á móti er á það að benda að Alþingi fer með hið endanlega fjárveit- ingavald og ber því og á að bera hina endanlegu ábyrgð í þessum efnum. Atkvæðagreiðslur taka þegar oft langan tíma því bera þarf upp ótal liði og tíðum þurfa einstakir þing- menn að gera grein fyrir afstöðu sinni. Jón Bjarnason, þingmaður VG, átti þó án efa ummæli vikunnar, alveg óvart, þegar hann sté í ræðu- stól og gerði grein fyrir atkvæðum síns þingflokks og sagði: „Við sitjum hjá – í grófum dráttum.“ Hló þá þingheimur dátt og brást ekki að Blöndal að baki þingmanns- ins í stóli forseta Alþingis tókst þeg- ar allur á loft og sást grípa jafn- hendis til pennans. Þóttust þingreyndir þá merkja kviðling í smíðum. Reyndist það rétt vera: Núna kvað við nýjan tón náðu Vinstri grænir áttum þegar um síðir sagði Jón: „Við sitjum hjá í grófum dráttum.“      Fjárlögin og þingmenn sem sitja hjá í grófum dráttum EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is HJÁLPARSTARF kirkjunnar og Reykjavíkurdeild Rauða krossins hafa tekið höndum saman við Kringluna og Borgarleikhúsið um fjáröflunartiltæki vegna jólasöfn- unar til aðstoðar einstaklingum hérlendis. Er átakið nefnt „gleðileg jól handa öllum“. Á þremur sölubásum í Kringl- unni verður seldur geisladiskur og jólastjarna og Borgarleikhúsið leggur söfnuninni lið með styrkt- arsýningu á Blíðfinni laugardaginn 8. desember kl. 13. Kostar að- göngumiðinn 1.600 kr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík- urdeildar RKÍ, og Anna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, tjáðu Morgunblaðinu að hugmyndin með átakinu væri að afla sérstaklega fjár til þessarar að- stoðar við einstaklinga. „Við höfum í allmörg undanfarin ár átt sam- starf um þetta verkefni. Hjálp- arstarf kirkjunnar hefur séð um framkvæmdina og lagt til húsnæði og nokkurt fjármagn en Rauða kross deildin útvegað sjálfboðaliða og lagt fram fé að auki,“ segir Anna. Þær eru sammála um að með slíku samstarfi náist meiri árangur og það sé hagkvæmara bæði þiggj- endum og gefendum að einn aðili sjái um aðstoð við einstaklinga. „Rauði krossinn býr svo vel að eiga hóp sjálfboðaliða sem getur tekið að sér verkefni sem þessi,“ segir Sigurveig. „Þeir munu manna sölu- básana þrjá í Kringlunni og í leið- inni get ég nefnt að 5. desember verður dagur sjálfboðaliða sem minnir á mikilvægi þeirra. Sjálf- boðaliðar sinna líka samtölum í Vinalínunni og heimsóknarþjón- ustu en fyrir utan það hversu marg- ir hafa það erfitt efnahagslega eru margir einmana á þessum árstíma og það er mikil þörf á að sinna þeim einstaklingum líka.“ Nýtt fyrirkomulag í ár Innanlandsaðstoðinni nú fyrir jólin verður hagað með nokkuð öðr- um hætti en áður. Byrjað verður að taka við umsóknum á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar við Vatns- stíg næsta mánudag og þriðjudag og aðstoð síðan úthlutað fimmtu- dag og föstudag. Verður svo í þrjár vikur í desember. Í ár verður einnig úthlutað venjulegum heimilismat en ekki hátíðarmat eins og verið hefur og er stefnt að því að hver og einn fái tvær til þrjár máltíðir og verða settir saman staðlaðir pakk- ar. Beinn kostnaður beggja aðila við aðstoð við einstaklinga hefur alls verið nærri 7 milljónir króna allt árið og segir Anna að verðmæti matvöru sem fyrirtæki hafa gefið sé önnur eins upphæð. Þörf á að- stoð við einstaklinga hefur farið vaxandi undanfarin ár. Um 60% þeirra sem leita aðstoðar eru ör- yrkjar. Í fyrra leituðu 1.640 ein- staklingar eftir aðstoð og kom yfir helmingur þeirra í desember. Á geisladiskinum Kringlujól, sem er sérstaklega framleiddur fyrir átakið, er syrpa jólalaga. Diskurinn kostar 1.500 og renna þúsund krón- ur í verkefnið. Einnig verður boðin sérhönnuð jólastjarna fyrir jólatré og kostar hún 500 kr. Auk Kringl- unnar og Borgarleikhússins hafa margir stutt jólasöfnunina með ýmsum hætti, m.a. Íslenska auglýs- ingastofan, Katla, Prentmet, Bolur, Sýningarkerfi, Sjóvá-Almennar og Bylgjan. Morgunblaðið/Sverrir Gleðileg jól handa öllum er yfirskrift átaks um aðstoð við einstaklinga. Frá vinstri: Einar I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, Sigurveig H. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins, Anna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar og Ívar Sigurjónsson markaðsstjóri. Samstarf um fjáröflun vegna einstaklingsaðstoðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.