Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁTÖKIN í Afganistan hafa staðið samfellt í 23 ár og efnahagurinn er í rúst; börn og unglingar í landinu hafa aldrei kynnst öðru en styrjöld. Þau hafa tekið að sér drjúgan hluta allrar vinnu þar sem vinnufærir karlar hafa flestir verið uppteknir af hernaðinum. Og konur máttu í valdatíð talibana ekki gegna nein- um störfum. Drengir á táningsaldri hafa í borginni Jalalabad séð um gjaldeyrisviðskipti, gert við hús- gögn og vélar, bakað brauð og hald- ið uppi eftirliti með riffil um öxl. Einn hinna síðastnefndu er Mo- hammad Karim sem er 18 ára. Hann var nýlega á verði við hótel eldsnemma að morgni og hélt á slitnum Kalasnikov-hríðskotariffl- inum sem hann hefur borið frá því að hann var barn og gerðist her- maður. Hann segist aldrei hafa haldið á penna eða blýanti og kann ekki að skrifa nafnið sitt. „Ég sagði föður mínum einu sinni að mig langaði til að læra en það var enginn skóli í þorpinu okk- ar og barist mikið svo að byssan varð allt mitt líf,“ sagði hann. Islamuddin er 17 ára og vinnur við að setja óunna bómull í vél sem fjarlægir fræin svo að hægt sé að spinna hana. Hann var byrjaður klukkan fimm um morguninn, loftið var mengað bómullarryki sem þrengdi sér í gegnum grisjuna sem hann bar. Fáir nemendur „Faðir minn dó þegar ég var barn svo að ég og bróðir minn höf- um alltaf unnið til að sjá fyrir fjöl- skyldunni,“ segir Islamuddin. Hann hefur unnið í bómullarverk- smiðjunni frá því að hann var 14 ára og er kominn með lungnasjúkdóm vegna ryksins. Hvorki hann né Mohammed vissu að skólarnir í Jalalabad voru settir í vikunni, margir þeirra í fyrsta sinn í fimm ár. Mörg afgönsk börn eru á framfæri mæðra sem eru ekkjur vegna stríðsins langa og hafa því ekki efni á að kosta skóla- göngu barnanna þótt hún bjóðist. Talibanar leyfðu flestum drengjum aðeins að lesa Kóraninn og stúlkur yfir 8 ára aldri máttu ekki læra neitt. Talið er að um 250.000 manns búi í borginni og nokkur þúsund nemendur voru þegar skráðir til náms en flest börn og unglingar héldu þó áfram að gera það sem þau gerðu áður: strita við hvers kyns framleiðslu og þjónustu. Þau eru flest ólæs og óskrifandi. Erlendar stofnanir fjármögnuðu rekstur nokkurra skóla sem talib- anar leyfðu stundum en ofsóttu þess á milli. Fjölskyldur reyndu sumar að kenna stúlkum á laun. Þótt nemendur væru nú fáir mið- að við fyrri tíma voru um 500 stúlk- ur á lóðinni við grunnskóla númer 2 í Jalalabad er hann var settur á miðvikudag. Foreldrarnir létu ljós létti og um leið eftirvæntingu vegna umskiptanna og sögðust hafa haft stöðugar áhyggjur af því að dæturnar myndu dragast aftur úr í menntun. Aðstæður eru erfiðar við skólahaldið, enginn hiti í húsinu, hvorki til bækur né töflukrít, borð eða stólar. „Ég er hér vegna þess að ég vil að börnin í landinu mínu fái mennt- un, þá verður hægt að byggja Afg- anistan upp á ný svo að það geti staðist samanburð við vestræn lönd,“ segir Aman Jan, sem kennir tungumál og raungreinar en selur grænmeti eftir skólatíma. Kushan er 18 ára og það er kalt í stofunni hans. Hann segist vilja verða læknir. „Nú þegar við erum frjáls eru sumir strákarnir búnir að kaupa sér plötur og farnir að horfa á sjónvarp. En ég held að Afganist- an þurfi að auka þekkingu á raun- greinum og vísindum,“ segir hann. „Talibanar hugsuðu bara um stríð og bænir. Þeir hefðu átt að hugsa um að auka framfarir í landinu.“ „Þetta er kaka“ Táningur sem gekk fram hjá bómullarverksmiðju í borginni heilsaði fréttamönnum á reiprenn- andi ensku. Hann sagði föður sinn, sem er kaupmaður, hafa borgað fyrir einkatíma í ensku handa sér allt valdaskeið talibana. Og pen- ingavíxlarinn Nasrullah, sem stundar iðju sína í hliðargötu við markaðstorg í Jalalabad, sagðist vona að 12 ára sonur sinn myndi geta byrjað fljótlega aftur í skóla en hann varð að hætta í fjórða bekk til að fara að vinna. Drengurinn er hljóður meðan faðirinn talar en baslar á meðan við að rifja upp fá- einar setningar sem hann lærði í enskutíma. Skyndilega segir hann hvellum rómi á ensku: „Hérna er hnífur. Þetta er kaka. Þarna er penni.“ Þrátt fyrir allt eru merki um að hægt verði að koma í veg fyrir að kynslóð Afgana verði útundan og missi af allri hefðbundinni skóla- menntun, áhugann skortir greini- lega ekki. Ólæs og óskrifandi en kann á Kalasnikov-riffil Jalalabad. The Washington Post. Afganskir unglingar strita fyrir heimilið eða stunda hermennsku Washington Post/Pamela Constable Islamuddin, 17 ára unglingur, við vinnu sína í rykmettuðu loftinu í bómullarverksmiðju í Jalalabad. Hann hefur aldrei gengið í skóla. ’ Talibanar hugsuðu bara um stríð og bænir ‘ JÚRÍ Balújevskí, fyrsti að- stoðaryfirmaður rússneska herráðsins, sagði í gær, að Rússar myndu aldrei gefa neitt eftir gagnvart Banda- ríkjamönnum hvað varðaði ABM-gagneldflaugasáttmál- ann. Samkvæmt honum er Bandaríkjamönnum óheimilt að koma sér upp gagneld- flaugakerfi. Lét hann þessi ummæli falla daginn áður en Bandaríkjamenn gera sína fimmtu tilraun með að skjóta niður eldflaugar. Fréttaskýrendur segja, að ekki sé víst, að þetta sé hin op- inbera afstaða rússneskra stjórnvalda, heldur endur- spegli yfirlýsingin þá miklu óánægju, sem er innan rúss- neska heraflans með einhliða ákvarðanir Bandaríkjastjórnar í afvopnunar- og vígbúnaðar- málum. Rússneska utanríkisráðu- neytið fagnaði því í gær, að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna skyldi hafa sam- þykkt á fimmtudag með 84 at- kvæðum gegn fjórum, að stað- ið skyldi við ABM-sáttmálann. Fulltrúar 61 ríkis sátu hjá. Pútín heiðr- ar Jeltsín VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, sæmdi í gær fyr- irrennara sinn í embætti, Borís Jeltsín, æðsta heiðursmerki landsins fyrir þann þátt, sem hann átti í að tryggja framtíð lands og þjóðar eft- ir hrun Sov- étríkjanna 1991. Gerði hann það að viðstöddum 12 leiðtogum ríkjanna í Samveldi sjálfstæðra ríkja. Jeltsín, sem stendur á sjötugu, þakkaði Pútín fyrir að hafa „það hugrekki“ að sæma hann orðunni en um var að ræða „Föðurlandsorðuna“ af fyrstu gráðu. Þakkaði hann einnig löndum sínum fyrir það um- burðarlyndi, sem þeir hefðu sýnt honum, en óhætt er að segja, að á ýmsu hafi gengið á síðara kjörtímabili hans. Skæruliðar felldir í Nepal TALSMAÐUR stjórnvalda í Nepal sagði í gær, að 81 skæruliði maóista hefði fallið í átökum við stjórnarherinn, sem væri í mikilli sókn. Sagði hann, að ótiltekinn fjöldi skæruliða væri tilbúinn til að ganga til liðs við herinn. Nep- alstjórn lýsti yfir neyðar- ástandi í landinu fyrir nokkr- um dögum og stefnir að því að vera búin að kveða niður óöld- ina í landinu eftir hálft ár. Hafa Bandaríkjamenn og Ind- verjar boðið henni stuðning og líklega var það ástæðan fyrir sprengjuárás skæruliða á Kóka kóla-verksmiðju í Kat- mandú í fyrradag. STUTT Vara við brotum á ABM Jeltsín MASAKO, krónprinsessa í Japan, veifar til aðdáenda við heimreið keisarahallarinnar í Tókýó í gær. Við hlið hennar er eiginmaðurinn, Naruhito ríkisarfi. Masako er barnshafandi og var í gærkvöldi flutt á sjúkrahús, fæðingarinnar var vænst á hverri stundu. Krón- prinsessan er 37 ára, árinu eldri en Naruhito, og hefur ekki áður eign- ast barn. Ef um son verður að ræða mun hann verða næstur Naruhito í röð ríkiserfðanna. Japönsk lög leyfa ekki enn, að kona taki við krúnunni. Talsmaður hirðarinnar sagði að Masako væri við góða heilsu og Naruhito væri hjá eig- inkonu sinni á sjúkrahúsinu. Masako á sjúkrahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.