Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Charles Barkley vill aðstoða Michael Jordan / B1 ÍBV varð fyrst allra liða til að leggja Valsmenn að velli / B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM Sérblöð í dag www.mb l . i s Blaðinu í dag fylgir blaðið Jólin 2001 þar sem er að finna fjölda uppskrifta og hugmynda að jólaskreytingum. Jólin2001 Blaðaukanum Jólin 2001 fylgir auglýs- ingablað frá DHL, „Jóla- hraðþjónusta – allra hagur“. Blaðinu verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. Morg- unblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Síman- um. Blaðinu verður dreift um allt land. ÞAÐ sem af er árinu hafa ellefu einstaklingar greinst með HIV- smit, þar af níu karlar og tvær konur. Meirihluti þeirra sem greindust, eða sjö, eru gagn- kynhneigðir, tveir samkyn- hneigðir og tveir fíkniefnaneyt- endur. Einn sjúklingur hefur greinst með alnæmi og einn lát- ist á árinu af völdum sjúkdóms- ins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Haraldar Briem sóttvarnalæknis á vef Landlæknisembættisins í gær en alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi er í dag, 1. desem- ber. Samkvæmt upplýsingum sóttvarnalæknis hafa tilkynn- ingar borist honum um alls 154 tilfelli af HIV-sýkingu hér frá upphafi. Þar af hafa 52 sjúk- lingar greinst með alnæmi og 35 látist af völdum sjúkdóms- ins. Flestir sem greinst hafa með smit eru á aldrinum 25–29 ára og þeir sem greinast með alnæmi eru flestir 35–39 ára. „Eftir að dregið hafði úr ný- gengi HIV smits í upphafi 10. áratugar síðustu aldar varð hægfara aukning á nýgengi sýkingarinnar frá árinu 1993. Á það jafnt við um konur sem karla. Umtalsverð breyting hefur orðið á hlutfallslegri skiptingu áhættuhópa frá því að sjúkdómsins varð fyrst vart. Samkynhneigðir karlar voru hlutfallslega flestir til ársins 1992. Eftir það hefur gagnkyn- hneigðum sem smitast við kyn- mök fjölgað hlutfallslega jafnt og þétt og eru þeir nú í meiri- hluta þeirra sem greinast með smit. Enn sem komið er hefur ekki orðið vart aukningar á smiti meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig,“ segir Harald- ur Briem. Ellefu hafa greinst með HIV- smit í ár ÞEIR sem eru vanir taka sér far með leið fimm hjá Strætó hafa kannski tekið eftir gamalli konu sem oft og iðulega kemur upp í vagninn eða fer úr honum við Sund- laugaveg. Þetta er örugglega einn af tryggustu viðskiptavinum Strætó því í 70 ár hefur hún komið sér á milli staða með vögnum fyrirtæk- isins og lengst af með þessari sömu leið. Þegar fyrsta strætisvagnaleiðin, Lækjartorg-Kleppur, tók að ganga hinn 31. október 1931 var Nína Þórðardóttir á sextánda ári og dótt- ir yfirlæknisins á Kleppi. Því þýddi tilkoma strætó byltingu fyrir hana. „Þetta rauf alveg einangrunina, það er alveg hægt að orða það þannig,“ segir hún og virðir fyrir sér gamlar myndir af fyrstu strætisvögnunum en þær er að finna í ljósgrænum Volvo-strætisvagni, árgerð 1968. Um er að ræða sýningu um sögu strætisvagnasamgangna á höf- uðborgarsvæðinu sem verður opnuð í dag á Lækjartorgi. Bílarnir sem fluttu Nínu á milli staða voru þó mun eldri en sá græni. „Þetta voru mjög góðir bílar.“ Nína bendir á einn af fyrstu bílunum sem í nútíma- augum minna helst á gamla jeppa. „Ég var fimmtán ára þegar strætó kom og var að byrja í gagnfræða- skóla. Þá tók ég oftast Kleppsbílinn á morgnana, sem var á leið með mjólk í bæinn, og annaðhvort gekk heim eða tók strætó. Ég held að það hafi kostað 25 eða 30 aura inn að Kleppi þegar vagnarnir byrjuðu að ganga og ef maður fór út á Hlemmi gat maður sparað sér 10 aura. Mað- ur gerði það oft því maður átti ekk- ert of mikið af aurum og í þá daga voru til dæmis til tveggja aura súkkulaðistykki,“ segir hún og hlær. Nína segir að strætó hafi verið af- skaplega mikil og góð tilbreyting fyrir heimilisfólkið og gesti sem sótti það heim enda hafi Kleppur verið sveitabýli á þessum tíma og langt utan við bæinn. Hún segir allt Laugarneshverfið hafa fagnað til- komu þessara nýju samgangna. „Þá voru vagnarnir alveg stútfullir og það var líka af því að þá gat maður treyst á tímann og það munaði svo miklu. Svo voru strætisvagnabíl- stjórarnir vinir allra í hverfinu og biðu jafnvel eftir börnum á leið í skóla þótt þau væru ekki tilbúin af því að þeir vissu hvar hver átti að vera og klukkan hvað.“ Hún bætir því við að mikill sam- gangur hafi verið á milli vagnstjór- anna og farþeganna. „Þetta voru af- skaplega huggulegir menn, yfirleitt ungir og voðalega glæsilegir. Þeir komu oft inn í kaffi til okkar ef tími var til þess og svo var mikil róm- antík í strætisvagninum,“ segir hún með blik í augunum. Það má sjá að minningar vakna hjá Nínu þar sem hún virðir fyrir sér gamla strætisvagnamiða, mynd- ir og glæsilega vagnstjórabúninga. Innt eftir þessu svarar hún játandi og bætir svo dreymin á svip við: „Og margar þeirra góðar.“ Hefur ferðast með strætó í 70 ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Nína Þórðardóttir fer enn allra sinna ferða í strætó þó að hún sé fullra 86 ára og hefur gert það allt frá því að fyrsti strætisvagninn, Lækjartorg-Kleppur, hóf göngu sína árið 1931.  Strætó í 70 ár/52 SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 37,1 milljarðs króna viðskiptahalli við útlönd á fyrstu níu mánuðum ársins en 43,8 milljarða króna halli var á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi var hallinn rúm- lega 15 milljörðum króna minni í ár en í fyrra sem er veruleg breyting til hins betra, að því er fram kemur í frétt frá Seðlabankanum. Á þriðja ársfjórðungi nam hallinn 6,7 milljörðum króna en var 11,5 milljarðar króna á sama fjórðungi í fyrra. Útflutningur vöru og þjónustu jókst á fyrstu níu mánuðum ársins um 7,3% frá fyrra ári en innflutning- ur minnkaði um 3,4%, hvort tveggja reiknað á föstu gengi. Hallinn á þátta- tekjum (laun, vextir og arður af fjár- festingu) og hreinum rekstrarfram- lögum nam 24 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst mikið frá fyrra ári vegna vaxta- greiðslna af vaxandi erlendum skuld- um þjóðarinnar. Hreint fjárinnstreymi mældist 31,9 milljarðar króna á fyrstu níu mánuð- um ársins og skýrist af erlendum lán- tökum sem aðallega voru bankalán en útgáfa skuldabréfa á er-lendum lána- mörkuðum minnkaði. Af öðrum liðum fjármagnsjafnaðar eru erlend verðbréfakaup sem námu 5,9 milljörðum króna sem er umtals- vert minna en í fyrra. Bein fjárfesting Íslendinga í fyrirtækjum erlendis var aftur á móti nokkru meiri en í fyrra og nam 14,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 2,6 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og nam 37,9 milljörðum króna í lok septem- ber sl. Viðskiptahalli minni en í fyrra VERÐ á bensíni lækkar um 1,50 kr. lítrinn í dag og lítrinn af gasolíu um 2,50 kr. samkvæmt upplýsingum ol- íufélaganna. Eftir verðbreytinguna kostar lítrinn af 95 oktana bensíni með fullri þjónustu 94,20 kr., af 98 oktana bensíni 98,90 kr. og af gas- olíu 50 kr. Þá lækkar verð á skipa- gasolíu og svartolíu um 2 kr. lítrinn. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu hf., sagði að verðákvörðunin nú tæki mið af lækkun heimsmarkaðsverðs og gengisþróuninni sem hefði verið dá- lítið óvenjuleg í gær. Gengið á Bandaríkjadal í lok október hefði verið tæpar 104 kr., en í gærmorgun hefði það verið 109 kr. og endað í 107 kr. við lok markaða. Þeir hefðu þess vegna haldið að sér höndum varð- andi verðákvörðunina þar til eftir lok gjaldeyrismarkaðar. Magnús sagðist fremur eiga von á stöðugleika hvað eldsneytisverðið varðaði í desember eða jafnvel að það héldi áfram að lækka. Samúel Guðmundsson, forstöðu- maður áhættustýringar hjá Olíu- verslun Íslands, sagði að ekki hefðu verið forsendur til að lækka elds- neytisverð meira en þetta nú. Lækk- unin tæki mið af lækkandi heims- markaðsverði á olíu, en á móti ynni styrking á Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni. Krónan hefði veikst töluvert á undanförnum mán- uðum með tilheyrandi gengistapi. Þeir hefðu ekki tekið tillit til þeirrar veikingar um síðustu mánaðamót og gerðu það ekki heldur núna. Á vef Skeljungs kemur fram að Skeljungur hafi ákveðið verðbreyt- ingarnar vegna lækkunar á heims- markaðsverði eldsneytis og að teknu tilliti til hækkunar á gengi Banda- ríkjadals frá síðustu verðbreytingu. Verð á bensíni og olíu breyttist síðast um mánaðamótin október/ nóvember, en þá lækkuðu öll olíufé- lögin verð á bensíni um fjórar krón- ur lítrann, en verð á dísilolíu breytt- ist ekki. Þar áður hafði verðið lækkað í tvígang, en lítrinn af 95 oktana bensíni kostaði 107,90 kr. með fullri þjónustu í júní í sumar og 112,60 kr. lítrinn af 98 oktana bens- íni. Bensín lækkar um 1,50 kr.                                                  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.