Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Daníels-dóttir fæddist á Kolmúla við Reyðar- fjörð 16. desember 1911. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 23. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Daní- el Sigurðsson, bóndi á Kolmúla, og Guðný Jónsdóttir húsfreyja. Systkini Sigrúnar eru Guðjón, f. 18. mars 1913, Guðbjörn, f. 16. febrúar 1915, d. 1. janúar 2000, Elías, f. 11. febrúar 1917, d. 30. septem- ber 1995, og Anna Dagmar, f. 4. desember 1925. Einnig átti hún fóstursystur, Þorbjörgu Bjarna- dóttur. Hinn 26. desember 1934 giftist Sigrún Lúðvík Sigurjónssyni, f. 31. maí 1905, d. 31. okt. 1942. For- eldrar hans voru Hallgerður Grímsdóttir og Sigurjón Gunnars- son. Sigrún giftist seinni manni sínum Kristni Indriða Þorsteins- syni í október 1949. Kristinn var fæddur 28. október 1907, d. 13. febrúar 1979. Foreldrar hans voru Þorsteinn Hálfdánarson og Sigurbjörg Indriðadóttir. Börn Sigrúnar og Lúðvíks eru: 1) Vign- ir Daníel, f. 1. janúar 1935, maki Klara Kristinsdóttir, búsett á Reyðarfirði, börn: Kristín María, Gústaf Guðbjörn, Lúðvík Þór og Sess- elja Ósk. 2) Steinunn Erla, f. 23. mars 1938, maki Sigurður Gunnarsson, búsett í Garðabæ, börn: Sig- rún Ósk, Gunnar, Víðir og Steinunn Hlíf. 3) Guðný Hulda, f. 27. septem- ber 1939, búsett í Kópavogi, maki Bárður Sigurðsson, d. 18. október 1989, börn: Lúðvík Berg, Gerður, Sigurður Óskar og Róbert, d. 28. sept. 1976. 4) Krist- ján Haukur, búsettur á Reyðar- firði. Börn Sigrúnar og Kristins eru: 1) Sigurbjörg, f. 25. septem- ber 1948, maki Jón K. Þorláksson, búsett á Ísafirði, börn: Kristinn Þröstur, Ágústa Þóra, Erna Sig- rún og Heimir. 2) Lúvísa Hafdís, f. 29. ágúst 1950, búsett á Egilsstöð- um, maki Sæmundur Ágústsson, d. 7. mars 1990, börn: Sigrún Hulda, Ágúst Hreinn og Kristinn Hafþór. Sambýlismaður Lúvísu er Sigurður Þórarinsson. Útför Sigrúnar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við Sigrúnu ömmu mína og nöfnu. Amma hefði orðið 90 ára nú í þessum mánuði, ef hún hefði lifað. Sigrún amma fór um tvítugt í vist til Reykjavíkur. Þar kynntist hún fyrri manni sínum Lúðvík Sigurjóns- syni sem þá var bifreiðastjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Þau giftu sig í desember 1934 og hófu bú- skap í Reykjavík. Þar fæddist elsti sonur þeirra. Árið 1936 fluttu þau á Kolmúla og hófu ári síðar búskap á Vattarnesi. Á Vattarnesi var stund- aður hefðbundinn búskapur og út- róður. Fengsæl fiskimið eru rétt undan landi og var það mikil lyfti- stöng fyrir heimilishaldið. En lífið er hverfult. Í október 1942 fór Lúðvík til fiskjar ásamt tveim öðrum, ein- göngu vegna þess hversu veðrið var gott, svona til að ná í fisk í soðið fyrir veturinn. Þeir áttu ekki afturkvæmt úr þessari ferð. Amma stóð uppi ekkja með fjögur lítil börn, það elsta rúmlega sjö ára og það yngsta eins árs. Þann vetur flutti amma með börnin á Kolmúla til foreldra sinna. Í þessum erfiðleikum naut amma einnig hjálpar systur sinnar Guð- bjargar og mágs Hálfdáns sem fluttu um vorið til ömmu á Vattarnes. Amma kynntist bróður Hálfdáns, Kristni Indriða, og giftust þau í októ- ber 1949. Amma og Kristinn bjuggu síðan á Vattarnesi og stunduðu bú- skap og sjómennsku þar til þau fluttu til Reyðarfjarðar 1971 ásamt Kristjáni Hauki sem alltaf hefur búið heima. Ég var svo lánsöm að kynnast ömmu minni nokkuð vel þótt langt væri á milli okkar, ég á Ísafirði og síðar í Hafnarfirði en hún á Vattar- nesi. Ég var í sveit hjá henni og afa Kristni, eins og ég kallaði hann, í sex sumur. Amma var á margan hátt sérstök kona, ekki man ég eftir að hafa heyrt hana tala um þá miklu sorg og erfiðu aðstæður þegar afi Lúðvík dó. Hún kaus frekar að líta fram á veginn og hugsa um líðandi stund. Hún gekk til allra verka af miklum myndarskap og veigraði sér ekki við hlutina. Staður ömmu var fyrst og fremst í eldhúsinu eins og svo margra kvenna af hennar kyn- slóð. Á sumrin var oft margt í heimili eins og algengt var í sveitum. Ömmu var gott heim að sækja, ekki vantaði kaffibrauðið og maturinn var á rétt- um tíma í hádeginu og á kvöldin. Hún hafði oft á orði þegar hún heim- sótti börn sín og barnabörn hér á höfuðborgarsvæðinu að hún skildi ekki þetta hringl með matartímann, sérstaklega fannst henni skrítið að hafa ekki heitan mat í hádeginu. Amma gekk í öll bústörf utandyra sem og í vinnslu á þeim afla sem kom á land á sumrin. Ég minnist þess að það þurfti stundum að hafa snör handtök þegar bæði var farið á sjó og ef veðrið var gott þurfti að slá og raka túnin og að því loknu tóku við venjuleg heimilisstörf. Amma var oft fljót til svars og sagði skoðun sína. Hún hafði ekki mörg orð um hlutina heldur gerði þá eftir sínu höfði. Amma var mikil handavinnukona, hún saumaði og prjónaði eins lengi og heilsan leyfði. Það var ósjaldan að það fylgdu vettlingar, sokkar eða ull- arbolir í jólapakkanum, kærkomnar gjafir fyrir barnabarnabörnin. Seinni árin á Reyðarfirði málaði hún einnig dúka og postulín, það er aðdá- unarvert að sjá hversu nákvæm og vandvirk hún var langt fram yfir átt- rætt. Amma hafði unun að blómum, í uppáhaldi voru blómstrandi blóm og var hún ótrúlega lagin við að fá þau til að blómstra. Þótt allt væri fullt af blómum fannst henni aldrei of mikið af þeim. Fyrir fjórum árum fór heilsu ömmu að hraka og síðastliðin þrjú ár dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð. Amma leit alltaf á sinn stað innan veggja heimilisins og var ósátt við að geta ekki verið lengur heima. Kristján sonur hennar reynd- ist henni sérstaklega vel þessi síð- ustu ár og heimsótti hana daglega. Heilsu hennar hrakaði mikið undan- farið og fann ég það glöggt þegar ég heimsótti hana í byrjun nóvember að lífsviljinn var að mestu horfinn, þótt ekki gerði ég mér grein fyrir hversu stutt væri eftir. Ég trúi því að hún kveðji sátt. Ég, Árni, Erna, Erla Rut og Hilmar kveðjum ömmu með þökk og virðingu. Megi góður Guð blessa minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigrún Ósk Sigurðardóttir. Elsku langamma. Hljóðnar nú haustblær húsið við rótt. Dvelur við dyrnar drungaleg nótt. Fljúga þá fuglar flestir sinn veg, kvakandi kvíðnir kvöldljóðin treg. Svífur burt sumar sólar í lönd kveður létt kossi klettótta strönd, ljósu frá landi leysir sitt band, byltist þung bára bláan við sand. (Úkraínsk þjóðvísa.) Hvíl í friði. Erna, Erla Rut og Hilmar. Elsku amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr Spámanninum.) Hvíl í friði, elsku amma. Sigrún, Ágúst, Kristinn og fjölskyldur. Enn glymur dánarklukkan heima á Reyðarfirði, hugþekk samferða- kona hefur lagt upp í sína hinztu ferð. Sigrún frá Vattarnesi eins og mér var tamast að kalla hana var kona einkar góðrar gerðar, hugdjörf kona og hress í viðmóti, iðjukona mikil og hreinskiptin hið bezta, yfir henni ákveðin reisn alla tíð. Að henni er sjónarsviptir í heimabyggð minni þar sem hún dvaldi drjúgan hluta ævi sinnar og bar með sér þennan kraftmikla dugnaðarblæ og glatt lunderni um leið. Ég hafði af henni og hennar fólki hin ágætustu kynni, þekkti allnokk- uð til hennar er hún bjó ásamt manni sínum og börnum úti á Vattarnesi og svo fluttu þau inn á Reyðarfjörð og atvikin höguðu því þannig að þau fengu að nýta hús og tún heima í Seljateigi í nokkur ár. Kynni okkar af Sigrúnu, seinni manni hennar, Kristni, og Kristjáni syni hennar urðu því bæði mikil og góð. Þar stóð alltaf allt eins og stafur á bók og gaman að fylgjast með kappinu í Sigrúnu og dugnaðinum, hvort sem var í heyskapnum, á sauð- burði eða í réttum á haustin. Hún var einstaklega rösk og drífandi, útsjón- arsöm við öll verk og vildi láta þau ganga enda verkhyggni og kappsemi henni eiginleg. Það var líka alltaf gaman að eiga við hana orð um hvað- eina, hvort sem var varðandi bú- skapinn eða þjóðmálin nú eða þá málefni líðandi stundar, heima sem heiman. Sigrún var greindarkona og vel að sér um svo margt og skýr og hispurslaus var hún í allri umræðu og gat kveðið fast að orði ef því var að skipta, enda lundernið heilt og hreint. Hún var fríð kona og gerð- arleg í sjón og raun. Sigrún hafði orðið fyrir þeirri þungu raun í lífinu að missa Lúðvík fyrri mann sinn í sjóinn frá ungum börnum, rómaðan ágætismann, en hún eignaðist síðar annan dugandi dreng sem förunaut, en öll mín kynni af Kristni, síðari manni hennar, sönnuðu mannkosti hans, samhent voru þau í kappi sínu og forsjá um leið. En þau Kristinn og Sigrún voru ekki ein um bústörfin, því Kristján sonur hennar og Lúðvíks var hinn trausti og tryggi bakhjarl þar ásamt því að sækja sjóinn af kappi og eftir lát Kristins hélt hann heimili með móður sinni, ómetanleg stoð hennar alla tíð. Það var oft líf og fjör í hey- skapnum í Seljateigi þegar fólkið hennar Sigrúnar flykktist að til hjálpar og gaman að fylgjast með því, að þar þótti engum ráðum svo ráðið að ekki legði Sigrún þar orð til og hennar orðum þótti gott að hlíta. Henni Sigrúnu eru heilum huga þökkuð afbragðskynni og við Hanna sendum Kristjáni svo og öðrum börnum hennar og þeirra fólki ein- lægar samúðarkveðjur. Hún Sigrún hafði lokið miklu og farsælu dagsverki, trygg og trú sínu hlutverki sem var rækt af sannri prýði, hvort sem var á heimili hennar sem var einkar hlýlegt og myndar- legt eða út á við í margvíslegri önn daganna. Lífssaga annar og erils er á enda gengin og ljúf verður hún í minningu afkomenda hennar. Bless- uð sé hennar hugþekka minning. Helgi Seljan. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Frá því að ég man eftir mér varst þú fast- ur punktur í lífi mínu. Allt fram á síð- ustu ár bjóst þú á neðri hæðinni á Hjallaveginum þar sem foreldrar mínir eru búsettir enn í dag. Alltaf gat ég gengið þar inn og oftar en ekki fann ég þig þar önnum kafna. Þú varst alltaf á fullu, þér féll sjaldan verk úr hendi og þú lést hlutina ekki vaxa þér í augum. Ég man svo vel eftir hljóðinu í prjónavélinni sem barst úr innsta herberginu, vinalegu hljóði sem þýddi það að ég, og fleiri, mættum eiga von á sokkum frá þér. Ég sakna þess að fá ekki lengur þessa góðu sokka. Það var sama hvort það var handavinna eða eld- hússtörf, allt lék í hendi þér, alltaf voru nokkrar sortir á borðinu sem maður gat valið úr. Það voru einu skiptin sem ég hef borðað lúðu í gegnum tíðina þegar ég fékk hana pönnusteikta hjá þér með brúnni sósu. Engum hefur tekist eins vel upp með það og þér. Ég kunni líka vel að meta hrein- skilni þína og oft gat ég brosað og dáðst að henni. Þú lást ekki á skoð- unum þínum, heldur sagðir hverjum sem heyra vildi álit þitt á hlutunum. Ég hafði sérstaklega gaman af því að heyra skoðun þína á nöfnum barnanna sem fæddust í fjölskyld- una. Þér fannst þau misfalleg og þú hikaðir ekki við að segja það sem þér fannst. En nú ertu farin til Guðs, elsku amma, eftir langa ævi og er ég viss um að þar mun þér líða vel. Minningin um þig mun lifa með mér. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Sesselja Ósk. SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR Frænka mín Elín Brynjólfsdóttir Vest- ergaard lést eftir fjög- urra mánaða ójafna baráttu við blóð- krabba. Leiðir okkar Ellu lágu fyrst að ráði saman þegar ég var 15 ára. Því sumri eyddi ég á heimili Ellu og Godtfreds. Þar var lagður grunnur að langri vináttu. Margs er að minnast eftir 30 ára samfylgd. Ella var einstaklega trygglynd manneskja. Það kom bæði ELÍN BRYNJÓLFSDÓTTIR VESTERGAARD ✝ Elín Brynjólfs-dóttir Vester- gaard fæddist í Reykjavík 5. septem- ber 1928. Hún lést í Kornerup í Dan- mörku 20. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kornerup-kirkju 26. október. fram gagnvart landi og þjóð. Tengsl hennar við Ísland voru ótrúlega sterk eftir nærri 50 ára dvöl í Danmörku – trygglyndi sem stund- um virtist næstum vera henni fjötur um fót. Það var ekki alltaf auð- velt að vera bundin Ís- landi svo sterkum böndum en eiga fjöl- skyldu sem var rótgró- in í Danmörku. Trygglyndi Ellu gilti líka um fólk. Sjálf hef ég síðan ég fluttist til Danmerkur fyrir u.þ.b. 20 árum ver- ið heimagangur á heimili þeirra hjóna. Það var alltaf mannmargt í húsinu og umræður líflegar. Það var aldrei skafið utan af hlut- unum og oft voru menn ósammála. Heimsmálin voru rædd sem og hlut- skipti fólks. Ella hafði sterkar skoð- anir og tók afstöðu til hlutanna. Á heimilið komu margir mismunandi háir og lágir, ríkir og fátækir, sumir sérvitringar, aðrir ekki. Það var pláss fyrir alla. Ég var meðal þeirra. Þegar ég hugsa til baka er svo margs að minnast. Ella kenndi mér að meta nýútsprunginn beykiskóg – jafnvel þó hún saknaði sjálf fjallanna meira. Ég fylgdist með börnum hennar og barnabörnum og hún fylgdist með mínum börnum. Ella samgladdist mér þegar ástæða var til þess og hún samhryggðist þegar svo bar undir. Alltaf fundum við þó eitthvað sem við gátum hlegið að. Fyrir ári síðan heimsóttu þau hjónin okkur í Berlín. Um þá helgi eigum við góðar minningar. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu áhugasöm Ella var um allt. Notaði tímann vel, las og setti sig inn í hlut- ina og sogaði til sín áhrif frá nýjum stað. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og síðar fjölskyldu mína að eiga Ellu og Godtfred að. Stundum finnst mér að ég geti aldrei endurgoldið þann stuðning og vinahug sem þau hjónin hafa veitt mér. Góð vinkona er gengin. Ég á henni margt að þakka. Blessuð sé minning Elínar Brynjólfsdóttur Vestergaard. Elín Jónasdóttir Sørensen, Berlín. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.