Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 67
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 67 kaffið á eftir rennur óskipt til mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Stjórnun og undirbúningur er í höndum Safnaðarfélags Digra- neskirkju. Aðventuhátíðin hefst kl. 20:30. Aðventukvöld Laugarneskirkju AÐVENTUKVÖLD er að venju haldið í Laugarneskirkju fyrsta sunnudag í aðventu kl. 20. Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason munu gleðja okkur með samleik sínum. Kór Laugarneskirkju mun einn- ig syngja undir stjórn Gunnars. Sr. Bjarni Karlsson leiðir stundina en ræðumaður kvöldsins er Helgi Seljan. Börn úr Tíu til tólf ára starfi kirkjunnar sýna helgileik, fermingarbörn lesa frumsamdar bænir og sóknarnefnd Laugarnes- kirkju býður upp á heitt súkkulaði og smákökur í messukaffi á eftir. Komið og njótið með okkur. Söfnuður Laugarneskirkju. Kökubasar mömmumorgna Laugarneskirkju HINN árlegi kökubasar mömmu- morgnakvenna verður haldinn í Laugarneskirkju að lokinni messu kl. 11. Við messuna er reiknað jafnt með börnum og fullorðnum því að sunnudagaskólinn er hluti af dagskránni og áður en kemur að prédikun ganga börnin yfir með kennurum sínum, undir stjórn sr. Jónu Hrannar Bolladóttur, þar sem leikbrúður spjalla, hreyfisöngvar eru sungnir og sögur sagðar. Verið velkomin í Laugarneskirkju. Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, er fyrsti sunnudagur í aðventu. Undirbún- ingstíminn fyrir hátíð jólanna gengur þá í garð. Það er nú orðin hefð fyrir því að halda fjöl- skylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju á þessum degi. Kirkjurútan ekur eins og venjulega, en auk þess mun strætisvagn aka frá Hvaleyr- arskóla rétt fyrir kl. 11. Aðventuhátíð fjölskyldunnar hefst síðan kl. 11 í kirkjunni. Munu allir sunnudagaskólar Hafn- arfjarðarkirkju taka þátt í henni ásamt leiðtogunum sínum. Þeir hafa stofnað hljómsveit í tilefni dagsins sem leikur undir söng. Á hátíðinni verður lítið barn borið til skírnar. Að því búnu mun barna- og unglingakór kirkjunnar syngja jóla og aðventusöngva undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Kórinn ætlar líka að kenna öllum krökkum í kirkjunni nýja söngva. Og svo verður sögð glærusaga, auk þess sem við ætlum okkur að syngja mikið. En við byrjum auðvitað á því að kveikja á fyrsta ljósinu á aðven- tukransinum. Hátíðinni lýkur með veislu í safn- aðarheimilinu Strandbergi þar sem boðið verður upp á góðgæti. Prest- ar á hátíðinni eru þau sr. Þórhildur Ólafs og sr. Þórhallur Heimisson. Allir eru velkomnir að sjálfsögðu og gleðilega aðventuhátíð. Tónlistarmessa í Hafnarfjarðarkirkju VIÐ tónlistarmessu í Hafnarfjarð- arkirkju kl. 17 fyrsta sunnudag í aðventu 2. desember nk. mun Ár- mann Helgason leika valin verk á klarinett og fermingarbörn sýna aðventuhelgileik. Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Aðventukvöld í Víðistaðakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Víð- istaðakirkju 1. sunnudag í aðventu, 2. desember nk., kl. 20. Boðið verð- ur upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum. Fram koma m.a. Kirkju- kór Víðistaðasóknar undir stjórn Úlriks Ólasonar, barna- og ung- lingakór Víðistaðakirkju undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson söngvari og Kjartan Óskarsson klarinettuleikari. Ræðumaður verður Gunnsteinn Ólafsson tón- listarmaður. Eftir dagskrá í kirkj- unni verður systrafélagið með kaffisölu í safnaðarheimilinu. Aðventusamkoma í Lágafellskirkju AÐVENTUSAMKOMA verður í Lágafellskirkju kl. 20.30 nk. sunnudag. Ræðumaður kvöldsins verður Björn Bjarnason mennta- málaráðherra. Stundin hefst með því að kveikt verður á fyrsta að- ventukertinu en að vanda verður síðan boðið upp á fjölbreytta tón- listardagskrá í flutningi lands- þekktra listamanna. Meðal efnis er einsöngur Gyðu Björgvinsdóttur sópransöngkonu. Matthías Nard- eau leikur á óbó, Martial Nardeau á flautu og Sveinn Þórður Birg- isson á trompet. Strengjasveit leik- ur og Skólakór Mosfellsbæjar og Kirkjukór Lágafellssóknar syngja. Stjórnendur eru Guðmundur Ómar Óskarsson og organistinn Jónas Þórir. Sóknarprestur flytur ritn- ingarlestur og bæn. Að lokinni að- ventustundinni verður boðið upp á kirkjukaffi í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur – sóknarnefnd. Barnaguðsþjónusta og sunnudagaskóli í Lágafellskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 2. desember, bjóðum við öllum börn- um og foreldrum í barnastarf kirkjunar kl. 13 í Lágafellskirkju. Við ætlum að kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum sem er spádómskertið. Leikhópurinn „Sannir vinir“ úr Lágafellsskóla sýnir frumsamið leikrit um vinátt- una. Leikhópurinn er skipaður nemendum í 5. E.A. og heita: Andr- ea Ösp, Anna Kristrún, Ásthildur Ólöf, Björk, Elísabet Inga, Eva Dröfn, Guðrún Eva, Hrafnhildur Anna, Íris Dröfn, Kartrín Ósk og Þórhildur Dana. Kirkjukaffi, djús og spjall í skrúðhúsinu eftir stund- ina. Umsjón hafa Þórdís, Sylvía, Jens og Jónas Þórir. Aðventusamkoma í Hveragerðiskirkju AÐVENTUSAMKOMA verður í Hveragerðiskirkju að kvöldi 2. des- ember kl. 20:30. Flutt verður fjöl- breytt dagskrá með söngvum og tónlist tengdri aðventu og jólum. Flytjendur eru Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókna undir stjórn Jörg E. Sondermann ásamt barnakór kirkjunnar sem Gyða Þ. Halldórsdóttir æfir. Jón Hólm Stef- ánsson syngur einsöng. Berglind Halldórsdóttir og Hulda Jónsdóttir leika á klarinett og fiðlu. Ferming- arbörn lesa jólasögu og ritning- arlestra. Ræðumaður kvöldsins verður Pjetur Hafstein Lárusson rithöfundur. Aðventusamkomur þjóna þeim tilgangi að minna okkur á að hátíð fer að höndum og að mikilvægasti undirbúningur jólanna er að minn- ast þess „að yður er frelsari fædd- ur“. Það er eina jólagjöfin sem skiptir máli og fegursta jólaskraut- ið verður hvorki keypt né fram- leitt, heldur er sú prýði hugar og hjarta, sem býr í kærleikanum. Fatasöfnun Hjálparstarf kirkj- unnar minnir á starfsemi sína á að- ventunni og mánudaginn 3. desem- ber stendur sóknarnefndin fyrri fatasöfnun. Móttaka verður í Safn- aðarheimilinu kl. 17–21. Æskilegt er að fötum sé skilað heilum og hreinum og flokkuðum í kven-, karlmanna og barnaföt. Munum eftir baukunum. Einnig minnum við á söfnunarbauka Hjálparstarfs- ins, en söfnunarfé á aðventu stend- ur undir stærstum hluta verkefna Hjálparstarfsins víða um lönd. Jón Ragnarsson. Barna- og unglinga- kór í Selfosskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu kl. 11 verður messa þar sem barnakór Selfosskirkju mun syngja og sunnudagaskólinn verður á sama tíma eins og undanfarið, kveikt verður á fyrsta kertinu í aðventu- kransinum, spádómskertinu. Eftir messu heldur Kvenfélag Selfosskirkju laufabrauðsbasar. Þær bjóða upp á ávaxtasafa, kaffi og smákökur eftir messu og þar munu konur úr kvenfélaginu selja laufabrauð. Það er liður í fjáröflun félagsins. Konurnar komu saman eina helgi, skáru út og steiktu laufabrauðið. Það er alltaf svolítil stemmning í kringum þetta. Við vonum að fólk fjölmenni til messunnar, þiggi veitingar og kaupi laufabrauð í leiðinni. Þá vekjum við athygli á því að Unglingakór Selfosskirkju mun halda tónleika í kirkjunni kl. 20 um kvöldið. Guðni Ágústsson í Hraungerðiskirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Hraungerðiskirkju í Flóa nk. sunnudagskvöld kl. 21. Ræðumað- ur kvöldsins verður Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra. Nýsam- einaðir kórar Hraungerðisprestakalls undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar flytja vandaða tónlistardagsá. Þá munu börn úr Þingborgarskóla syngja jólalög undir stjórn Höllu Aðalsteinsdóttur. Þá verður tendr- að á aðventukrani um leið og börn úr sókninni flytja hefðbundinn að- ventusöng. Sóknarpresturinn, sr. Kristinn Friðfinnsson, flytur að- ventuhugleiðingu og stjórnar fjöldasöng í lok samverunnar. Aðventustund í Þorlákskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu er hefðbundin aðventustund í Þor- lákskirkju kl. 16 þar sem tónlist skipar öndvegi og ræðumaður verður Guðrún S. Sigurðardóttir kennari. Söngfélag Þorlákshafnar undir stjórn Roberts Darling og Kyrjukórinn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar syngja aðventulög. Þá mun kór frá Grunnskóla Þor- lákshafnar undir stjórn Esterar Hjartardóttur og Stefáns syngja nokkur lög. Aðventuhátíðina munu síðan ramma inn lúðrasveitir staðarins sem eru tvær – önnur kennd við skólann og hinn bæinn – báðar undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Eftir aðventustundina verður síðan hátíðarstund á Ráðhústorg- inu á vegum sveitarfélagsins þar sem kveikt verður á jólatré bæj- arins. Ástæða er til að hvetja Ölfusinga til þessa að fjölmenna á aðvent- ustund og á Ráðhústorgið og marka þannig í huga sínum upphaf að undirbúningstíma jólanna. Baldur Kristjánsson. Aðventan í Landakirkju í Vestmannaeyjum FYRSTA sunnudag í aðventu verð- ur hátíðarstemmning í Landa- kirkju. Hún hefst með barnaguðs- þjónustu kl. 11 árdegis og mun stóri barnakórinn okkar, Litlir lærisveinar syngja. Kveikt verður á fyrsta kertinu í aðventukrans- inum, sem er spádómskertið. Há- tíðin nær svo hámarki í guðsþjón- ustu kl. tvö eftir hádegi. Litlir lærisveinar og Kór Landakirkju syngja og flytja kórverk með stjórnendum sínum, Guðrún Helgu Bjarnadóttur, Michelle Gaskell og Guðmundi H. Guðjónssyni. Á eftir verður kaffi og vöfflusala Kvenfélags Landakirkju í Safn- aðarheimilinu með jólabasar, en Kvenfélagið verður 60 ára um miðjan desember. Í kaffinu syngur barnakórinn einnig nokkur lög. Annan eða þriðja sunnudag í að- ventu kemur 6. bekkurinn úr Ham- arsskóla og flytur helgileik í barnaguðsþjónustu undir stjórn kennara sinna, Huldu og Sig- urlaugar. Verður það auglýst bet- ur þegar nær dregur. Þriðja sunnudag í aðventu, 16. desember, verður aðventusamvera kl. 16 síðdegis þar sem Kór Landa- kirkju flytur jólalög og aðra hátíð- lega tónlist í tilefni jólanna. Hug- vekju flytur sr. Kristján Björnsson, en undir lok samverunnar verður kertaljósastund. Aðgangur er eng- inn en kór kirkjunnar mun ekki halda hefðbundna jólatónleika að þessu sinni. Aðventusamvera þessi kemur í staðinn fyrir þá og er ekki messað kl. 14 þennan sunnudag. Á Þorláksmessu, sem er fjórði sunnudagur í aðventu, syngjum við jólalögin í barna- og fjölskyldu- samveru kl. 11 árdegis og tendrum ljós á fjórða aðventukertinu. Sr. Kristján Björnsson. Aðventuhátíð í Möðruvallakirkju AÐVENTUHÁTÍÐ verður á Möðruvöllum í Hörgárdal á 1. sunnudag í aðventu hinn 2. desem- ber kl. 20:30. Þá verður kveikt á fyrsta kertinu á aðventukrans- inum. Aðalræðumaður kvöldsins verð- ur Sigfríður Angantýsdóttir, skóla- stjóri Þelamerkurskóla. Börn úr Þelamerkurskóla munu syngja Lúsíu undir stjórn sr. Gylfa Jóns- sonar og fermingarbörn munu lesa helgileik, sem byggður er upp af ritningarlestrum aðventunnar. Kirkjukórinn syngur aðventulög og munu þær Sigrún Jónsdóttir og Ingunn Aradóttir syngja tvísöng með kórnum. Að lokum verður helgistund í umsjá sóknarprestsins sr. Sol- veigar Láru Guðmundsdóttur. KFUK-konur halda basar á Holtavegi 28 kl. 14. Handavinna og kökur. Vöfflusala. KEFAS. Sunnudaginn 2. des. verður hald- inn okkar árlegi basar. Þar verður boðið upp á heimabakaðar kökur, mat og fönd- urvörur ásamt öðrum fallegum gjafavör- um. Lofgjörðarsveitin mun skarta sínu feg- ursta og leika fallega hátíðartónlist. Kaffi og nýbakaðar vöfflur. Hátíð í bæ á Vatns- endavegi 602. Þriðjud.: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Ung- mennastund kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.