Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 64
KIRKJUSTARF 64 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÁTÍÐARMESSA verður sunnu- daginn 2. desember kl. 11 þar sem biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt þeim sr. Sigurði Pálssyni og sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni. Í messunni verður vígður nýr skírnarfontur sem kvenfélag Hall- grímskirkju hefur fært kirkjunni að gjöf. Skírnarfontinn teiknaði Leifur Breiðfjörð myndlist- armaður og er við gerð hans tekið tillit til forms prédikunarstólsins sem er sexhyrndur. Skírnarfont- urinn er gerður úr stuðlabergi og glærum tékkneskum blýkristal. Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Harðar Áskelssonar og sunnudaga- skólinn verður á sínum stað undir stjórn Magneu Sverrisdóttur. Að messu lokinni verður opnun á nýrri myndlistarsýningu Þórðar Hall í forkirkjunni en sýningin markar upphaf 20. starfsárs List- vinafélags Hallgrímskirkju. Barna- og unglingastarf Hallgrímskirkju VEGNA verkfalls tónlistarskóla- kennara getur ekki orðið af tón- leikum Barna- og unglingakórs Hallgrímskirkju sem fyrirhugaðir voru á morgun, sunnudaginn 2. desember. Það verður þó ýmislegt um að vera í barna- og unglingastarfi kirkjunnar á næstunni. Hinn 15. desember nk. kl 14:30 verður hald- in aðventustund. Þar munu kór- arnir koma fram og jólasaga lesin. Þetta verður stutt og hátíðleg stund fyrir fjölskylduna og eru all- ir velkomnir. Daginn eftir, þriðja sunnudag í aðventu kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta og þar mun barnakórinn syngja og flytja helgi- leik. Aðventuhátíð í Grafar- vogskirkju HIN árlega aðventuhátíð haldin í Grafarvogskirkju sunnudaginn 2. desember kl. 20. Að venju verður hátíðin fjöl- breytt, Þórhildur Líndal, umboðs- maður barna á Íslandi, flytur hug- vekju. Flutt verður lag og ljóð eftir Valgeir Guðjónsson sem tileinkað er börnum á Íslandi. Matthías Jo- hannessen, skáld og fyrrum rit- stjóri, flytur frumort ljóð. Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni, Kór Grafarvogskirkju, Barna- og ung- lingakór kirkjunnar og Krakka- kórinn syngja. Einsöng syngur Kristín María Hreinsdóttir. Flautu- leikarar eru Berglind Tómasdóttir og Guðrún S. Birgisdóttir. Stjórn- endur eru Hörður Bragason org- anisti og Oddný Þorsteinsdóttir kórstjóri. Aðventukvöld í Dómkirkjunni AÐVENTUKVÖLD verður í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 2. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður er sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar organista. Einnig syngur Barnakór Dómkirkjunnar. Stjórnandi hans er Kristín Vals- dóttir. Sr. Jakob Ágúst leiðir stundina og sr. Hjálmar Jónsson annast bænargjörð. Að dagskrá lokinni í kirkjunni býður kirkjunefndin upp á kaffi og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið velkomin. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Kirkjudagur Árbæjarkirkju FYRSTA sunnudag í aðventu er kirkjudagur Árbæjarkirkju. Á þeim degi er margt gert til hátíð- arbrigða frá morgni til kvölds. Byrjað verður á barnaguðsþjón- ustu kl. 11 í kirkjunni. Guðsþjón- usta verður kl. 14. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, verkefnastjóri guðfræði og þjóðmála, prédikar. Prestar safnaðarins þjóna fyrir alt- ari. Gospelkór kirkjunnar ásamt kirkjukórnum syngja. Eftir guðþjónustunni er kirkju- gestum sem og öðrum boðið að njóta kaffiveitinga gegn vægu verði, sem kvenfélag kirkjunnar ber veg og vanda af. Á sama tíma er líknarsjóðsnefnd með svokallað líknarsjóðshappdrætti í safn- aðarheimilinu. Um er að ræða happdrætti þar sem allur ágóði rennur til líknarmála í söfnuðinum. Fjöldi góðra og eigulegra vinninga er í boði sem fyrirtæki í og utan prestakallsins hafa gefið til styrkt- ar góðu málefni. Um kvöldið verður síðasta létt- messa ársins. Berþór Pálsson söngvari mun syngja. Ungt fólk flytur bænir og jólasaga lesin. Á eftir verður kaffi og ávaxtasafi í safnaðarheimilinu. Líknarsjóðs- happdrætti Árbæjarkirkju HIÐ árlega líknarsjóðshappdrætti verður á kirkjudegi Árbæjarsafn- aðar sunnudaginn 2. desember. Af- rakstur happdrættisins rennur óskiptur til líknarmála innan safn- aðarins. Vill líknarsjóðsnefndin þakka þeim fjölmörgu ein- staklingum og fyrirtækjum sem af rausnarskap hafa styrkt þessa starfssemi ár eftir ár. Er það von okkar og ósk að sem flest safn- aðarfólk láti sjá á þessum degi og láti af hendi rakna fé sem mætti vera til þess að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Léttmessa Árbæjarkirkju LÉTTMESSA verður sunnudaginn 2. desember kl. 20. Bergþór Páls- son syngur, létt jólalög. Kyrrlát stemmning með kertaljósum. Bæn- ir, ritningalestur og jólasaga. Á eftir er boðið upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðventukvöld í Grensáskirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Grens- áskirkju sunnudagskvöldið 2. des. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Heiðrúnar S. Há- konardóttur og Kirkjukór Grens- áskirkju syngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Klara Hilm- arsdóttir guðfræðingur flytur hug- vekju. Í upphafi aðventu er tilvalið að koma til kirkju og eiga þar stutta en uppbyggilega stund, rifja upp tóna aðventunnar og teyga til sín frið og gleði fagnaðarboðskap- arins. Að venju verður messa og barnastarf kl. 11 um morguninn fyrsta sunnudag í aðventu, 2. des- ember næstkomandi, eins og und- anfarin ár. Aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Fella- og Hólakirkju kl. 20. Á þessum kvöldum hafa sóknarbörn, á öllum aldri, úr báðum sóknum kirkj- unnar, átt saman helga og gleði- lega stund í upphafi aðventu. Barna- og unglingakór Fella- og Hólakirkju, ásamt börnum úr barnastarfi kirkjunnar, munu flytja helgileik í umsjón Elínar El- ísabetar Jóhannsdóttur. Kórstjóri er Þórdís Þórhallsdóttir. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almenn- an söng. Organisti er Lenka Mát- éová. Valdimar Ólafsson meðhjálp- ari les jólasögu og kirkjugestir tendra hver fyrir sig kertaljós. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni þjóna fyrir altari. Eftir stundina er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Prestar, djákni, starfsfólk og sóknarnefndir Fella- og Hóla- kirkju. Aðventustund í Neskirkju EINS og venja hefur verið á sl. ár- um er mikið um að vera í Neskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu sem nú ber upp á 2. desember. Klukkan 11 annast væntanleg ferming- arbörn guðsþjónustuna, „Ljósahá- tíð“ með ritningarlestri, frásögum og söng undir stjórn Jónu Hansen kennara og Reynis Jónassonar org- anista. Aðventustund hefst síðdegis kl. 17. Drengjakór Neskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar við undirleik Reynis Jón- assonar og Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenórsöngvari syngur nokkur lög. Einar Karl Haraldsson ritstjóri, formaður Hjálparstarfs kirkjunnar, flytur hugleiðingu og sr. Frank M. Halldórsson flytur lokaorð. Aðventuhátíð í Langholtskirkju AÐ venju er fyrsti sunnudagur í aðventu haldinn hátíðlegur í Lang- holtssöfnuði með guðsþjónustu og aðventudagskrá um kvöldið. Um morguninn kl. 11 verður fjöl- skylduguðsþjónusta þar sem að Gradualekór Langholtskirkju syngur í stund sem er sniðin fyrir alla fjölskylduna. Kl. 20 um kvöldið er síðan kvöld- dagskrá þar sem að Kór Langholts- kirkju syngur og Kór kórskólans flytur Lúsíuhelgileik. Séra Krist- ján Valur Ingólfsson er ræðumaður kvöldsins. Eftir stundina mun kvenfélag Langholtssafnaðar bjóða upp á kaffisopa og meðlæti í safn- aðarheimilinu á kr. 500. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og er minnt á mikilvægi þess að ungir sem gamlir sinni hinum innra þætti jólaundirbúnings ekki síður en hin- um ytra. Sænsk aðventu- guðsþjónusta SÆNSKA félagið á Íslandi gengst fyrir aðventuguðsþjónustu í Dóm- kirkjunni fyrsta sunnudag í að- ventu, 2. desember kl. 14. Um þetta hefur skapast kær- komin venja margra fjölskyldna sem eiga uppruna sinn í Svíþjóð eða hafa tengst sænskri menningu tryggðaböndum. Nú vill svo vel til að hér á landi er sænskur prestur Kjell Fridberg og mun hann pré- dika og leiða guðsþjónustuna þessu sinni. Maria Cederborg mun leika á flautu og Marteinn H. Friðriksson á orgel. Ritningarlestra annast Lars Göran Johansson, Stig A. Wadentoft og Herman af Trolle, sendiherra Svía á Íslandi. Kærir aðventu og jólsöngvar verða sungnir og tilvalið tækifæri skap- ast til þess að hittast og rifja upp kynnin. Aðventukvöld í Áskirkju AÐVENTUSAMKOMA verður í Áskirkju sunnudaginn 2. desember kl. 20. Kirkjukór Áskirkju syngur aðventu og jólasöngva en söng- stjóri er Kári Þormar organisti. Einnig flytur kór og organisti að- ventutónlist ásamt flautuleik- urunum Hildi Þórðardóttur og Magneu Árnadóttur. Ennfremur mun Ásdís Vilhelmsdóttir lesa ljóð og flutt verður hugvekja. Þá verð- ur almennur söngur og samkom- unni lýkur með ávarpi sókn- arprests og bæn. Eftir samkomuna í kirkjunni mun kirkjugestum boð- ið upp á súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Íbúum dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju. Aðventu- kvöld og aðrar samverustundir í kirkjunum á aðventu hafa reynst mörgum dýrmætur þáttur í und- irbúningi jólanna og verða vonandi sífellt fleirum sjálfsagður hluti jólaundirbúningsins. Komu aðvent- unnar mun og fagnað í guðsþjón- ustum sunnudagsins í Áskirkju en barnaguðsþjónusta er kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 2. desember, verður aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju kl. 17. Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna með léttri jóla- dagskrá, söngvum og sögum. Barnakór úr Hjallaskóla syngur fyrir viðstadda undir stjórn Guð- rúnar Magnúsdóttur og við fáum að sjá skemmtilegt brúðuleikrit, Pönnukakan hennar Grýlu. Hér er á ferðinni falleg jólasaga sem brúðuleikarinn Bernd Ogrodnik hefur sett saman úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kann- ast við. Sagan segir frá sniðugri pönnuköku sem nær að flýja steik- arpönnu Grýlu með það fyrir aug- um að ferðast alla leið í arma Jesú litla og foreldra hans sem dvelja svöng og köld í fjárhúsi í Betlehem. En á vegi hennar verða margir sem vilja fá sinn skerf af kökunni. Brúðuleikritið Pönnukakan henn- ar Grýlu byggist að verulegu leyti upp á lifandi tónlist og virkri þátt- töku áhorfenda. Auk þessa munum við öll syngja saman jólasöngva og njóta stundarinnar í kirkjunni. Að henni lokinni verður boðið upp á kakó og piparkökur í safn- aðarsal kirkjunnar. Við hvetjum fjölskyldur til að fjölmenna á að- ventuhátíðina og leyfa jólaboð- skapnum að leika um sig. Í fjölskylduguðsþjónustu um morguninn koma krakkar úr Sala- skóla í Kópavogi í heimsókn og leika á blokkflautur undir stjórn Þórdísar Heiðu Kristjánsdóttur. Allir eru velkomnir. Aðventukvöld í Seltjarnarneskirkju ER ekki vel til fallið að koma í Sel- tjarnarneskirkju sunnudags- kvöldið 2. desember kl. 20:30 í upp- hafi aðventu, hlýða á fallega tónlist, uppbyggjast í orðinu og eiga samfélag hvert með öðru? Þar getum við átt stund með Guði, tendrað ljós og fundið frið frá öllu amstri hversdagsins. Ræðumaður kvöldsins er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Morgunblaðið/Ásdís Aðventuhátíð í Hallgrímskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.