Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 52
Aglow Reykjavík með jólafund AGLOW Reykjavík, kristileg samtök kvenna, halda sinn árlega jólafund mánudaginn 3. desember í Kristni- boðssalnum á Háaleitisbraut 58 í Reykjavík, kl. 20. Jón Þór Eyjólfsson, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunn- ar Klettsins, talar til gesta og Guðrún Magnúsdóttir (Dúrý) syngur jólalag. Þetta er opinn fundur fyrir karl- menn og eru eiginmenn, synir og aðr- ir hvattir til að koma með konunum. Jólakaffi, hlaðborð. Þátttökugjald er 600 kr. Allir velkomnir. STARFSMENN Ásgarðs ætla að vera með nokkrar sölusýningar á leikföngum sínum fyrir jólin á eftirtöldum stöðum: Eiðistorgi laugardaginn 1. desember kl. 11– 17, í Kringlunni fimmtudaginn 6. desember kl. 11–17, í Borgarleik- húsinu í sambandi við leiksýningu Ásgarðs á Hamlet, sunnudaginn 8. desember, í Fjarðarkaupum miðvikudaginn 12. desember kl. 11–17, á Eiðistorgi laugardaginn 15. desember kl. 11–17. Einnig er hægt að haft samband við Ásgarð og panta leikföng. Ásgarður er verndaður vinnu- staður sem stofnaður var 1993 og er með verkstæði sem framleiðir aðallega leikföng úr íslensku tré. Starfsmenn leggja áherslu á að hanna og þróa einföld og sterk leikföng sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum, segir í fréttatilkynningu. Jólasala Ásgarðs LJÓS verða tendruð á Hamborg- artrénu í 36. sinn í dag kl. 17. Gef- andi trésins er Hamborgarhöfn. Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn til að koma trénu til landsins, en þar má fyrst nefna Karl Konrad skóg- arhöggsmann, þýska herinn sem flutti tréð til hafnar, trygginga- miðlarann Georg Duncker, mark- aðsdeild Hamborgarhafnar, sem sá um alla umsýslu og Eimskipafélag Íslands hf., sem sá um flutninginn til landsins. Jürgen Sorgenfrei, forstjóri markaðssviðs hafnarinnar í Ham- borg og sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hendrik Dane, afhenda forsvarsmönnum Reykjavíkurhafn- ar tréð í dag, laugardag. Í ár eru 36 ár liðin frá því að fyrsta tréð barst til landsins. Eimskipafélag Íslands hf. hefur í öll skiptin flutt tréð endurgjaldslaust til Reykja- víkur. Árleg afhending trésins er þakk- lætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til barna í Ham- borg sem þeir af myndarskap færðu stríðshrjáðum börnum eftir síðari heimsstyrjöldina. Upphafs- menn að þessari hefð voru Her- mann Schlünz og Werner Hoenig sem minntust rausnarskapar Ís- lendinga og ákváðu árið 1965 að minnast hans með þessum hætti. Þeir stóðu að skipulagningu og undirbúningi við gjöfina frá upp- hafi en síðustu ár hefur markaðs- svið Hamborgarhafnar, Reykjavík- urhöfn og Þýsk-íslenska verslunarráðið tekið við. Við afhendinguna syngur kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunn- ar Björnsdóttur. Kveikt á jólatré á Mið- bakka Félag um lýðheilsu STOFNFUNDUR Félags um lýð- heilsu verður haldinn mánudaginn 3. desember kl. 17, í fundarsal (1. hæð) Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur. Ávarp flytja Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og Sigurður Guðmundssson, landlæknir. Undanfarna mánuði hefur hópur fólks unnið að því að undirbúa stofn- un félags um lýðheilsu. Á fundi sem haldinn var í maí komu fulltrúar margra faghópa, félaga og stofnana og lýstu fundarmenn sig reiðubúna til að vinna að stofnun slíks félags. Fundarmenn litu á félagið sem tækifæri til að stilla saman strengi og vinna að nýjum verkefnum á sviði forvarna og heilsueflingar. Fé- laginu er ætlað að verða nokkurs konar regnhlífarsamtök áhugafólks um lýðheilsu. Sambærileg félög eru starfandi í nágrannalöndum okkar og einnig eru til alþjóðasamtök sem leitað verður eftir samstarfi við. Lýðheilsa varðar félagslega og heilsufarslega þætti þjóða og hópa. Lýðheilsa miðar að því að bæta heil- brigði, lengja líf og bæta lífsgæði þjóða og hópa með almennri heilsu- vernd, heilsueflingu, sjúkdómavörn- um og annarri heilbrigðisþjónustu. Félag um lýðheilsu yrði félag fag- manna og áhugafólks um lýðheilsu á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR 52 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ ÚTGÁFA af Fjölskylduvefnum var opnuð nýlega við hátíðlegt tækifæri að viðstöddum við- skiptavinum og velunnurum fyr- irtækisins Mentors. „Hinn nýi vef- ur, Fjölskylduvefurinn, er alger nýjung í veflausnum skóla. Með til- komu hans geta foreldrar skráð sig inn á vefinn með lykilorði sem þeir fá sent frá skólanum og fá þá að- gang að sérstakri heimasíðu fjöl- skyldunnar þar sem upplýsingar um öll börn viðkomandi heimilis birtast, hvort sem þau eru í leik- skóla eða grunnskóla,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Mentor ehf. „Sýnishorn af því sem koma skal má finna á eftirfarandi slóð: http:// www.mentor.is/mentor_v03. Þar er smellt á „Tengjast fjölskylduvef“ til hægri á skjánum til þess að sjá sýnishorn af því sem koma skal. Skólastjórnendur, ritarar og kennarar hafa möguleika á að senda upplýsingar á vefinn með hjálp Stundvísi og því er mjög auð- velt fyrir skólana að viðhalda vefn- um,“ segir þar ennfremur. Morgunblaðið/Sverrir Ingunn Sigurrós Bragadóttir, fulltrúi foreldra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Pétur Pétursson, stofnandi Mentor. Fjölskylduvefurinn Basar og kaffisala KEFAS KEFAS, kristið samfélag, heldur sinn árlega basar sunnudaginn 2. desember kl. 14–17. Að þessu sinni er basarinn til styrktar nýju kirkju- byggingunni sem risin er á Vatns- endabletti 601 við Vatnsendaveg. Á boðstólum verða heimabakaðar kökur, matvara, föndur og ýmsar gjafavörur. Hátíðartónlist verður flutt af hjómsveit hússins og kaffi og rjómavöfflur verða seldar. KEFAS fluttist af Dalveginum fyrr á árinu og í september var húsið tekið formlega í notkun, segir í fréttatilkynningu. Gengið í Jósepsdal FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferðar í Jósepsdal sunnudaginn 2. desember. Dalurinn er undir Ólafs- skarði og suðaustan undir Vífilsfelli. Áætlaður göngutími er um 2–3 klst. Verð 1.200/1.500 kr. Fararstjóri verður Sigurður Kristjánsson. Lagt verður af stað frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi er varð á Reykjanesbraut, skammt sunnan Álfabakka, fimmtudaginn 22. nóv- ember kl. 8.49. Þar varð árekstur með hvítri Subaru Forester-fólksbif- reið og blárri Hyundai H-1-sendibif- reið, sem báðum var ekið norður Reykjanesbraut. Þeir sem upplýs- ingar geta veitt um málið eru vin- samlega beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir tjónvaldi eða vitnum að því er ekið var á stóra hvíta Mercedes Benz- sendibifreið merkta BYGG á hliðum en ekið var á hægri hlið hennar mið- vikudaginn 20. nóvember á milli kl. 15 og 15.30 í porti Húsasmiðjunar í Súðarvogi. Þann 1. nóvember sl. var ekið á bifreiðina TH-627, sem er blá VW Golffólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus á bifreiðastæði við Mýrargötu. Hafði bifreiðinni verið lagt þar um morguninn og stóð þar til næsta morguns. Sá sem ók á bifreiðina fór hins vegar af vettvangi án þess að til- kynna það hlutaðeiganda eða lög- reglu og er því hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðn- ir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Opnun sögusýningar í gömlum strætisvagni Strætó í 70 ár „UM ÞESSAR mundir eru 70 ár síðan almenningssamgöngur hófust á höfuðborgarsvæðinu. Lækjartorg- Kleppur var fyrsta strætisvagna- leiðin og hinn 31. október 1931 var fyrsta ferðin farin. Af þessu tilefni verður sögusýningin „Strætó í 70 ár“ opnuð í gömlum strætisvagni á Lækjartorgi, í dag kl. 14. Sýningin stendur til kl. 17 og er opin almenn- ingi,“ segir í fréttatilkynningu frá Strætó. „Ljósgrænn Volvo-strætisvagn frá árinu 1968 hýsir sögusýninguna þar sem getur að líta gamla ein- kennisbúninga, leiðabækur, farmiða og skiptimiða, módel af elstu vögn- unum og ýmsa aðra muni sem tengjast almenningssamgöngum. Næstu vikur mun strætisvagninn ferðast á milli grunnskóla á höf- uðborgarsvæðinu þar sem nemend- um í 5. bekk verður boðið á sögu- sýninguna. Um helgar verður sýningin opin almenningi á mis- munandi stöðum á höfuðborgar- svæðinu og er aðgangur ókeypis. Jón Hallur Stefánsson tónlistar- maður hefur samið lag um strætó sem hann kallar „Leiðasöng“ og verður lagið frumflutt við opnun sýningarinnar. Strætó í 70 ár er skemmtileg og lifandi sýning sem sýnir hversu stóran þátt strætisvagnar eiga í daglegu lífi höfuðborgarbúa og menningarsögu þjóðarinnar, segir í fréttatilkynningu. Við undirbúning sýningarinnar fundust hátt í tvö hundruð ljóð sem tengjast stræt- isvögnum á einn eða annan hátt og verða nokkur þeirra til sýnis í vagninum. Einnig verða ljóð fest upp í loftið á nokkrum vögnum Strætó bs. meðan á sýningunni stendur. Næstu tvo mánuði tekur leiðsögu- maður sér far með vögnunum en hann mun segja farþegum frá því sem fyrir augu ber og sögu þeirra svæða sem ekið er um. Þessar ferð- ir verða auglýstar sérstaklega,“ segir jafnframt í fréttatilkynningu. Sigríður Bachmann sagnfræðing- ur hefur annast uppsetningu sýn- ingarinnar. ÁRLEG jólasýning Árbæjarsafns verður opin sunnudagana 2. og 9. desember frá kl. 13–17. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga, flest hús safnsins verða opin og mikið um að vera. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa að skera út laufabrauð sem er steikt í eldhús- inu og gestum boðið að bragða á. Einnig verða steypt kerti í skemm- unni, bæði úr tólg og vaxi. Uppi á baðstofulofti verður spunnið, prjónað og saumaðir roðskór, krakkar vefja jólatré lyngi og jóla- sögur verða lesnar. Í Hábæ verður hangikjötið kom- ið í pottinn og leikfangasýningin í Kornhúsi hefur fengið jólasvip, þar verður einnig sýnt jólaföndur og gestir fá að föndra. Í Efstabæ er jólaskrautið komið úr kössunum, og skatan komin í pottinn. Í List- munahorninu verður sýning á jóla- skrauti og í salnum í húsinu Lækj- argötu 4 verða sýnd jólatré af ýmsum toga. Dillonshús býður upp á ljúffengar veitingar, heitt súkk- ulaði og jólalegt meðlæti. Klukkan 14 verður messa í safn- Jólasýning Árbæjar- safns kirkjunni og klukkan 15 hefst jóla- trésskemmtun. Sunnudaginn 2. desember syngja skólabörn úr Ártúnsskóla jólalög. Síðan verður dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safn- svæðið frá kl. 14–16.30 hrekkjóttir og stríðnir að vanda og taka þeir þátt í dansinum kringum jólatréð, segir í fréttatilkynningu. Lágvöru- verðsverslun í blómasölu „FYRSTA lágvöruverðsverslun hér- lendis í blómasölu tekur til starfa í dag, laugardag kl. 10, með fjöl- breyttu úrvali blóma, bæði afskorn- um blómumog pottablómum og ýms- um varningi sem tengist ræktun og umhyggju blóma,“ segir í fréttatil- kynningu frá Blómalagernum. Verslunin heitir Blómalagerinn/ beint frá bóndanum, og er í eigu þriggja garðyrkjustöðva: Greinar- innar, Hveragerði – Þorvaldar Snorrasonar, Reykjadals, Mosfells- sveit – Erlings Ólafssonar, og Rósar- innar ehf., Hveragerði – Jóhanns Sigurðssonar. Blómalagerinn/beint frá bóndanum verður á viðskipta- svæðinu við Smáratorg 1 í Kópavogi. „Með stofnun og starfrækslu Blómalagersins/beint frá bóndanum er stefnt að því að koma við marg- víslegri hagræðingu og þannig gefa almenningi kost á að kaupa blóm á miklu hagstæðara verði en fólk á að venjast. Opnunartími Blómalagersins/ beint frá bóndanum verður virka daga kl. 13–19, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 10,“ segir þar ennfrem- ur. UM ÞESSAR mundir eru 20 ár síð- an Bjarma Didriksen stofnaði Misty, við Laugaveg 40, og hóf að versla með kvenundirföt. Í tilefni af því munu 4 klassískar, sem eru söngkon- urnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Signý Sæmunds- dóttir ásamt Aðalheiði Þorsteins- dóttur undirleikara skemmta með söng sínum og kynna nýjan geisla- disk sinn, laugardaginn 1. desember. Þær munu koma fram milli kl. 15 og 17 og eru vegfarendur boðnir vel- komnir. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur í versluninni, segir í fréttatilkynningu. 4 klassískar í Misty Basar í Hafnarfirði ÖRKIN hans Nóa, kristilegt starf sem leggur áherslu á bænina og bænalíf meðal fólks, verður með jóla- basar sunnudaginn 2. desember kl. 14-17 á Reykjavíkurvegi 68, Hafn- arfirði. Á boðstólum verður bútasaumur, trévara, jólakransar, krukkur og dúkar, ásamt barnaföndri. Kaffi og vöfflur ásamt jólatónlist, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.