Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kossinn vinargjöf sími 462 2900 Blómin í bænum SKÓLANEFND samþykkti á fundi sínum nýlega að leggja til að skóla- gjöld í Tónlistarskólanum á Akur- eyri fyrir nóvember yrðu felld niður vegna verkfalls tónlistarskólakenn- ara. Helgi Þ. Svavarsson, skólastjóri Tónlistarskólans, mætti á fund skólanefndar og gerði grein fyrir áhrifum verkfallsins og nýrra kjara- samninga þeirra og Launanefndar sveitarfélaga á starfsemi skólans. Í máli hans kom m.a. fram að áhrif verkfallsins væru ekki komin fram ennþá en af rúmlega 430 nemendum hefðu fjórir nemendur sagt sig frá námi nú. Einnig kom fram að þær fimm vik- ur sem féllu niður vegna verkfallsins yrðu ekki unnar upp. Reynt yrði að skipuleggja námið þannig, þar sem það væri nauðsynlegt, að nemendur gætu lokið fyrirfram ákveðnum stigsprófum. Tónlistarskólinn á Akureyri Skólagjöld fyrir nóvem- ber verði felld niður TRYGGVI Helgason fyrrverandi formaður Sjómannafélags Akureyr- ar lést á Grund í Reykja- vík á miðvikudag, 5. des- ember, á 102. aldursári. Tryggvi fæddist á Lykkju á Akranesi 19. apríl árið 1900. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Illugadóttur frá Stóra- Lambhaga og Helga Guð- brandssonar frá Klafa- stöðum, Skilmanna- hreppi, og var Tryggvi fjórði í röð þrettán barna þeirra hjóna. Tryggvi hóf snemma að taka þátt í lífsbaráttu fjölskyldunnar og vann m.a. við sveitastörf frá unga aldri. Tryggvi stundaði nám í barnaskóla á Akranesi frá 10 til 14 ára aldurs, en hélt síðan í atvinnuleit til Reykjavík- ur. Hann vann við fiskverkun og fór síðar á fiskiskútur sem gerðar voru út frá Reykjavík. Þá var hann á togur- um, m.a. eina vertíð á enskum togara frá Grimsby og landformaður var hann á Heru sem gerð var út frá Akranesi. Tryggvi vann um tíma hjá togaraútgerðinni Sleipni, en árið 1930 flutti hann til Hríseyjar þar sem hann gerði út þilfarsbát. Árið 1933 flutti hann til Akureyrar og stundaði þar ýmsa vinnu, á sjó eða landi. Hann var kjörinn for- maður Sjómannafélags Akureyrar árið 1936 og gegndi því starfi til árs- ins 1976, eða í 40 ár sam- fleytt. Hann átti frum- kvæði að því að bæjarstjórn Akureyrar beitti sér fyrir kaupum á nýsköpunartogurum. Tryggvi sat um margra ára skeið í stjórn Sjómannasambands Íslands og í samninganefnd þess. Hann var kjör- inn í fyrstu stjórn Útgerðarfélags Akureyringa og var endurkjörinn svo lengi sem hann bjó á Akureyri. Tryggvi starfaði lengi í Sósíalista- flokknum og Alþýðubandalaginu á Akureyri og sat í bæjarstjórn um skeið. Á síðari hluta ævi sinnar sat hann í ýmsum nefndum, svo sem byggðanefnd, verðlagsnefnd um fisk- verð og síldarútvegsnefnd. Síðustu rúma tvo áratugi bjó Tryggvi í Reykjavík. Tryggvi var um langt árabil í sam- búð með Sigríði Þorsteinsdóttur frá Reykjavík, en hún lést árið 1982. Tryggvi átti einn son. Andlát TRYGGVI HELGASON VEGAGERÐIN hefur undirritað samning við Samskip um áframhald- andi rekstur ferjunnar Sæfara. Samningurinn tekur gildi um áramót og gildir til þriggja ára með mögu- leika á framlengingu um tvö ár til viðbótar. Samskip hafa séð um rekstur Sæ- fara frá 1. maí 1996. Sæfari siglir milli Dalvíkur, Grímseyjar og Hrís- eyjar. Áætlunin frá áramótum gerir ráð fyrir þremur ferðum í viku milli Dalvíkur og Grímseyjar – á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudög- um – en tveimur ferðum í viku milli Dalvíkur og Hríseyjar – á þriðjudög- um og fimmtudögum. Sæfari siglir undir merkjum Landflutninga–Sam- skipa og er hluti af innanlandskerfi Samskipa. Skipstjóri Sæfara er Sig- urjón Herbertsson. Sæfari siglir milli Dalvíkur, Grímseyjar og Hríseyjar. Sæfari áfram hjá Samskipum Frá undirritun samningsins: Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri hagdeildar VG, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- sviðs VG, Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sam- skipa, Óskar Óskarsson, deildarstjóri innanlandsdeildar Samskipa. LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Svalbarðskirkju kl. 14 á sunnudag. Ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Kyrrðarstund kl. 21 á mánudagskvöld. Kirkjuskóli í Laufáskirkju kl. 13.30 í upphafi aðventuhátíðar í Gamla bænum. Aðventukvöld verður í Grenivík- urkirkju á sunnudagskvöld, 9. desember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá í tali og tón- um. Hlín Bolladóttir flytur hugleiðingum. Jólasveifla STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Jólasveiflan verður í kirkjunni kl. 20:30 á föstudags- kvöld, 7. desember. Ýmsir söngvarar munu flytja jólasöngva við undirleik hljóm- sveitar. Einnig er ætlunin að kirkjugestir syngi saman nokkur jólalög. Kirkjustarf OPIÐ hús verður hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 8. desember frá kl. 14 til 18. Að venju er gestum boðið í heim- sókn í Menntasmiðjuna við lok námsannar til að líta á afrakstur starfsins, en m.a. verður sýnt hand- verk, skáldverk og boðið upp á söng- og danssýningar auk þess sem kaffi verður á boðstólum. Námið í Menntasmiðjunni er þrí- þætt: hagnýtt, skapandi og sjálfs- styrkjandi, en sjálfsstyrking fléttast meira og minna inn í alla námsþætti. Einn námsþátturinn er Lífsvefurinn, sjálfstyrkingarnámskeið sérstak- lega ætlað konum, unnin af Karólínu Stefánsdóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur. Þá er hagnýtt nám af ýmsu tagi í Menntasmiðjunni og mikið um skapandi starf. Á vorönn 2002 verður hafist handa við nýtt verkefni, Menntasmiðju unga fólksins en Menntasmiðja kvenna verður aftur á haustönn. Menntasmiðja kvenna Opið hús JÓLAANNIR verða í gamla bænum í Laufási á laugardag, 8. desem- ber,frá kl. 13.30 til 15.30. Þar verða gerð kerti, laufabrauð skorið, hellt upp á kúmenkaffi í hlóðaeldhúsi og margt fleira. Auk þess verða til sýnis jólakort frá ár- unum 1900-1930 og gömul jólatré frá ýmsum tímum. Til þess að létta starf og lund verða gömlu jólalögin sungin og dansað í kringum jólatré. Allir eru velkomnir hvort heldur er úr byggð eða af fjöllum. Dagskráin hefst með barnastund í Laufáskirkju. Aðgangseyrir er 300 kr. en ókeyp- is fyrir eldri borgara og börn yngri en 16 ára. Aðventustund í Laufási JÓNAS Viðar opnar málverkasýn- ingu á Kaffi Karólínu við Kaup- vangsstræti á Akureyri á morgun, laugardaginn 8. desember kl. 14. Þetta er tuttugusta einkasýning Jónasar. Engin boðskort verða send út en allir eru velkomnir á opnun eða síðar. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma Karólínu. Jónas sýnir á Karólínu GREIFINN eignarhaldsfélag hefur eignast hlut í Ferðaskrifstofu Akureyrar ehf., sem tekur yfir rekstur Ferðaskrifstofu Íslands við Ráðhústorg nú um áramótin. Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri Sjafnar, og Steingrímur Pétursson fram- kvæmdastjóri Sandblásturs og málmhúðunar eru einnig hluthafar og heimamenn á Akureyri eiga því 70% eignarhlut í félaginu á móti 30% eign- arhlut Ferðaskrifstofu Íslands. Þá hefur Ferðaskrifstofa Akureyrar ráðið Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur til starfa en hún var for- stöðumaður Samvinnuferða-Landsýnar á Akur- eyri fram að gjaldþroti félagsins á dögunum. Hjá félaginu starfa nú fjórir starfsmenn, með mikla reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu. Velta Ferða- skrifstofu Akureyrar er um 250 milljónir króna og eftir gjaldþrot Samvinnuferða-Landsýnar rekur félagið einu IATA ferðaskrifstofuna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Ferðaskrif- stofa Akureyrar er með umboð fyrir Flugfélag Ís- lands, Úrval Útsýn, Plúsferðir og fleiri. Samkvæmt stefnumörkun félagsins verður unn- ið að því að efla núverandi starfsemi enn frekar og gera það að þekkingarfyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Unnið verður að því byggja upp þjónustu við innkomandi ferðamenn, jafnt inn- lenda sem erlenda. Ferðamönnum tryggður aðgangur að góðri og viðurkenndri þjónustu Þá verður unnið að eflingu og framgangi ferða- mála á Norðurlandi, m.a. með því að tryggja ferða- mönnum aðgang að góðri og viðurkenndri þjón- ustu, með samstarfi hagsmunaaðila í ferðaþjónsustu hvað varðar markaðs- og kynning- armál og með beinni markaðstengingu innanlands og utan. Ferðaskrifstofa Akureyrar stefnir að því að veita upplýsingar um ferða- og afþreyingarmögu- leika á Norðurlandi og annast bókanir fyrir þá, byggja upp tengsl og samstarf við hliðstæð fyr- irtæki erlendis og markaðssetja Norðurland gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Greifinn eignast hlut í Ferðaskrifstofu Akureyrar Unnið að því að efla núverandi starfsemi Morgunblaðið/Kristján Starfskonur Ferðaskrifstofu Akureyrar við Ráðhústorg, f.v. Sigríður Sigtryggsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Ragnheiður Jakobs- dóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. FYRSTA sunnudag í jólaföstu höfðu Mývetningar fregnir af því að rjúpnamenn hefðu séð til jóla- sveinsins í Dimmuborgum þá um morguninn. Flýgur fiskisagan og áður en varði var barnafjöld og full- orðnir komin í borgirnar til að sannreyna fréttina. Það sýndi sig að Skyrgámur var þar á ferð með poka sinn og hafði tyllt sér niður á Hallarflöt, þar tók hann á móti börnunum, gaf þeim ávexti og söng með þeim jólalög. Hann hvarf svo inn milli borg- anna og kvaðst á leið í kveldverðarboð í Sel Hóteli hjá Yngva Ragnari þar sem borð svigna undir krás- um. Skyrgámur kominn í Dimmuborgir Morgunblaðið/BFH Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.