Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem Bílastæðasjóður lét ný- verið gera á viðhorfum íbúa í Þingholtunum til gjaldskyldu í hverfinu, munu hafa áhrif á framhaldið hvað varðar tillög- ur um tvö ný gjaldsvæði í hverfinu. „Ef í ljós kemur að íbúarnir eru misjafnlega hlynntir gjaldskyldu munum við skoða skiptingu eftir göt- um og verið gæti að sumar göt- ur yrðu gerðar gjaldskyldar en aðrar ekki,“ segir Stefán Har- aldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. „En best væri að gjaldsvæðið yrði heild- stætt.“ Áður en niðurstöður verða kynntar almenningi verða þær lagðar fyrir samgöngunefnd borgarinnar. Íbúum Þingholtanna var sendur bæklingur með tillög- um að gjaldsvæðunum og er þetta í fyrsta sinn sem íbúar eru hafðir með í ráðum með þessum hætti. „Áður bentum við fólki sem óskaði eftir gjald- skyldu í sínu hverfi á að safna undirskriftum og afhenda okk- ur. Þetta fannst fólki hvimleið krafa og því var ákveðið að koma til móts við íbúana með þessum hætti.“ Eitt íbúakort á hvert heimili Í bæklingnum segir að ef til- lögurnar komist til fram- kvæmda bjóðist íbúum hverf- isins að kaupa svokölluð íbúakort sem veiti þeim ótak- markaða heimild til notkunar á bílastæðum í hverfinu. „Samkvæmt reglunum eins og þær eru í dag er aðeins eitt íbúakort á íbúð,“ segir Stefán. „Reglurnar eru hins vegar nú til endurskoðunar og trúlega munum við leggja til einhverj- ar breytingar á þeim. Við reyndum að skoða þetta mál í könnuninni þannig að tíðinda á því sviði gæti verið að vænta.“ Í Morgunblaðinu í gær lýsti íbúi í Þingholtunum óánægju sinni með þetta fyrirkomulag og sagði það valda fjölskyldum sem eiga tvo bíla erfiðleikum. Stefán telur hins vegar óal- gengt að íbúar miðborgarinn- ar eigi tvo bíla. „Gjaldskyldan er frá tíu til átján virka daga og á þeim tíma er nú alla jafna annar bíllinn að heiman. En það geta orðið vandræði á laugardögum, því þá er gjald- skylt frá tíu til eitt.“ Stefán segir að úthlutunar- reglur íbúakortanna hafi verið átakamál frá upphafi og fólk sem á fleiri en einn bíl hafi kvartað. „Það er spurning hvernig best er að hafa þetta, það er alveg ljóst að stæðin verða fljót að fyllast í þessum götum ef almennt yrðu gefin út tvö íbúakort á íbúð.“ Á haustin þegar skólarnir byrja fyllast hin gjaldfrjálsu stæði í Þingholtunum og hefur það skapað vandamál. „Við gerum engan greinarmun á því hvort fólk er að sækja skóla eða vinnu, heldur er þarna um að ræða langtímanotendur á frjálsum bílastæðum. Það er hæpið að reyna að selja lang- tímanotendum stæði í bíla- stæðahúsum þegar þeim standa til boða ókeypis stæði í nágrenninu.“ Samkvæmt tillögunum verða tvö gjaldsvæði í Þing- holtunum, annars vegar gjaldsvæði tvö, þar sem borga þarf tímagjald og hins vegar gjaldsvæði þrjú sem hentar til langtímanotkunar. „Notkun á stæði á því svæði kostar um 3– 5.000 krónur á mánuði.“ Íbúakortin kosta nú 3.000 krónur á ári en kostuðu áður 5.000 krónur. „Íbúar á þeim svæðum sem þegar eru orðin gjaldskyld á þennan hátt eru ánægðir með íbúakortin,“ segir Stefán. „Reynslan er sú að íbúarnir eiga auðveldara með að fá stæði eftir að gjaldskyldu er komið á.“ Niðurstaðna úr könnuninni er að vænta á næstu dögum en að öllum líkindum verða þær ekki lagðar fyrir samgöngu- nefnd fyrr en eftir áramót. Úthlutunarreglur íbúa- korta í endurskoðun Þingholtin Morgunblaðið/Ásdís Samkvæmt núgildandi úthlutunarreglum er eitt íbúakort á hvert heimili á gjaldskyldum svæðum borgarinnar. Á LEIKSKÓLANUM Selja- koti í Breiðholti eru allir komnir í jólaskap. Börnin, sem eru um 60 að tölu, hafa undanfarna daga unað sér á jólaverkstæðum, þar sem bakaðar eru piparkökur, málaðar eru galdramyndir og skreyttir eru könglar til að hengja á jólatréð. Líkt og í öðrum leikskólum landsins er starfið á Seljakoti óhefð- bundið í jólamánuðinum en starfsfólkið reynir að hafa stemmninguna rólega svo allir fái að njóta sín til fulls. Það er þó töluverð til- hlökkun í börnunum enda nálgast jólin óðfluga. Jóla- sveinarnir eru væntanlegir einhvern næstu daga og þá vakna spurningar um þá sem starfsfólk og börn leggj- ast á eitt um að svara. Mögu- leikhúsið kom í heimsókn fyrr í mánuðinum og sýndi jólaleikrit en í gær voru það börnin sjálf sem spreyttu sig á leiklistinni og var öllum foreldrum boðið í aðventu- kaffi á leikskólanum. Dustað hefur verið rykið af bókum, sögum og söngv- um sem tengjast hátíðinni sem senn fer í hönd og hvert einasta barn syngur hástöf- um um Snæfinn snjókarl og önnur hressileg jólalög oft á dag. Þann 21. desember halda börnin síðan að vanda til kirkju og að þessu sinni verður helgileikurinn flutt- ur af börnum Seljakots, en leikskólarnir í Seljahverfi skiptast á flytja hann ár hvert. Í kirkjunni mun einn- ig syngja kór samsettur af öllum leikskólabörnum hverfisins. Róleg jólastemmning Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessi ungi herramaður átti ekki í erfiðleikum með að töfra fram galdramynd. Piparkökubakstur er meðal þess sem börnin á Seljakoti hafa fengist við að undanförnu. Seljahverfi Í DRÖGUM að rannsóknar- skýrslu vegna fornleifaupp- graftar við Aðalstræti í Reykjavík kemur m.a. fram að við Grjótagötu hafa fundist leifar af garðlagi sem er eldra en landnámsgjóskan frá 871 og er því elsta þekkta mann- virki á Íslandi. Drögin voru lögð fyrir fund borgarráðs í vikunni en áætlað er að loka- skýrsla um uppgröftinn liggi fyrir næsta sumar. Samkvæmt drögunum kom ýmislegt í ljós við uppgröftinn sem ekki var áður vitað. Á 10. öld var reistur skáli þar sem nú er Aðalstræti 14–16 og er hann sá stærsti af þremur vík- ingaaldarskálum sem vitað er um á bæjarstæði Reykjavík- ur. Skálinn virðist að flestu leyti vera dæmigert íveruhús frá víkingaöld en í honum er þó óvenju veglegt eldstæði. Einnig er sérstakt að grjót er í veggjum og er skálinn elsta þekkta dæmið um slíkt bygg- ingarlag, en það varð seinna alls ráðandi í gerð íslenskra torfhúsa. Nær samfelld bygging- arsaga frá 15. öld Eftir að skálarnir voru yf- irgefnir á 11. öld var ekki byggt aftur á staðnum en auk- in ummerki um mannaferðir sjást þó í lok 15. aldar og á 16. öld er líklega byggður þar hjallur. Á 18. öld voru byggð- ar á lóðinni á vegum Innrétt- inganna tauverksmiðja og ló- skurðarstofu og fundust leifar þeirrar síðarnefndu í upp- greftinum í ár auk leifa tengi- byggingar þeirra á milli. Hús þessi brunnu í elds- voða sem varð 1764 og í stað þeirra voru byggð hús sem tóku ýmsum breytingum á 18. og 19. öld. Húsið virðist eiga samfellda byggingarsögu þó ekki sé hægt að útiloka að það hafi verið tekið niður alger- lega, jafnvel oftar en einu sinni. Saga húsanna við Aðalstræti 14–16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Efri hæðir hússins við Aðalstræti 16 voru fyrr á árinu flutt- ar um set til að greiða fyrir fornleifarannsóknunum en húsið er talið hafa samfellda byggingarsögu frá 18. öld. Miðborg EIÐISTORG á Seltjarn- arnesi er komið í spari- fötin og á torginu verða haldnir tónleikar alla laugardaga fram að jól- um. Það er Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ sem ríður á vaðið á morgun, laugardag, með blönduðu tónlistarefni, kórsöng og fjöldasöng með hljómsveitarundir- leik. Eiginkonur kór- félaga sem kalla sig Stefnur, munu baka vöfflur og selja með heitu súkkulaði til styrktar kórnum. Fyrir þá, sem þyrstir í meira af söng Stefnis, býðst að kaupa nýjan geisladisk kórsins „Með söngvaseið á vörum“ á staðnum. Jólatón- leikar á Eiðis- torgi Seltjarnarnes HEFÐ er fyrir því víða um heim og Ísland er þar engin undantekning, að fjölskyldur fari saman í jólamánuðinum út í skóg og höggvi sitt eigið jólatré. Í Hamrahlíðarlandi í Mos- fellsbæ, rétt eftir að komið er inn fyrir bæjarmörkin frá Reykjavík, hefur skógræktar- félag bæjarins ræktað skóg og árlega býðst Mosfellingum og öðrum áhugasömum að heimsækja skóginn og velja sér sitt eigið jólatré til að höggva. Félagar úr skógræktar- félaginu eru á staðnum og að- stoða við val á tré. Um helgina munu hópar leikskólabarna mæta galvösk í skóginn þar sem jólasveinar taka á móti þeim og öðrum gestum með sprelli og skemmtilegum uppátækjum eins og þeim ein- um er lagið. Sérvalið jólatré Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.