Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Moulin Rouge Bandarísk. 20001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ewan McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg afþreying sem er allt í senn: Söng- og dans- amynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur, nefndu það. Baz Luhrman er einn athygl- isverðasti kvikmyndagerðarmaður samtím- ans sem sættir sig ekki við neinar málamiðl- anir og uppsker eins og hann sáir; fullt hús stiga. Smárabíó Requiem for a Dream/ Sálumessa draums Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Darren Aron- ofsky. Aðalleikendur: Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connelly. Áhrifaríkasta mynd ársins til þessa. Aronofsky galdrar fram frá- bært samspili mynda og tóna um leið og hann segir átakanlega sögu með frábærum leikurnum. - Sambíóin The Others Spænsk/frönsk/bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Alejandro Amenábar. Nicole Kid- man, Fionula Flanagan, Christopher Eccl- eston, Alakina Mann, Eric Sykes. Meistara- lega gerð hrollvekja sem þarf ekki á neinum milljóndalabrellum að halda, en styðst við einfalt, magnað handrit, styrkan leik, kvik- myndatöku og leikstjórn. Umgerðin afskekkt- ur herragarður, persónurnar dularfullar, efnið pottþétt, gamaldags draugasaga með nýju, snjöllu ívafi. Háskólabíó, Sambíóin Italiensk for begyndere / Ítalska fyrir byrjendur Dönsk. 2001. Leikstjórn og handrit: Lone Scherfig. Aðalleikendur: Anders W. Berthel- sen, Anette Stövebæk, Ann Eleonora Jörg- ensen. Ný kvikmynd unnin eftir Dogme 95 forskriftinni, frá dönsku leikstýrunni Scherfig. Frábær saga, rómantísk og alvöruþrungin í senn, sem framreidd er af dönskum úrvals- leikurum. Regnboginn The Man Who Wasn’t There/ Maðurinn sem reykti of mikið Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joel Coen. Aðal- leikendur: Billy Bob Thornton, Frances McDormand, James Gandolfini, Tony Shal- oub. Billy Bob fer hamförum sem keðjureykj- andi undirtylla á rakarastofu sem hefnir sín á þeim sem hafa hann undir að öllu jöfnu. Sér ekki fyrir afleiðingarnar. Coen-bræður í fág- aðri og meinfyndinni, s/h filmnoir-sveiflu með afburða leikhópi. Stjörnubíó Shadow of the Vampire/ Skuggi vampírunnar Bandarísk. 2000. Leikstjóri: E. Elias Merh- inge. Aðalleikendur: John Malkowich, Willem Dafoe, Udo Kier. Bráðsnjöll, hrollvelkjandi og fyndin, útúrsnúningur á klassíkinni Nosferatu eftir Murnau. Var Max Schreck raunveruleg blóðsuga? Sambíóin Elling Noregur 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nord- in, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt geðfatlaða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir að- alpersónunum.  Háskólabíó Harry Potter og viskusteinn- inn/Harry Potter and the Sorcerer’s Stone Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Columbus. Aðalleikendur: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emmu Watson, Robbie Coltrane, John Cleese. Aðlögun hinnar lifandi sögu J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter yfir í kvikmyndahandrit tekst hér vel. Útkoman er ekki hnökralaus en bráðskemmtileg ævin- týramynd engu að síður.  Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Háskólabíó Málarinn Íslensk. 2001. Leikstjórn og handrit: Erlend- ur Sveinsson. Vönduð og metnaðarfull heim- ildarmynd um líf og störf listmálarans Sveins Björnssonar, síðustu árin sem hann lifði. Prýdd fallegri og kraftmikilli kvikmyndatöku Sigurðar Sverris Pálssonar.  Háskólabíó Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmunds- sonar byggð á samnefndri skáldsögu Krist- ínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leik- stjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi, og hefur náð sterkum tökum á kvikmynda- legum frásagnarmáta. Frammistaða Mar- grétar Vilhjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær. Háskólabíó, Sambíóin O Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tim Blake Nel- son. Aðalleikendur: Mekhi Phifer, Martin Sheen, Josh Hartnett, Julia Stiles. Unglinga- mynd sem gerð er eftir Oþelló hans Shake- speares, og tekst vel til. Myndin er mjög áhrifarík, trúverðug og vel leikin. Kemur veru- lega skemmtilega á óvart.  Regnboginn Training Day /Reynsludagur Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Antoine Fuqua. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke. Fyrsti dagur nýliða í lögreglunni (Hawke), undir handleiðslu þaulreyndrar L.A. löggu (Washington), vafasamri í meira lagi, kostar hann nánast starfið, æruna og lífið.  Sambíóin Pétur og kötturinn Brandur Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam- insky. Handrit: Torbjörn Janson. Teiknimynd. Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Waage. Ekkert stórvirki en ágætisskemmtun fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru við- kunnanlegir og uppátektarsamir.  Smárabíó, Laugarásbíó Joe Dirt /Jói skítur Bandarísk. 2001. David Spade, Brittany Daniel, Dennis Miller, Kid Rock og Christoph- er Walken. Leikstjóri: Dennie Gordon. Joe Dirt var skilinn eftir hjá Miklagili af foreldrum sínum, og síðan hefur lífið verið ein þrauta- ganga. grínmynd með David Spade sem er alls ekki nógu fyndin þó að Joe Dirt sé mjög góð manngerð. Stjörnubíó Princess Diaries Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Garry Marshall Aðalleikendur: Julie Andrews, Anne Hath- away. Gamaldags prinsessusaga færð í gljá- fægðan nútímabúning. Ljóti andarunginn verður að fallega svaninum og fjöldi marg- nýttra Hollywood-tuggna. Sambíóin Corky Romano Leikstjóri Rob Potts. Aðalleikendur: Chris Kattan, Peter Falk. Dýralæknir, meinleysingi og mafíósasonur fær annað tækifæri til að vaxa í áliti í augum pabba gamla. Barnalega einfeldningslegt handrit, aðalleikarinn fer hamförum í fíflaskap, ein sú allra léleg- asta. Sambíóin Bræðralag úlfanna Frakkland 2001. Leikstjóri: Christopje Gans. Samuel Le Bihan. Vincent Cassell, Emilie Dequenne. Hræðilegt skrímsli herjar á sveitir 19. aldar Frakklands, tætir í sig gesti og gangandi. Samansull margra uppáhalds- kvikmynda höfundanna, er sundurlaus og langdregin. Fínir leikarar geta lítið gert.  Háskólabíó The One / Sá eini Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Wong. Aðalleikendur: Jet Li, Carla Gugino, Jason Stahan og Delroy Lindo. Ótrúlega ófrumleg og ósmekkleg kvikmynd sem gerist í framtíð- inni þar sem hægt er að ferðast á milli margra samhliða heima, og aðalgaurinn gerir það og bjargar öllu. Jet Li í stuði. ½ BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Leikarahópurinn í The Man Who Wasn’t There er sérdeilis sterkur. Fremstur fer Billy Bob Thornton en James Gandolfini er þó ekki langt undan. Drápshvöt (Instinct to Kill) Spennumynd Bandaríkin, 2000. Myndform VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (90 mín) Leikstjórn: Gustavo Graef-Marino. Aðalhlutverk: Mark Dacascos, Mellissa Crider og Kadeem Hardison HÉR er á ferðinni spennumynd sem virðist í fyrstu í meira lagi ógæfuleg en kemur síðan dálítið á óvart. Þar segir frá lögreglumann- inum Jim sem gengur að eiga föngu- legu klappstýruna Tess. Brátt kemst Tess hins vegar að því að eiginmaður hennar er sálsjúk- ur fjöldamorðingi. Eins og áður segir er hér ýmislegt sem gefur til kynna að ekki sé merkilegur varningur á ferðinni. Við kynnumst bardagasnillingi sem lítur út eins og karlfyrirsæta, staðal- ímynd hins svarta lögregluforingja og ekki er söguefnið frumlegt. Það sem fleytir myndinni hins vegar upp úr myndbandaræsinu er ákveðin dirfska og metnaður í handriti og hversu ágætlega reynist haldið um leikstjórnartaumana. Drápshvöt er langt í frá úrvalsmynd en hægt er mæla með henni sem sæmilegri af- þreyingu. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Sleppur fyrir horn Blóðug barnæska (Mörderische Ferien /Flashback) Hrollvekja Þýskaland 2000. Myndform VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (95 mín.) Leikstjórn Michael Karen. Aðalhlutverk Valerie Nie- haus, Xaver Hutter. HÉR er mætt tilraun Þjóðverja til að gera sína útgáfu af Scream- myndunum. Svona nokkurs konar „Öskrað á sjúkrahúsinu í Svarta- skógi“. Og ekki vantar blóðsúthell- ingarnar (sem margir líta vissu- lega á sem kost þegar slík tegund af hrollvekjum á í hlut). Hvert hrottafengið morðið rekur ann- að og morðinginn má eiga það að hann hefur hug- myndaflugið í lagi og fer ótroðnar slóðir í morðtilburðum sínum. Sjálf sagan er náttúrlega ekki neitt, neitt. Ung kona tekst á við heiminn eftir að hafa verið á geð- veikrahæli frá barnsaldri þar sem hún var vistuð eftir að hafa séð foreldra sína myrta á hrottafeng- inn hátt. Hún er ekki fyrr komin út en röð morða hefst sem sverja sig í ætt við morðið á foreldrunum og hún verður þess fullviss að hún sé næst. En eins og sannri hroll- vekju sæmir tekur myndin „óvænta“ stefnu undir lokin. Með „Öskrinu í Ölpunum“ bæta Þjóðverjar sáralitlu við sams kon- ar framleiðslu frá Hollywood. Engu meiri dýpt í persónum, eintóm ærsl og blóðslettur, einn felldur hér og einn þar, skiptir ekki máli hversu margir svo lengi sem morðið er frumlega fram- kvæmt. Skarphéðinn Guðmundsson Öskrað í Ölpunum Í FLJÓTU bragði sjá mennkannski ekki beintengingu ámilli læknislistar og hljómlist-ar ... og þó. Haukur Heiðar Ingólfsson er jafnvígur á bæði fögin, sem snúast í eðli sínu um nákvæmni þess sem stundar, og segir aðspurð- ur að þetta tvennt fari afar vel sam- an. Gott sé að snúa sér að hljómafléttum ef hann er búinn að vera grúska í vísindum líkamans lengi og öfugt. Mánaskin er fjórða plata Hauks. Árið 1984 kom Með suðrænum blæ út (endurútgefin á hljómdisk 1991), 1995 komu Suðrænar perlur út og 1999 Á ljúfum nótum. Allar eiga þessar plötur það sam- eiginlegt að vera ljúfar og þekkileg- ar. „Þessi er svona svipaður þeim síð- asta,“ segir Haukur, aðspurður um hvort einhver blæbrigðamunur sé á þessum útgáfum. „Ívið rólegri kannski. Þessir tveir síðustu eru ein- ungis spilaðir og á þessum hér reyndum við að hafa efnisvalið sem breiðast. Hér eru t.d. sex latin-lög með staðallögum, gömlum og nýjum. Einnig eru þarna tveir hægir vals- ar.“ Árni Scheving verður fyrir svör- um þegar ég inni þá eftir því hvort þeir séu að reyna að stýra inn á nokkurs konar létthlustunarmarkað. „Ja ... það sem við erum að reyna að ná fram er að fólk taki eftir þessu, viti af þessu, en þetta sé svona þægi- legt á bak við, ef þú ert að gera eitt- hvað, tala, borða, hvað sem er.“ Haukur tekur undir þetta. „Þetta á að vera slakandi tónlist.“ Þeir félagar segja upptökurnar hafa tekið skjótan tíma, enda hafa þeir unnið saman að öllum plötunum. „Við hittumst í júlí,“ útskýrir Haukur. „Við veljum lög í samein- ingu og ákveðum svo útsetningar.“ Árni segir það einfalt hvernig lög- in séu valin. „Hann (nikkar til Hauks og hlær) kemur með gríðarlega lang- an lista. Svo ber hann listann undir mig og ég krossa við. Svo rökræðum við þetta fram og aftur þangað til við erum báðir sáttir.“ Það er ekki mikið um að menn séu að sinna þessum geira, alltént ekki af fullri alvöru. „Gunnar Gunnarsson hefur reyndar gefið út tvo diska,“ segir Haukur, „með sólópíanóleik. Hann hefur verið að gera svipaða hluti.“ Aðspurðir um hvert framhaldið verður setja þeir kumpánar upp sposkan svip. Árni tekur svo af skar- ið og tilkynnir. „Við ákveðum aldrei neitt með þetta. Ekki nema við lítum til síðasta lagsins á disknum, „We’ll meet again“, og lesum það sem eins- konar forspá.“ Morgunblaðið/Þorkell Árni Scheving og Haukur Heiðar. Undir ljúfu tungli Haukur Heiðar og félagar gefa út Mánaskin Haukur Heiðar, píanisti og læknir, er mætt- ur með sína fjórðu plötu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Hauk og Árna Scheving um tilurð verksins. arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.