Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ R íkidæmi fólks er iðu- lega mælt í pen- ingum eða öðrum veraldlegum verð- mætum. Þegar á reynir skiptir allt heimsins prjál hins vegar engu máli og mann- skepnan gerir sér (vonandi) grein fyrir því að vinátta eða kunn- ingsskapur við gott fólk er dýr- mætara en fé á bankabók. Sá auður glatast að minnsta kosti ekki þótt krónan falli eða hlutabréfakastalinn hrynji. Margir mótast fyrir lífstíð þau ár sem setið er á skólabekk og eru menntaskólaárin ekki síst mikilvægt skref á þeirri þroska- leið sem lífsgangan er. Auk þess að nema gagnleg fræði kynnist menntskæl- ingurinn gjarnan ýms- um lífsins lystisemdum. Öðlast reynslu sem hann býr lengi að. Þroskast. Þá er nauðsynlegt að viðkomandi umgangist fólk sem vill honum vel. Fólk sem ber hag hans fyrir brjósti, fólk sem er ekki sama. Það er dýrmætt að kynnast þeim sem sýna öðrum, ekki síst hinum yngri og óreyndari, hlý- hug, traust og vinsemd. Að ég tali nú ekki um þau forréttindi að fá að læra af slíkum mannvinum um langa hríð eða skamma, hvort sem er í skóla eða á vinnustað. Hvort tveggja þekki ég af eigin raun, eins óverðskuldað og það nú er. Virðing – fyrir fólki, umhverfi sínu og viðfangsefnum – er mik- ilvæg dyggð. Lítillæti, heiðarleiki og gott skopskyn sömuleiðis. Umsjónarkennari okkar í fimmta og sjötta bekk máladeild- ar Menntaskólans á Akureyri við upphaf níunda áratugarins hafði allt þetta til að bera. Hann þótti vissulega sérkennilegur á stund- um, var eflaust nokkuð sérvitur, en hnyttinn maður og elskulegur, sem talaði og skrifaði af mikilli íþrótt. Hann var viðkvæmur og enginn kom ólesinn í tíma nema af óviðráðanlegum orsökum, vegna þess að það olli kenn- aranum hugarangri. Og við stuðl- uðum ekki að slíku; enginn leikur sér að því að fá samviskubit. Hann var líka vinur okkar. Það var gaman að vinna fyrir hann og með honum. Þessi meistari málsins, Gísli Jónsson, er látinn og verður jarð- sunginn á Akureyri í dag. Gísli sá um þáttinn Íslenskt mál í Morgunblaðinu frá 1979 til dauðadags og þegar þúsundasti þátturinn birtist vorið 1999 skráði ofanritaður samtal við hann sem birtist í blaðinu. Það hófst með einkennandi tilvitnun í viðmælandann: „Við skulum hafa þetta lítið og látlaust.“ Gísli kenndi íslensku við MA í hálfan fjórða áratug og var mikils metinn sem fræðimaður á sviði þeirrar arfleifðar sem tungu- málið er. Auk þess sinnti hann stjórnmálum lengi og eftir Gísla liggur býsn ritsmíða um ýmis málefni. Hann var margfróður og hag- yrðingur góður. Sannarlega athyglisverður maður og forvitnilegur. Þrátt fyr- ir það vildi Gísli alls ekki tala um sjálfan sig, en féllst á að ræða um þættina í blaðinu og tungumálið: „Við skulum hafa þetta lítið og látlaust.“ Gísli taldi eðlilegt að málið breyttist, en sagði snemma hafa komið í ljós að mönnum fyndist hann fullumburðarlyndur hvað það varðar. Nefndi sem dæmi um breytingar á málinu ýmis orð sem komist hafa í tísku en horfið aftur og því ekki gert neitt mein. „Menn sögðu fyrir nokkrum ára- tugum glás af einhverju, gomma af einhverju, gras af seðlum og svona, en það er held ég að hverfa aftur. Þetta gerir ekkert til. Þetta er bara eins og snjóskafl sem bráðnar með vorinu.“ Gísli var mikill áhugamaður um knattspyrnu og dyggur stuðningsmaður Knattspyrnu- félags Akureyrar. Sagði mér reyndar fyrir nokkrum árum að hann væri hættur að fara á völl- inn, en hann fylgdist vel með og kættist í haust þegar Akureyr- arliðin Þór og KA komust bæði upp í efstu deild. Þegar félagið hans sigraði í næstefstu deild í knattspyrnu haustið 1980 og setti stigamet hélt Gísli eftirminnilegt ávarp á sigurhátíð KA í Sjálfstæðishús- inu. Þar rak ég, Þórsarinn, inn nefið og gleymi aldrei þegar kennarinn og limruvinurinn Gísli fór með hana þessa, frumsamda: Það var knattspyrnulið sem hét KA. Það keppti af festu og þráa, og í órofa heild, kvaddi öfuga deild. Þökk sé Willoughby, kappanum knáa. Skotinn Alex Willoughby þjálf- aði KA-menn og til að hann skildi hvað um væri að vera hafði Gísli snarað limrunni á ensku: There was a soccer team north by the Sea, which in the first division wished to be. The struggle was tough, but they did well enough. Thanks for brilliant work, Willoughby. Gísli viðraði annað slagið skoð- anir sínar í aðsendum greinum hér í Morgunblaðinu, hin síðari ár gjarnan með Sigurði Davíðs- syni kennara, en þeir deildu her- bergi á Amtsbókasafninu á Ak- ureyri þar sem þeir grúskuðu. Kynning á þeim kumpánum var mjög í anda Gísla, jafnan þannig: Höfundar hafa fengist við kennslu. Hafa fengist við! Það voru forréttindi að sitja í kennslustundum hjá Gísla Jóns- syni. Fyrir ungt fólk sem veit ekki hvað það á að taka sér fyrir hendur eftir menntaskóla var ekki ónýtt að njóta nærveru meistarans og fráleitt dró það úr áhuga sumra á að hafa lifibrauð sitt af því að raða saman orðum á íslensku. Okkur þótti vænt um hann og ég þykist vita að aðrir nemendur Gísla Jónssonar hafi sömu sögu að segja. Ef minnið svíkur mig ekki söfnuðu stúdentar úr máladeild MA vorið 1982 ekki miklum ver- aldlegum auði meðan á skóla- göngunni stóð, en öll hurfum við engu að síður rík á braut út í lífið. Meistari málsins Það er dýrmætt að kynnast þeim sem sýna öðrum, ekki síst hinum yngri og óreyndari, hlýhug, traust og vinsemd. Og forréttindi að fá að læra af slíkum mannvinum, í skóla eða á vinnustað. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ✝ Árni Bergur Sig-urbergsson fæddist á Selfossi 4. mars 1948. Hann lést á Landspítalan- um 30. nóvember síðastliðinn. Árni var yngstur fimm barna hjónanna Sig- urbergs Jóhanns- sonar, bónda í Græn- hól í Ölfusi, síðar á Arnbergi á Selfossi, f. 18. ágúst 1886, d. 23. febrúar 1969, og Arnfríðar Einars- dóttur húsfreyju, f. 8. júlí 1906, d. 2. nóvember 1994. Foreldrar Sigurbergs voru Jó- hann Jóhannesson bóndi í Græn- hól og kona hans Þórdís Guð- vík, sambýliskona hans er Bryndís Kristjánsdóttir; og Finnur Már, f. 16. mars 1979, búsettur í Kópa- vogi. Hann á eina dóttur. Áður átti Árni tvo syni, Eðvald Inga, f. 4. maí 1967, hann á þrjú börn og er búsettur á Akranesi, sambýlis- kona hans er Elísabet Linda Hall- dórsdóttir, og Hjörleif, f. 13. sept- ember 1969. Hann er búsettur á Akureyri. Árni ólst upp á Selfossi og lauk skyldunámi frá Barna- og gagn- fræðaskóla Selfoss 1963 og 1. stigi vélstjóra í Vélskóla Íslands 1967. Hann var vélstjóri á ýmsum bátum árin 1964-1969, starfaði hjá Ísaga hf. 1972-1980, var sölumaður hjá Heildverslun Valdemars Baldvins- sonar á Akureyri 1980-1986, en starfaði hjá Sandvika Veveri í Noregi 1982-1983. Frá 1986 hefur hann unnið hjá Bykó hf. síðustu árin sem aðstoðarverslunarstjóri. Útför Árna fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mundsdóttir. Foreldr- ar Arnfríðar voru Einar Eiríksson, bóndi á Þóroddsstöð- um í Ölfusi og kona hans Magnea Árna- dóttir. Árni kvæntist 23. apríl 1973 Agnesi Elí- dóttur þroskaþjálfa, f. 30. ágúst 1954. For- eldrar hennar eru Elí Rósinkar Jóhannes- son trésmíðameistari í Kópavogi, f. 19. október 1925, og kona hans, Matthildur Kristinsdóttir, f. 13. janúar 1924, d. 3. desember 1997. Börn Árna og Agnesar eru: Sigurbergur, f. 3. febrúar 1974, búsettur í Reykja- Elsku Árni. Mig langaði að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir þann yndislega tíma sem ég fékk til að kynnast þér. Frá fyrsta degi sem ég hitti ykkur Agnesi hef ég ekki fundið fyrir öðru en hlýju og umhyggju, það var alltaf tekið svo vel á móti mér og fannst mér ég hafa þekkt þig miklu lengur en ég í raun gerði, alltaf svo glaður og ánægður með lífið. Það er svo innilega sárt að hugsa til þess að þú skulir vera farinn frá okk- ur, elsku Árni. Minningin um þig mun allaf vera til staðar í mínu hjarta, það var alltaf svo stutt í brosið og mun það verma hjartarætur mínar. Þín er sárt saknað, elsku tengda- pabbi minn. Bryndís Kristjánsdóttir. Elsku Árni, við eigum eftir að sakna þín sárt, faðmlaga þinna og kossa. Óteljandi minningabrot líða hjá á stundu sem þessari sem okkur finnst ekki tímabær og bar of brátt að. Þessar minningar eiga það sam- eiginlegt að alltaf var líf og fjör í kringum þig, hlátur og gleði. Orða- tiltækið „hann var drengur góður“ finnst okkur eiga vel við þig þegar við lítum til baka. Við erum líka þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að þú skyldir velja Agnesi sem lífsförunaut. Þú lifir áfram í huga okkar og hjarta. Megi Guð gefa Agnesi, Ella, Lalla, Sigurbergi, Finni og þeirra fjölskyld- um styrk á erfiðum stundum. Jóhann Þór, Magnea og fjölskyldur. Elsku Árni, okkar kæri mágur, svili og góði vinur, það er svo sárt að þú skulir vera farinn frá okkur. Allt leit svo vel út í vor eftir aðgerðina, meinið var fjarlægt burt, þú styrktist dag frá degi, enda duglegur við end- urhæfinguna. Sumarið gekk í garð og naust þú þess að fara í veiðiferðir með félögum og vinum. Þið Agnes og við hjónin skelltum okkur í helgarferð til Vestmannaeyja og skemmtum okkur vel saman. Þú varst kominn aftur í vinnuna þína í BYKO. Við trúðum á að framtíð þín yrði björt og fögur í áframhaldandi lífsins göngu með elsku Agnesi, strákunum, afabörnun- um og fjölskyldunni allri. En allt í einu erum við harkalega minnt á að við ráðum svo afskaplega litlu um til- vistartíma okkar hér á jörð. Skyndi- ÁRNI BERGUR SIGURBERGSSON ✝ Ingólfur Krist-jánsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 13. mars 1940. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 28. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristján Karlsson, f. 27. maí 1908, d. 26. nóvem- ber 1968, skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum, síðar er- indreki hjá Stéttar- sambandi bænda, og Sigrún Ingólfsdóttir, f. 14. maí 1907, d. 1. apríl 1997, vefn- aðarkennari. Systkini Ingólfs eru: Karítas, f. 30. maí 1941, Karl, f. 18. júlí 1942, Guðbjörg, f. 23. nóvember 1961, og Valgeir, f. 17. apríl 1965. Börn Ingólfs og Hildar eru Sigurbjörg, f. 13. september 1968, gift Arnoddi Erlendssyni, f. 16. febrúar 1967, og Kristján, f. 26. júní 1981. Ingólfur lauk landsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1958– 1959. Hann útskrifaðist sem bú- fræðingur þaðan vorið 1959 og hélt það sama haust til Banda- ríkjanna. Þar var hann til 1963 við nám í landbúnaðarvélaverk- fræði við háskólann í Fargo í Norður-Dakota. Að námi loknu vann Ingólfur hjá Flugmála- stjórn Íslands 1963–1964, var verslunarstjóri í varahlutaversl- un Heklu hf. 1964–1979 og hjá Blossa hf. 1980–1982. Frá 1982 rak Ingólfur eigið innflutnings- fyrirtæki, Spyrnuna sf., og starf- aði við það til dauðadags. Útför Ingólfs fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 22. ágúst 1944, og fóstursystir Freyja Fanndal Sigurðar- dóttir, f. 10. nóvem- ber 1936. Ingólfur kvæntist 20. apríl 1968 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Hildi Eyjólfsdóttur, f. 22. mars 1944. For- eldrar hennar eru hjónin Eyjólfur Val- geirsson, f. 12. apríl 1914, bóndi í Kross- nesi í Norðurfirði í Strandasýslu, nú bú- settur á Hrafnistu í Reykjavík, og Sigurbjörg Alex- andersdóttir, f. 13. maí 1922, d. 29. júní 1994. Systkini Hildar eru: Úlfar, f. 27. mars 1946, Petrína f. 19. júlí 1950, Fríða, f. – Allar kempur orkusnjallar, falla þegar feigðin kallar. – Þessu gamalkunna orðtæki skaut fljótlega upp í huga mínum við svip- legt fráfall tengdasonar míns, Ing- ólfs. Vissulega bar hann kempuheit- ið með sér í framkomu og vallarsýn og orkan og atgervið var ríkur þátt- ur í eðli hans og skaphöfn. Höggið er að sjálfsögðu þyngst fyrir eiginkonu og börn, en snerta okkur sem vorum honum nákomin, og vinafjöld hans, með ærnum þunga. Mér býður þó í grun að and- lát hans hafi borið að með þeim hætti sem hann hefði kosið og fund- ist það sóun á tíma að liggja lengi á dánarbeði. En hann átti svo margt ógert sem hann hefði kosið að koma í framkvæmd ef allt hefði farið að hans vilja. En mennirnir þenkja og álykta, en það eru önnur öfl sem ráða. Það var heimili mínu, og síðar Úlfars, sonar míns, mikill styrkur að eiga hann að ef eitthvað vantaði til viðhalds véla eða annars sem bústritið snerti og ætíð voru við- brögðin á einn veg, skjót og örugg að hans hætti. Heimili þeirra hjóna og aðstoð var alltaf til reiðu, mér og mínum til handa, og eftir að ég vist- aðist hér á Hrafnistu, fyrir nær fimm árum, má heita að ég hafi ver- ið í gjörgæslu þeirra með vikulegum heimsóknum á víxl og nær daglegu símasambandi. Eftir að ég flutti hingað hefi ég átt a.m.k. 2–3 ferðir árlega til míns raunverulega heim- ilis á Krossnesi, nær alltaf flugleið- is, og ætíð var Ingólfur til reiðu að keyra mig á völlinn og aldrei þurfti ég að bíða mínútu eftir að hann sækti mig þangað á bakaleið. Við hjónin og annað heimafólk á Krossnesi nutum þeirrar ánægju að hafa afabörnin sem sumargesti og þá sérstaklega dótturina, Sigur- björgu, sem var það óslitið frá fimm ára aldri og fram á fermingaraldur, og veitti heimilinu óblandnar ánægjustundir með sínu ljúfa og þjála lundarfari. Kristján var orð- inn stálpaðri þegar hans sumar- dvalir hófust og var að sjálfsögðu einnig aufúsugestur með sinni léttu og kraftmiklu skaphöfn. Ingólfur rak fyrirtækið Spyrn- una sem annaðist innflutning á vél- um og varahlutum í ýmsar gerðir vinnuvéla og jarðborunartækja, og hafði sambönd og umboð fyrir ýmsa þekkta framleiðendur utanlands. Kaus hann að hafa yfirbygginguna sem minnsta, skrifstofu í eigin íbúð og varahlutalager í bílskúr. Var hann sjálfur allt í senn; forstjóri, af- greiðslumaður og sendill. Mun það fyrirkomulag hafa verið honum bet- ur að skapi en hafa um sig hirð und- irsáta. Vegna langrar starfsreynslu í vélabransanum, auk menntunar í vélaverkfræði í Bandaríkjunum, var hann vel fær á þessu sviði, þekkti hann persónulega flesta verkstjóra og verktaka í vegagerð, jarðborunum og fleiri verklegum stórframkvæmdum. Munu þeir hafa kunnað að meta skjót viðbrögð hans í útvegun varahluta og að allt stóð sem stafur á bók sem hann hafði lof- að. Ótaldar munu ferðir hans til hinna ýmsu vinnustaða vítt og breitt um landið á pallbílnum með þetta og hitt sem vantaði skjótlega í hvert sinn. Bernskuheimili Ingólfs, Hólar í Hjaltadal, og raunar Skagafjörður allur, áttu í honum sterk ítök. Áttu þau hjón snotran sumarbústað á skemmtilegum stað í nágrenni Hóla í félagi við æskuvin hans, Sigurð Páls- son, og Hjalta, bróður hans. Hefði hann sjálfsagt kosið að eyða þar fleiri dögum en störf hans við fyrirtækið leyfðu. Að leiðarlokum vil ég, og veit að ég tala þá jafnframt fyrir munn barna minna og venslafólks, þakka tengda- INGÓLFUR KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.