Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖLL börn á Suðurnesjum, fædd 1987, eru um þessar mundir að fá bókina Fíkniefni og forvarnir en hún er handbók fyrir heimili og skóla. Sparisjóðurinn í Keflavík afhendir bókina í skólum og nemendurnir færa síðan heimilum sínum eintökin. Bókin er gefin út af Fræðslumið- stöð í fíknivörnum og rituð af 30 sér- fræðingum á ýmsum sviðum sem tengjast áfengis- og fíkniefnamálum. Ritið er sniðið að þörfum skóla og fræðslustofnana, foreldra og heimila og gagnasafna af ýmsu tagi. Í ritinu er fjallað um uppruna, sögu og gerð algengustu fíkniefna; Áhrif neyslu efnanna, m.a. á líffæri, sálarlíf og samfélag. Einkennum misnotkunar er lýst og upplýsingar um hvert hægt er að leita þegar vanda ber að höndum. Fjallað er um tóbak og reykingar í sérstökum kafla. Einnig er fjallað um viðbrögð þjóðfélagsins til þess að bregðast við vanda vegna efnanna; forvarnir, íhlutun og með- ferð eru skýrð. Þróun mála á Íslandi er rakin og gerð grein fyrir starfi fjölmargra sem vinna að forvörnum, s.s. lögreglu, tollgæslu, skóla, heilsu- gæslu og félagsmálastofnana. Gerð er grein fyrir hvernig forvörnum er sinnt í æskulýðsstarfi og uppeldi. Í fréttatilkynningu lætur Spari- sjóðurinn þá von í ljósi að foreldrar kynni sér efni bókarinnar með börn- unum. Bók um forvarnir og fíkniefni afhent í Heiðarskóla. Með börnunum eru Magnús Haraldsson frá Sparisjóðnum, til vinstri á myndinni, og Guðni Björnsson frá Fræðslumiðstöð í forvörnum. Færa nemendum bók um fíkniefni og forvarnir Suðurnes UNNIÐ er áfram að ráðningu nýs skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla í Garði í stað þeirra sem sagt hafa upp störfum. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur fellt tillögu um að reynt verði að ná samkomulagi við núverandi skóla- stjórnendur um að fresta uppsögn- um þar til skólaárinu lýkur. Töluverðar umræður urðu um skólastjóramálið á fundi hrepps- nefndar Gerðahrepps í fyrrakvöld en eins og fram hefur komið sögðu skólastjóri Gerðaskóla og aðstoð- arskólastjóri upp störfum vegna óánægju með afleiðingar síðustu kjarasamninga kennara. Lýðræðislegur réttur að segja upp Viggó Benediktsson, fulltrúi I- listans, taldi að ekki hefði verið gert nógu mikið til að leysa málið. Lagði hann til að reynt yrði að ná samkomulagi við skólastjórnendur um að fresta uppsögnum sínum til loka skólaárins og ef samningsað- ilar tækju ekki á málinu fyrir næsta skólaár yrðu launamál skóla- stjórnendanna skoðuð að nýju í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu. Fulltrúar F-listar, sem skipa meirihluta hreppsnefndar, og Sig- urður Jónsson sveitarstjóri lögðust gegn tillögunni. Sögðu að ekki hefði náðst samkomulag við menn- ina og Gerðahreppur gæti ekki annað en farið eftir þeim kjara- samningum sem launanefnd sveit- arfélaga hefði gert fyrir hönd sveit- arfélagsins. Ólafur Kjartansson, F-lista, sagði að það væri lýðræð- islegur réttur manna sem ekki sættu sig við kjör sín og teldu sig geta fengið betra annars staðar að segja upp störfum. Það hefðu þeir gert en jafnframt varpaði hann fram þeirri spurningu hvort skóla- stjórnendur sem hlypu í burtu á miðju skólaári sýndu mikla ábyrgð. Hreppsnefnd bæri skylda til að tryggja kennslu skólaskyldra barna. Því hefðu stöðurnar verið auglýstar og lýsti hann þeirri skoð- un sinni að borist hefðu álitlegar umsóknir. Tillaga Viggós var felld með fjór- um atkvæðum meirihlutans gegn atkvæði flutningsmanns, fulltrúar H-listans sátu hjá. Finnbogi Björnsson, oddviti H- listans, ítrekaði þá afstöðu fulltrúa listans að taka ekki ábyrgð á mál- inu vegna þess hvernig að því hefði verið staðið af hálfu forystumanna meirihlutans. Fulltrúum minnihlut- ans hefði ekki verið hleypt að því fyrr en allt var komið í óefni og uppsögn skólastjórans legið í skúffu oddvita eða sveitarstjóra í nærri tvo mánuði, áður en hún var kynnt. Finnbogi sagði að málið væri í hnút en lýsti yfir vilja full- trúa H-listans til að taka þátt í góðri lausn þess. Sigurður Jónsson sveitarstjóri fullyrti að samkomulag hefði verið við skólastjórann um að geyma uppsagnarbréfið á meðan málið væri skoðað. Vísað til umsagnar skólanefndar hreppsins Á fundinum kynnti sveitarstjóri umsóknir um stöðu skólastjóra. Fjórir sóttu um en þeir eru: Erna M. Sveinbjarnardóttir, kennari og fyrrverandi skólastjóri, hún starfar í menntamálaráðuneytinu. Stella Á. Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri við Varmalandsskóla í Borgarfirði. Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson kerf- isfræðingur. Árni Þorsteinsson kennari. Enginn sótti um stöðu að- stoðarskólastjóra en Stella lét þess getið í umsókn að hún sækti um þá stöðu, fengi hún ekki ráðningu í skólastjórastöðuna. Hreppsnefnd samþykkti að senda umsóknirnar til umsagnar skólanefndar. Allir hreppsnefndar- menn stóðu að þeirri afgreiðslu málsins. Starfslok skólastjórnenda rædd á hreppsnefndarfundi Fellt að leita eftir frestun uppsagna Garður BJÖRGUNARSKIPIÐ Hannes Þ. Hafstein kom Guðfinni KE-19 til að- stoðar í fyrradag þegar fiskibáturinn fékk veiðarfæri í skrúfuna. Báturinn var að veiðum um 8 sjó- mílur norður af Sandgerði þegar óhappið varð. Hannes Þ. Hafstein dró hann í skjól við Garðskaga. Þar skáru kafarar veiðarfærin úr skrúfunni og hélt Guðfinnur KE aftur til veiða. Veður var suðaustan 12-15 m/sek og 4 metra ölduhæð. Skyggni ágætt en gekk á með éljum. Björgunarskip- ið kom inn til Sandgerðis að lokinni aðgerð um kl. 14. Fékk í skrúfuna Sandgerði HÁMARKSHRAÐI í Vogum verður lækkaður í 35 kílómetra á klukkustund, samkvæmt til- lögu hreppsyfirvalda. Settar verða upp merkingar og hraða- hindrunum fjölgað auk annarra aðgerða í umferðarmálum. Ekki hafa gilt sérstakar regl- ur um hámarkshraða í þéttbýl- inu í Vogum. Nú hefur hrepps- nefnd samþykkt tillögur skipulags- og byggingarnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um 35 km hámarkshraða. Einnig til- lögur umhverfisstjóra hrepps- ins að merkingum og fleiri að- gerðum í umferðarmálum. Hámarks- hraði lækkaður í 35 km Vogar NÚ eru 116 manns án vinnu á Suður- nesjum, meginhlutinn konur. Er það meira en helmingi fleiri en á sama tíma á síðasta ári en munurinn er minni ef litið er til ársins 1999. Atvinnuleysi hefur farið stigvax- andi undanfarna mánuði. Samkvæmt upplýsingum Ketils G. Jósefssonar, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja, er um að ræða árstíða- bundið atvinnuleysi, eins og víða ann- ars staðar. Nefnir hann að fólk sé að hverfa úr afleysingastörfum hjá varn- arliðinu og hjá fyrirtækjum í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september hafi einnig sett strik í þann reikning. Seg- ir Ketill að eftirspurn eftir vinnuafli aukist venjulega aftur með hækkandi sól, í febrúar eða mars. Ástandið hefur verið verst að þessu sinni í þjónustustörfum. Nefnir Ketill ræstingar, verslunar- og skrifstofu- störf, mötuneyti og hleðslustörf. Fiskvinnslan hafi hins vegar staðið allt af sér og byggingariðnaðurinn sé að svipuðu róli og verið hefur. Tvöfalt meira at- vinnuleysi Suðurnes ÞEIM fjölmörgu Grindvíkingum sem hafa haft leyndan listamann í sér gefst nú gott tækifæri til að láta ljós sitt skína. Linda Oddsdóttir heitir húsráðandinn í nýrri aðstöðu handverksfólks, Handverkshúsinu Sjólist að Víkurbraut 1, en þar er fjöldi fólks þessa dagana bæði að leira og í myndlist. „Þetta er löngu tímabært. Það komu um 80 manns að kynna sér málið nú á dögunum. Framtakið hefur fengið góðar viðtökur og ætl- unin með aðstöðunni er að veita sköpunargleði einstaklinga útrás í notalegum félagsskap,“ segir Linda. Þeir sem greiða félagsgjald fá lykil að húsnæðinu þannig að þeir komast inn þegar þeim hentar frá sunnudegi til fimmtudags. Þá er ætlunin að vera með lokaða hópa á föstudögum, svo sem saumaklúbba og vinnufélaga. Auk þess er fyr- irhugað að bjóða upp á ýmis önnur námskeið, svo sem í leir, gleri og myndlist þegar frá líður, að sögn Lindu. Vildi hún koma því á fram- færi að enn væri hægt að komast að í félagsskapnum en staðurinn hefur fengið nafnið Handverkshúsið Sjó- list. Veitir sköpunargleðinni útrás Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Leirlistarkonur við störf í nýju aðstöðunni, Handverkshúsinu Sjólist. Grindavík ÚTSVAR íbúa Vatnsleysustrandar- hrepps mun hækka um 0,33% um áramót, verða 13,03% í stað 12,7%. Hins vegar mun álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleiga lækka vegna hækkunar fasteignamats. Hreppsnefnd ákvað á fundi sínum í vikunni að nýta að fullu heimild til hækkunar álagningarhlutfalls út- svars. Sveitarfélögum er heimilt að leggja á 13,03% útsvar í stað 12,7%. Þóra Bragadóttir, oddviti í Vogum, segir að sveitarfélagið hafi staðið í miklum fjárfestingum og rekstrarút- gjöld séu að aukast, meðal annars vegna mikilla launahækkana. Hreppurinn þurfi því að nýta sér þá heimild til hækkunar sem sveitar- félögum hafi verið veitt. Endurskoðun á fasteignamati í Vatnsleysustrandarhreppi leiddi til um 15% hækkunar á húsamati að meðaltali og um 117% meðalhækk- unar á lóðum. Hreppsnefndin hefur ákveðið, meðal annars til að koma til móts við íbúana vegna þessarar hækkunar, að lækka álagningarpró- sentu fasteignaskatts á íbúðarhús- næði úr 0,4% í 0,36% en halda álagn- ingu á atvinnuhúsnæði óbreyttri. Þá hefur hreppsnefndin ákveðið að lækka lóðarleigu úr 3% af fasteigna- mati í 1,4%. Á þetta við um lóðir sem sveitarfélagið sjálft á en hluti húsa í Vogum er á lóðum í einkaeigu. Þóra Bragadóttir segir að fast- eignamatið hafi hækkað misjafnlega mikið eftir eignum. Þá sé ekki búið að afgreiða kærur vegna matsins. Því verði álagningarreglur fast- eignaskatta og lóðarleiga áfram til skoðunar. Ákveðið að hækka útsvar upp í 13,03% Vatnsleysustrandarhreppur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.