Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ● FIMM af sex minnihlutaeigendum í fjarskiptafélaginu Títan hf. hafa svar- að tilboði Íslandssíma, um kaup á hlutabréfum þeirra í félaginu, já- kvætt. Lína.Net hefur ekki svarað til- boðinu. Eiríkur Bragason, framkvæmda- stjóri Línu.Nets, segir að ekki liggi fyrir hvort fyrirtækið muni selja hlut sinn í Títan. Til greina komi að eiga hlutinn áfram, en Lína.Net á um 3% í félaginu. Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Íslandssíma, segir að stefnt sé að því að ljúka þessu máli fyrir áramót. Meðal annars sé verið að endurskoða tilboðin til minnihluta- eigendanna en gert sé ráð fyrir því að greitt verði fyrir hlutabréfin í Títan með hlutabréfum í Íslandssíma. Ís- landssími keypti 34,9% hlut Nýherja og 4,1% hlut Landsbankans- framtaks í Títan í lok júlí síðastliðinn og greiddi fyrir bréfin með hlutabréf- um í Íslandssíma. Fyrir átti Íslands- sími 57% hlut í Títan. Fimm af sex svara jákvætt Tilboð Íslandssíma í minnihluta í Títan ● KRÖFULÝSINGARFRESTUR í þrotabú Markaðsstofunnar Mark- húsið, sem var úrskurðað gjaldþrota fyrir tveimur mánuðum, rennur út 10. desember næstkomandi. Fyrst var auglýst eftir kröfum í þrotabúið með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu 10. október. Ásgeir Magnússon, hrl., skiptastjóri, segir að auk þess að lýsa kröfum í búið sé verið að skoða málefni þess að öðru leyti. Skiptafundur verður haldinn 21. desember. Kröfulýsingar- frestur að renna út Gjaldþrot Markhússins TIL að dýpka gjaldeyrismarkaðinn á Íslandi er t.d. æskilegt að lífeyris- sjóðir verði virkari á honum, að mati Sverris Sverrissonar, hagfræðings hjá Ráðgjöf og efnahagsspám. Þar á Sverrir við að lífeyrissjóðirnir nýti sér í ríkara mæli tækifæri til að tryggja hluta erlendra eigna þegar þeir telja gengið veikt og tímasetji kaup á gjaldeyri til fjárfestinga er- lendis þegar þeir telja gengið sterkt, að því leyti sem þetta er hægt að teknu tilliti til fjárfestingarstefnu þeirra og stöðu markaða erlendis. „Til þess að krónumarkaðurinn virki almennilega við flotgengis- stefnu þarf hann að dýpka. Við nú- verandi aðstæður er hann of sveiflu- kenndur. Það þurfa því að koma fleiri stórir aðilar inn á markaðinn, helst aðilar sem hafa ekki sömu hagsmuni. Ég nefndi erlenda banka og lífeyrissjóðina sem hugsanlega stóra aðila en þetta verður samt sem áður ávallt ákveðið vandamál, krón- an verður alltaf lítill gjaldmiðill,“ segir Sverrir í samtali við Morgun- blaðið. „Með þessu móti eru lífeyrissjóð- irnir á báðum hliðum viðskiptanna og hafa því ekki eins einsleit áhrif á markaðinn eins og reyndin er í dag, þar sem þeir eru svo til eingöngu á kauphliðinni.“ Sverrir segir þetta þó ekkert einfalt mál. „Lífeyrissjóðirnir eru það stórir að þeir geta haft veru- leg áhrif á markaðinn og vegna þess hve markaðurinn er þunnur hafa þeir líklega haldið sig frá honum.“ Aðspurður segist Sverrir sjá það sem mögulega þróun að lífeyrissjóð- irnir fari að beita þeim tækjum sem markaðurinn býður upp á til að tryggja þá gagnvart gengissveiflum. Lífeyrissjóðirnir tryggi sig gagnvart gengissveiflum HREIÐAR Már Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kaupthing New York Inc., mun flytjast um áramótin frá New York og hefja störf að nýju í höfuðstöðvum Kaupþings í Reykja- vík þar sem hann mun gegna áfram starfi aðstoðarforstjóra Kaupþings. Við starfi Hreiðars Más sem fram- kvæmdastjóri Kaupthing New York Inc. tekur Robert Gibbons. Robert hefur starfað hjá Kaupþingi síðan á fyrri árshelmingi þessa árs sem for- stöðumaður fyrirtækjaþjónustu í New York. Áður en Robert kom til starfa hjá Kaupþingi starfaði hann hjá American Corporate Services (ACS) sem framkvæmdastjóri á fyr- irtækjaþjónustusviði, en ACS sér- hæfir sig í ráðgjöf við samruna og yf- irtökur félaga á milli landa. Þar áður hafði hann starfað hjá Lehman Brot- hers og AIG Trading. Robert lauk MBA-námi frá Stern-háskólanum í New York og BS-gráðu í fjármálum og markaðsfræðum frá Muhlenberg- háskóla. Nýr framkvæmdastjóri Kaupþings í New York GJALDEYRISFORÐI Seðla- banka Íslands jókst fyrstu ellefu mánuði ársins um 2,7 milljarða króna, en minnkaði um 3,2 millj- arða króna í nóvember og nam 37 milljörðum króna um síðustu mánaðamót. Erlend skammtímalán bankans drógust saman um 2,8 milljarða frá áramótum og út nóvember og þar af um tæpar 600 milljónir króna í þeim mánuði. Þau námu 13 millj- örðum króna um síð- ustu mánaðamót. Nettógjaldeyris- staða, sem er erlend- ar skammtímaeignir að frádregnum er- lendum skammtíma- skuldum, nam því 24 milljörðum króna í lok nóvember. Nettógjaldeyris- staða lækkaði um 2,6 milljarða króna í nóvember, en hækkaði um 5,5 milljarða króna frá áramótum og til síðustu mánaðamóta. Í fréttatilkynningu Seðlabankans kemur fram að breytingar á gjald- eyrisforða og gjaldeyrisstöðu stafi af lánahreyfingum ríkissjóðs. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 5,1 milljarði króna á markaðsverði í lok nóvember. Þar af voru verðbréf ríkissjóðs að andvirði 2,1 milljarður króna, og höfðu þau lækkað um 1,5 milljarða króna, og verðbréf í eigu annarra að verðmæti 3 milljarðar króna, og höfðu þau hækkað um tæpar eitt hundrað milljónir króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir lækkuðu um rúmar 600 milljónir króna og námu rúmum 54 milljörðum króna í lok nóvem- ber. Allt árið hækkuðu þessar kröfur um rúma 15 milljarða króna. Kröfur á aðrar lánastofn- anir hækkuðu um 3 milljarða í nóvember og höfðu því hækkað um 13 milljarða frá ára- mótum. Alls námu þær rúmum 26 milljörðum króna um síðustu mán- aðamót. Nettókröfur Seðlabankans á ríkissjóð og stofn- anir ríkisins hækkuðu um 3,8 milljarða króna í nóvember en voru neikvæðar um rúma 39 millj- arða króna í lok mánaðarins. Sam- tals lækkuðu þær um rúma 27 milljarða króna frá áramótum til síðustu mánaðamóta. Grunnfé bankans, sem er seðlar og mynt í umferð auk innstæðna innlánsstofnana í Seðlabankan- um, hækkaði um 3,3 milljarða króna í síðasta mánuði og nam rúmum 32 milljörðum króna í lok hans. Breyting þess frá áramótum og til síðustu mánaðamóta var hins vegar óveruleg. Gjaldeyrisforð- inn minnkar um 3,2 milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.