Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurlaug ÞóreyÞorsteinsdóttir Johnson fæddist í Vestmannaeyjum 3. nóvember 1922. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli sunnudaginn 18. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Johnson kaupmaður í Vestmannaeyjum, f. 10. ágúst 1884, d. 16. júní 1959, og kona hans Sigurlaug Björnsdóttir, f. 3. júní 1896, d. 16. janúar 1923. Hálfsystkini Sigurlaugar sam- feðra eru: Óskar, f. 15. júlí 1915, d. 28. júní 1999, og Gréta, f. 1916, Þorsteinn, f. 1918. Þau eru bæði búsett í Kaupmannahöfn. Hinn 12. júní 1948 kvæntist Sigurlaug séra Jóhanni Her- manni Gunnarssyni frá Fossvöll- um í Jökulsárhlíð, f. 30. júní 1920, d. 10. október 1951. For- eldrar hans voru Gunnar Jóns- son, f. 8. mars 1871, d. 9. júlí 1957, og Ragnheiður Stefáns- dóttir, f. 10. janúar 1876, d. 23. október 1951. Barn Sigurlaugar og Hermanns er Ragnheiður, kennari, f. 15. maí 1949, maki Magnús Jóhannesson ráðu- neytistjóri, f. 23. mars 1949. Börn þeirra eru Bergþóra Svava, nemi við Listaháskóla Ís- lands, f. 31. maí 1977, og Jóhannes Páll, nemi við Há- skóla Íslands, f. 30. september 1978. Fósturforeldrar Ragnheiðar eru Bergþóra Gunnars- dóttir, húsmóðir, f. 27. ágúst 1912, og Kjartan Sveinsson, raftæknifræðingur, f. 30. janúar 1913, d. 21. febrúar 1998. Sigurlaug lauk námi í hjúkr- unarfræðum við Hjúkrunarskóla Íslands 1946 og stundaði fram- haldsnám í röntgenhjúkrun við ríkisspítalana í Ósló og Kaup- mannahöfn og lauk námi í rönt- genhjúkrun á Landspítalanum 1957. Hún starfaði á röntgen- deild Landspítalans þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Sigurlaugar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sunnudagsmorgunninn 18. nóv- ember sl. var óvenju mildur og fag- ur. Dagurinn var eins og kjörin um- gjörð fyrir tengdamóður mína Sigurlaugu Þóreyju Johnson að kveðja okkar jarðneska líf. Sigur- laug háði langa og stranga glímu við Alzheimersjúkdóminn allt þar til yf- ir lauk. Að Sigurlaugu stóðu sterkir stofnar norðan og sunnan heiða og það leyndi sér ekki í atgervi hennar og fasi að hún var góðum kostum búin. Afi hennar í föðurætt var Jón Sig- hvatsson bóksali í Vestmannaeyjum og afi hennar í móðurætt var Björn Árnason bóndi og hreppstjóri frá Syðri-Ey á Skagaströnd, síðar verslunarstjóri á Hólanesi. Sigurlaug þurfti í lífinu að takast á við margskonar erfiðleika en örlög sín bar hún af miklu æðruleysi og aldrei kvartaði hún undan hlutskipti sínu í lífinu. Tæplega þriggja mán- aða gömul missti hún móður sína og hlaut því ekki þá móðurumhyggju í uppvextinum sem flestir njóta. Hún dvaldi í Vestmannaeyjum hjá föður sínum og á Skagaströnd hjá móð- urfólki sínu, einnig var hún um tíma hjá ættingjum undir Eyjafjöllum. Á fyrstu æviárum Sigurlaugar var Svava Jakobsdóttir ráðskona hjá föður hennar og sýndi hún Sigur- laugu upp frá því einstaka vænt- umþykju og umhyggju. Sigurlaug ákvað ung að helga starfskrafta sína ummönnun sjúkra og stundaði nám við Hjúkrunar- skóla Íslands. Að loknu hjúkrunar- námi kynntist hún stóru ástinni í lífi sínu, Hermanni Gunnarssyni frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð sem þá var að ljúka guðfræðinámi. Þau gengu í hjónaband og eignuðust einkadóttur sína Ragnheiði. Her- mann hlaut vígslu og varð prestur Mývetninga með aðsetur á Skútu- stöðum. Framtíðin blasti björt og fögur við litlu fjölskyldunni þegar Hermann lést af slysförum í október 1951. Sigurlaug flutti þá suður til Reykjavíkur með dóttur sína og hóf fljótlega störf við Landspítalann þar sem hún starfaði allan sinn starfs- aldur að tveimur árum undanskild- um þegar hún aflaði sér frekari hjúkrunarmenntunar erlendis. Bergþóra mágkona Sigurlaugar og Kjartan eiginmaður hennar tóku þær mæðgur að sér þegar þær fluttu suður og fól Sigurlaug þeim uppeldi Ragnheiðar. Sigurlaug tengdist þeim Bergþóru og Kjartani órjúfanlegum vináttuböndum og alla tíð ríkti mikil virðing, tryggð og um- hyggja á milli þeirra og dvaldi Sig- urlaug á heimili þeirra í öllum frí- stundum sínum. Sigurlaug naut þessarar vináttu á margvíslegan hátt og meðal annars ferðaðist fjöl- skyldan mikið saman bæði innan lands og utan sér til mikillar ánægju. Samband Sigurlaugar og annarra systkina Hermanns var einnig alla tíð mjög náið. Sigurlaug bjó sér snoturt heimili í Álftamýri 54. Þar var ævinlega gott að koma enda Sigurlaug höfðingi heim að sækja. Sigurlaug var fag- urkeri, hún naut þess að hlusta á sí- gilda tónlist og hafði gaman af því að gleðjast með góðum vinum á góðri stund. Í Álftamýrinni eignað- ist Sigurlaug einstaka vini, ná- granna sína Aniku Magnúsdóttur (Öddu) og börn hennar, þau Áslaugu og Þór Þórarinsbörn. Vinátta þeirra var Sigurlaugu mikils virði. Þegar Sigurlaug lét af störfum ár- ið 1990 hlakkaði hún til þess að fara að njóta lífsins. Hún hóf þá að brydda upp á ýmsu sem hún hafði ekki gert í áratugi eins og að fara í sundlaugarnar og synda sér til heilsubótar. Skemmtilegur tími var framundan. En fljótlega fóru marg- vísleg einkenni Alzheimersjúkdóms- ins að gera vart við sig á óvæginn og miskunnarlausan hátt. Framþróun sjúkdómsins varð af- ar hröð og innan tíðar neyddist hún til flytja af heimili sínu. Í fyrstu bjó Sigurlaug á stoðbýli fyrir Alzheim- ersjúklinga í Foldabæ þar sem henni leið mjög vel. En sjúkdóm- urinn ágerðist og hún varð að flytj- ast þaðan á öldrunardeild Landa- kots og síðan á hjúkrunarheimilið Skjól. Þar dvaldi hún í rúm tvö ár. Sigurlaugu virtist líða vel allt til hinstu stundar. Hún tók brosandi á móti starfsfólki, ættingjum og vin- um og andlit hennar ljómaði af gleði. Þessi fölskvalausa gleði kom beint frá hjartanu. Á öllum þessum stofn- unum sýndi starfsfólk henni mikla ástúð, umhyggju og virðingu og er öllu þessu frábæra fólki færðar inni- legar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við fjölskyldu Sigurlaugar. Á erfið- um tímum reyndist þetta viðmót starfsfólksins okkur einstaklega dýrmætt og sporin urðu léttari. Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir allar þær mörgu ánægjustundir sem við áttum með henni og bið góðan Guð að blessa minningu hennar. Magnús Jóhannesson. Ég vil með fáum orðum, sem ör- lítinn þakklætisvott fyrir löngu liðna daga, minnast hennar Laugu, kærr- ar vinkonu og skólasystur. Leiðir okkar lágu saman síðla sumars 1943 í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. Áttum við nána samleið þar til námi lauk og fengum bréf upp á að við værum löggiltar hjúkrunarkonur – síðar komu fræðingar til skjalanna. Við vorum 16 sem lukum skyldu- náminu 1946, og hver fór sína leið, en vissum þó hver af annarri og héldum sambandi þegar kostur gafst. Með okkur Laugu bast traust vin- átta og allar þær notalegu stundir sem við áttum saman er einkaeign, sem ekki verður frá manni tekin fyrr en húm gleymskunnar byrgir sýn. Í okkar hlut féll að fara til Ísa- fjarðar á sjúkrahúsið þar og eiga sumardvöl. Við nutum þess að vinna við hjúkrun á gamla og fagra spít- alanum. En tóm gafst til annars. Mikill menningarandi sveif yfir byggð. Heimamenn og góðir gestir ræktuðu akurinn. Lauga var söngvís og nutum við fagurra tóna er stund gafst og efni leyfðu. Ég man ekki annað en sólríkir sumardagar hafi þá blessað þessa byggð sem manni fannst utan alfaraleiðar, en er nú komin í þjóðbraut. Hún Lauga átti hauk í horni á námsárum okkar. Það var hún Svava, sem verið hafði ráðskona hjá föður hennar í Vestmannaeyjum. Tíðar voru ferðir til hennar og oft fékk ég að fljóta með. Svava var yndisleg rausnarkona,vildi alltaf gleðja okkur, gaf okkur aura í bíó – eða til að líta inn á kaffihús þegar við áttum frí, þannig var hennar eðli, að gefa og gleðja. Lauga kynntist Dísu systur og við fórum oft að finna hana. Þegar Lauga kom til foreldra minna barst í tal hverra manna hún væri. Pabbi var forvitinn um ættir manna og þegar hann vissi að móðir hennar var ættuð „að austan“ rakti hann ættir okkar saman og ekki fjar- skyldar af Vefaraætt. Við höfðum þá frænkurnar átt samleið í námi og var það ekki lakara. Seinna tengdumst við með öðrum hætti, séra Hermann og maður minn voru bræðrasynir. Síðast er við hjónin litum inn hjá Laugu á Skjóli, þar sem hún dvaldi í síðasta áfanga, var hún að hálfu horfin af sviðinu, mátti ekki mæla, en sendi okkur brosið í gegnum þögnina. Lengi var hún búin að bíða brott- farardagsins, fjöturinn fallinn og líf- ið brosir við henni í faðmi ástvina, sem á undan fóru. Elsku Lauga mín, innilegar þakk- ir frá mér og ég veit að skólasyst- urnar hugsa slíkt hið sama. Kæru vinir, Ragnheiður, Magnús og börnin og Begga, innileg sam- úðarkveðja frá mér og mínum. Bið ég skáldið Einar Benedikts- son um lokaorðin. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Beta Einarsdóttir. SIGURLAUG ÞÓREY ÞORSTEINSDÓTTIR Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ,           "+B &, "++ + + )..C + .9$       6      $   %&'' "  D$, .#$$  , . (# "@   &.#$$  *5"@#$$  "$$%  & "@#$$  ,  0  ) )* ' 7   2 *     8    8     ( , +  7+ + )5  $# /  ! .' & 9( $ #$$ 5)*   0 &#!02  $.%!/$' "   2   1     2    8  8     #           &  7>"7+ +    EF  '     2     #       -  .!  &#!05   2 &!#$$   !  0  &! A& *&!#$$   # '   ) )* ) ) )* ' +  8           &"  +(1, 4 + + ' D1!  &#!05   ##$$  #'.) #' 0#$$  4 $/('4 $/  ! .G  2* ('4 $/ "  D$ ##$$  #('4 $/ (#   #$$ ' 7   2       8  8#       & +&   '7>"7+  7  1 %*0 0-H' 2* 5 !   $.  /$  ' +  8                  7>7   7  0" !!' 2* $ )*  *00)* !*00)* '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.