Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 71
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 71 Opnunar Í tilefni opnunar stærri og glæsilegri verslunar ver›um vi› me› fjölbreytt tilbo› í desember. Dagana 7. - 9. des. bjó›um vi› 20% afslátt af öllum kvenskóm. Opi› laug. 10-18 og sunnud. 13-17. 20% Afsláttur af öllum kvenskóm t ilbo› Hamraborg 3 • 200 Kópavogi • s: 554 1754 Jólagjöfin hennar! Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði Stuttir og síðir pelsar Pelsfóðursjakkar Pelsfóðurskápur Loðskinns húfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd Klassískur fatnaður og Bocace- skór Víkurgrund 10, Kjalarnesi, sími 566 7067. Vegna slæmrar færðar um síðustu helgi verður jólasalan framlengd um einn dag Jólasöluhelgin í glerverkstæðinu Laugardaginn 8. des. opið frá kl. 10-15 Sala á útlitsgölluðu gleri, (ný glasasería). Kaffi og piparkökur. Allir velkomnir! Sigrún og Søren NÝLEGA kom öldruð kona ein að máli við mig. Á hún orðið erfitt um gang vegna aldurs. Kemur þó fyrir, að hún sæki kjörbúð eina í miðbæ Reykjavíkur til innkaupa. Hún býr ein í lítilli og snoturri íbúð að Vest- urgötu 7, þar sem allmargir eldri borgarar una hag sínum. Kona þessi á, eins og áður sagði, erfitt um hreyf- ingar. Þegar hún hefur verslað í kjörbúðinni í miðborginni um stund, er hún oft orðin allþreytt og vill gjarna fá sér sæti um stund og hvíla lúin bein. En því miður er ekkert sæti að finna í hinni glæstu verslun. Slíkt mun eiga við í flestum stór- verslunum höfuðstaðarins, þar sem fólk verslar mest. Hvers vegna er því þannig fyrir komið? spyr mín ágæta kunningjakona á efri árum. Þessu hafði ég ekki veitt ýkja mikla at- hugli, því að ég er enn sem betur fer það góður í fótum, að ég þoli að versla, án þess að setjast niður um stund, áður en ég yfirgef verslunar- staðinn. Mér er sönn ánægja að ympra á þessu máli í víðlesnasta blaði lands- ins. Það er ekki gert til að koma nafni mínu á framfæri, heldur til að fólk, eldra og jafnvel yngra, eigi kost á því, að nokkrum sætum verði kom- ið fyrir í stórverslunum og víðar, til þess að það geti tyllt sér niður um stund, þegar það er að versla. Fleiri orðum eyði ég ekki til að koma þessu máli á framfæri. Ég vona aðeins, að þessi málaleitun mín beri sýnilegan árangur. Við eigum öll, eða flest, fyr- ir höndum að verða ellimóð. Þau, sem nú ganga með æskuþrótti um gangstéttir og víðar, eiga eftir að finna fyrir elli kerlingu, með því að fæturnir taka að bila og þrótturinn að þverra. Þið, sem eruð á besta aldri og rekið verslun, gleymið ekki þeim öldruðu og fótaveiku! Sjáið til þess, að þeir fái sæti og geti tyllt sér um stund og látið þreytuna líða úr göml- um beinum. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Gjörið svo vel og setjist Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Öldruðum gæti þótt gott að geta hvílt lúin bein segir höfundur. SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 25. nóv- ember voru stórtónleikar í Miðgarði í Skagafirði. Þar komu fram tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Sigurjón Jóhannesson. Undirleik annaðist Ólafur Vignir Albertsson. Sigurjón er Skagfirðingum að góðu kunnur, en hann er ættaður frá Víði- mel í Skagafirði og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri þar í héraði á liðnum árum. Báðir hafa þeir Jóhann Friðgeir og Sigurjón stundað söngnám um árabil innanlands og utan, nú síðustu árin á Ítalíu. Skemmst er af að segja, að þetta voru hinir glæsilegustu tónleikar í alla staði, enda vel til þeirra vandað. Á söngskrá voru einvörðungu ísl. lög, gömul og ný, íslenskar söngperl- ur, sem flestir landsmenn þekkja og hafa tekið ástfóstri við. Alls voru á efnisskránni 25 lög, sungu þeir 10 lög hvor og 5 tvísöngs- lög (dúetta). Fyrsta lagið á efnisskrá var dúett- inn Á vegamótum við lag Eyþórs Stefánssonar, en alls áttu skagfirsku tónskáldin Eyþór, Pétur Sigurðsson og Jón Björnsson 5 lög á söngskránni. Sigurjón Jóhannesson hóf einsöng- inn með hinu ljúfa lagi Lindin eftir Eyþór Stefánsson, en síðan komu perlurnar hver af annarri, Vor, Draumalandið og Gígjan, öll í vönd- uðum flutningi. Ekki fer á milli mála, að Sigurjón hefur tekið verulegum framförum á söngbrautinni síðustu árin og sýndi það ótvírætt á þessum tónleikum, að hann er kominn í hóp okkar bestu ein- söngvara. Hann hefur fallega rödd og nýtir hana af smekkvísi. Þá sté á svið Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Jóhann Friðgeir er nú þegar þekktur söngvari og hefur m.a. haldið nokkra einsöngstónleika hér á landi. Hann hefur gríðarmikið radd- svið, sem hann beitir af krafti og kunnáttu. Fyrsta lag hans var Sprettur við lag Sveinbj. Sveinbjörnssonar. Má segja, að síðan kæmi hvert lagið öðru glæsilegra í flutningi, lög eins og Bik- arinn, lag Eyþórs Stefánssonar, Sjá dagar koma, lag Sigurðar Þórðarson- ar og Í fjarlægð eftir Karl Ó Runólfs- son. Síðasta einsöngslag Jóhanns Frið- geirs var Hamraborgin, lag Sigvalda Kaldalóns, sem hann söng við mikinn fögnuð áheyrenda. Dúett sungu þeir Jóhann Friðgeir og Sigurjón í 4 lögum auk upphafs- lags, Ég sé þig aðeins eina, lag Áskels Jónssonar og lag Jóns Björnssonar, Þú varst mitt blóm. Tvö tvísöngslög urðu þeir að end- urtaka, Rósina, hið þekkta lag Frið- riks Jónssonar frá Halldórsstöðum og Töfra söngsins, lag Björvins Þ. Valdi- marssonar við texta eftir Skagfirðing- inn Bjarna Konráðsson, fallegt lag, sem var í rauninni verið að frumflytja við þetta tækifæri. Aukalag kvöldsins var hið undur- fallega jólalag. Ó helga nótt, sem þeir félagar sungu saman við frábærar undirtektir. Má segja, að það hafi ver- ið punkturinn yfir i-ið á þessari góðu söngveislu. Síst má gleyma þætti undirleikar- ans, Ólafs Vignis Albertssonar, sem dyggilega studdi söngvarana í flutn- ingi þeirra. Miðgarður var þéttsetinn áheyr- endum þetta kvöld. Létu menn óspart hrifningu sína í ljós með því að standa upp og ætlaði lófataki seint að linna. Tilgangurinn með þessum fáu lín- um er að þakka þeim Jóhanni Frið- geiri, Sigurjóni og Ólafi Vigni fyrir ógleymanlega kvöldstund í Miðgarði og óska söngvurunum velfarnaðar á áframhaldandi listabraut. ÓLAFUR Þ. HALLGRÍMSSON, Mælifelli, Skagafirði. Söngveisla í Miðgarði Frá Ólafi Þ. Hallgrímssyni: UNDIRRITAÐUR hefur alllengi tekið eftir því, að sjaldgæft er að nokkur málsmetandi íslenskur maður komi fram í viðtali í útvarpi eða sjónvarpi, án þess að byrja svona tvær til þrjár setningar, helst fleiri, á orðunum: „Það er ljóst“ eða „Það er alveg ljóst.“ Málfræðilega er víst naumast hægt að gagnrýna þetta orðalag. Notuð eru viðurkennd íslensk orð, sem hvert mannsbarn skilur. „Það er alveg ljóst.“ En þegar sama orðalagið hrekkur, að því er virðist sjálfkrafa, út úr nálega hvers manns munni á þessum vettvangi, þá verður þetta skrambi eintóna. Eigi veit ég gjörla hvað því veld- ur, að hefðarmenn ljósvakans dýrka þetta orðalag svo mjög. Kannski eru þeim allir hlutir svo miklu ljósari en okkur hvunndags- mönnum, að þeir geta ekki hamið heljarþrýsting þeirrar ljósadýrðar, án þess að veita henni sem tíðasta útrás? En óneitanlega væri meiri tilbreytni í því, ef þeir umorðuðu þessa reynslu sína lítillega á stund- um. Segðu, til dæmis, „Bersýnilegt er“, „Ekki er neinn vafi á því“, „Það liggur í augum uppi“, „Ekki verður vefengt“, eða eitthvað í þeim dúr. Eðlilegt er að gera strangari málfarskröfur til þeirra, sem látnir eru svífa á öldum ljósvakans út yfir landsbyggðina, heldur en hinna, sem draga í besta falli yfir í næsta herbergi með því að brýna röddina. Stór hluti þeirra manna, sem fram koma í útvarpi eða sjónvarpi, eru „betri borgarar“, þeirra á meðal ýmsir stjórnmálamenn eða opinber- ir starfsmenn. Þetta munu, upp til hópa, vel þenkjandi menn, sumir býsna mælskir, og væntanlega með dágóðan málstað allajafnan. Ég álit það styrki góðan málstað að vera fluttur á tilbrigðaríku og ekki allt of einhæfu, klisjukenndu máli. Því ekki að eftirláta okkur ut- angarðsmönnum einhæfnina? Hún mundi þó sóma sér skár í okkar röðum, þar sem jákvæðrar til- breytni er síst að vænta. Það er al- veg ljóst. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. „Það er alveg ljóst“ Frá Sveini Kristinssyni:                               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.