Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 73 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð sjálfstæð og viljið miklu frekar reiða ykkur á eigin getu en leita hjálpar hjá öðrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Látið ekki dagdrauma ná tök- um á ykkur, því þótt þeir séu ágætir þegar tóm er til eru þeir afleitir þegar menn þurfa á athyglinni að halda. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið megið hvergi slaka á við að vinna fólk á ykkar band. Ef þið ekki standið ykkur er eng- in von til þess að ykkar mál nái fram að ganga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið ættuð að gera ykkur ein- hvern dagamun í skammdeg- inu; það þarf ekki að vera svo mikið, til dæmis bara að fara nýja leið í og úr vinnu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur verið ákaflega gef- andi að sinna öðrum þörfum en sínum eigin. En gætið þess að ganga ekki of langt því hver er sinnar gæfu smiður. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki er allt gull sem glóir. Þið ættuð því að fara ykkur hægt og kanna vandlega alla mála- vexti áður en þið látið til skar- ar skríða. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reynið að fegra í kring um ykkur því þægilegt umhverfi hvetur til vandaðra vinnu- bragða og góðra afkasta. Lát- ið aðra ekki slá ykkur út af laginu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið eigið að gefa ykkur tíma til að njóta félagsskapar vina og vandamanna því fátt er dýrmætara en góðar stundir í þeim ranni. Finnið tíma þótt annir séu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið verðið að standast allar freistingar til þess að eyða um efni fram því það kemur alltaf að skuldadögum og þá er betra að hafa borð fyrir báru. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Njótið þess þegar þið hittið fólk sem er sama sinnis og þið því það er mikil upplyfting í því að ræða málin án þess að þurfa stöðugt að sanna ágæti sitt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið ættuð að finna ykkur tíma fyrir ykkur sjálf því í önnum eins og nú eru jafnast ekkert á við að vera einn með sjálfum sér um stund. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og að ekki eru allir vinir með sama hætti. Virðið það hvorutveggja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið ættuð að leggja eyru við því sem aðrir segja jafnvel þótt þeir séu keppinautar ykkar. Það er aldrei að vita nema einhver sannleikskorn leynist þar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GÓÐUR spilari hugsar ekki aðeins um tæknilega hlið úrspilsins – hann reynir alltaf að setja sig í spor mótherjanna og sjá fyrir líkleg viðbrögð þeirra. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K742 ♥ 3 ♦ ÁKD9873 ♣6 Suður ♠ G105 ♥ ÁG75 ♦ G ♣KG743 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 hjarta 2 lauf 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur út með laufdrottningu og suður fær fyrsta slaginn á kónginn. Hvernig á að spila þetta? Það er fjóttalið upp í níu slagi ef tígullinn kemur 3–2 (eða tían blönk), en það væri sárt að tapa spilinu með því að yfirdrepa tígulgosann ef í ljós kemur að austur á tíuna fjórðu og vestur spaðaás. Sem er ekki ósennileg lega: Norður ♠ K742 ♥ 3 ♦ ÁKD9873 ♣6 Vestur Austur ♠ Á93 ♠ D86 ♥ D82 ♥ K10964 ♦ 2 ♦ 10654 ♣ÁD10985 ♣2 Suður ♠ G105 ♥ ÁG75 ♦ G ♣KG743 Er þá rétt að taka tíg- ulgosann og spila spaða á kónginn? Tæplega, þótt það gangi í þetta sinn, því auðvitað gæti austur átt spaðaásinn og þá brenna sex tígulslagir inni í blindum. Það virðist erf- itt að sameina þessar tvær spilaleiðir, en þó er það hægt með svolítilli sálfræði. Setjum okkur í spor vesturs ef hann þarf að glíma við lítinn spaða í öðrum slag. Með öðrum orðum – sagnhafi bíður með tígulinn og spilar strax spaðafimmu að blindum. Hvað mun vest- ur hugsa? Hann horfir á þéttan sjölit í borði og reiknar með að sagnhafi sé að stela níunda slagn- um á spaðakóng. Frá bæjardyrum vesturs gæti austur átt 1–2 lauf og hjartaás. Svo vænt- anlega mun vestur drepa á spaðaás og spila hjarta. Og þá er hægt að ráða við 4–1-leguna í tígli. Þessi millileikur kostar ekkert, því ef austur á spaðaásinn vinnst spilið enn með tíglinum 3–2. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. 9. des-ember verður sex- tugur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, Mið- vangi 143, Hafnarfirði. Eig- inkona hans er Hinrika Halldórsdóttir. Þau taka á móti ættingjum, vinum og vinnufélögum laugardaginn 8. des. kl. 18.30 í húsi Frí- múrara í Ljósatröð 2, Hf. 60 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 10. desem- ber, er sextug Jóhanna Steinunn Þorsteinsdóttir, Lindargötu 2, Siglufirði. Í tilefni þess ætlar hún að taka á móti gestum laugar- daginn 8. desember kl. 15– 18 á heimili sínu. LJÓÐABROT KVÖLDVÍSA Hnígur hlýskjöldur, heimsljósið bjarta, seint á vesturvegu, hinztum lýstur himingeisla yfir frjóvga fold. Döggvuð rís fyrir dásemd þinni rós af blómgum beð. Ljúf eru þau litaskipti hógvært heims um kvöld. Sit ég einn í ægisheimi og yfir löndin lít. Sofna taka nú sorgir mínar í eyglóar örmum. Benedikt Gröndal 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. g3 O-O 5. Bg2 d6 6. O-O Rc6 7. d3 h6 8. Hb1 a5 9. a3 e5 10. b4 axb4 11. axb4 Bg4 12. h3 Be6 13. e4 Re8 14. Rd5 Dd7 15. b5 Re7 16. Kh2 Rc8 17. d4 c6 18. Re3 Dc7 19. Bb2 cxb5 20. cxb5 Rb6 21. Ha1 Hd8 22. Dd2 Rf6 23. Hac1 Db8 24. Da5 Rc8 25. Db4 exd4 26. Rxd4 Bd7 27. Re2 Hfe8 28. Bd4 Rh7 29. Hfd1 Bxd4 30. Hxd4 Da7 31. Hd2 Rf6 32. Rf4 Be6 33. Db2 Rd7 34. Hc7 Db8 35. Hc1 Rcb6 36. Rxe6 Hxe6 37. Hcd1 h5 38. h4 Re5 39. Dd4 Rbd7 40. f4 Rg4+ 41. Rxg4 hxg4 42. f5 Hf6 Armenski bragðarefurinn, Ashot Anastasjan (2588), sló Peter Leko út í annarri umferð Heims- meistaramóts FIDE. Í fyrstu um- ferð atti hann kappi við Alexey Federov (2599) en í stöðunni hafði Armeninn hvítt. 43. e5! Hxf5 Hvorki gekk upp að leika 43... Rxe5 44. Dxe5 dxe5 45. Hxd8+ né heldur 43...dxe5 44. Dxg4 og svartur er í úlfakreppu. Í framhaldinu tapar svartur manni án nægjanlegra bóta. 44. Dxd6 Hxe5 45. Dxb8 Hxb8 46. Hxd7 Hxb5 47. Bd5 Hb2+ 48. Kg1 og svart- ur gafst upp. Átta manna úr- slitum í Heimsmeistara- keppni FIDE lýkur í dag. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um mótið á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. janúar sl. í Kapellu Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, af sr. Sigfúsi B. Ingva- syni, Steinunn Sveinsdóttir og Eyjólfur Karlsson. Heimili þeirra er í Garðabæ.         Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík Stærðir 40-52 BRILLIANT Í T A K T V I Ð T Í M A N N S: 564-4120 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Við teljum niður til jóla! Í dag eru 17 dagar til jóla og 17% afsláttur Velkomin um borð                             ! "# $%!      & ' (# !   )$                                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.