Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Jólaostakaka með trönuberjum – ómissandi á aðventunni H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA „VÁ! Hann er miklu sætari í raun og veru heldur en í bíómyndunum.“ Svona lýsir blómarósin Bergþóra Þorsteinsdóttir bandarísku kvik- myndastjörnunni Brad Pitt, sem kom ásamt stórstjörnunum George Cloon- ey, Matt Damon, Julia Roberts og Andy Garcia óvænt inn í gleraugna- verslunina Optical Studio í Leifsstöð síðdegis í gær, en þar starfar Berg- þóra. Stjörnurnar spígsporuðu um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavík- urflugvelli, ásamt um 30 manna föru- neyti, í um hálfa klukkustund. „Ég var bara á bleiku skýi,“ segir Berg- þóra, „fyrst sá ég Matt Damon, svo Brad Pitt. Matt Damon brosti til mín og ég til baka. Hann er svo mikill daðrari, en alveg ótrúlega fallegur. Svo sá ég að allar konurnar sem vinna á barnum í Leifsstöð voru bein- línis stjarfar og þá leit ég til hliðar og sá George Clooney og enn einu sinni leit ég í kringum mig og sá þá Andy Garcia. Ég hélt að mig væri að dreyma.“ Bergþóra segir að stór- stjörnurnar hafi verið ótrúlega elskulegar í viðmóti, en Julia Roberts hafi alls ekki viljað leyfa myndatök- ur af sér, hún hafi verið svo þreytt. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, en verst var, að ég var eiginlega al- veg orðlaus til að byrja með. Svo fór ég að tala svolítið við Brad Pitt. Þá leið hálftíminn bara á augabragði. Hann vildi læra hvað gjaldmiðillinn okkar heitir og ég kenndi honum að segja krónur. Það tókst í nokkrum tilraunum, en til að byrja með sagði hann alltaf klónur!“ segir Bergþóra. „Þetta var alveg hersing, 30–40 manns, það voru þarna miklar stjörnur á ferð,“ segir Logi Úlf- arsson framkvæmdastjóri. Hann seg- ir að ekki hafi verið sjáanleg sérstök öryggisgæsla í kringum stjörnurnar þó svo að líklega hafi öryggisverðir verið í hópnum. Allir í hópnum voru með húfur sem á var letrað „Ocean’s Eleven“ en leikararnir leika saman í kvikmynd með þessu nafni. Hún var frumsýnd í Los Angeles í Bandaríkj- unum í fyrrinótt. Stjörnufans frá Hollywood í Leifsstöð Ég var bara á bleiku skýi! Ljósmynd/Burkni Birgisson ENDURSKOÐENDUR eru að fara yfir bókhald Fóðurblöndunnar hf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er staða fyrirtækisins ekki sú sem gert var ráð fyrir þegar Búnaðar- bankinn keypti fyrirtækið af Eignar- haldsfélaginu GB og Kaupþingi í júní síðastliðnum. Samkvæmt sömu heim- ildum voru það væntingar væntan- legra kaupenda Fóðurblöndunar af Búnaðarbankanum sem brustu þegar farið var að fara yfir stöðu fyrirtæk- isins með þeim. Þremur vikum eftir að Búnaðar- bankinn keypti Fóðurblönduna yfir- tóku Mjólkurfélag Reykjavíkur svf. og Lýsi hf. fyrirtækið. Samkeppnis- ráð ógilti þá yfirtöku í nóvember. Forsaga þessa máls er sú að GB fóður og Kaupþing keyptu mest allt hlutafé í Fóðurblöndunni hf. af Gunn- ari og Sigurði Garðari Jóhannssyni og fjölskyldum þeirra í júní á síðasta ári. GB fóður, sem er í eigu feðganna Páls Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá Brautarholti á Kjalarnesi, eignaðist síðan 96,7% í félaginu haustið 2000. Staða Fóðurblöndunnar ekki eins og ætlað var SAMKEPPNISRÁÐ tilkynnti í gær að það hefði sektað Landssím- ann hf. um 40 milljónir fyrir alvar- legt brot á samkeppnislögum sem fólst í samningi sem fyrirtækið gerði við Hafnarfjarðarbæ um síma- og gagnaflutningsþjónustu. Samkeppnisráð telur að í samn- ingnum felist alvarleg misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækis- ins og brot á 11. grein samkeppn- islaga. Fjarskiptafélagið Títan kærði samninginn til samkeppnis- ráðs en fyrirtækið hafði einnig boðið í þjónustuna en Hafnarfjarð- arbær hafnaði tilboðinu. Í umræddum samningi var m.a. kveðið á um að Hafnarfjarðarbæ væri óheimilt að eiga viðskipti við önnur fjarskiptafyrirtæki á samn- ingstímanum. Þá fékk Hafnar- fjarðarbær afslátt af viðskiptum sem fóru fram 8–9 mánuðum áður en samningurinn var undirritaður. Landssíminn hefur tilkynnt að málinu verði skotið til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Óskar Jósefsson, sem ráðinn var tímabundið sem forstjóri Lands- símans í október sl., segir að ekki sé ágreiningur um að með samn- ingnum hafi verið brotið gegn sam- keppnislögum. Á hinn bóginn hafi þau ákvæði sem Samkeppnisstofn- un telur brjóta í bága við lögin aldrei komið til framkvæmda, að frumkvæði Landssímans. Þá hefur samkeppnisráð úr- skurðað að Skífan skuli greiða 25 milljónir króna í sekt vegna samn- ings sem fyrirtækið gerði við Að- föng, dreifingarfyrirtæki Baugs. Sektar Lands- símann og Skífuna  Óviðunandi/6 Gert að greiða/4 Samkeppnisráð KAUPMÁTTUR launa á almennum vinnumarkaði hefur aukist um 5% frá gerð kjarasamninga vorið 2000, að því er fram kemur í nýju fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Þar segir jafnframt að markmið samninganna hafi náðst um að þeir lægst launuðu hækkuðu umfram aðra og það sé „ótvíræð niðurstaða úrvinnslu á gögnum kjararannsóknanefndar“. Samkvæmt þeim niðurstöðum jókst kaupmáttur lægstu launa hjá afgreiðslufólki um 16% frá febrúar 2000 til febrúar 2001 en um 6% hjá þeim hæst launuðu. Kaupmáttur lægst launaðs verkafólks jókst um 12% á sama tímabili og kaupmáttur iðnaðarmanna með lægri mánaðar- laun en 155 þúsund jókst um 14–15% á meðan kaupmáttur þeirra sem hafa yfir 215 þúsund í mánaðarlaun jókst um 7%. Í fréttabréfi SA kemur fram að kaupmáttur launa á almennum vinnumarkaði hafi aukist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs um 9,5% mið- að við sama tímabil árið 2000, sam- kvæmt mælingum Kjararannsókna- nefndar. Lægstu launataxtar voru hækkað- ir sérstaklega í samningunum vorið 2000 og var markmiðið að þeir lægst launuðu hækkuðu umfram aðra. Í fréttabréfi SA segir að sérstök úr- vinnsla hafi nýlega verið gerð á gagnasafni Kjararannsóknanefndar í því skyni að fá úr því skorið hvort það markmið hefði gengið eftir. Gerð var athugun á launahækkunum sömu einstaklinga í febrúar á þessu ári miðað við febrúar árið 2000. „Niðurstöður þessarar athugunar eru ótvíræðar. Á fyrsta ári samnings- tímans hækkuðu laun þeirra sem lægst höfðu launin meira en þeirra sem hærri laun höfðu. Þetta kemur einkar skýrt fram hjá afgreiðslufólki, þar sem kaupmáttur þeirra lægst launuðu hækkaði um 16% á samn- ingstímanum, en um 6% hjá þeim hæst launuðu.“ Auk afgreiðslufólks tók könnunin til verkamanna og iðnaðarmanna og innan hvers hóps voru einstakling- arnir flokkaðir eftir því hve há laun þeirra voru. Miðað var við regluleg laun og voru þau skilgreind sem mán- aðarlaun að viðbættum föstum auka- greiðslum, bónusgreiðslum og vakta- álagi. Kaupmáttur afgreiðslufólks með lægri mánaðarlaun en 95 þúsund hafði aukist um 16% í febrúar á þessu ári miðað við sama mánuð árið 2000 og að teknu tilliti til verðbólgu ársins lætur nærri að kaupmáttaraukning þessa hóps sé 8% frá upphafi samn- ingstímans. Kaupmáttaraukning af- greiðslufólks í heild var 10,7% á um- ræddu 12 mánaða tímabili, þannig að kaupmáttur nú í árslok er töluvert hærri en í upphafi samningstímans, að því er fram kemur í fréttabréfi SA. Kaupmáttur talsvert meiri í árs- lok en í upphafi samningstímans Kaupmáttur lægstu launa hjá verkafólki, sem hefur minna en 95 þúsund á mánuði, hafði aukist um 12% í febrúar 2001 frá sama mánuði árið 2000 á meðan kaupmáttaraukn- ing verkafólks með 125 til 185 þúsund á mánuði jókst um 8%. Í heild var kaupmáttaraukning launa verkafólks í febrúar sl. 9,5% að því er fram kem- ur í fréttabréfi SA. Samtök atvinnulífsins segja kaupmátt launa hafa aukist um 5% Lægstu launin hafa hlut- fallslega hækkað mest  ! " " #$ %" &'("! ( "' '  '"!%") (!      )" %89:4(!"25!&+;&!3<<=>377 3?7 3:? 3:7 3@? 3@7 36? 367 33? 337 37? 377 <? 3<<= 3<<A 3<<< 6777 6773                    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.