Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAKSÓKNARAR í New York ákærðu á miðvikudaginn 73 meinta meðlimi í Genúa-glæpafjöl- skyldunni í umfangsmiklum að- gerðum gegn mafíunni. Ákæru- atriði eru fjölmörg, þ. á m. áætlanir um að ræna sex milljóna dollara launagreiðslum frá út- gáfufélagi blaðsins The New York Times. Lögreglan hrósaði leyni- lögreglumanni, sem hætti lífi sínu með því að komast inn í raðir glæpasamtakanna og vera þar í 27 mánuði, og átti drjúgan þátt í því að árangur náðist í rannsókninni. Barry Mawn, aðstoðaryfirmaður skrifstofu bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, í New York, sagði að leynilögreglumaðurinn hefði setið vikulega fundi mafíunnar og tekist að sýnast áreiðanlegur með því að láta sem hann græddi fé á ólöglegri sígarettusölu og öðrum smáglæpum. „Genúa-fjölskyldunni – stærstu, valdamestu og leynilegustu sam- tökum er stunda skipulagða glæpastarfsemi – hefur verið veitt enn eitt höggið,“ sagði Mawn. Hann sagði leyniaðgerðina vera einhverja þá best heppnuðu er gerð hefði verið í sögu lögregl- unnar. „Okkur hefur enn á ný tek- ist að sjá mafíuna innanfrá,“ sagði hann. Hefðbundið mafíuskipulag Ákæruatriðin veita glögga inn- sýn í það, hvernig mafían aflar fjár: Brask, ólöglegt fjárhættuspil, svik, sala á stolnum varningi, fjár- dráttur, skotvopnasmygl, okurl- ánastarfsemi og aðrir glæpir. Samkvæmt dómsskjölum starf- aði Genúa-fjölskyldan á hefðbund- inn mafíuhátt – með skiptingu í deildir, svonefndar stjórnir (reg- ime), er hver um sig laut höfðingja (Caporegime) og í voru „skipaðir meðlimir“, stundum kallaðir her- menn, spekingar eða góðvinir. Í ákærunum voru nefndir þrír höfðingjar (capos), sjö hermenn og fjöldi aðstoðarmanna fjölskyld- unnar, er ganga undir nöfnum á borð við Pétur gullsmiður, China- town, Johnny Cash, Baby Carm- ine, Sallie Boy, Crackers, Blackie, Hot Dog, Boobie og Johnny T. Lögfræðingar yfirvalda halda því fram að tvær stjórnir fjöl- skyldunnar hafi tekið höndum saman um áætlun, sem aldrei varð að veruleika vegna vitnisburðar samstarfsmanns lögreglunnar, um að ræna prentsmiðju The New York Times í Queens-hverfi í New York, þar sem launaávísanir starfsmanna eru innleystar. Meðal þeirra glæpa sem fjöl- skyldan stundaði voru ekki aðeins krítarkortasvindl og bankasvindl. Saksóknarar ákærðu einnig fyrir smygl á eftirlíkingum af Tommy Hilfiger, Seiko, Cartier og Rolex- úrum auk vafasamra handtaskna og sólgleraugna með vörumerkj- um Gucci, Calvin Klein, Versace o. fl. 70 meðlimir Genúa-fjölskyldunnar ákærðir New York. Los Angeles Times. Í VALDATÍÐ Bills Clintons Bandaríkjaforseta naut enginn leiðtogi viðlíka gistivináttu í Hvíta húsinu í Washington og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna. Clinton lagði þunga áherslu á frið- arferlið svonefnda í Mið-Austur- löndum og þess vegna kostaði hann kapps um að tryggja traust og stöðug samskipti við Arafat, hryðjuverkaforingjann fyrrver- andi, sem varð einn af handhöfum friðarverðlauna Nóbels. En nú er öldin önnur. Arafat hefur verið settur út í kuldann í Bandaríkjunum enda telja sífellt fleiri háttsettir emb- ættismenn að hann sé ófær um að stíga þau erfiðu skref, sem nauð- synleg eru til að koma á vopnahléi, þótt ekki sé nema í tvo daga, hvað þá varanlegum friði. Menn greinir hins vegar á um hvort þar ráði pólitískt stöðumat Arafats eða al- menn vanhæfni hans. Ráðamenn í Bandaríkjunum ræða það nú sín á milli í fullri al- vöru hvort verið geti að tími Ara- fats sé einfaldlega liðinn. Ákafir stuðningsmenn Ísraela á Banda- ríkjaþingi þrýsta jafnframt á um að öll tengsl við forseta sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna verði rofin. Áberandi er að menn reyna að ímynda sér hvernig stjórnmálaástandið yrði í þessum heimshluta færi svo að Arafat hyrfi af sjónarsviðinu sökum ald- urs en hann er orðinn 72 ára, óá- nægju Palestínumanna eða vald- beitingar. Enn aðrir lýsa yfir áhyggjum af því ástandi, sem skapast myndi ef að sjálfstjórnin, sem Arafat fer fyrir, leystist upp. AFP-fréttastofan kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að ráða- menn vestra hefðu í gær komist að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að treysta á Arafat enn um sinn. Ákaft hefði verið deilt um málið innan ríkisstjórnar Bush forseta. Í upphafi forsetatíðar Georges W. Bush var áberandi sú viðleitni Bandaríkjamanna að draga úr öll- um samskiptum við Arafat. Hon- um var t.a.m. ekki boðið í Hvíta húsið í þeim tilgangi að ræða frið- arhorfur. Nú spyrja menn í Hvíta húsinu hvort Arafat sé eins konar nauðsynleg forsenda friðar eða hvort ef til vill megi betur þoka málum áleiðis án afskipta hans. Efasemdir fara vaxandi um getu Arafats til að sinna áfram leið- togahlutverkinu. Hið sama gildir um hæfni hans til að vera milli- göngumaður í röðum Palestínu- manna sjálfra. Um leið þrýsta Bandaríkjamenn á hann um að sinna þessum hlutverkum sínum af meiri festu en nokkru sinni áð- ur. „Augljóst er að hópur fólks vill nota hryðjuverk til að spilla frið- arferlinu og herra Arafat verður að sýna stjórnfestu og koma lög- um yfir þetta fólk,“ sagði Bush forseti á miðvikudag er hann ræddi hryðjuverk Hamas-samtak- anna í Ísrael um liðna helgi, sem kostuðu 25 manns lífið, og við- brögð sjálfstjórnar Palestínu við þeim. „Hann verður að sýna að hann sé leiðtoginn. Það verður hann að gera nú þegar,“ bætti Bush við. „Þingheimur og almenningur í Bandaríkjunum hefur fengið nóg af kaldrifjuðum stuðningi Yassers Arafats við glæpalýð og hryðju- verkamenn og tregðu hans til að bregðast við,“ segir Tom Lantos, þingmaður repúblíkana og einn af höfundum þingsályktunartillögu þess efnis, að rofin verði öll tengsl Bandaríkjanna við sjálfstjórn Pal- estínumanna grípi hún ekki til beinna aðgerða gegn hryðjuverka- mönnum. Tillagan var samþykkt í fulltrúadeildinni með 384 atkvæð- um gegn 21. Fyrrum undirsátar Clintons for- seta eru einnig teknir að efast. „Mér sýnist sem Arafat hafi alla tíð reynt að feta milliveginn og að nú kunni svo að vera að tími hans sé að renna út,“ segir Samuel Berger, sem var þjóðaröryggis- ráðgjafi Clintons. „Áætlun B“? En hverjir eru valkostirnir? Pólitískur vilji Arafats, líf hans og heilsa eru óneitanlega ekki sér- lega traustar stoðir undir friðar- ferli í heilum heimshluta. Engu að síður er það nú svo að þetta er það, sem Ísraelar og Bandaríkja- menn hafa nú treyst á í heilan ára- tug. Verkamannaflokkurinn og Likud-bandalagið í Ísrael hafa horft með þessum hætti til Araf- ats. Hið sama hafa demókratar og repúblikanar gert í Bandaríkjun- um. Þar hafa ráðið mestu vilji Arafats til að leita samninga og staða hans meðal Palestínumanna, sem almennt hafa borið traust til hans. Valkostirnir eru ekki taldir mjög álitlegir. Ráðamenn í Banda- ríkjunum ganga að því sem vísu að beiti Arafat sér ekki gegn palest- ínskum hryðjuverkamönnum muni Ísraelar gera það með tilheyrandi blóðsúthellingum og ólgu. Aðspurður hvort Bandaríkja- menn hafi haldbæra aðra áætlun, „áætlun-B“, færi svo að Arafat léti ekki til skarar skríða gegn hryðju- verkamönnum, segir háttsettur bandarískur embættismaður. „Arafat er áætlun B, C, D og Z. Við krefjumst þess að hann skili sínu.“ „Ég er ekki viss um að til sé „áætlun-B“. Það er stærsti vand- inn,“ segir Edward Abington, fyrrum aðalræðismaður Banda- ríkjanna í Jerúsalem og núverandi ráðgjafi Palestínumanna. „Ég ótt- ast að miklar hörmungar kunni að vera í vændum,“ bætir hann við. Eini milligöngumaðurinn? Á hinn bóginn hafa margir orðið til þess að vara Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, við því sem í vændum kunni að vera ákveði hann að fara gegn Palestínumönn- um í þeim tilgangi að stuðla að falli Arafats. Slíkar raddir tóku að heyrast strax eftir að sprengjur Ísrela höfðu hafnað á höfuðstöðv- um Arafats. „Ég hef áhyggjur af þessu tali um hvernig ástandið verði eftir að Arafat er farinn frá. Menn virðast ganga út frá því að það eitt og sér muni verða til bóta,“ segir Marwan Masher, sendiherra Jórdaníu í Bandaríkj- unum. „Líði sjálfstjórn Palestínu- manna undir lok mun allsherjar ringulreið taka við. Hvert það stjórnvald, sem þá tekur við, verð- ur talið leppstjórn. Við þurfum á milligöngumanni að halda og sá sáttasemjari er Arafat. Þótt við séum á barmi örvæntingar nú megum við ekki beina umræðunni í þann farveg að hún snúist öll um stöðu mála eftir að Arafat hefur horfið af sjónarsviðinu,“ segir hann. Nokkrir áhrifamiklir ráðgjafar innan Bandaríkjastjórnar telja að Arafat hafi orðið fyrir miklum álitshnekki meðal Palestínumanna og segja óvarlegt af þeim sökum að búast við miklu af honum í framtíðinni, óháð því hvaða nið- urstöðum stjórnvöld í Ísrael og Bandaríkjunum kunna að komast að. Samuel Berger telur að Arafat hafi gerst sekur um rangt stöðu- mat þegar hann ákvað að leggjast ekki af fullum þunga gegn ofbeld- isverkum palestínskra öfgamanna. Vald hans og áhrif fari ört minnk- andi. Hins vegar beri enn ekki að afskrifa leiðtoga Palestínumanna og ljóst sé að veruleg hætta sé á því að algjört upplausnarástand taki við á svæðum Palestínumanna verði Arafat komið frá. Reuters Síðasta tækifæri Arafats? Í Bandaríkjunum og víðar er áberandi umræða um hvað kunni að taka við hverfi Yasser Arafat af sjónarsviðinu sem leiðtogi Palestínumanna. Margir telja þessa nálgun hættulega og vara við afleiðingunum. Washington. The Washington Post. ’ Líði sjálfstjórnPalestínumanna undir lok mun alls- herjar ringulreið taka við. ‘ Hryðju- verkaógnin efst á verk- efnaskrá NATO Brussel. AFP. Reuters Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Brussel í gær. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) hefur samþykkt að færa baráttuna gegn hryðjuverkum efst á verkefnaskrá samtakanna. Þá var ákveðið á fundi utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel í gær að auka enn samstarfið við Rússa. Í yfirlýsingu fundarins segir m.a. að dregin verði upp áætlun um sam- eiginleg viðbrögð við hryðjuverka- ógninni og að hún verði lögð fyrir leiðtogafund NATO í Prag síðla á næsta ári. Sagði Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, að bandalagið hygðist á engan hátt líða hryðjuverkastafsemi. „Ógnin hefur breyst en staðfesta okkar og hlut- verk hafa ekki gert það,“ sagði lá- varðurinn. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng: „NATO skiptir enn máli, nú meira en nokkru sinni fyrr. Enn er mikið starf óunnið. Hvert einasta bandalagsríki tekur þátt í átökunum. Hvert einasta bandalagsríki getur lagt sitt af mörkum.“ „NATO er úrelt“ Beindust þessi ummæli sýnilega að þeim sem á undanliðnum árum hafa haldið því fram að NATO eigi sér tæpast framtíð sökum breytinga í alþjóðamálum. Tók Ígor Ívanov, ut- anríkisráðherra Rússlands, raunar undir það sjónarmið í gær en hann sat fundinn í Brussel. Lýsti hann yfir því í Moskvu að NATO væri „úrelt“. Utanríkisráðherrarnir samþykktu einnig yfirlýsingu þess efnis að markmið bandalagsins væri að koma á fót nýju samstarfsráði Rússlands og NATO-ríkja. Tók Powell fram að þetta þýddi ekki að Rússum yrði fengið neitunarvald í málefnum NATO; bandalagið myndi áfram áskilja sér rétt til að grípa til einhliða aðgerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.