Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRÐU umferð heimsmeistara- keppninnar í skák er lokið. Töluvert var um athyglisverð úrslit, eins og búast mátti við þar sem keppnin hef- ur jafnast mikið eftir að veikari skák- mennirnir féllu úr leik í fyrri umferð- um. Breski stórmeistarinn Michael Adams (2.744) var talinn eiga góða möguleika í þessari keppni, en hann var stöðvaður af Rússanum Peter Svidler (2.695). Jafnt var hjá þeim eftir kappskákirnar, atskákirnar, en Svidler sigraði loksins í síðari hrað- skákinni. Alexander Morozevich (2.739) féll einnig óvænt úr leik fyrir Ruslan Ponomariov (2.684) eftir að leikar höfðu staðið jafnt eftir kappskákirn- ar. Athyglisverðasta viðureignin í fimmtu umferð, átta manna úrslit- um, er á milli þeirra Anands og Shir- ovs, en þeir mættust einmitt í loka- einvíginu í heimsmeistarakeppninni á síðasta ári. Þá lék Anand Shirov ansi grátt svo fróðlegt verður að sjá hvort Shirov tekst hið óvænta og nær fram hefndum að þessu sinni. Ann- ars mætast eftirtaldir í átta manna úrslitum Shirov – Anand Gelfand – Svidler Ponomariov – Bareev Lautier – Ivanchuk Eini Norðurlandabúinn í heims- meistarakeppninni var danski stór- meistarinn Peter Heine Nielsen. Hann stóð sig prýðilega, þótt ekki réði hann við Anand í annarri umferð mótsins. Nielsen tefldi eftirfarandi skák í fyrstu umferð. Hvítt: P.H. Nielsen Svart: A. Goldin Katalónsk byrjun 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 Be7 5. Bg2 0–0 6. 0–0 dxc4 7. Dc2 a6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10. Bd2 Be4 11. Dc1 Bb7 12. Bf4 Bd6 13. Rbd2 Rbd7 14. Rb3 Bd5 15. Hd1 Hc8!? Nýr leikur í þessari stöðu. Í síð- ustu skákinni í heimsmeistaraeinvíg- inu í London í fyrra kom Kramnik með nýjan leik gegn Kasparov, 15. – De7, en fékk verri stöðu, eftir 16. Re5 Bxg2 17. Kxg2 Rd5 18. Rc6 Rxf4+ 19. Dxf4 De8 20. Df3 e5 21. dxe5 Rxe5 22. Rxe5 Dxe5 23. Hd2 Hae8, og næsti leikur hvíts hefði átt að vera 24. Hc1 o.s.frv. Besti leikur svarts er líklega 15...Db8, t.d. 16. Be5 Db6 17. Df4 Re4 18. Bxd6 cxd6 19. Re1 Ref6 20. e4 e5 21. De3 Bb7 22. Hd3 Hac8 23. d5 Rc5 24. Rxc5 Dxc5 25. f3 Hc7 26. Dxc5 Hxc5 og hvítur stendur betur (Barejev – Lalic, Sochi 1987). 16. Rc5 Rxc5 17. dxc5 Bxf4 18. Dxf4 De7 19. Re5! – Daninn fórnar peði til að koma öll- um mönnum sínum í spilið. Hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að ná peðinu til baka, því að svörtu peðin á a6 og c7 er auðveld skotmörk. 19. – Dxc5 20. Hac1 De7 21. Rc6 Bxc6 22. Hxc6 Hfd8 23. Hdc1 h6 24. a3 e5?! Svartur missir þolinmæðina og grípur til aðgerða, sem hafa aðeins þá afleiðingu, að e-peðið hans bætist í hóp veikleika. Betra hefði verið að bíða með mótspilsaðgerðir og leika 24...Rd5, t.d. 25. Dd2 Rb6 26. Da5 Rc4 27. Dxa6 Dg5 28. f4 Df5 29. b4 Ha8 30. Db7 Hxa3 31. Hc5 Rd6 32. Dxc7 þótt hvítur eigi einnig betra tafl í því tilviki. 25. Df5 e4 26. e3 – Hvítur leyfir svarti ekki að leika e4-e3. 26. – He8 27. Hxa6 c5 28. Hb6 Hcd8 29. Bf1! – Auðvitað ekki 29. Dxc5? Hd1+ 30. Bf1 Dxc5 30. Hxc5 Rd7 31. Hbxb5 Rxc5 32. Hxc5 Hb8 33. b4 Ha8 34. SKÁK Moskva 27.11. 2001–26.1. 2002 SKÁK HEIMSMEISTARAKEPPNI FIDE Anand og Shirov mætast á HM í skák TILKYNNINGAR Garðbæingar og nágrannar Jólastemming á Garðatorgi laugardag- inn 8. desember ● Kveikt verður á jólatré. ● Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur. ● Kór Hofsstaðaskóla syngur jólalög. ● Jólasveinar koma í heimsókn. ● Handverksmarkaður. ● Kvennakór Garðabæjar syngur. ● Brúðuleikhús. ● Jólatréssala Hjálparsveita skáta o.fl. ofl. Garðatorg í jólaskapi Hafnarfjarðarbær Bæjarskipulag Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi „Iðnaðarsvæðis á Hvaleyrarholti“ vegna Eyrartraðar 12, Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 16. okt. 2001 að auglýsa til kynn- ingar breytingu á deiliskipulagi fyrir „Iðnaðarsvæði Hvaleyrarholti“ vegna Eyrartraðar 12, Hafnarfirði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að stækka byggingarreit og breyta aðkomu að húsinu. Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverf- is- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 7. desember 2001 til 7. janúar 2002. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipu- lagi. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði eigi síðar en 21. janúar 2001. Þeir, sem ekki gera athuga- semd við breytinguna, teljast samþykkir henni. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. Auglýsing um starfsleyfistillögur fyrir álver Reyðaráls hf. Reyðarfirði Fyrir Reyðarál hf. Reyðarfirði Í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, liggja frammi til kynningar starfsleyfi fyrir álver Reyðaráls hf. Reyðarfirði, kt. 600100-2380 á afgreiðslutíma á bæjarskrifstofum Fjarða- byggðar, Egilsbraut 1, Neskaupstað, Strandgötu 49, Eskifirði og Búðareyri 7, Reyðarfirði, til kynningar frá 7. desember 2001 til 8. febrúar 2002 Skriflegar athugasemdir við starfsleyfis- tillögurnar skulu hafa borist Hollustu- vernd ríkisins í síðasta lagi 8. febrúar 2002. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistil- lögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og for- svarsmenn og starfsmenn tengdrar eða ná- lægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins http://www.hollver.is/mengun/mengun.html Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvarnir, Ármúla 1a, Reykjavík. STYRKIR SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1821278  Ek. I.O.O.F. 12  1821278½  Ek./Dd. Í kvöld kl. 21 heldur Jörmundur Ingi Hansen erindi „Um guðs- hugmyndir manna“ í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum kl. 15.30 í umsjá Elínar Steinþórsdóttur. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin endurgjaldslaust. www.gudspekifelagid.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.