Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 35 Tæplega 6.000 bækur hafa selst af metsölubókinni Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk á Íslandi. Það sannast því að ORÐSPORIÐ er besta auglýsingin. Í þessari nýju bók kemur Dr. Peter D’Adamo með nýjar upplýsingar varðandi tengsl blóðflokka við almennt heilsu- farsástand okkar. M.a.:  Ótal reynslusannanir af þeim 2.300 sem skráðar eru í reynslubanka blóðflokkanna.  Niðurstöður úr nýjum rannsóknum.  Tveggja þrepa matseðill - fyrir þá sem vilja bestu heilsu og þá sem eru að vinna á sjúkdómum.  Bætiefnalistar fyrir hvern blóðflokk.  Tilvísanir í um 1.200 rannsóknir á tengslum blóðflokka og sjúkdóma.  Listi yfir heilsufarslega áhættuþætti allra blóðflokka.  Ertu seytir eða ekki seytir? Það skiptir máli.  Sérstakar leiðbeiningar fyrir börn í öllum blóðflokkum.  Sérstakar leiðbeiningar fyrir eldra fólk í öllum blóðflokkum.  Þú grennist verulega ef þú ferð eftir ráðleggingum Dr. D’Adamo - og það er bara bónus.  Þetta er bók sem vekur ótal spurningar og veitir enn fleiri svör! ÞETTA ER BÓK FYRIR ALLA SEM VIRÐA HEILSUNA Ú T G Á F A ÞAÐ var gleðilegt að fá í fyrra- kvöld annað tækifæri til að hlusta á fádæmagóðan stúlknakór Langholts- kirkju, Graduale nobili. Þessi kór er liðlega árs gamall, og eftir fyrstu tón- leika kórsins í apríl í vor viðhafði und- irrituð stór orð um þá fagmennsku og músíkhæfileika sem kórinn býr yfir. Á tónleikunum í fyrrakvöld var efnis- skráin að miklu leyti sú sama og í vor, en tilefnið var að út er kominn geisla- diskur með söng kórsins á þessum verkum. Að auki söng kórinn fjögur lög af nýrri efnisskrá. Sem fyrr virð- ist Graduale nobili ætla að bera höfuð og herðar yfir aðra sambærilega kóra með einstaklega góðum söng. Kórinn er hundrað prósent samstilltur; – all- ar innkomur hnífjafnar og öruggar, endingar hendinga hnífjafnar; söng- urinn fallega mótaður með sterkmót- uðum blæbrigðum og breidd í styrk- leika og dýnamík. Sönggleðin er mikil svo það hreinlega gneistar af þessum frábæru stelpum. Kórstjórinn, Jón Stefánsson, er sannarlega að gera merka hluti hér og hefur unnið vel að mótun þessa góða efniviðar. Kórinn tók þátt í Evrópsku æskukórakeppn- inni í Kalundborg í Danmörku í vor og hreppti þar annað sæti, og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvers kon- ar yfirburðakór það var sem hlaut fyrsta sætið, úr því að stúlkunum í Graduale nobili tókst ekki að hreppa það hnoss. Inngöngulag kórsins á tónleikun- um í fyrrakvöld var finnskt þjóðlag, On suuri sun rantas autius, þar sem Árný Ingvarsdóttir leiddi kórinn inn í fallegum einsöng. Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir tók svo við einsöngshlut- verkinu þegar í kórtröppurnar var komið. Þessar tvær stúlkur hljóta að eiga framtíðina fyrir sér í sönglistinni svo góðar sem þær eru nú. Maríuljóð Hildigunnar Rúnarsdóttur var sér- staklega vel flutt, og sömuleiðis ynd- islegt lag Hróðmars Inga Sigur- björnssonar, Vökuró. Lorca-svíta eftir Einojuhani Rautavaara var þó eins og í vor það sem uppúr stóð, þar sem fleiri einsöngvarar úr röðum kór- stúlkna létu til sín taka, afar fallega. Ef eitthvað mætti finna að, hefði ef til vill mátt skerpa eilítið á spænska rytmanum í fyrsta þætti svítunnar, Söngi riddarans. Nýju lögin á efnis- skránni báru þess merki að vera ekki alveg jafnmargsungin og örugg og hin eldri, en þar bar af lag Báru Grímsdóttur, Eg vil lofa eina þá, við gamalt íslenskt Maríukvæði. Þetta voru afbragðsgóðir tónleikar eins okkar bestu kóra, sem sýndi það aftur að hann er fyllilega lofsins verð- ur og verðskuldar mikla athygli í næstu framtíð. Göfgar grallara- stúlkur sanna sig enn og aftur TÓNLIST Kórtónleikar Graduale nobili, stúlknakór Langholts- kirkju, söng innlend og erlend lög. Ein- söngvarar úr röðum kórfélaga voru Árný Ingvarsdóttir, Dóra Steinunn Ármanns- dóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir, Stein- unn S. Skjenstad, Lovísa Árnadóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir. Meðleikari á selló í Vókalísu var Bryndís Halla Gylfa- dóttir og Jón Stefánsson stjórnaði. HÁTEIGSKIRKJA Bergþóra Jónsdóttir Í LEIKHÚSINU Vesturporti standa nú yfir æfingar á nýju íslensku leik- riti eftir Agnar Jón Egilsson sem nefnist Lykill um hálsinn. Þetta er samtímasaga nokkurra ungmenna í Reykjavík sem eiga það sameiginlegt að vera að leita að sjálfum sér í hraða næturinnar og neysluveröldinni. Verkið spannar eina síðsumar- helgi í lífi söguhetjanna. Hvert and- artak er fullt af kæruleysislegri von og framtíðin bíður handan horns- ins. Fylgst er með þeim fara yfir eigin velsæmismörk enda komin ný öld. Samfélagið sér ekki um að halda þeim innan skynsamlegra marka, það verða þau sjálf að gera. Þau upplifa afleiðingarnar hvert og eitt á sinn ólíka máta, sum í átt til þroska og hamingju, önnur til glöt- unar. Leikendur eru Erlendur Eiríks- son, Þórunn E. Clausen, Ragnheið- ur Elín Gunnarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Leikmynd, lýs- ing og búningar eru í höndum Sig- urðar Kaiser, Björn Helgason sér um kvikmyndatöku og klippingu, Ásta Hafþórsdóttir annast förðun og hannar leikgerfi, Björn Krist- jánsson semur tónlist, Hrefna Hall- grímsdóttir semur dansa og Magn- ús Þór Þorbergsson er dramatúrg sýningarinnar. Frumsýning er fyrirhuguð milli jóla og nýárs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Erlendur Eiríksson, Agnar Jón Egilsson höfundur, Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Þórunn Clausen. Lykill um hálsinn æft í Vesturporti BORGARLEIKHÚSIÐ hefur auglýst eftir hugmyndum að efniviði í tvenns konar leikhús- verk. Annars vegar er hugmyndin að virkja ungt fólk. Leikhúsið býður því ungum skáldum á aldrinum 18-35 ára að semja ör- stutt verk fyrir leikhús sem á einhvern hátt tengjast hugsun- inni „future de luxe“. Textarnir eiga ekki að vera lengri en 2000 orð og mega ekki hafa birst áð- ur. Verkið má ekki krefjast fleiri en fjögurra leikara. Það verða valin 5 til 10 verk, sem síðan verða útfærð nánar í samvinnu leikhúsfólks og höfunda og frumsýnd sameiginlega á næsta leikári. Hugmyndum á að skila inn fyrir 15. febrúar n.k. Hins vegar óskar leikhúsið eftir hugmyndum að stuttum leikverkum til uppsetningar á Nýja sviði Borgarleikhússins veturinn 2002-2003. Miðað er við að hvert verk taki u.þ.b. klukku- stund í flutningi. Í fyrstu umferð eiga höfundar að skila inn hug- myndum sem rúmast á tveimur blaðsíðum. Síðan verða þrjár til sex hugmyndir teknar til nánari vinnslu sem lýkur með grind að leikverki. Þrjár hugmyndir verða unnar upp í leiksýningu. Þessum hugmyndum óskar leik- húsið eftir í síðasta lagi þann 1. febrúar nk. Auglýst eftir nýj- um leik- verkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.