Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 75
ÞÓTT Only a Breath Away sé fyrsta plata Írisar er hún síður en svo ein- hver nýgræðingur. Hún hefur nefni- lega komið fram síðan hún var átta ára gömul, er hún steig sín fyrstu skref á söngvasviðinu í Hvítasunnu- kirkjunni. Síðan hefur hún sungið reglulega í kirkju safnaðarins sem fjölskylda hennar tilheyrir og hún segist hafa alist upp í. Íris ólst upp í Vestmannaeyjum, fluttist 17 ára gömul til Reykjavíkur en hvarf aftur til Eyja tíu árum síðar og hefur verið búsett þar síðan. Hún lagði stund á nám í djasssöng í tónlistarskóla FÍH. „Þá fyrst fór ég að starfa við sönginn. Ég tók þátt í sýningunni Braggablús sem Magnús Eiríksson setti upp á sínum tíma á Hótel Íslandi og kynntist þannig tón- listarbransanum. Ég komst hins vegar fljótt að því að það hentar mér alls ekki að syngja á böllum. Það á miklu betur við mig að syngja á tón- leikum og í kirkjunni.“ Þrátt fyrir að hafa numið djass- söng segist Íris hafa gert mjög lítið af því undanfarið að syngja djasstón- list. „Eftir að ég flutti til Eyja hafa fá tækifæri gefist til þess að sinna djassáhuganum. Þó hef ég tekið þátt í djasshátíðum sem haldnar eru þar reglulega. En að öðru leyti hefur gospelið og mín tónlist verið ofan á.“ Trúarlegur grunnur Íris semur öll lög og texta á Only a Breath Away og segist eiga harla erfitt með að skilgreina nákvæmlega tónlist sína, hún sé einhver rökrétt samsuða af djassinum, gospelinu og hefðbundnu poppi. „Þetta er ein- hvers konar bossa nova popp. Hvorki hefðbundið gospel né djass.“ Íris hóf að semja lög fyrir tveimur árum og lögin komu auðveldlega. Fjörutíu lög á færibandi og af þeim rötuðu þrettán á plötuna. Aðspurð hvort textarnir séu á kristilegum nótum segist hún fyrst og fremst sækja innblásturinn í eigin lífsreynslu og tilfinningalíf. „Grunn- urinn er því óhjákvæmilega trúar- legs eðlis því ég upplifi lífið, tilfinn- ingarnar og hversdagsleikann á margan hátt í gegnum trúna.“ Þegar hún er beðin um að nefna áhrifavalda sína í tónlistinni koma gospel tónlistarmenn fyrst upp í huga hennar. „Ég veit ekki hvort al- menningur hafi heyrt þessara lista- manna getið en fyrst ber að nefna Evie Tomquist, Yolanda Adams hef- ur einnig haft áhrif á mig, sem og Sandi Patti, Kirk Franklin og Andraé Crouch en ég söng einmitt með honum þegar hann kom hingað til lands og skemmti fyrir nokkrum árum.“ Mikið að gera Þótt Íris vildi gjarnan að svo væri segist hún ekki hafa ráð á að sinna tónlistinni sem aðalstarfi. Hún starf- ar á daginn í bókhaldi og segir það mikið til komið vegna þess að gosp- elið sé að svo stórum hluta til hug- sjónamennska. Þótt mikið sé að gera við að ferðast á milli og syngja í kirkjum sé ekki verið að taka pen- ingagreiðslur fyrir slíkt heldur frem- ur litið á það sem trúboðastarf. Þótt gospel tónlistin sé lítt áber- andi hér á landi segist Íris vera sann- færð um að fjölmargir hafi gaman af þannig tónlist og hlusti reglulega á hana. „Það eru náttúrlega miklu fleiri að hlusta á hana en einungis þeir sem eru í sértrúarsöfnuðum. Það sýnir sig trekk í trekk þegar haldnir eru áhugaverðir gospeltón- leikar, eins og t.d. með erlendum listamönnum á borð við Ettu Camer- on sem fyllti Bústaðakirkju nokkur kvöld í röð. Ég hélt tónleika í Höll- inni í Eyjum í október og það var fullt út úr dyrum, alls 650 manns. Áhuginn á gospel tónlist er þannig sannarlega fyrir hendi. Fólk flykkist í kirkjurnar þegar boðið er upp á gospel.“ Íris gefur sjálf út og er geislaplat- an fáanlega í öllum hljómplötuversl- unum og hjá útgefanda. Íris hefur lengst af verið búsett og sungið í Vestmannaeyjum. skarpi@mbl.is Ĺítur á gospelsönginn sem hugsjón Only a Breath Away heitir ný plata gospel- söngkonunnar Írisar. Skarphéðinn Guð- mundsson tók hana tali. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 75 Vesturgötu 2, sími 551 8900 PAPAR í kvöld ÍSLENSKA útgáfufyrirtækið Thule er nokkuð umsvifamikið þetta árið, með heilar 16 plötur fyrir þessi jól. Forsvarsmaður fyrirtækisins er Þór- hallur Skúlason en fyrirtækið hóf starfsemi sem útgáfuvettvangur fyrir íslenska raftónlist. Síðan þá hefur því vaxið fiskur um hrygg, og tilvera hinna ýmsu undirmerkja þess tryggir að breiddin er talsverð í útgáfunni. Í fyrstu var megináhersla lögð á út- flutning tónlistar og hefur fjöldi platna með íslenskum tæknó-lista- mönnum verið fluttur út, einkanlega til Þýskalands. Um þessi jól haslar fyrirtækið sér svo um munar völl hér- lendis og því ekki úr vegi að kanna hvað í boði er. Trabant – Moment of Truth Þeir félagar, Þorvaldur Gröndal og Viðar Gíslason, hafa verið að sjóða saman efni í Trabantinum undanfarin ár eða svo. Þessi fyrsta plata hefur mikið verið í umræðunni og nefnd til sem ein af athyglisverðari plötum ársins. Trabant – Enter Spacebar remixes Smáskífa sem inniheldur lögin „Enter Spacebar“ og „Lady Eleph- ant“. Platan inniheldur auk þess sex endurhljóðblandanir af fyrra laginu eftir listamennina Q-Burns Abstract Message, Bodenstandig 2000, Ein- óma, Thor og ILO. Trabant – Enter Spacebar & Lady Elephant Vínylútgáfa af ofangreindri smá- skífu. múm – múm remixed Hér er safnað saman öllum endur- hljóðblöndunum af frábærri plötu múm, Yesterday Was Dramatic – Today is OK sem kom út í hitteðfyrra. Þeir sem krukka eru U-ziq, Ilo, Ruxp- in, Traktor (eða Trabant), Biogen, Bix og El Hombre Trajeado. múm – múm remixed (12" númer 2) Vínyl-smáskífa sem inniheldur endurhljóðblandanir af lögunum „There is a Number of Small Things“, „Smell memory“ og „The ballad of the broken birdie records“ eftir U- zig, Bix og Traktor (Trabant). Sofandi – Ugly Demos Ein af framvarðarsveitum íslensks síðrokks með sína aðra plötu. Fyrr á árinu kom platan Anguma út og því ljóst að þeir félagar eru langt frá því að vera svefnpurkur. Kannski meiri svona svefngalsi í gangi? Tommi White – Paradise Hann Tommi hefur verið að spila hústónlist vel og lengi hér á landi og núna gefur hann loks út breiðskífu, en eftir hann liggja nokkar smáskífur. „Drag“-drottningin Venus leggur til rödd í einu laganna… The Funerals – Pathetic Me Jarðarfarirnar leika angurvært sveitarokk í anda Johnny Cash, Gram Parsons og Charlie Rich og nýsveit- arokkara eins og Will Oldham og Mojave 3. Funerals héldu nýverið í stutta tónleikaferð um landið í fylgd með fréttamanni frá New York Times og birtist í kjölfarið grein um bandið á forsíðu menningarblaðs New York Times. Ozy – Gray Area (51) Fyrsta breiðskífan frá Ozy (Örnólf- ur Thorlacius) sem inniheldur naum- hyggjulegt tæknó. Örnólfur hefur og gefið út undir merkjum Early Groov- ers (trippahopp) og Hugh Jazz (tromma- og bassi) en nú er það tæknó með nettum húsáhrifum. Exos – My Home Is Sonic Önnur plata Exosar á árinu en fyrr hefur komið út Strength, framúrskar- andi smíð sem stendur erlendum listamönnum fyllilega jafnfætis, ef ekki framar. Exos einbeitir sér að naumhyggjulegu tæknói en þess má geta að hann er einnig á mála hjá Force Inc. í Þýskalandi, sem er ein af virtustu tæknóútgáfum heims. ILO – CHAMPñeria e.p. Ljúf raf- og hústónlist frá þessum mikilhæfa listamanni sem í sumar gaf út breiðskífu, samnefnda honum sjálf- um. Exos,Thor, Sanasol, Octal – Æ Recordings 3 Fjögurra laga smáskífa frá fjórum listamönnum, hvar innihaldið er naumhyggjutæknó með „dub“-áhrif- um. Einoma – floating point by zero Smáskífa frá þessari ungu sveit. Sigla á tilraunakenndum rafmiðum, þar sem listamenn eins og Autechre og Scanner hafa dorgað. Various artists – Mini:malt Um er að ræða framhald Fishcake- disksins, sem var fyrsta safnplatan frá Thule. Naumhyggjutæknó frá Ex- os, Torul V, Ozy, Thor, Octal og Den Nard Husher m.a. Torul V – Memories of the visible man Fyrsta breiðskífa hins slóvenska Torul V. Um er að ræða samansafn af öllum vinyl-útgáfum kappans hjá Thule Musik og er þeim blandað sam- an í syrpu af einum reyndasta plötu- snúði Íslands, Dj Reyni frá Breaka- beat.is Jólaútgáfa Thule Popp, tæknó og sveitarokk Trabant gefa út Moment of Truth á vegum Thule þessi jól. arnart@mbl.is BJÖRG og Vala eru fatahönn- uðurnir á bakvið þær mik- ilfenglegu flíkur sem hannaðar eru undir nafninu Spaksmannsspjarir. Nýlega voru þær valdar ásamt sjö öðrum norrænum hönnuðum til að sýna hönnun sína í sænska Elle blaðinu. „Það var blaðið Elle sem stóð að vali hönnuðanna, hvort sem það var einhver sérfræðingur á þeirra vegum eða hvað, ég veit það ekki nákvæmlega,“ segir Björg. „Við höfum mjög gaman að þessu og því að tekið sé eftir manni hérna á Ís- landi.“ – Seljið þið í búðir erlendis? „Nei, við gerðum það en það vantar fjármagn til að standa í því og það gekk ekki nógu vel að fá fjármögnun. Við vorum með vörur í 12-14 búðum, en ákváðum að draga saman seglin og einbeita okkur að því sem við erum góðar í. Við viljum hafa góða búð hér í Reykjavík og förum aftur á stað þegar meðbyrinn kemur.“ – Verður þetta ekki til að vekja athygli á ykkur á Norðurlöndum? „Það er ekki það sem vantar. Við fáum mjög mikla athygli, en getum ekki farið af stað nema hafa mark- aðssérfræðinga með okkur svo við getum einbeitt okkur að hönn- uninni. Það þarf að ráða fjölda manns í vinnu, því þetta kostar heilmikið. Bandaríkjamenn eru alltaf að tala við okkur og við erum að hugsa um að fá okkur umboðs- menn þar og þá sjá þeir um þann kafla.“ – Völduð þið kjólinn á myndinni? „Nei, okkur var boðið að senda inn myndir af verkunum okkar og þau völdu þennan kjól. Hann var m.a. á hönnunarsýningu í Stokk- hólmi í vetur og það er búið að tala við okkur vegna þess.“ Að lokum segja Björg og Vala að þær séu einnig í blaðinu NU, The Nordic Art Review, þar sem þær og Ragna Fróða voru valdar fulltrúar Íslands meðal skandinavískra og eistneskra hönnuða. Það er greini- lega vit í Spaksmannsspjörum. Áhugann vantar ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.