Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Brynjólfur Þor-steinsson, fyrrver- andi bóndi á Hreiður- borg í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu, síðar til heimilis að Háengi 9 á Selfossi. Brynjólfur fæddist í Stykkishólmi 27. ágúst 1920. Hann lést á sjúkrahúsi Suður- lands 29. nóvember síð- astliðinn. Ingólfur bjó í Stykkishólmi fyrstu tvö ár ævinnar. Hann ólst upp í Helgafellssveit og á Reykhólum. Foreldr- ar hans voru Þorsteinn Brynjólfsson, f. 8. júní 1887, d. 16. apríl 1961, b. í Hreiðurborg, og kona hans Júlíana Jóhanna Sturlaugsdóttir, f. 3. sept- ember 1890, d. 30. október 1979. Systir Brynjólfs er Karólína, f. 27. janúar 1928, fyrrverandi verslunar- maður, fréttaritari, gift Garðari Ey- mundssyni trésmíðameistara og list- málara, þau eru búsett á Seyðisfirði, börn þeirra eru Ómar, Sævar, Gréta og Júlíana. Systir Brynjólfs sam- feðra er Ragnheiður, f. 13. júlí, 1918, búsett í Reykjavík. Hennar maður var Krisján Friðberg Bjarnason, sem nú er látinn. Þeirra börn eru: Anna, Unnur sem er látin, Guðbjörg, Júl- íana Guðrún, Bjarni, Þorsteinn og Björn. Þá átti Brynjólfur uppeldis- urbjörg, f. 11. október 1964, gift Gunnari Eiríkssyni, börn þeirra eru Atli Örn, Elvar Logi og Bragi Við- ar: 5) Guðmundur Helgi, f. 3. ágúst 1967, fyrrverandi kona hans er Bergljót Sævarsdóttir, dætur þeirra eru Valgerður Anna og Mal- ín. Fyrir á Guðmundur dótturina Hrafnhildi, með Elínu Hallgríms- dóttur og Bergljót á fyrir Sævar Daníel og Supriyu Sunnevu. 6) Hulda, f. 3. ágúst 1967, gift Þórði Stefánssyni, börn þeirra eru Guð- laugur Ingi og Anna Guðrún, áður á Þórður einn son, Stefán Ármann. Brynjólfur lærði hjá Árelíusi Níelssyni á Stað í Reykhólasveit í fimm mánuði veturinn 1940. Aðra menntun hefur hann orðið sér úti um af eigin rammleik, með lestri bóka og í skóla lífsins. Brynjólfur stundaði ýmis störf í Reykhólasveit, vann hjá setuliðinu í Reykjavík og starfaði í eitt sumar á Reykjum í Mosfellssveit hjá Bjarna Ásgeirs- syni. Brynjólfur flutti með foreldr- um sínum að Hreiðurborg í Sand- víkurhreppi 1944, starfaði þar hjá foreldrum sínum og byggði upp hús og ræktun en tók við búinu 1955 og var þar bóndi til 1994, en þá flutti hann ásamt konu sinni á Selfoss, og bjó þar til dánardags. Brynjólfur sat í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps í tuttugu og fjög- ur ár, og sinnti mörgum trúnaðar- störfum fyrir hreppinn. Brynjólfur söng í Samkór Selfoss um árabil. Útför Brynjólfs fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bróður, Guðmund Torfason, f. 25. júní 1923, búsettur í Reykja- vík, fyrrverandi kona hans er Sigríður Krist- jánsdóttir, dóttir þeirra er Júlíana. Brynjólfur kvæntist 7. desember 1952 eftir- lifandi eiginkonu sinni Önnu Guðrúnu Guð- mundsdóttur, fyrrver- andi bónda, hestakonu og húsmóður, f. 16. júlí 1932. Anna Guðrún er dóttir Guðmundar Jó- hannessonar, sem er látinn, og Árn- fríðar Vilhjálmsdóttur, húsmóður í Reykjavík, gift Helga Pálssyni. Árnfríður dvelur nú á Landakoti. Börn Brynjólfs og Önnu Guðrúnar eru: 1) Herdís Kristín, f. 14. sept- ember 1954, gift Pétri Her- mannssyni, börn þeirra eru Alda og Ægir, Alda á eina dóttur, Rakel Rós Hákonardóttur: 2) Arnar, f. 17. jan- úar 1956, kvæntur Hildi Björns- dóttur, börn þeirra eru Rut, Eva og Björn Bragi, Rut á eina dóttur, Sögu Dögg Þrastardóttur: 3) Þor- steinn Júlíus Jóhann, f. 11. septem- ber 1959, kvæntur Sigurlaugu Katrínu Unnsteinsdóttur, synir þeirra eru Brynjólfur Jóhann, Unn- steinn og Árni Þór: 4) Magga Sig- Í dag kveðjum við föður okkar, hann Brynjólf frá Hreiðurborg. Hann er far- inn á vit feðra sinna og gengur trúlega um hin gullnu engi, sáttur við Guð og menn, hvíldinni feginn að lokum, þótt hann hafi fram á síðustu stund talið sig eiga svo margt eftir ógert, enda ungur í anda og alltaf til í sprell. Óhjákvæmilega streyma minning- arnar fram á svona stundum. Hvert okkar systkinanna hefur sína sögu að segja, enda 13 ára aldursmunur á elsta og yngsta. Pabbi var ótrúlega greiðvikinn maður, gestrisinn og hjálpsamur. Aldrei mátti hann aumt sjá, ævin- lega tilbúinn að fórna sér fyrir aðra. Þótt pabbi hafi stundað búskap næstum alla sína starfsævi, ásamt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag, átti búskapur ekki hug hans allan. Pabbi var afskaplega bók- hneigður maður og hreifst einkum af skáldskap. Bókasafnið hans er stórt og mikið og bókakaup fyrir jólin voru fastur liður. Mestur höfunda í augum pabba var auðvitað Halldór Kiljan og Sjálfstætt fólk honum svo hugleikin bók að við héldum að Bjartur í Sumarhúsum væri skyldmenni. Sjálfstætt fólk kunni pabbi utan að, en það fannst okkur ekki merkilegt, því hann kunni svo margar sögur og ljóð og var sífellt að fara með fyrir okkur vísur og til- vitnanir og syngja lög. Skemmtilegast var þegar hann las upphátt fyrir okkur heimilisfólkið, oftast var það eitthvað eftir Laxness, sem hann dáði svo mjög. Einar Ben, Steinn Steinarr og Þórbergur voru einnig hátt skrifaðir á heimilinu. Pabbi var mikill gleðimaður, ekki kom hann í heiðursveislur án þess að halda ræðu. Þá sló hann gjarnan um sig með tilvitnunum í hin ólíklegustu skáldverk, ýmist í bundnu eða óbundnu máli. Pabbi hafði háleitar hugmyndir um frama barna sinna, fáir áttu jafn- myndarlegan hóp að hans mati. Gott var að finna fyrir stuðningi hans í blíðu og stríðu, ævinlega tilbúinn að hjálpa og bjarga. Pabbi var mjög duglegur að fara með okkur og sýna okkur umhverfið og náttúruna. Ekki voru þetta stór ferðalög, enda var okkur kennt að gleðjast yfir litlu. Ferðir í Grímsnesið, að skoða Ker- ið, fjöruna á Eyrarbakka og Stokks- eyri til að horfa á brimið eru minn- isstæðar, en Sogsvirkjunin stendur upp úr. Frábært var að fara þar niður í dýpi jarðar og upplifa náttúruöflin. Við lærðum að bera virðingu fyrir landinu. Við lærðum líka að bera virð- ingu fyrir fólki. Seinna fórum við að skilja skáld- leg ummæli um sólsetur, skýjafar, árniðinn, sauðkindina og niðinn í sjónum, sem hann talaði svo mikið um með söknuði og minntist Breiða- fjarðarins. Þar hafði hann oft komist í hann krappan. Stundum vakti hann alla sumarnóttina til að dást að sól- arupprásinni yfir Ingólfsfjalli. Hann hafði sérstakt dálæti á Ingólfsfjalli og Ölfusá. 17. júní fór fjölskyldan gjarnan, eftir hátíðahöld á Selfossi, í „útivist- arferð“ í nágrenni Ingólfsfjalls og síðan í kaffi í Tryggvaskála. Pabbi er þeirrar kynslóðar sem man tímana tvenna, fæddur í torfbæ, upplifði kreppuna og síðan uppgang stríðsáranna. Hann var aðhaldssam- ur, en sjálfstæður maður eins og Bjartur í Sumarhúsum. Hann hafði svo sem ekki of mikinn skilning á áhuga mömmu á hestum og talaði oft um það þegar þau hitt- ust fyrsta sinni, þegar hann kom að sækja hana á Brún gamla ríðandi á valhoppi. Taldi víst að hún hefði fallið fyrir einhverju öðru en reiðlaginu. Ekki er hægt að kveðja pabba án þess að minnast heyskapartímans í Hreiðurborg. Fyrir honum var það mikilvæg- asta í búskapnum að eiga nóg af heyi, heyja fram í frost, tún og engjar, hvert strá. Þegar allt var orðið fullt og hlöður og lanir upp settar fór hann og bauðst til að hjálpa til við heyskap á næstu bæjum. Í ellinni var það honum mjög mik- ilvægt að vera við heyskapinn og var þá ekki verið að hlífa sér, frekar en áður. Maður var orðinn einskis nýtur ef ekki var hægt að notast við mann í heyskap. Elsku pabbi, hvar sem þú ferð er- um við viss um að vel verður tekið á móti þér. Hvíl þú í Guðs friði. Herdís Kristín og Arnar Brynjólfsbörn. Elsku pabbi. Þær eru margar minningarnar, sem hafa sótt á hug- ann síðustu dagana þína, þegar ég sat hjá þér. Það gafst svo góður tími til að rifja upp og svo spjölluðum við svo vel saman síðasta skiptið, sem þú varst með fulla meðvitund, og þeirri stund mun ég aldrei gleyma; friður- inn og gleðin í svipnum og þú virtist vera svo sáttur við allt. Það var svo margt sem þú fórst með okkur krökkunum þegar við vorum lítil og það var svo gaman í þessum ferðum. Það hefur verið tak- mark hjá mér að fara í svona ferðir með mínum börnum, reglulega, – svona ævintýraferðir. Þessar ferðir verða alltaf ógleymanlegar. Ég man samt hvað ég var smeyk við þig í sundinu í Hveragerði á sunnudögum, því þú hafðir það fyrir sið að ýta okk- ur á kaf alltaf einu sinni í hverri ferð. Því var maður alltaf óviðbúinn og því var þetta óþægilegt, en maður var ekki smeykur við að kafa eftir nokkr- ar ferðir. Svo var ís á eftir í Eden. Það voru líka ævintýraferðir að fara í fjör- urnar á Stokkseyri og Eyrarbakka og leita að fjársjóðum og ævintýri var það fyrir 8 ára stelpu að fá að róa ára- bát á Laugarvatni. Kerið var líka æv- intýri líkast fyrir litla krakka og gam- an var að fara alveg niður að vatninu og kalla á móti bergmálinu svo að óm- aði í klettunum fyrir ofan. Svo fékk maður að heyra gaman- sögur og vísur þegar maður fór að eldast, þú kunnir svo mikið af vísum og fórst með þær margar, sem alltaf áttu við málefni dagsins hverju sinni. Alltaf fylgdistu með hvernig gekk í skólanum hjá okkur og hvattir okkur til dáða. Þú kenndir okkur stundvísi og samviskusemi í vinnubrögðum. Þú varst okkur hvatning á svo mörgum sviðum og oft hugsaði ég um að gera þetta eða hitt vel, svo að þið mamma yrðuð stolt af mér. Ég mun alltaf muna þig og hafa í heiðri þau gildi sem þú lagðir mesta áherslu á við okkur. Ég veit að amma og afi tóku á móti þér hinum megin og að þér líður vel núna. Takk fyrir samveruna, elsku pabbi minn. Þín dóttir Hulda. Elsku Brynjólfur okkar. Nokkur kveðjuorð um þig frá okkur mæðg- unum. Þú varst alltaf eins í skapi, ró- legur og yfirvegaður. Þú varst mikill húmoristi, sagðir skemmtilega frá hinu og þessu sem fyrir þig hafði komið um dagana. Þú skrifaðir oft niður hvað gerðist þegar þú varst í ferðalögum, hafðir gott minni og tókst vel eftir því sem fyrir augu bar. Svo skorti ekkert á skop- skynið. Þú bjóst góðu búi með þinni elsku- legu og góðu konu, henni Önnu, sem stóð þétt við þína hlið. Hún var ein af þessum mannkostakonum, ósérhlífin og hörkudugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Það var alltaf gaman að koma til ykkar enda miklir höfðingjar heim að sækja. Það var mjög gott að leita til þín því þú varst einstaklega greiðvikinn maður og taldir aldrei neitt eftir þér. Þið eignuðust mannvænleg börn sem hafa komið sér vel áfram í lífinu. Elsku Brynjólfur okkar, hjartans þakkir fyrir allt og allt. Bjarney G. Björgvinsdóttir og Ingveldur S. Steindórs- dóttir. BRYNJÓLFUR ÞORSTEINSSON  Fleiri minningargreinar um Brynjólf Þorsteinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.