Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐVENTAN er skollin á, og aftur hópast tónlistarunnendur í hrönnum að höfuðkirkjum til að hlýða á fagn- aðarsöng árstíðarinnar, svo verður oft að margítreka hljómleikahaldið. Afkastametið á trúlega Mótettukór Hallgrímskirkju, enda vel að stærsta tónlistarvettvangi landsins (ef frá er talin Laugardalshöllin) kominn. Á þriðju af fimm áformuðum tónleikum kórsins sl. þriðjudagskvöld var kirkj- an enn setin að 2⁄3, og sáu súlnaraðir um náttúrlega grisjun áheyrenda til beggja handa þar sem þær skyggðu á. Flytjendur voru í turnenda þaðan sem skýrast berst, og ljóskastarar vörpuðu andrúmsaukandi purpura- bjarma upp í oddbogahvelfingar musterisins til áréttingar um komu himnakonungs í heiminn. Víðómshugtakið hlaut nafn með rentu þegar Mótettukórinn hóf tón- leikana á frönskum 14. aldar helgi- söng í útsetningu Róberts A. Ottós- sonar, Kom þú, kom, vor Immanúel, er fluttur var á inngöngu, fyrst inn eftir miðgangi en síðan út eftir hlið- argöngum, þar sem ýmist var sungið samtaka eða tímariðlað, líkt og gjör- vallt mannkyn, heiðinna sem hólp- inna, tæki til máls hver eftir sínu nefi í kosmísku „sensurround“. Seinni áferðin kom sannast sagna furðuvel út, þótt nytist trauðla með sama ár- angri í minni kirkjum, og bar uppá- tækið vott um að stjórnandinn gjör- þekkti ómvist staðarins og kynni að notfæra sér hana út í hörgul. Svo stiklað sé fyrst á sérviðfangs- efnum kórsins bar hátt tvö ljómandi góð verk eftir sænska tónskáldið ást- sæla Otto Olsson (1879–1964), Að- venta og hið þjóðlagalitaða Guðs sanni son! sem hófst á kyrrlátum marsi á bordún-bassa. Íðiltær útsetn- ing Róberts á Nú kemur heimsins hjálparráð var sungin af aðdáunar- verðri kliðmýkt. Af tveim hálfpólýfón- ískum lögum þýzka endurreisnar- meistarans Johanns Eccard tókst bezt hið fyrra, Mig huldi dimm og döpur nótt, í frábærlega vel mótaðri útfærslu. Hér mætti kannski skjóta inn, að öll erlendu kórlögin voru sung- in í vönduðum íslenzkum þýðingum, og hefði í síðastnefndu tilfelli verið fróðlegt að hafa þýzka frumtextann til samanburðar, líkt og raunar með alla aðra frumtexta fyrir utan þá latnesku. Maríusöngur hins norska Tronds Kvernos (f. 1945), Ave maris stella, var sérlega svipmikil og stílhrein nú- tímasmíð. Þá var a cappella-útsetning Roberts Lucasar Pearsalls (1795– 1856) á Sjá himins opnast hlið (In dulci jubilo) einkar hugvitssöm í marglita meðferð sinni á ólíkum vers- um, t.a.m. þegar alt og bassi – hvor rödd tvískipt – tóku 2. erindið ein, eða þegar fismjúk „piccolo“-yfirsópran- rödd sveif efst yfir öllu í því þriðja. Engu bragðminni var útsetning Dav- ids Willcocks (f. 1919) fyrir kór og orgel á hinu jafnkunna Opin standa himins hlið (með viðlaginu Gloria, hosanna in excelsis), sem var fágunin uppmáluð í lifandi dýnamískum and- stæðum kórsins. Daði Kolbeinsson lék á óbó við org- elmeðleik Kára Þormar í Andante í C- dúr eftir Mozart (K315) af alkunnri syngjandi snilld, þó að „kadenzan“ væri helzti stutt og annars skínandi orgelleikur Kára ofurlítið stirður á stöku stað. Daði lék einnig með ein- söngvara og orgeli í Ave Maria eftir Caccini og að viðbættum kór í Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kalda- lóns í útsetningu Atla Heimis Sveins- sonar. Þar kom kontrapunktísk yfir- lína óbósins í síðasta er. undirrituðum reyndar fyrir sem algerlega óþörf, enda hafði hún fátt til mála að leggja, og var skemmtileg bergmálsdýnamík kórstjórans í viðlaginu til muna áhrifameiri. Auk perlu Kaldalóns, barnagælu Schuberts „Mille cherubini in choro“ (Schlafe, schlafe, Mutter süsse Knabe) og hinnar ódrepandi jóla- lummu Adolphes Adams Ó, helga nótt, öll með kórundirsöng, flutti Jó- hann Friðgeir Valdimarsson nokkur ítölsk einsöngslög og aríur eftir Stradella, Caccini, Mascagni og Bizet (Agnus dei). Tókst honum langbezt upp í því síðastnefnda, enda útheimti það mestu átökin. Að öðru leyti virtist rödd hans fullþung og dramatísk fyrir ef ekki viðkomandi óperuhöfunda, þá a.m.k. fyrir glaðlynt aðventuand- rúmsloft staðar og stundar. Dýnam- ísk og tónmyndunarleg blæbrigði voru þess utan af frekar skornum skammti, inntónunin hafði annað slagið tilhneigingu til að lafa, og átt- undarupphækkuðu „bravúru“-loka- nótum þriggja laga hefði að ósekju mátt sleppa. Undirtektir voru samt með ágæt- um, og átti Mótettukórinn þær ekki minnst skildar fyrir afburðatæran söng, ekki sízt í sópran, sem stundum gat minnt á heiðskíra brezka úrvals- drengjasóprana einmitt þar sem bezt átti við; ævinlega í nánast fullkomnu raddsamvægi og með góðum texta- framburði. Að ekki sé talað um upp- lyftandi orgelleik Kára Þormar í tign- arglampandi raddvali. Einnig var akkur í vandaðri tónleikaskránni – kannski burtséð frá fjarveru fróðleik- skorna um höfunda og verk, sem tón- listarunnendur hefðu margir kosið umfram tilvitnanir úr jólatengdum bókmenntum. Heiðskír aðventukór TÓNLIST Hallgrímskirkja Aðventutónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju. Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenór; Daði Kolbeinsson, óbó; Kári Þormar, orgel. Stjórnandi: Hörður Áskels- son. Þriðjudaginn 4. desember kl. 20. AÐVENTUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson SÝNING Steinunnar Einarsdóttur stendur nú yfir í Galleríi Smíðar og skart við Skólavörðustíg. Á henni eru 18 verk, flest máluð með vatns- litum. Sýningin er fyrsta sýning Stein- unnar í Reykjavík frá því hún flutti heim frá Ástralíu árið 1990. Þar út- skrifaðist hún sem myndlistamaður frá T.A.F.E.-háskólanum í Towns- ville, Qeensland. Steinunn hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum í Ástralíu og í Vestmannaeyjum og þar hefur hún einnig haldið einka- sýningar. Steinunn hefur í nokkur ár verið með myndlistarnámskeið í Vest- mannaeyjum og á Höfn í Horna- firði. Námskeið Steinunnar hafa verið vel sótt bæði í Eyjum og í Höfn. Menningarmálanefnd Horna- fjarðar verðlaunaði Steinunni sl. vor fyrir að efla myndlistaráhuga á Hornafirði og nærsveitum. Sýningin stendur yfir fram í miðjan mánuð. Morgunblaðið/Sigurgeir Listamaðurinn, Steinunn Einarsdóttir, ásamt frænku sinni, Sigurlaugu Þorkelsdóttur, á opnunardaginn í Galleríi Smíðar og skart. Vatnslitir í Galleríi Smíð- ar og skart ÞAÐ tíðkast mjög hin síðari ár, eftir því sem framhaldsskólum í fá- mennari byggðarlögum fjölgar og þeir eflast, að leikfélögin á staðnum starfi með áhugasömum nemendum skólanna og leiksýningar settar upp undir sameiginlegum formerkjum aðila. Þetta er lofsverð þróun, bæði nýtast hinir reyndari leikfélags- meðlimir vel í að leiðbeina ungling- unum um hvaðeina sem snýr að uppsetningu leikverka, og fjörkipp- ur hleypur í starfsemi leikfélagsins með samvinnunni við ungviði ný- smitað af leikhússbakteríunni. Nú hafa komist á tengsl milli Leik- félags Hornafjarðar og Framhalds- skóla Austur-Skaftafellssýslu sem lofa góðu og vonandi verður fram- hald á. Það er þá vel við hæfi að verk- efnið sem þau hafa valið sér er ein- mitt orðið til í samskonar samvinnu, milli Leikfélags Fljótsdalshéraðs og Leikfélags Menntaskólans á Eg- ilsstöðum. Grunnurinn að leikritinu Þetta snýst ekki um ykkur var lagð- ur í spunavinnu þátttakenda undir stjórn Gunnars Gunnsteinssonar, sem síðan mótaði handrit úr þeim hugmyndum og persónum sem spuninn gaf af sér. Verkið hverfist um vinahóp úr skóla og sjálfsvíg einnar stúlkunnar úr hópnum. Það gerist að mestu í tveimur sumarbústaðaferðum, einni afdrifaríkri á unglingsárunum og annarri sem hópurinn fer í mörg- um árum seinna eftir jarðarför Maríu, stúlkunnar sem svipti sig lífi. Atriði úr fortíð og nútið skiptast og kallast á og útkoman er athygl- isvert leikrit, skipulega upp byggt, með skýrum persónum, bæði skemmtilegt og með sárum undir- tóni. Það þarf þó ekki að koma á óvart að þeir hlutar sem fjalla um yngra fólkið eru bæði betur skrif- aðir og persónurnar trúverðugri á þeim árum. Kemur þar væntanlega til reynsluheimur upprunalega spunahópsins. Þetta endurspeglast síðan í uppfærslu Hornfirðinga, þeim leikurum sem léku fólk á sínu reki gekk auðvitað betur að skapa trúverðugar persónur. Þröstur Guðbjartsson stýrir sýn- ingunni og tekst að láta hana renna vel. Hugvitsamleg leikmynd, vel út- færðar skiptingar milli tíma og kraftmikill leikur verður til þess að hvergi verður dauður punktur þó atriði séu stutt og skiptingar tíðar. Hann velur þá leið að draga fram skopið í verkinu með nokkuð ýkju- kenndum leik á köflum, sem þjónar vel skoplegri þráðum verksins en nokkuð á kostnað alvarlegri þráða verksins. Þetta er vissulega fær leið, en fyrir vikið er varla innstæða fyrir tilfinningalegri innlifun áhorf- enda á stundum þegar persónurnar hleypa okkur nær sér. Leikhópurinn skilar sínu í heild- ina vel. Mest þótti mér koma til túlkunar Eddu Bjarnadóttur á brandarakellingunni Evu yngri og Jónasar Magnússonar á Svenna yngri, sem glímir við kynhneigð sína og fyrirsjáanlega fordæmingu foreldranna. Eldra fólkið á erfiðara um vik eins og áður sagði, en Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir hafði örugg tök á hreinræktaðri skopfígúru í hlutverki pjattrófunnar treggáfuðu, Stínu eldri. Í heild ágætlega sviðsett og skemmtileg sýning sem vonandi verður upphafið að frekara sam- starfi leikfélags og skóla á Höfn. Að vita sína ævina LEIKLIST Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu og Leikfélag Hornafjarðar Eftir Gunnar Gunnsteinsson og félaga í Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Mánagarði 1. desember 2001. ÞETTA SNÝST EKKI UM YKKUR Þorgeir Tryggvason VILLT dýr í norðri nefnist sýning veflistarmannsins Anne-Mette Holm sem opnuð verður í anddyri Nor- ræna hússins í dag. Sýnir hún þar rýjateppi. Á sýningunni eru 15 rýjateppi sem sýna villt dýr sem lifa á norðlægum slóðum. Verkin eru öll gerð með rýjatækni og búin til úr 100% ull. Sýningin hefur áður verið sýnd í Listiðnaðarsafninu í Kaupmanna- höfn, Skógarsafninu í Luosto í Finn- landi, í Veiði- og skógarsafninu í Elverum í Noregi, í Silvanum í Gävle í Svíþjóð, Náttúrusögusafninu í Ár- ósum í Danmörku og í Þjóðminja- safninu í Nuuk í Grænlandi á síðasta ári. Anne-Mette Holm er fædd 1949. Hún vann þrjú ár á verkstæðum hjá dönsku veflistarkonunum Lis Ahlmann, Kim Naver og Vibeke Klint og fékk sveinsbréf 1971. Árið 1980 lauk hún prófi frá Skolen for Brugskunst eftir þriggja ára nám. Hún hefur tekið þátt í mörgum sam- sýningum og haldið einkasýningar og verk hennar er að finna í mörgum kirkjum í Danmörku. Anne-Mette Holm býr nú í Aust- ur-Grænlandi í þorpinu Tasiilaq á Ammassalik svæðinu. Þar starfar hún nú sem verkefnisstjóri og rekur verkstæði í handmennt á vegum grænlensku heimastjórnarinnar. Sýningin í Norræna húsinu er op- in kl. 9-17 alla daga nema sunnudaga kl.12-17 og stendur til 13. janúar. Opið er um jólin 27.-30. desember. Aðgangur er ókeypis. Rýjateppi í Norræna húsinu GÓÐGERÐARFÉLAGIÐ Stoð og styrkur var stofnað 1998 og hefur gefið út eitt bindi ritsafnsins ár- lega. Það er gefið út til stuðnings Barnaspítala Hringsins og for- varnastarfi IOGT meðal barna. Á dögunum afhenti formaður félags- ins, Geirþrúður Kristjánsdóttir, Ás- geiri Haraldssyni, forstöðulækni Barnaspítala Hringsins, viðbót- arframlag vegna útgáfu ritsafnsins Á lífsins leið og nokkur eintök 4. bindis sem er nýkomið út. „Í bókunum segir fjöldi þekktra manna og kvenna frá fólki og atvik- um sem ekki gleymast. Höfundar skrá frásagnir sínar sjálfir. Efnið er því fjölbreytt og fróðlegt, ýmist áhrifamikið og áleitið eða létt og glettnislegt,“ segir í kynningu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Við afhendingu styrksins, f.v.: Árni Gunnarsson, Ásgeir Haraldsson, Jens Kr. Guðmundsson, Geirþrúður Kristjánsdóttir, Karl Helgason, Ásta R. Jóhannesdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir. Barnaspítala Hringsins færður ágóði bókasölu Listasafn Íslands Yfirlitssýningu á verkum Gunn- laugs Scheving lýkur á sunnudag. Á veggjum safnsins eru um 90 myndir Gunnlaugs en jafnframt er hægt að nota tölvur safnsins til þess að skoða tæp- lega 1000 myndir hans í staf- rænum gagna- grunni Listasafnsins sem nú hefur verið opnaður almenningi í fyrsta sinn. Á sýningunni er gefið yfirlit um allan listferil Gunnlaugs. Hefur safn- ið af því tilefni fengið lánuð verk úr ýmsum áttum svo að á sýningunni er fjöldi verka sem sjaldan eða aldrei hafa sést opinberlega áður. Á nýrri netstofu safnins er gestum boðið að heimsækja vefsetur margra þekktustu listasafna heims með há- hraðtengingum í tölvum. Listasafn Íslands er opið daglega kl. 11-17. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhús Samsýningu 17 ljósmyndara, Reykjavík samtímans, lýkur á sunnudag. Sýningin er opin virka daga 12-17 og um helgar 13-17. Sýningu lýkur Fóstra, 1935. ♦ ♦ ♦ Safnahúsið á Egilsstöðum Bókavaka verður kl. 20.30. Fram koma Ágúst Borgþór Sverrisson, Björn Ingi Hrafnsson, Guðjón Sveinsson, Gylfi Gröndal, Jóhanna Kristjónsdóttir og Sigurður Óskar Pálsson. Lesið verður úr nýútkominni bók Ármanns Halldórssonar og bókin Ljósmyndarar á Íslandi kynnt. Einnig verður lesið úr Sýslu- og sóknalýsingum í Múlaþingi. Björn Ingi, Gylfi Gröndal og Jóhanna munu einnig lesa upp í Búlands- tindi hf., frystihúsi Djúpavogsbúa kl. 15 í boði Búlandstinds og Djúpavogshrepps. Bókavakan er styrkt af Menning- arsjóði KHB, Búnaðarbanka Ís- lands, Eddu miðlun og útgáfu, bókaútgáfunni Ormstungu og JPV útgáfu. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.