Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ OPNA IDSF-danskeppnin fór fram sl. laugardag og sunnudag. Fjöldi erlendra para tók þátt í keppn- inni bæði í sígildu samkvæmisdöns- unum og í þeim suður-amerísku. Á laugardeginum var keppt í sí- gildum samkvæmisdönsum og var keppt í einum flokki, flokki áhuga- manna. Tæplega 30 pör voru skráð til leiks, sem gerir það að verkum að keppnin gildir til stiga á alþjóðlega keppendalistanum og er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert hér á landi. Auk íslenzku keppendanna var fjöldi erlendra gesta og ber þar hæst að nefna nýkrýnda heimsmeistara í 10 dönsum þau Marat Gimaev og Al- ian Bassiouk frá Rússlandi. Að sögn Bo Lofts Jensen, fyrrum heimsmeist- ara atvinnumanna í 10 dönsum, hafa þau gert mjög góða hluti að undan- förnu og verið á stöðugri siglingu síð- ustu ár. Þau eru gríðarlega nákvæm og öguð í sínum vinnubrögðum og ár- angurinn lætur því ekki á sér standa. Marat og Alian eru í „Team 2008“ ásamt fleiri danspörum, m.a. tveimur íslenzkum, þeim Jónatan Arnari Ör- lygssyni og Hólmfríði Björnsdóttur og Birni Inga Pálssyni og Ástu Björgu Magnúsdóttur. Í keppninni í sígildu samkvæmis- dönsunum voru pörin í fyrstu tveimur sætunum örugg með sín sæti, báru svolítið höfuð og herðar yfir hin pörin. Í fyrsta sæti voru heimsmeistararnir Marat og Alian, en í því öðru voru Fanck Radich og Susanne Holde frá Danmörku. Það er ekki oft sem dans- áhugafólki gefst kostur á að sjá þenn- an fjölda af glæsilegum pörum sem nú, en vonandi verður áframhald á þessu. Ég vil leyfa mér að fullyrða að hér hafi verið um einstakan viðburð að ræða í íslenzkri danssögu, því sjaldan eða aldrei hefur slíkur fjöldi góðra para tekið þátt í opinni alþjóðlegri keppni hér á landi. Á sunnudeginum var keppt í fleiri flokkum. Í samtali við blaðamann var Bo Loft mjög ánægður með keppnina í heild sinni og fannst hún mjög já- kvætt skref fram á við fyrir íslenzkan dans. Skipulag keppninnar hafi verið til fyrirmyndar og öll framkvæmd. Spurður um gæði dansins á Íslandi sagði hann: „Nú finnst mér dansinn vera að taka stór skref fram á við á ný á Ís- landi. Það er svona eins og það hafi verið stutt stöðnunartímabil, en nú eigið þið mjög mikið af ákaflega efni- legum pörum sem eiga svo sannar- lega eftir að láta til sín taka í framtíð- inni. Helsti gallinn við íslenzkan dansheim er þó reynsluleysi, því það eru yfirleitt mjög fá pör í hverjum flokki hér, sérstaklega þegar kepp- endur komast í eldri flokkana. Þetta gerir samkeppnina minni og minnkar þannig samkeppnisdrifkraftinn sem getur gert ótrúlegustu hluti. Íslenzk pör hafa þó verið aðdáan- lega dugleg við að mæta í keppnir á erlendri grund og það ber að virða, því slík ferðalög eru oft á tíðum löng og kosta mjög mikið. Í heild sinni er íslenzkur dansheimur þó á mikilli siglingu fram á við um þessar mundir, nú ríður á að halda sér við efnið.“ Um yngstu tvo flokkana, börn I og börn II, vildi Bo segja að þar væri gríðarlega mikill efniviður í mjög góða dansara. Öll pörin stóðu sig mjög vel og fróðlegt væri að sjá þau dansa meira í framtíðinni. Íslending- ar þyrftu engu að kvíða með þessi pör, þau ættu eftir að gera vel. Sigurvegarar í flokknum börn I urðu Alex Freyr og Vala Björk, en í öðru sæti urðu Sigurður Már og Sara Rós. Í þriðja sæti urðu svo Sigtrygg- ur og Eyrún. Í flokki börn II sigruðu Haukur Freyr og Hanna Rún nokkuð örugglega, en Aðalsteinn og Erla Björg unnu til silfurverðlauna, en í þriðja sæti voru Karl og Helga Soffía. Flokkur unglinga I var mjög spennandi og jafn að mati Bo Lofts. Honum fannst fyrstu tvö pörin vera langsterkust. „Þorleifur og Ásta og Jónatan og Hólmfríður eru gríðarlega jöfn pör en samt sem áður mjög ólík. Þau hafa verið að skiptast á að vinna hvort ann- að og er það ekkert óeðlilegt. Því mis- munandi dómarar leita oft eftir mis- munandi atriðum og smekkur manna er jú misjafn, sem betur fer. Dags- formið getur þá líka skipt miklu máli. Tvö frábær pör og mjög efnileg!“ Í flokknum unglingar II sigruðu Davíð Gill og Helga. „Davíð og Helga dönsuðu miklu betur á sunnudegin- um en í Norðurlandamótinu. Þetta er án efa par sem á eftir að gera mjög vel á alþjóðlegum keppnum í framtíð- inni ef þau halda rétt á spilunum. Damien og Claudia eru einnig mjög sterk og eru greinilega í mikilli fram- för um þessar mundir, eins og Davíð og Helga.“ Í flokki áhugamanna sigruðu Dan- irnir Sören og Metta og í öðru sæti voru Tobias og Vickie Jo. Að mati Bo voru þessi tvö pör í algerum sérflokki í þessari keppni og Finnarnir nokkuð öruggir í þriðja sætinu. Tvö íslenzk pör dönsuðu í úrslitum, þau Ísak og Helga Dögg og Gunnar Hrafn og Sig- rún Ýr. „Þessi tvö pör eru mjög sterk, en eiga þó töluverða vinnu eftir. Ísak og Helga Dögg dönsuðu mun betur nú en þegar ég sá þau á German Open í haust, þau eru á góðri leið. Gunnar og Sigrún komu líka skemmtilega á óvart, Gunnar kom mjög sterkur inn í þessa keppni og vakti mikla athygli og var mjög áberandi á gólfinu,“ sagði Bo Loft Jensen, fyrrum heimsmeist- ari í 10 dönsum. Það er mín von að mót sem þau sem haldin voru nú um helgina verði endurtekin sem oftast, þau voru öll- um aðstandendum og keppendum til sóma, að ég tali nú ekki um dans- íþróttina sjálfa. Úrslit: Börn I – suður-amerískir dansar Alex F. Gunnarss/Vala B. Birgisd., Íslandi Sigurður M. Atlas./Sara R. Jakobsd., Íslandi Sigtryggur Haukss./Eyrún Stefánsd., Ísl. Pétur G. Magnúss./Jóna Benediktsd., Íslandi Ragnar I. Péturss./Sara K. Rúnarsd., Íslandi Sigurþór Björgvinss./Thelma Sigurðard., Ísl. Börn II – suður-amerískir dansar Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad., Ísl. Aðalsteinn Kjartanss./Erla Kristjánsd., Ísl. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd., Íslandi Valdimar Kristjánss./Rakel Guðmundsd., Ísl. Arnar M. Einarss./Helena Jónsd., Íslandi Magnús A. Kjartanss./Ragna B. Benburg, Ísl. Unglingar I – suður-amerískir dansar Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad., Íslandi Jónatan A. Örlygss./Hólmfríður Björnsd., Ísl. Emilian Seiersen/Benedicte Bendtsen, Danm. Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds, Íslandi Stefán Claessen/María Carrasco, Íslandi Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd., Íslandi Unglingar II – suður-amerískir dansar Davíð G. Jónss./Helga Björnsd., Íslandi Damien Czanecki/Claudia Rex, Danmörku Allan Vedel/Camilla Dalsgaard, Danmörku Sigurður R. Arnarss./Sandra Espersen, Ísl. Mads Nielsen/Anne Koborg, Danmörku Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg, Íslandi Áhugamenn – suður-amerískir dansar Sören Haugaard/Metta Georgie, Danmörku Tobias Carlson/Vickie Jo Ringgaard, Danm. Jani Rasimus/Milla Virtanen, Finnlandi Christoph Kies/Silke Zetzsche, Þýskalandi Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad., Íslandi Gunnar H. Gunnarss./Sigrún Ýr Magnúsd., Ísl. Framfarir í dansinum DANS Laugardalshöll OPNA IDSF-DANSKEPPNIN Ljósmynd/Jón Svavarsson Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óladóttir. Jóhann Gunnar Arnarsson Ljósmynd/Jón Svavarsson Axel Freyr Gunnarsson og Vala Björk Birgisdóttir. Á NÝAFSTÖÐNU Norðurlandamóti í samkvæm- isdönsum, sem haldið var í Laugardalshöll sl. helgi, færðu tvenn pör Íslendingum Norð- urlandameistaratitla en keppt var í fjórum flokk- um. Íslenskir Norðurlandameistarar í ár eru þau Ísak Halldórsson Nguyen og Helga D. Helgadóttir í flokki ungmenna og Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir í flokki 12-13 ára ung- linga. Morgunblaðið ræddi stuttlega við þau Jónatan Arnar og Hólmfríði í tilefni sigursins. Þau segjast ekki hafa búist við sigri, en hann hafi verið sætur þegar hann var í höfn. Þau höfðu þó titil að verja, en þau urðu Norðurlandameistarar í fyrra þegar keppt var í Finnlandi. Jónatan segir að pressa hafi verið á þeim að halda titlinum og einnig að sigra vegna þess að mótið var haldið á Íslandi. Samkeppnin hörð „Samkeppnin var hörð, þrátt fyrir að í ár væru færri erlend pör í keppninni en í fyrra,“ segir Jón- atan Arnar, en hann hefur æft samkvæmisdansa frá því hann var fimm ára. Hólmfríður hefur æft frá því hún var sjö ára og segist alltaf hafa jafn gaman af. „Ég held að ef maður hefur ánægju af dansinum, skemmti sér í keppninni og er vel æfður fyrir hana geti maður náð langt. Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa gaman af þessu,“ segir Hólmfríður. Norðurlandameistararnir eru búnir að dansa saman í fimm ár, stunda námið í Dansskóla Jóns Péturs og Köru og hyggjast halda ótrauð áfram í dansinum næstu árin. Ánægjan kemur manni áfram Ljósmynd/Jón Svavarsson Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, nýbakaðir Norðurlandameistarar í samkvæmisdönsum í flokki unglinga I, í léttri sveiflu á dansgólfinu. STÚDENTARÁÐ HÍ samþykkti eftirfarandi ályktun um samkeppn- isstöðu Háskóla Íslands á fundi sín- um fyrir stuttu: „Stúdentaráð lýsir yfir þungum áhyggjum af lágum opinberum fjár- framlögum til menntunar. Háskólar eru hér hornreka enda eru ríkisút- gjöld til háskólastigsins langt undir meðaltali OECD-ríkja og tvöfalt lægra en á hinum Norðurlöndunum. Háskóli Íslands er í alþjóðlegri sam- keppni og stjórnvöld gera skólanum erfitt að standast þá samkeppni… Háskóli Íslands er sömuleiðis í samkeppni hér innanlands enda hef- ur skólum á háskólastigi fjölgað hér- lendis á undanförnum árum. Stúd- entaráð fagnar aukinni samkeppni milli innlendra háskóla en krefst þess að samkeppnin sé háð á jafn- réttisgrundvelli. Stúdentaráð gagn- rýnir harðlega innbyrðis skiptingu ríkisútgjalda til háskólastigsins og minnir á ósanngirni þess að íslenskir skólar á háskólastigi fá nú ríkisfjár- veitingar á sömu forsendum, óháð því hvort þeir innheimta skólagjöld eða ekki. Þessi stefna er í miklu ósamræmi við það fyrirkomulag sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum þar sem framlög ríkisins til háskóla lækka í takt við upphæð skólagjalda. Samkeppnisstaða Háskóla Íslands er afar erfið þegar einkaskólar fá jafnmikinn eða jafnvel meiri opin- beran stuðning á hvern nemanda. Menntamálaráðherra hefur stað- fest að framlög til háskóla vegna kennslu fylgja reiknilíkani þar sem sömu reglur gilda fyrir alla. Með þessari stefnu sinni er menntamála- ráðherra að neyða Háskóla Íslands og aðra ríkisháskóla til að taka upp skólagjöld til að geta keppt við einkaháskólana á jafnréttisgrund- velli. Hvernig á Háskóli Íslands ann- ars að geta keppt við einkaháskóla sem fá sömu fjárveitingar og skapa sér síðan umtalsverðar viðbótar- tekjur með innheimtu skólagjalda? Enn hefur samningur um opinber framlög vegna rannsókna í Háskóla Íslands ekki litið dagsins ljós en rúmt ár er frá því að hann átti að vera tilbúinn. Stúdentaráð leggur áherslu á að samningurinn verði undirritaður hið fyrsta og að Háskóli Íslands fái notið sérstöðu sinnar sem fullburða rannsóknarháskóli. Stúdentaráð berst gegn öllum hugmyndum um skólagjöld og sam- þykkir ekki stefnu menntamálaráð- herra sem neyðir þjóðskóla Íslend- inga til að taka upp skólagjöld.“ INNLENT Segja samkeppnis- stöðu HÍ erfiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.