Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra segir að kjarn-orkuvopn hafi aldreiverið geymd hér á landi og að kjarnorkuvopnageymslan á Keflavíkurflugvelli sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær hafi aldrei verið notuð í „þeim tilgangi sem hún kynni að hafa haft mögu- leika til enda hefði þurft til þess leyfi íslenskra stjórnvalda“. Frétt Morgunblaðsins í gær vís- ar í nýja bók dr. Vals Ingimund- arsonar sagnfræðings, Uppgjör við umheiminn, en þar segir m.a. að hleðslustöð fyrir djúpsjávar- sprengjur hafi verið byggð á Kefla- víkurflugvelli á árunum 1958 til 1959. Var í henni ætlunin að setja saman kjarnorkuvopn sem var ætl- að að granda kafbátum. Þegar Davíð Oddsson er inntur eftir því hvort íslenskum stjórn- völdum hafi frá upphafi verið kunn- ugt um umrædda kjarnorkuvopna- geymslu kveðst hann ekki þora að segja til um það. „Það er þeirra sem voru hér á þeim tíma að svara fyrir það hvort þeim hafi verið þetta kunnugt eða ekki. Ég get ekki svarað því hvort þeir sem hér voru fyrir þrjátíu árum eða svo hafi vitað um þetta. Það þarf að gera einhverja athugun á því í skjölum til að kanna það.“ Þegar Davíð Oddsson er spurður að því hvort hann viti þá ekki hvort geymslan hafi verið byggð með samþykki íslenskra stjórnvalda á sínum tíma segir hann: „Ég þori ekki að fullyrða um það en ég geri hins vegar ráð fyrir því vegna þess að Íslenskir aðalverktakar hafa væntanlega séð um bygginguna eða að minnsta kosti íslenskir iðn- aðarmenn. Ég tel því víst að stjórn- völd hafi vitað um að slík bygging væri í gerð en það er bara ágiskun.“ Síðan segir forsætisráðherra: „Þetta mál hefur ekki rekið upp á mitt borð sérstaklega því þetta er allt um garð gengið þegar ég kem til minna starfa.“ Getgátur um byggingar Hefur þér einhvern tíma borist vitneskja um geymsluna? „Ég heyrði um þetta fyrir ein- hverjum árum, þá voru uppi ein- hverjar getgátur um svona bygg- ingar en í því sambandi heyrði ég jafnframt að þær hefðu aldrei verið notaðar í þeim tilgangi sem þær gátu hafa verið notaðar til þannig að menn hafa áttað sig á því að samþykki íslenskra stjórnvalda hefði þurft að koma til til að hægt yrði að geyma kjarnorkuvopn.“ Síðan bætir hann við: „Við höfum líka verið með flugvélar hér sem gátu geymt eða borið kjarnorku- vopn en það þýddi ekki að þær bæru kjarnorkuvopn.“ Aðspurður kveðst Davíð Odds- son ekki vita hvort umrædd geymsla sé enn til. „Ég veit ekki annað en að hún sé það en ég hef ekki kannað það sérstaklega.“ Þá kveðst hann aðspurður ekki vita til hvers hún sé notuð í dag. Kjarnorkuvopn ekki á Íslandi Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að það sé ekki ný frétt að sprengjugeymslur séu á Keflavíkurflugvelli, bæði á gamla Patterson-flugvellinum og inni á sjálfum Keflavíkurflugvelli. Halldór Ásgrímsson segir að slíkar geymslur geti verið byggðar samkvæmt ýtrustu stöðlum til að gegna margnota hlutverki líkt og flugvélar geti verið smíðaðar til að gegna fleiri en einu hlutver breyti hins vegar engu um íslensk stjórnvöld hafi eng til að ætla nú fremur en kjarnorkuvopn hafi verið Keflavíkurflugvelli í tráss irlýstan vilja stjórnvalda slíkt væri ekki heimilað á leyfis. Þetta hafi verið mar í gegnum árin þegar samb hlutir hafi komið fram af tilefnum. Utanríkisráðherra seg vita hvað stjórnvöld hafi n lega vitað um málið fyrir en sér hafi verið það ljóst geymslur fyrir sprengjur Keflavíkurflugvelli. Það br vegar engu um stöðu mála kjarnavopn. Þrumu lostinn Sverrir Hermannsson, f Frjálslynda flokksins, þrumu lostinn þegar hann eftir viðbrögðum við frétt blaðsins um að byggð h hleðslustöð fyrir kjarnork Keflavíkurflugvelli á árunu 1959. „Maður trúði því statt og að íslenskir ráðamenn se þegar þeir voru að fullyrð væri enginn slíkur viðbún yrði ekki leyfður,“ segir „Þeir hafa kannski sér til a að þeir hafi ekki vitað af þ þá er hegðun Bandarík fyrir neðan allar hellur. Sv gangast menn ekki fullval stætt ríki.“ Ekki ný tíðindi Össur Skarphéðinsson, f Samfylkingarinnar; segir rædda frétt Morgunblað kjarnorkuvopnageymslu víkurflugvelli að hún sé kostar ný tíðindi fyrir þá fylgst með þessum málu var altalað hér á árum á Keflavíkurflugvelli væri g „Kjarnorku- vopn hafa aldrei verið hér á landi“ Sprengiefnageymslurna grafnar. Fyrir aftan þær an kjarnorkudjúpsjávar Reykjavík 1960, sagð Í nýrri bók dr. Vals Ingimundarsonar sagnfræðings kemur fram að hleðslustöð fyrir kjarnorkuvopn var byggð á Kefla- víkurflugvelli í lok sjötta áratugarins. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra segja enga ástæðu til að ætla annað en að kjarnorkuvopn hafi aldrei verið á Íslandi. Upplýsingar um að kjarnorkuvopnageymsla FRIÐÞÓR Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins, segir að kjarnorkuvopnageymslan, sem greint er frá í nýrri bók Vals Ingi- mundarsonar sagnfræðings, „Upp- gjör við umheiminn“, og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, sé ekki lengur notuð fyrir vopn, heldur sé þetta almenn geymsla. Friðþór Eydal segir að umrædd vopnageymsla hafi verið byggð sem viðhaldsverkstæði fyrir þau vopn sem skipa- og kafbátaeftirlits- flugvélar bandaríska flotans báru eða hafi verið ætlað að bera burt- séð frá því hvort hingað hafi ein- hvern tíma verið flutt öll þau vopn sem hafi komið til greina. Að sögn Friðþórs var húsið, sem er rúmlega 300 fermetrar, tekið í notkun 1960 og hafi það verið vopnaverkstæði flotans þar til fyrr á þessu ári, en sé nú venjuleg geymsla. NATO hafi fjármagnað nýja byggingu fyrir viðhaldið fjær flugvöllunum því þegar lögð hafi verið akstursbraut samhliða norð- ur-suðurbrautinni hafi hún lent inn- an hættusvæðis ef sprengin svæðinu. Hann segir að aða geymslusvæðið sé annars s Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins Var vopnaverk- stæði þar til í ár Að sögn Friðþór RÉTT SKREF Í AFGANISTAN Samkomulagið, sem undirritað varí Bonn á miðvikudag um bráða-birgðastjórn til sex mánaða í Afg- anistan, gefur ástæðu til nokkurrar bjartsýni, þótt hún sé ekki án fyrirvara. Það gekk ekki þrautalaust að knýja full- trúa fjögurra helstu þjóðarbrotanna í Afganistan til samkomulags. Hin nýja stjórn tekur við völdum 22. desember og er gert ráð fyrir því að haldinn verði þjóðfundur eða loya jirga að þeim tíma liðnum til að skipa stjórn til tveggja ára. Bráðabirgðastjórnin verður skipuð 30 mönnum og skiptast sæti í henni þannig milli þjóðarbrota að 11 koma í hlut Pastúna, átta í hlut Tadsjika, fimm í hlut Hasara, þrjú í hlut Úsbeka og þrjú í hlut fulltrúa annarra þjóðarbrota. Þau þjóðarbrot, sem mynda Norðurbanda- lagið, verða því með 17 sæti í stjórninni, en Pastúnar, sem eru 40% íbúa Afgan- istans, fá 11 sæti. Forsætisráðherra stjórnarinnar verður hins vegar úr röð- um Pastúna. Norðurbandalagið hafði krafist 20 sæta, meðal annars í krafti þess að það réði nú yfir um 90% af Afg- anistan. Fulltrúum bandalagsins var bent á að ekki væru nema nokkrar vikur síðan það hefði aðeins ráðið yfir 10% landsins og á endanum drógu þeir í land. Þegar átökin hófust í Afganistan höfðu margir áhyggjur af því að þegar talibanar, sem eru úr röðum Pastúna, yrðu flæmdir frá völdum yrði Norður- bandalagið einrátt og ekki gæfist ráð- rúm til að mynda stjórn þar sem öll þjóðarbrot landsins ættu sinn fulltrúa. Allt kapp hefur hins vegar verið lagt á að afstýra því, enda hefði yfirtaka Norðurbandalagsins verið ávísun á áframhaldandi eymd og glundroða í Afganistan. Eftir þá illu meðferð og nið- urlægingu, sem konur máttu þola undir oki talibana, er sérstaklega ánægjulegt að tvær konur verði í stjórninni, önnur einn af fimm varaforsætisráðherrum, en hin ráðherra málefna kvenna. Leiðtogar víða um heim lýstu yfir ánægju með samkomulagið og var Þjóð- verjum einnig klappað lof í lófa fyrir þeirra þátt í því. Ekki voru þó allir ánægðir. Pakistanar kváðust opinber- lega fagna tíðindunum, en hörmuðu bak við tjöldin hversu mörg sæti Norður- bandalagið hefði í stjórninni og í þokka- bót réði það yfir varnar-, innanríkis- og utanríkisráðuneytunum. Í Pakistan eru að talið er um tvær milljónir afganskra flóttamanna. Pakistanar líta svo á að það sé nauðsynlegt öryggi sínu að hafa góð samskipti við Afganistan, en þeir eiga sennilega enga bandamenn í hinni nýju stjórn. Hvað sem samkomulaginu í Bonn líð- ur eru mörg aðsteðjandi vandamál í Afganistan, sem krefjast tafarlausra aðgerða. Þar ber fyrst að nefna þörfina um allt land á vistum og matvælum. Í þessari viku kólnaði verulega í veðri og mörg þúsund fjölskyldur eru í hættu staddar. Þá hefur reynslan í Afganistan sýnt að það er ekki alltaf nóg að gert hafi verið samkomulag. Óeining og van- traust ríkir milli hinna ýmsu þjóðar- brota, sem búa í landinu. Valdataka tal- ibana á sínum tíma hefði til dæmis aldrei gengið upp ef hver höndin hefði ekki verið upp á móti annarri meðal þeirra þjóðarbrota, sem nú mynda Norðurbandalagið. Blóðug átök undan- farinna áratuga hafa gert það að verk- um að bandalag, sem dugar einn dag- inn, getur verið úrelt þann næsta ef skiptir um vindátt. Eigi íbúar Afganist- ans að eiga von um betri framtíð verður samfélag þjóðanna að halda forystu- mönnum þjóðarbrotanna við efnið. Í þeirri viðleitni verður að gæta þess að fórna ekki hagsmunum hrjáðra íbúa landsins fyrir pólitíska eða efnahags- lega hagsmuni grannríkjanna eða ann- arra ríkja, sem líta svo á að þau eigi hagsmuna að gæta í þessum heims- hluta. Með samkomulaginu, sem varð til í Bonn, var stigið rétt skref, en það er langt frá því að afkvæmið sé farið að ganga. HEILSUGÆZLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Einn mikilvægasti þáttur almanna-þjónustu í landinu er heilsugæzl- an og í henni gegna heilsugæzlustöðvar lykilhlutverki. Flestir þeir, sem þurfa á þjónustu heilsugæzlustöðva að halda á höfuðborgarsvæðinu, vita að það getur verið erfitt að komast í samband við lækni og símaþjónusta þessa kerfis hef- ur ekki verið upp á marga fiska, þegar miðað er við þær kröfur, sem nú eru gerðar. Það er liðin tíð, að fólk sitji og standi eins og læknunum þóknast og kröfurnar til þeirra og annars hjúkr- unarfólks verða stöðugt meiri. Af þessum sökum er ánægjulegt, að Heilsugæzlan í Reykjavík hefur á þessu ári unnið að viðamikilli stefnu- mörkun í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og ráðgjafafyrirtæki en þessi vinna hefur jafnframt verið sam- starfsverkefni heilsugæzlunnar í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mos- fellsbæ, Kópavogi og Garðabæ. Niður- stöður þessarar vinnu voru kynntar á fundi mörg hundruð starfsmanna heilsugæzlunnar í gær. Það sem hinn almenni borgari tekur eftir í þessari vinnu er ekki sízt fyr- irheit um að auðveldara verði að kom- ast til læknis. Þannig er gert ráð fyrir því, að biðtími eftir viðtali við lækni verði innan við tveir sólarhringar og læknar heilsugæzlustöðva svari í síma eftir ákveðnu skipulagi. Takist þetta er það bylting í þjónustu heilsugæzlu- stöðvanna við almenning. Í þessu sam- bandi er ástæða til að íhuga hvort ekki er hægt að nýta nútímatækni í sam- skiptum á borð við tölvupóst í ríkara mæli en nú er gert. Það gæti sparað læknum býsna mörg símtöl. Í ávarpi, sem flutt var á fundinum á vegum Jóns Kristjánssonar, heilbrigð- isráðherra, kom skýrt fram, að ráð- herrann hefur skilning á þeim vankönt- um, sem verið hafa á þeim þætti heilbrigðisþjónustunnar, sem snýr að hinum almennu borgurum. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæzlunnar í Reykjavík, sagði á fundinum, að nú þegar væri búið að framkvæma að hluta eða öllu leyti 18 af 34 forgangsverkefn- um og sýnir það, að framkvæmd þessa verkefnis er komin vel á veg. Það hefur mikla þýðingu, að takast megi að skipuleggja heilsugæzluna á höfuðborgarsvæðinu á þann veg, að al- menningur verði sáttur við hana. Ef marka má þær upplýsingar, sem fram komu á fundinum í gær má ætla, að með þeirri stefnumörkunarvinnu, sem hér er um að ræða, hafi verulegt skref verið stigið í þá átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.