Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 1
291. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 19. DESEMBER 2001
JEMENSKT herlið, stutt skriðdrek-
um og þyrlum, réðist í gær á þorp
austur af höfuðborginni, Sanaa, en
talið er, að félagar í al-Qaeda, hryðju-
verkasamtökum Osama bin Ladens,
hafi hafst þar við. Lágu að minnsta
kosti 12 manns í valnum eftir hörð
átök.
Jemenskir hermenn og sérsveit
lögreglunnar settust í gærmorgun
um þorpið Al-Hosun í Marib-héraði
og létu sprengjum rigna yfir það.
Kom þá til snarpra átaka við menn úr
Abeideh-ættbálknum, sem ráða
þorpinu, en þeir höfðu áður neitað að
framselja nokkra menn, sem ný-
komnir eru frá Afganistan og eru
taldir vera félagar í al-Qaeda.
Sagt er, að 12 menn hafi fallið og
22 særst áður en hermennirnir lögðu
þorpið undir sig. Al-Qaeda-mennirn-
ir fundust ekki en herliðið handtók
nokkra menn, sem eru sakaðir um að
hafa skotið skjólshúsi yfir þá.
Liðsmanna
al-Qaeda víða leitað
Hefur herinn leitað skipulega að
jemenskum liðsmönnum al-Qaeda í
ýmsum héruðum landsins en þeir
hafa verið að tínast heim að undan-
förnu eftir fall talibanastjórnarinnar
í Afganistan.
Fjölskylda bin Ladens kom upp-
haflega frá Jemen og þar hefur hann
átt marga stuðningsmenn. Eru þeir
og bin Laden taldir hafa skipulagt til-
raun til að sprengja upp bandaríska
herskipið Cole í höfninni í Aden í
Suður-Jemen en þá létu 17 banda-
rískir sjóliðar lífið. Um 25 manns
hafa verið handteknir vegna þess til-
ræðis.
Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, sagði
að bandarísk stjórnvöld hefðu hvatt
Jemena til að herða leitina að fé-
lögum í al-Qaeda. Heimildarmenn
fréttastofunnar AFP í bandaríska ut-
anríkisráðuneytinu sögðu að það
hefði sent jemenskum yfirvöldum
lista yfir menn, sem tengdust bin
Laden og taka þyrfti höndum.
Leitað í hellum Tora Bora
Leitinni að Osama bin Laden var
haldið áfram í Afganistan í gær.
Bandaríkjastjórn tilkynnti að gert
hefði verið hlé á sprengjuárásum á
hellasvæðið í Tora Bora í austurhluta
landsins til að gera afgönskum her-
mönnum kleift að leita að hundruð-
um liðsmanna al-Qaeda, sem talið er
að séu á flótta á svæðinu. Um 50 al-
Qaeda-menn voru handteknir.
Wolfowitz sagði að bin Laden
kynni að hafa beðið bana og lík hans
væri ef til vill í einhverjum af hellum
Tora Bora. „Hann gæti einnig verið á
flótta.“
Embættismenn í Washington
sögðu að bandarískir sérsveitarmenn
myndu aðstoða afgönsku hermenn-
ina við að leita í öllum hellunum.
Her Jemens
leitar al-
Qaeda-liða
Tólf manns bíða bana í árás á þorp
Sanaa, Tora Bora. AFP, AP.
Fyrstu lotu/28
DONALD Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, hvatti í
gær aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins til að takast á við hættuna á
því að hryðjuverkamenn gerðu fleiri
árásir á stórborgir, hugsanlega með
kjarna-, efna- og sýklavopnum.
„Við þurfum að viðurkenna þá
staðreynd að árásirnar 11. septem-
ber – jafn skelfilegar og þær voru –
eru ef til vill aðeins forsmekkur
þess sem vofir yfir ef við búum okk-
ur ekki strax undir að vernda fólkið
okkar fyrir óvinum sem hafa yfir æ
öflugri og fjölbreyttari vopnum að
ráða,“ sagði Rumsfeld á tveggja
daga fundi varnarmálaráðherra
NATO-ríkjanna sem hófst í Brussel
í gær.
Rumsfeld sagði að mörg þeirra
ríkja, sem styddu hryðjuverkasam-
tök, væru einnig á lista yfir þau ríki
sem talin eru reyna að komast yfir
kjarna-, efna- og sýklavopn.
„Hryðjuverkamennirnir og ráða-
menn þeirra ríkja sem styðja þá
hafa sýnt að þeir eru hugvitssamir,
svífast einskis og bera enga virð-
ingu fyrir mannslífinu. Þegar við
skoðum eyðilegginguna í Banda-
ríkjunum ættum við að hugleiða tor-
tíminguna sem þeir geta valdið í
New York, London, París eða Berl-
ín með kjarna-, efna- eða sýklavopn-
um.“
NATO-ríkin verði við öllu búin
Rumsfeld varaði einnig við hætt-
unni á því að hryðjuverkamenn
gerðu árásir á tölvukerfi og gervi-
hnetti til að valda usla út um allan
heim eða beittu hefðbundnum vopn-
um eins og stýriflaugum og eld-
flaugum.
Varnarmálaráðherrann lagði
áherslu á að Afganistan væri ekki
eina landið þar sem hryðjuverka-
menn störfuðu og að samtök Osama
bin Ladens, al-Qaeda, væru ekki
einu hryðjuverkasamtök heims.
Hann sagði þó ekkert um hvort
gripið yrði til hernaðaraðgerða í
öðrum löndum en Afganistan.
Embættismaður í höfuðstöðvum
NATO sagði að Rumsfeld hefði ekki
lagt fram neinar tillögur um aðgerð-
ir gegn hryðjuverkamönnum á
fundinum heldur brýnt fyrir aðild-
arríkjunum að vera við öllu búin.
Rumsfeld hvatti til þess að frið-
argæsluliðum NATO í Bosníu yrði
fækkað um að minnsta kosti 6.000,
en þeir eru nú 18.000. Hann lagði til
að vopnaðar lögreglusveitir undir
forystu Evrópusambandsins yrðu
sendar þangað til að létta undir með
friðargæsluliðinu.
Varað við skæðari
hryðjuverkum
Brussel. AFP, AP.
SLÖKKVILIÐSMÖNNUM í New
York tókst í gær að slökkva eld í
dómkirkju heilags Jóhannesar á
Manhattan, einni af stærstu
kirkjum heims í gotneskum stíl.
Miklar skemmdir urðu á hliðar-
byggingu, sem hýsir minjagripa-
verslun, og hluti þaks hennar
hrundi. Nokkrar skemmdir urðu
vegna reyks og vatns í kirkjunni.
AP
Eldur í dómkirkju
ÓEIRÐIR hafa blossað upp við
stórmarkaði í nokkrum borgum
Argentínu síðustu daga vegna
efnahagskreppunnar í landinu.
Lögreglumenn handtaka hér ung-
an mann eftir að hundruð manna
réðust inn í stórmarkað í borg-
inni Mendoza til að ræna mat-
vælum. Meira en 18% Argentínu-
manna eru án atvinnu og vaxandi
fátækt, skattahækkanir og sparn-
aðaraðgerðir stjórnarinnar hafa
vakið mikla ólgu meðal lands-
manna.
Óeirðir í Argentínu
Reuters
Bretland
Um 1.100
dauðsföll
rakin til
mistaka
London. AFP.
DAUÐSFÖLLUM vegna
rangrar lyfjagjafar á sjúkra-
húsum í Englandi og Wales
hefur fjölgað um 500% á ára-
tug, að því er fram kemur í
skýrslu sem bresk yfirvöld
birtu í gær.
Dauðsföllin vegna rangrar
lyfjagjafar voru um 200 í byrj-
un síðasta áratugar, 950 árið
1999, og í fyrra fjölgaði þeim í
meira en 1.100.
Dauðsföllin voru ýmist rakin
til mistaka lækna og hjúkr-
unarfræðinga eða hastarlegra
viðbragða sjúklinga við lyfj-
unum. Í skýrslunni segir að
hægt hefði verið að koma í veg
fyrir mörg dauðsfallanna þar
sem þau hefðu orðið vegna
þess að læknarnir hefðu ekki
haft fullnægjandi upplýsingar
um sjúklingana, meðal annars
vegna þess að þær voru ólæsi-
legar.
Allt að 10.000 alvarleg
mistök á ári
Höfundur skýrslunnar, Nick
Mapstone, segir að þótt hafa
beri í huga að sjúklingunum
hafi fjölgað sé ljóst að mistök
á sjúkrahúsum kosti mörg
mannslíf. „Í skýrslunni segir
að líklega verði starfsfólki
sjúkrahúsanna á allt að 10.000
alvarleg mistök á ári og það er
alltof mikið,“ sagði Trevor
Pickersgill, formaður lækna-
nefndar bresku læknasamtak-
anna.