Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKarl Jónsson rekinn sem þjálfari kvennaliðs KFÍ /C1 Newcastle í efsta sæti ensku deildarinnar /C3 4 SÍÐUR8 SÍÐUR Sérblöð í dag bók þessa skör hærra en margar aðrar, sem eru skrifaðar handa almenningi um nátt- úru landsins. Í annan stað er bók- in einkar fallegur prentgripur, því að saman fer skemmtileg uppsetning, mjög góð- ar myndir, ágæt kort, hnitmiðaðar innskots- greinar og fróðlegur texti. Engin fjöður skal samt yfir það dregin, að hnýta má í ýmis atriði. Við lestur bókar var það mjög lýjandi, að köflum skyldi ekki skipt í undirkafla. Bæði er það góð hvíld fyrir  SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 19.desember2001 „Brakandi snilld: Ógleymanleg skáldsaga, grípandi og áhrifamikil.“ Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljós „ ... mér finnst flessi saga vera miki› flrekvirki og skortir í raun or› til a› hrósa henni nóg ... frábærlega samin, afreksverk.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Ísland í dag „Saga Haralds ... er skrifu› af innlifun og stílsnilld og á ekki sinn líka á íslensku.“ Silja A›alsteinsdóttir, DV „Yfir Ebrofljóti› er skáldverk sem nær sterkum tökum á lesanda svo hann ver›ur ekki samur.“ Soffía Au›ur Birgisdóttir, Mbl Álfrún Gunnlaugsdóttir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - ED D 1 63 11 12 /2 00 1 Önnur pr entun komin í v erslanir Fyrsta pr entun up pseld 7. sæti á metsölulista Pennans/Eymundssonar yfir skáldverk. „Brakandi snilld“ BÆ UR Geðklofar í góðri merkingu Bergþóra Njála Guðmunds- dóttir ræðir við Þorvald Þorsteinsson EINS og nafn bókar gefur til kynna fjallar hún um eldvirkni á Íslandi síðustu 10 eða 11 þúsund ár. Ekki verður tölu komið á öll þau gos, sem orðið hafa á þessum tíma. Menn telja, að bara á síð- ustu öld hafi orðið á milli 30 og 50 gos eða eitt að meðaltali annað eða þriðja hvert ár. Í stað þess að tala um hverja einstaka eldstöð er þeim jafnan skipað saman í hópa eða kerfi. Skilgreind hafa verið um 30 eldstöðvakerfi og er þeim lýst í 17 köflum bókarinnar. Nefna má kerfi við Heklu, á Reykjanesi og í Kötlu sem dæmi. Í hverjum kafla er lýsing á við- komandi svæði, helztu jarðmynd- unum og ummerkjum um eldgos. Síðan er sagt frá rannsóknum á svæðinu, getið þess fólks, sem þar kemur við sögu, og rætt um megineldstöð hvers svæðis, ein- stök eldvörp, fjallað um líkur á næsta gosi og gerð grein fyrir breytingum á kerfinu. Eins og gefur að skilja eru kaflarnir mislangir, enda eru kerfin misvel þekkt. Yfirleitt eru almennar lýsingar við upphaf hvers kafla býsna góðar. Það ber vott um, að höfundur veit mæta- vel um hvað hann er að skrifa, enda menntaður á sviði jarðfræða. Ástæðan fyrir því, að haft er orð á þessu hér, er sú, að ýmsar bækur bera þess augljós merki, að höfundar alþýðubóka eru ekki sterkir í fræð- unum. Þeir raða saman þekkingar- molum, sem þeir bera lítið skyn- bragð á, svo að úr verður einn alls- herjar hrærigraut- ur, en ríkulega myndskreyttur. Hér er þessu alls ekki til að dreifa og því er óhætt að setja Eldstöðin Ísland BÆKUR Náttúrufræðirit ÍSLENSKAR ELDSTÖÐVAR eftir Ara Trausta Guðmundsson. 320 bls. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Reykjavík 2001. Ari Trausti Guðmundsson Saga Karlakórs Reykja- víkur er gefin út í tilefni 75 ára afmælis kórsins á þessu ári. Þorgrímur Gestsson blaðamaður skráði. Fjallað er um við- burðaríka sögu kórsins, sögu sem jafnframt er að hluta til samtíðarsaga tónlistariðkunar á Íslandi svo samofin sem starf- semi kórsins hefur verið henni frá fyrstu tíð. Þar eru frásagnir af átökum og deilum kóra og tónlistarmanna innanlands á þessum tíma og söngferðum innanlands sem utan allt frá stofnun kórsins til okkar daga. Kór- inn gefur sjálfur út. Bókin er rúmar 400 bls., prýdd yfir 200 myndum sem margar hverj- ar birtast opinberlega í fyrsta sinn. Hægt verður að fá bókina keypta hjá félögum í Karlakórnum og á skrifstofu kórsins í Ými, Skógarhlíð. Heimasíða kórsins er á slóðinni: www.kkor.is. Hraustir menn Þorgrímur Gestsson er eftir Þorstein Jón Óskarsson. Bókin rekur hvernig íslenska þjóðin hefur tileinkað sér helstu tækniframfarir síðustu tveggja alda. Allar eiga þessar tækniframfarir, sem flestar eru á sviði fjarskipta og miðlunar það sameiginlegt að snerta allan almenning. Eitt hundrað ár eru síðan Guglielmo Marconi fagnaði nýrri öld með því að senda fyrsta loftskeytið yfir Atlantshafið á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Ís- lendingar voru fljótir að taka þessa nýju uppfinningu upp á arma sína og ein- ungis rúmum fjórum árum síðar var fyrsta loftskeytið móttekið í Höfða, fyrir tilstilli Einars Benediktssonar. Höfundur bókarinnar, Þorsteinn Jón Óskarsson, hefur unnið að bókinni í þrjú ár og hefur hún markvert heimildargildi um innreið nútímans á Íslandi. Rafeindatækni í 150 ár Þorsteinn Jón ÓskarssonMorgunblaðinu í dag fylgir síðasta sér- blaðið um bækur sem komið hefur út viku- lega nú fyrir jólin. SÍMAFYRIRTÆKIÐ Halló hefur ákveðið að stefna Landssímanum fyrir almenna dómstóla og krefjast skaðabóta í kjölfar þess að Sam- keppnisstofnun hefur kveðið upp bráðabirgðaúrskurð um að Síminn hafi brotið samkeppnislög með því að nýta sér upplýsingar sem hann hafi sem rekstrarleyfishafi talsíma- nets á Íslandi til beinnar markaðs- sóknar gagnvart keppinautum sín- um. Ingvar Garðarson, framkvæmda- stjóri Halló, segir úrskurð Sam- keppnisstofnunar hafa komist að svo sterkri niðurstöðu að ekki komi ann- að til greina en að höfða skaðabóta- mál gegn Landssímanum. „Afstaða stofnunarinnar er svo eindregin og þar sem sá skaði sem fyrirtæki mitt hefur borið vegna vinnubragða Sím- anns hleypur á tugum ef ekki hundr- uðum milljóna þá tel ég eðlilegt að höfða mál,“ segir Ingvar og kveður málsókn vera á undirbúningsstigi. Halló leitaði til Samkeppnisstofn- unar vegna þess að Síminn hefði sent öllum viðskiptavinum Halló bréf þar sem minnt var á þjónustu Símans. Benti Halló á að þjónustu- veitanda, í þessu tilfelli Halló, væri skylt að tilkynna rekstrarleyfishafa grunnkerfisins, Símanum, ákvörðun viðskiptavinar um fast forval. Þann- ig hefði Síminn upplýsingar um alla þá símnotendur sem ákvæðu að beina viðskiptum sínum til Halló. Fór fyrirtækið fram á að Sam- keppnisstofnun stöðvaði úthringing- ar og bréfasendingar til viðskipta- vina sinna á meðan á rannsókn málsins stæði og þar til endanlegur úrskurður samkeppnisráðs lægi fyr- ir. Samkeppnisstofnun varð við þessu og hefur kveðið upp bráða- birgðaúrskurð. Þar segir að notkun Landssíma Íslands hf. á upplýsing- um, sem fyrirtæki búi yfir sökum stöðu sinnar sem rekstrarleyfishafi talsímanets á Íslandi, til beinnar markaðssóknar gagnvart keppinaut- um sínum, feli í sér brot á 11. grein samkeppnislaga og sé fyrirtækinu óheimilt að nýta sér upplýsingar úr gagnagrunni sínum um viðskiptavini Halló til beinnar og sértækrar markaðssóknar. Fyrirtækið segir að Síminn hafi hringt markvisst í viðskiptavini Halló, kynnt sérstaka afslætti og gefið villandi upplýsingar, sem bentu til þess að Síminn byði al- mennt lægra verð. Jafnframt hafi sölumenn Símans fullyrt að gæði þjónustu Halló væru lakari þótt hún sé fyllilega sambærileg við þjónustu Landssímans. Halló hefur einnig kært Lands- símann fyrir villandi auglýsingar í fjölmiðlum þar sem því sé haldið fram að mínútusamtal til Danmerk- ur í almenna símkerfinu kosti 18 krónur þegar almennt verð sé 19,90 krónur og 19 krónur til Bretlands þegar verðið sé 20,90 krónur. Segir Ingvar að með því sé beinlínis leynt fyrir fólki að um tilboð sé að ræða undir merkjum vina og vanda- manna, en gefið í skyn að um sé að ræða símtöl í almenna símkerfinu. Fordæmisgildi fyrir önnur markaðsráðandi fyrirtæki Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála Símans, segir það viðtekna venju í íslensku atvinnulífi að fyrirtæki hafi samband við þá viðskiptavini sína sem hafa hætt viðskiptum og reynt að bjóða þeim að koma til baka með hvers kyns tilboðum. „Ástæðan fyrir því að við byrjuðum að senda við- skiptavinum Halló bréf var í upphafi sú að viðskiptavinir okkar kvörtuðu undan því að vera færðir á milli símafyrirtækja án þess að hafa ósk- að eftir því. Við sendum því við- skiptavinum okkar bréf þar sem við tilkynntum þeim að búið væri að færa þá á milli símafyrirtækja og gáfum þeim þannig tækifæri til að bregðast við. Við höfum upplýsingar um það hvaða viðskiptavinir fara frá okkur í gegnum okkar viðskipta- mannakerfi en burtséð frá því get- um við fengið þessar upplýsingar með öðrum hætti eða beint í gegn- um reikningskerfið okkar. Verði nið- urstaða þessa bráðabirgðaúrskurðar sem nú liggur fyrir sú að okkur verði ekki heimilt að hafa samband við okkar fyrri viðskiptavini með upplýsingum sem við fáum úr okkar reikningsviðskiptakerfi, þá hlýtur það að hafa fordæmisgildi fyrir önn- ur markaðsráðandi fyrirtæki í land- inu og mun úrskurðurinn þannig hafa áhrif á viðskiptavenjur ís- lenskra fyrirtækja. Það er þá að okkar mati ánægjulegt að fá slíkar leiðbeinandi reglur, bæði fyrir Landssímann og önnur markaðsráð- andi fyrirtæki,“ sagði Heiðrún. Halló boðar skaðabóta- mál gegn Landssímanum BÓK Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar, Höll minninganna, sem gefin er út af Vöku-Helgafelli, hefur nú verið prentuð í átján þúsund eintökum að sögn Halldórs Guðmundssonar, for- stjóra Eddu miðlunar og út- gáfu, en Vaka-Helgafell er eitt af fyrirtækjum Eddu. Bókin hefur þar með farið í fimm prentanir. Verið að svara eftirspurn „Ég hef aldrei þurft að prenta bók í öðru eins upplagi á einni jólavertíð,“ segir Hall- dór, en hann hefur starfað að útgáfumálum síðan 1984. Aðspurður segir Halldór að með prentun bókarinnar í svo mörgum eintökum sé verið að svara eftirspurn eftir henni og kveðst hann vonast til þess að öll þessi eintök seljist um jól- in. Átján þúsund eintök prentuð Höll minninganna SKIPVERJAR á Hugin VE 55, sem nú er skammt vestur af Færeyjum á kolmunnaveiðum, hafa ekki látið jólaundirbúninginn framhjá sér fara þótt þeir séu fjarri heima- byggð. Tóku þeir sig til nokkrir og steiktu laufabrauð í fyrrakvöld og var svo haldin jólaveisla með til- heyrandi kræsingum. Á meðfylgj- andi mynd eru þeir Ásgeir Hilm- arsson, Örlygur Grímsson og Bjarni Óskarsson, sem allir eru hásetar, auk Páls Grétarssonar matsveins. Morgunblaðið/Grímur Gíslason Laufa- brauðsgerð á hafi úti ÁRNI Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri og forstjóri Aco- Tæknivals hf., hefur ákveðið að verða við ósk stjórnar fulltrúa- ráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjanesbæ og leiða lista sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ í bæjar- og sveit- arstjórnarkosn- ingunum næsta vor. Hann mun jafnframt verða bæjarstjóraefni flokksins í kosningunum. Ellert Eiríksson, núverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Keflavíkur- bæjar frá 1990, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér í efsta sætið á lista sjálfstæðismanna í kosningunum næsta vor. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjanesbæ ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að fara formlega þess á leit við Árna Sig- fússon að hann tæki að sér að leiða listann með fyrirvara um samþykki sjálfs fulltrúaráðsins. Að sögn Árna Inga Stefánssonar, formanns stjórnar fulltrúaráðsins, var á fundinum, ekki tekin nein ákvörð- un um önnur sæti á lista sjálfstæð- ismanna í Reykjanesbæ í vor. Árni Sigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að nokkuð væri síðan nokkrir bæj- arfulltrúar og áhrifamenn í bænum hefðu rætt við hann um að taka að sér að leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. „Ég hef fengið nokkur áhugaverð tilboð um stjórnunarverkefni að undanförnu. Það er þó ljóst að þetta verkefni kemst næst áhuga mínum á að sameina skýrt stjórnunarverkefni og hafa áhrif á stefnumótun í sam- félaginu,“ segir hann. Mun flytja til Reykjanesbæjar á næsta ári Árni bætir því við að sér finnist að „mjög góðir hlutir hafi verið að gerast í Reykjanesbæ á undan- förnum árum“ og ekki síst af þeim sökum finnist sér það heillandi verkefni að taka að sér að leiða lista sjálfstæðismanna í komandi kosningum. Árni Sigfússon býr nú í Reykja- vík en aðspurður segir hann að fjölskyldan hyggi á flutning til Reykjanesbæjar innan skamms eða þegar börnin hafi lokið sínu skólanámi. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Árni Sigfússon leiði listann Árni Sigfússon HÁTT á fjórða tug leikara; þjóð- þekktir leikarar sem og aðrir, koma fram í Áramótaskaupinu sem að venju verður sýnt á gamlárskvöld í Sjónvarpinu að sögn Sigrúnar Erlu Sigurðardóttur, aðstoðarleikstjóra Skaupsins. Skaupið var tekið upp á tímabilinu 13. nóvember til 1. desember sl. og segir Sigrún Erla mikla leynd hvíla yfir efni þess. Til að mynda hefur verið ákveðið að birta ekki myndir úr því fyrir fram. Handritshöfundar Skaupsins að þessu sinni eru Óskar Jónasson, Hjálmar Hjálmarsson og Hallgrím- ur Helgason. Leikstjóri er Óskar Jónasson. Tökum lokið á Áramótaskaupinu Leynd hvílir yfir innihaldinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.