Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 4

Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 21 2 12 /2 00 1 Jólasveinn dagsins kemur kl. 17.00 ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti í gær Jay D. Lane jr., sigmanni í björgunarsveit varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, af- reksmerki úr gulli vegna frækilegr- ar björgunar skipverja á Svanborgu SH sem fórst 7. desember sl. Er þetta í fyrsta skipti sem gullmerki er veitt í sögu afreksmerkisins. Aðrir í áhöfn björunarþyrlunnar fengu afreksmerki úr silfri, en þeir eru Javier Casanova flugstjóri, Michel H. Garner aðstoðarflug- maður, Darren E. Bradley flug- vélstjóri, Jeremy W. Miller skytta og Scott J. Bilyeu björgunarliðsmaður. Ólafur Ragnar minntist einnig við þetta tækifæri skipverjanna á Svan- borgu, þeirra Sæbjörns Vignis Ás- geirssonar skipstjóra, Vigfúsar Elv- ars Friðrikssonar stýrimanns og Héðins Magnússonar vélstjóra, en þeir voru allir búsettir á Ólafsvík. Afreksmerki hins íslenska lýð- veldis er veitt vegna björgunar úr lífsháska og var stofnað 1950. Það var veitt 1997 og þar áður 1987. Morgunblaðið/Kristinn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir Jay D. Lane Jr. afreksmerki íslenska lýðveldisins úr gulli. Afreksmerki úr gulli veitt í fyrsta skipti Forseti Íslands heiðrar áhöfn þyrlu varnarliðsins LÍTIÐ framboð hefur verið á rjúp- um fyrir þessi jól vegna lítillar veiði og ekki tókst að flytja inn rjúpur frá Grænlandi, eins og til stóð, þar sem enga rjúpu virðist þar að finna. Stefán Már Óskarsson, verslunar- stjóri Nóatúns við Nóatún 17, segir að búið sé að selja þar á þriðja þús- und rjúpur og lítið framboð hafi hækkað verðið á hvert stykki af rjúpu. Hver rjúpa er nú seld á 1.098 krónur út úr búðinni og birgðir orðnar takmarkaðar. Hins vegar segir Stefán að eitthvað magn ber- ist á hverjum degi. „Verðið hefur eitthvað hækkað, það er svo lítið til, og veiðimenn vilja fá meira fyrir vöruna og við höfum neyðst til að borga meira fyrir stykkið. En við þekkjum þetta og höfum lent í þessu áður á árunum 1991 til 1992, þegar síðast var niðursveifla í rjúpnaveiðinni.“ Að sögn Stefáns var þá gripið til þess ráðs að flytja inn nokkur tonn af hreindýrakjöti sem fólk hafi valið í stað rjúpunnar, líkt og þessa dagana. „Fólk spyr vissulega mikið eftir rjúpum, en þetta hefur verið talsvert í fjölmiðl- um og fólk er farið að taka ákvörð- un um að fara einfaldlega í hrein- dýrið í staðinn,“ segir Stefán. Þær upplýsingar fengust hjá versluninni Nýkaup í Kringlunni að þar væri rjúpan seld á 1.199 krónur stykkið, hamflett, sem væri 100 krónum dýrara en í fyrra. Þar hefur tekist að fá rjúpur upp í þær pant- anir sem bárust, þó greinilega sé erfiðara fyrir verslanir að verða sér úti um rjúpur um þessar mundir og verðið nokkru hærra. Dræmt framboð á rjúpum fyrir jólin Hreindýr valið í stað rjúpunnar SAMKVÆMT upplýsingum frá Veðurstofunni í gær eru allar lík- ur á að jólin verði rauð þetta ár- ið, líkt og sagt er þegar snjór er hvergi sjáanlegur í byggð. Helst má vænta þess að snjóföl verði á norðaustanverðu landinu á að- fangadag en veðurhorfur al- mennt næstu daga eru góðar, að sögn Harðar Þórðarsonar veð- urfræðings. Ólíklegt er því talið að færð spillist á vegum eða að ókyrrð verði í lofti. Allir ættu þar af leiðandi að komast klakklaust á sína áfangastaði fyrir jól. Hlýindin að undanförnu hafa vakið nokkra athygli og hitastig- ið verið hærra en almennt gerist á meginlandi Evrópu. Þannig mældist hitastig hæst í Evrópu sl. sunnudag á Jan Mayen. Hitanum veldur öflug hæð sem setið hefur sem fastast yfir Evrópu og Norð- urlöndunum og hleypt lægðunum beint norður yfir Grænland. Þær hafa þjappað hlýjum loft- straumum yfir Atlantshafið og valdið óvenjumiklum hlýindum t.d. í Færeyjum, á Íslandi og Jan Mayen. Nokkur fordæmi eru þó fyrir álíka hitastigi á norðurhvel- inu á þessum árstíma, að sögn Þórönnu Pálsdóttur veðurfræð- ings. Haldist þessi tíð út mánuðinn gætu Þóranna og hennar starfs- systkini þurft að fletta lengra aft- ur í tímann í sínum bókum, ef þeim tekst þá að finna sambæri- legt veðurfar í desember. Hörður Þórðarson segir útlit fyrir að á föstudag verði létt- skýjað á Norðurlandi, lítilsháttar él á Suðausturlandi en áfram hlýtt og súld með köflum vestan til á landinu. Á laugardag er gert ráð fyrir hægri vestlægri átt, rigningu vestanlands en létt- skýjuðu austan til. „Á sunnudag, Þorláksmessu, og aðfangadag jóla reiknum við með að dálítil súld verði af og til á öllu landinu og fremur milt veður með vestan- og norðvestan átt. Ekkert bendir því til að jólin verði hvít vestan til á landinu en gæti hugsast að einhver snjóföl verði fyrir austan, þá helst á Norðausturlandi. Ólíklegt er að snjóbreiða verði samfelld. Ná- kvæmar treystum við okkur ekki til að spá um jólaveðrið á þessu stigi,“ sagði Hörður við Morg- unblaðið í gær. Líkur á rauðum jólum Snjóföl helst norðaustanlands „ÉG verð var við að fólk er með þyngri fjárhagsáhyggjur nú en undanfarin ár,“ segir sr. Jakob Hjálmarsson, sóknarprestur Dóm- kirkjunnar í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. „Mér hefur reyndar fundist það í allt haust eins og fólk hafi úr minna að moða,“ bætir Jakob við. „Fólk hef- ur minna á milli handanna nú en áður eftir að búið er að greiða hús- næðiskostnað og annan fastan kostnað. Þá er eins og minni fjár- ráð séu nú að birtast í meiri skuldasöfnun og fyrir marga reyn- ast tiltölulega litlar upphæðir ókleifur múr.“ Jakob verður var við þessa þró- un í starfi sínu sem sóknarprestur Dómkirkjunnar. „Ég hef engar töl- ur til að styðjast við en ég dæmi þessa þróun bara út frá því sem að mér snýr,“ segir hann og bætir við: „Ég er að segja þetta án þess að vera með mikinn bölmóð yfir efnahagsástandinu almennt.“ Aðspurður segir Jakob að flest- ar kirkjur séu með einhverja hjálparsjóði og að hjá Dómkirkj- unni hafi sérstök áhersla verið lögð á að styðja við bakið á ein- stæðum foreldrum og tekjulágu fólki. „Þá höfum við rekið mat- arbúr í mörg ár,“ segir hann, „en auk þess reynum við að létta á fólki með ýmsum öðrum hætti eftir því sem okkur hefur fundist við eiga.“ Fólk á hrakhólum Jakob segist ekki síst verða var við áhyggjur hjá ungu fólki, sér- staklega námsfólki. „Það er eins og það finni líka fyrir því að hafa minna á milli handanna og sjálf- sagt getur ein skýringin verið hið háa húsnæðisverð sem nú er í gangi.“ Jakob segist í þessu sam- bandi verða var við hve mörgu og þá einkum tekjulágu fólki gangi illa að verða sér úti um húsnæði. „Ég veit um fólk sem er á hrakhól- um vegna þess að því gengur alls ekki að finna sér samastað.“ Jakob tekur einnig fram, og segist hafa bent á það áður, að húsnæðismál öryrkja og tekjulágra séu í miklum ólestri. „Það gengur allt of hægt að ráða bót á þeim vanda sýnist mér.“ Jakob Hjálmarsson segir marga leita til Dómkirkjunnar fyrir jólin Fólk með þyngri fjárhagsáhyggj- ur en áður HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt 34 ára gamlan karl- mann í eins árs fangelsi fyrir ítrek- uð kynferðisbrot og ofbeldi gegn ungri stúlku á árunum 1993 til 1998, þegar hún dvaldist að sumarlagi á heimili foreldra mannsins. Þá var manninum gert að greiða stúlkunni 600.000 krónur í miskabætur og all- an sakarkostnað. Stúlkan var átta ára þegar ofbeld- ið hófst og 14 ára þegar því lauk. Samkvæmt framburði stúlkunnar og ákæruskjali káfaði maðurinn margoft á henni innan og utan klæða og reyndi einu sinni að þvinga hana til samræðis. Þá bar stúlkan að maðurinn hefði margoft hótað að skjóta hana ef hún segði frá kyn- ferðisbrotum hans auk þess sem hann hefði oft veitt henni áfengi. Maðurinn neitaði því eindregið fyrir dómi að hafa brotið kynferð- islega á stúlkunni og og kvaðst aldr- ei hafa haft í hótunum við hana. Þá kannaðist annað heimilisfólk ekki við að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Orð stóð gegn orði Í niðurstöðum dómsins, sem skip- aður var þremur dómurum, segir að í málinu standi orð gegn orði og ekki sé til að dreifa vitnisburði um atvik eða önnur bein sönnunargögn. Að mati dómsins var þó framburður stúlkunnar talinn trúverðugur, hún sagði einarðlega frá og óhikað og var sjálfri sér samkvæm. Því kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu „að hafið sé yfir skynsemlegan vafa að ákærði hafi gerst brotlegur gagn- vart stúlkunni með þeim hætti sem lýst er í ákæru“. Maðurinn var því dæmdur í tólf mánaða fangelsi og honum gert að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur í miskabætur, auk 350 þúsund króna í málskostnað. Hann hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Dæmdur í árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.