Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Umhyggja berst fyrir langveik börn Betur má ef duga skal UMHYGGJA ermerkur fé-lagsskapur þar sem foreldra- og aðstand- endahópar langveikra barna hafa tekið höndum saman til að vinna að sam- eiginlegum hagsmunamál- um. Dögg Káradóttir er framkvæmdastjóri Um- hyggju og Morgunblaðið ræddi við hana nýverið. Hvenær var Umhyggja stofnuð og hvaða hópar standa að félaginu? „Umhyggja var stofnuð 1980 af fagfólki á barna- deildum Landspítala og Landakotsspítala. Smám saman þróaðist starfsemi félagsins og fleiri og fleiri foreldrar gengu í félagið. Stærsta breytingin varð árið 1996 þegar átta foreldrafélög gengu í Umhyggju. Í dag eru for- eldrafélögin orðin þrettán. Þau eru: Áhugahópur Gigtarfélags Ís- lands um barnagigt, Breið bros, samtök aðstandenda barna fædd með skarð í vör og góm, Einstök börn, félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúk- dóma, Fimir fætur, samtök for- eldra barna með klumbufætur, Foreldrafélag barna með axlak- lemmu, Foreldrafélag barna með Tourette-heilkenni, Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga, Foreldrafélag sykursjúkra barna og unglinga, Hetjur, stuðnings- félag foreldra og aðstandenda langveikra barna á Akureyri og nágrenni, LAUF, foreldrafélag flogaveikisamtakanna, Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, PKU-félagið á Íslandi og SKB, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Öll börn sem tilheyra of- annefndum félögum eru langveik. Sum eru mjög alvarlega veik, önn- ur minna, en allflest verða þau að lifa við það að verða aldrei frísk.“ Á hvaða hátt styður Umhyggja langveik börn og fjölskyldur þeirra? „Umhyggja er þverfaglegt fé- lag sem vinnur að því m.a. að upp- lýsa stjórnvöld. Tryggingastofnun ríkisins, skólayfirvöld og almenn- ing á Íslandi um þarfir langveikra barna, í því skyni að tryggja að mannréttindi og félagsleg réttindi þeirra samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna séu virt. Að veita foreldrafélögum stuðn- ing í störfum þeirra, bæta umönn- un og hag langveikra barna inni á sjúkrahúsum, sem og í heimahús- um. Stefnan er að barn skuli ein- ungis leggjast inn á sjúkrahús þegar ekki er hægt að veita því alla þá meðferð og hjúkrun sem það hefur þörf fyrir á heilsugæslu- stöð eða í heimahúsi. Félagsmenn í aðildarfélögum Umhyggju geta einnig sótt um fjárstyrk til Styrktarsjóðs Umhyggju.“ Nýtur félagið stuðnings og vel- vilja hins opinbera og almenn- ings? „Félagið nýtur bæði stuðnings og mikils velvilja al- mennings í landinu. Hvað hið opinbera varðar, vantar enn tals- vert á og það er í raun- inni með ólíkindum hvað stjórnvöld standa illa við bakið á þessum hópi. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja að þegar foreldrar eignast langveikt barn hrynur veröldin til grunna. Nær undantekningarlaust verður a.m.k. annað foreldrið að hætta atvinnuþátttöku og oftar en ekki hitt tímabundið, t.d. þegar veika barnið leggst inn á sjúkrahús og fleiri börn eru í fjölskyldunni. Fjárhagslegt öryggi og rekstrar- grundvöllur fjölskyldunnar hryn- ur oftar en ekki þar sem hin dæmigerða íslenska fjölskylda er oftast nær með miklar skuldbind- ingar og því má lítið út af bera. Það er í rauninni enginn sem tryggir foreldrum þetta tekjutap. Samkvæmt kjarasamningum eiga foreldrar rétt á 7–10 vinnudögum vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri óháð hversu mörg börn eru í fjölskyldunni. Nokkur- verkalýðsfélög gera þó verulega vel við sína félagsmenn og er það til fyrirmyndar.“ Hvernig er starfsemin fjár- mögnuð? „Starfsemin er fjáramögnuð með árgjöldum félagsmanna og foreldrafélaganna sem og gjöfum og styrkjum frá velunnurum um land allt, sölu jólakorta og annarri fjáröflun. Á yfirstandandi ári fékk félagið 800 þúsund krónu framlag frá ríkinu.“ Hefur Umhyggja breytt miklu? „Ég held að óhætt sé að segja að það starf sem unnið hefur verið hjá Umhyggju á undangengnum árum hafi skilað miklu til foreldra langveikra barna. Þótt ástandið sé ekki nógu gott í dag hefur það þó batnað mikið frá því sem áður var. En betur má ef duga skal. Mark- mið Umhyggju er að geta opnað þjónustumiðstöð þar sem foreldr- um, systkinum og öðrum aðstand- endum langveikra barna verði veitt sál- félagsleg aðstoð og ráð- gjöf. Undanfarið höfum við orðið vör við gríð- arlega þörf fyrir þess konar stuðning. Fjárskortur hef- ur hamlað því að ekki hefur enn tekist að koma á slíkri þjónustu. Við erum því að vonast til að finna fjársterkan aðila sem gæti hugsað sér að leggja þessu málefni lið. Slík þjónustumiðstöð myndi leysa mikinn vanda og létta þeim lífið sem takast á við eitt það óbærileg- asta í þessu lífi, að berjast með langveiku barni sínu.“ Dögg Káradóttir  Dögg Káradóttir er fædd í Hafnarfirði 1954 og alin upp á Húsavík. Hún lauk prófi í fé- lagsráðgjöf frá Háskólanum í Gautaborg 1985 og þriggja anna rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun HÍ 1997. Hún var nokkur ár hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, for- stöðumaður í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar 1997–2000, félagsráðgjafi á Landakoti 2000– 2001 og framkvæmdastjóri Um- hyggju frá sept. 2001. Hún er gift Þorsteini Geirharðssyni og eiga þau Geirharð og Arnrúnu, fædd 1987 og 1989. ...sum þeirra eru mjög al- varlega veik Áttu ekki eitthvert dót, frú? Við erum að safna í tombólu til að styrkja gott málefni. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 20 mánaða fangelsi yfir breskum ríkisborgara, sem var fundinn sek- ur um fjársvik og skjalafals. Í þremur heimsóknum sínum hingað til lands notaði maðurinn í heimild- arleysi falsaðar eftirgerðir 16 kreditkorta annarra í 47 skipti til að blekkja með þeim í lögskiptum við kaup á vöru, þjónustu og til út- tekta á reiðufé í bönkum. Í 46 skipti falsaði maðurinn undirskrift- ir á úttektarmiða, en í eitt skipti gaf hann upp númer greiðslukorts við kaup á flugfarseðli. Hann hafði alls rúmar 5,3 milljónir af við- skiptamönnum sínum með þessum hætti. Í dómi Hæstaréttar segir að brot mannsins séu mörg, stórfelld og skipulögð. Sé ljóst að hann hafi komið hingað til lands gagngert í þessum tilgangi. Við ákvörðun refsingar var litið til einbeitts brotavilja mannsins. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða Kreditkortum hf. rúma eina milljón og greiða allan áfrýj- unarkostnað málsins. Þá var hon- um gert að sæta upptöku á 15.000 bandaríkjadölum, 30 sterlings- pundum og 145.000 krónum. Hlaut 20 mánaða fangelsi fyrir kortasvik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.