Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SEGÐU „JÁ“
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
LAUGAVEGI 49
S: 551-7742
ÖGMUNDUR Jónasson, for-
maður BSRB, segir að öll þjóð-
in hljóti að vera því sammála að
það sé brýnt hagsmunamál að
markmið samkomulags ASÍ,
Samtaka atvinnulífsins og rík-
isstjórnarinnar um lækkun
verðbólgu og styrkingu krón-
unnar nái fram að ganga. „Enda
þarf á samstilltu átaki að halda í
þjóðfélaginu til að svo verði.“
„Þegar verðbólgan var færð
úr 20 til 30 prósentustigum nið-
ur í lága eins stafs tölu fyrir
rúmum tíu árum var það ein-
mitt gert með mjög samstilltu
átaki í þjóðfélaginu. Sú hugsun
hefur hins vegar ekki átt upp á
pallborðið hjá stjórnvöldum síð-
ustu ár, heldur hafa menn viljað
reiða sig á óheftan markað. Ég
vona að þetta sé einhver vísir að
hugarfarsbreytingu í þessu
efni. Það væri vel ef svo væri,“
segir Ögmundur.
Ýmislegt mótsagnakennt
í yfirlýsingu ríkisstjórnar
Hann segir að BSRB hafi átt
beina aðild að þeim hluta máls-
ins sem varðar afnám tolla og
lækkanir á verði á grænmeti en
fulltúi samtakanna átti sæti í
vinnunefnd landbúnaðarráð-
herra, sem skóp það samkomu-
lag, að hans sögn. „Ég vona að
það verði til þess að færa niður
verðlag jafnframt því sem staða
innlendra framleiðenda er
tryggð en hvorttveggja er í
samræmi við stefnu og áherslur
BSRB,“ segir Ögmundur.
Hann segist á hinn bóginn
telja ýmislegt mótsagnakennt í
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,
sem gefin var út í tengslum við
samkomulag aðila vinnumark-
aðarins. „Þar er til dæmis ann-
ars vegar talað um að sýna ráð-
deild og aðhald, en jafnframt er
sagt að það eigi að halda áfram
á þeirri braut að selja ríkiseign-
ir og einkavæða. Mér hefur
aldrei þótt það mikil búhygg-
indi að selja gullkýrnar eins og
hér er verið að gera. Bæði það
og einkavæðingin og einka-
framkvæmdin eins og við höf-
um fengið að kynnast henni síð-
ustu ár er mjög dýr fyrir skatt-
borgarann,“ segir hann.
„Í yfirlýsingunni er látið að
því liggja að aðilar þessa sam-
komulags komi að undirbúningi
fyrir fjárlög næsta árs og mér
finnst mjög brýnt að þar komi
heildarsamtök opinberra
starfsmanna einnig að borði. Ef
verið er að stofna til víðtæks
samráðs finnst mér nauðsyn-
legt að BSRB eigi hlut að slíkri
vinnu, annað væri raunar frá-
leitt,“ segir Ögmundur.
Munum innheimta fyrirheit
um viðræður við okkur
Aðspurður hvort ákvörðun
launþegasamtaka á almenna
vinnumarkaðinum um frestun á
uppsagnarákvæðum kjara-
samninga snertu á einhvern
hátt forsendur kjarasamninga
opinberra starfsmanna sagði
Ögmundur að ekki væri upp-
sagnarákvæði í kjarasamning-
um opinberra starfsmanna með
sama hætti og hjá ASÍ. „Hins
vegar voru fyrirheit um að eiga
viðræður við okkur ef til kæmi.
Að sjálfsögðu munum við inn-
heimta þau fyrirheit.“
Þörf á
samstilltu
átaki í
þjóðfé-
laginu
Ögmundur
Jónasson, for-
maður BSRB
ÁLEITNAR spurningar um öryggi
barna á barnadeild Landspítalans –
háskólasjúkrahúss hafa vaknað eftir
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem
dæmdi nýlega 25 ára mann í 12
mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot
m.a. gegn 13 ára stúlku, sem lá á
barnadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi á síðasta ári.
Maðurinn var ákærður fyrir þrjú
kynferðisbrot gegn stúlkunni, þ.a.
tvö skipti innan veggja spítalans.
Þær spurningar sem hér um ræð-
ir og voru bornar undir Árna V.
Þórsson yfirlækni á barnadeild lúta
einkum að því hvernig staðið geti á
því að brotið sé gegn börnum, sem
liggja á barnadeild spítalans og
hvort til standi að grípa til ráðstaf-
ana á deildinni til að fyrirbyggja að
slíkt gerist á ný. Árni segir, viðvíkj-
andi seinni spurningunni, að ekki
standi til að breyta eftirliti með
sjúklingum á barnadeildinni, enda
sé mál þetta einstakt í sögu barna-
deildarinnar og þar að auki hafi
brotin ekki átt sér stað inni á deild-
inni sjálfri, heldur utan hennar.
Ákærði hafi m.ö.o. komið á spítalann
í heimsókn til stúlkunnar, þau farið
saman út af deildinni og þar muni
kynferðislegt samneyti hafa átt sér
stað. Í niðurstöðu héraðsdóms er
ekki talið að ákærði hefði þvingað
stúlkuna til kynmaka með nauðung
eða hótunum, þótt hann hefði verið
ýtinn við hana. Ákærði játaði kyn-
mök við stúlkuna samkvæmt ákæru,
þar sem ákært var fyrir þrjú skipti,
þ.a. tvö á salernum sjúkrahússins. Í
annað skiptið var um að ræða sal-
erni á 2. hæð spítalans en í hitt
skiptið á salerni 5. hæðar, á sömu
hæð og barnadeildin. Árni segir að
þótt barnadeildin sé opin deild, sé
eftirliti með sjúklingum engu að síð-
ur þannig háttað að útilokað væri að
fremja kynferðisbrot gegn sjúkling-
um þar.
„Hér var um að ræða unglings-
stúlku sem átti í kynferðislegu sam-
bandi við þennan fullorðna mann
[ákærða] löngu áður en hún var lögð
inn,“ segir Árni. „Það vissum við
ekki þegar hún var lögð inn, en það
kom hins vegar upp í innlögninni og
þá tilkynntum við það til barna-
verndarnefndar sem lagði fram
kæru. Við vissum heldur ekki að ein-
hver maður, sem kom hingað í heim-
sókn til hennar, væri í þessum er-
indagjörðum. Það eru ýmsir sem
heimsækja börn og unglinga hingað
á deildina og við höfum ekki dyra-
vörð hér sem krefur hvern gest um
skilríki.“
Sjúklingar ekki kyrrsettir
Auður Ragnarsdóttir deildarstjóri
barnadeildarinnar bendir í þessu
sambandi á, að sjúklingar á deildinni
séu ekki kyrrsettir á henni, með því
að þeim sé með öllu óheimilt að
skreppa út af deildinni ef þeir hafa
heilsu til. Árni segir að ekki komi til
greina að læsa barnadeildinni, enda
væri það stórt skref afturábak, til
þeirra tíma er aðgengi foreldra að
veikum börnum sínum var torveld-
að. „En auðvitað er þetta mál mjög
óskemmtilegt fyrir alla aðila. Það
átti hins vegar engan veginn upphaf
sitt hér á deildinni, heldur kom upp í
innlögn, sem var ein tilraun af mörg-
um til að hjálpa unglingi með lang-
varandi vandamál.“
Yfirlæknir segir ekki ástæðu til að herða eftirlit á barnadeild
Kynferðisbrotin framin
utan barnadeildarinnar
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
ALBIN E. Acapulco, vélstjóri frá Fil-
ippseyjum, sem missti báða fætur
sína í slysi um borð í skipinu m/s
Madredeus, en skipið lá þá við
bryggju í Grundarfjarðarhöfn, verð-
ur á Íslandi þar til sjúkraþjálfun hans
er lokið. Hann hefur fengið gervifæt-
ur frá Össuri og er núna að læra að
nota þá. Alþjóðaflutningaverka-
mannasambandið (ITF) vinnur nú að
því að tryggja réttindi hans, en sú
slysatrygging sem hann hefur er ekki
í samræmi við kjarasamning ITF.
Albin hefur enn ekki fengið neinar
greiðslur frá útgerð skipsins eða
tryggingafélagi þess þrátt fyrir að
mánuður sé liðinn frá slysinu. Sam-
kvæmt kjarasamningi ITF eiga sjó-
menn sem veikjast eða lenda í slysi
rétt á dagpeningum í 112 daga. Auk
þess eiga yfirmenn rétt á 80 þúsund
bandarískra dollara eingreiðslu í
slysabætur, en hásetar eiga rétt á 60
þúsund dollara eingreiðslu. Albin er
vélstjóri og ætti því að fá 80 þúsund
dollara. Jafnframt er í samningnum
ákvæði um barnalífeyri.
Samkvæmt bréfi sem stjórnvöld á
Filippseyjum gáfu út um starfskjör
Albins á hann rétt á 60 þúsund króna
eingreiðslu í slysabætur. Ekkert er í
bréfinu hins vegar að finna um
sjúkradagpeninga eða barnalífeyri.
Raunar eru mánaðarlaun sem getið
er um í bréfinu ekki í samræmi við
kjarasamning ITF.
Á vegum ITF er unnið að því að
tryggja Albin fullar slysabætur, en
hann á fjögur börn á Filippseyjum á
aldrinum 11–21 árs. Skólakerfið þar í
landi tryggir börnum ekki ókeypis
skólagöngu nema upp að 12 ára aldri
og þarf Albin að greiða 8–10 þúsund
bandaríska dollara samtals í skóla-
gjöld vegna menntun barna sinna.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
fyrir helgi hefur Össur gefið Albin
gervifætur sem kosta um 1,3 milljónir
króna. Þá hefur Vélstjórafélagið veitt
honum stuðning.
Unnið að því að
tryggja vélstjóra
fullar slysabæturMAGNÚS Norðdahl, lögfræðingurAlþýðusambands Íslands, vill ekki
tjá sig um hvaða þýðingu það hefur
að framhaldsaðalfundur Verkalýðs-
félags Akraness hefur samþykkt
vantraust á meirihluta stjórnar fé-
lagsins. Hann segir að ekki hafi verið
óskað eftir því að miðstjórn ASÍ taki
málið upp til skoðunar.
Samkvæmt 10. grein laga Alþýðu-
sambandsins fjallar miðstjórn sam-
bandsins um ágreiningsefni sem fé-
lögum innan þess tekst ekki að leysa
á sínum vettvangi. Úrskurðir mið-
stjórnar í slíkum málum eru endan-
legir. Magnús sagði að þessu máli
hefði ekki verið vísað til miðstjórnar
og vildi ekki tjá sig um það efnislega.
Ekki vísað til
miðstjórnar ASÍ